Morgunblaðið - 06.05.1979, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. MAÍ1979
23
Á bátasýningu SNARFARA
Sportbátaáhugi
eykst á Akureyri
„Það var ekkert líí í þessari
íþróttagrein á Akureyri íyrr en
1976, en þá vaknaði áhugi manna
nyrðra og hefur félag skemmti-
bátaeigenda nýlega verið stofnað.
Segja má að Pollurinn og fjörður-
inn séu ákjósanlegir fyrir sjó-
sport, en það háir mönnum að
aðstaða fyrir bátana á Akureyri
er ekki nægjanleg, einkum að-
staða til sjósetningar, en nú er
buið að setja smábátaaðstöðu inn
á skipulag og eru menn því
bjartsýnir. „Þannig mælti Sig-
urður Baldursson fulltrúi Bald-
urs Halldórssonar skipasmiðs á
Akureyri í spjalli við Mbl. á
Bátasýningu Snarfara, en auk
þess að smíða báta flytur fyrir-
tæki Baldurs inn enska skemmti-
báta og ýmsan þann búnað sem
sjóíþróttum tilheyra.
Flytur fyrirtækið inn enska
hraðbáta af Microplus gerð, en
þeir eru af fjórum stærðum. Bát-
urinn sem fyrirtækið er með á
sýningunni er næst minnsta
stærðin, svonefndur Microplus 502
og kostar báturinn fullbúinn 1,8
milljónir með söluskatti. í verðinu
er innifalið m.a. innrétting í
stafnklefa með bólstruðum bekkj-
um, teppum á gólfum úti og inni,
hlífðarrúðu og stýrisvél. Hægt er
að fá ýmsa aukahluti til að auka á
íburðinn.
Sigurður sagði að Microplus
bátarnir væru m.a. hentugir til
veiða þar sem borðstokkurinn
væri m.a. hannaður með það í
huga. Hann sagði að bátarnir
væru allir með flothólfum og gætu
því ekki sokkið. Nokkrir bátar af
þessari gerð væru þegar komnir
til landsins og reynslan af þeim
ágæt.
Sigurður sagði að fyrirtækið
flytti einnig inn fiskiskipaskrokka
með ósamsettri yfirbyggingu og
kláraði þá síðan á Akureyri. Væru
þetta frá 6—33 feta skrokkar, eða
upp í 10 tonna bátar. Fyrirtækið
flytur einnig inn Tempestbáta-
vélar og loks sýndi Sigurður okkur
vatnsheld sjóföt með innbyggðu
björgunarvesti sem blásið er upp,
en þessi vesti eru meðal þeirra
aúkahluta sem Baldur Halldórs-
son flytur inn.
Sigurður Baldursson blæs upp björgunarvesti í vatnsheldum sjógalla. Hann stendur við hlið eins báts af
Microplus-gerð
Bátur verður til og f ull-
1 -iy2 mánuði
búmná
Flugfiskur heitir fyrirtæki í
Vogum á Vatnsleysustriind er
framleiðir hraðbáta úr trefja-
plasti. en m.a. framleiddi fyrir-
tækið bát þann er sigraði í
sjórallinu umhverfis landið í
fyrrasumar. Sá bátur var á sýn-
ingunni og falur hverjum sem
var og fékkst fyrir fimm milljón-
ir ef borgað var út í hiind.
Forstöðumenn Flugfisks eru þau
Kunólfur Guðjónsson og Gréta
Stefánsdóttir. en blm. tóku Grétu
tali á hátasýningunni.
Gréta sagði að fyrirtækið hefði
hafið starfrækslu fyrir um tveim-
ur árum og framleitt 20 báta.
Framleiddi fyrirtækið aðeins eftir
pöntunum og færi verð einstakra
báta því eftir hversu mikið kaup-
endur óskuðu að í þá yrði borið.
Smíðatími hvers báts væri um
1—1'/2 mánuður frá því að byrjað
yrði að steypa þar til að báturinn
yrði tilbúinn. Kaupendur geta
keypt ste.vptan skrokk og séð
sjálfir um allan frágang og inn-
réttingar.
Þegar bátur er steyptur er
fljótandi plastefni borið á trefja-
mottur í þar til gerðum mótum, en
verkið er frá byrjun handverk, og
til þess notaðar sérstakar hand-
pressur og penslar. Fór Runólfur á
sínum tíma til útlanda og nam þá
list að ste.vpa bátana.
Gréta sagði að dæmigerður bát-
ur frá Flugfiski væri 18 feta
sportbátur sem var á bás fyrir-
tækisins, en bátar frá því voru þó
víðs vegar á -sýningarsvæðinu. Sá
bátur var með 100 hestafla utan-
borðsmótor, en Gréta sagði að
notast mætti með góðum árangri
við 40 hestafla vél á slíkum báti.
Hafrót, en það er báturinn sem
sigraði í sjórallinu í fyrra, er 22
fet og um þrjú tonn að þyngd.
Einnig framleiðir Flugfiskur
sérstaka fiskibáta, en þeir eru
meira frambyggðir en sportbátar.
Þá hefur fyrirtækið umboð fyrir
enska fiskibáta er nefnast
Aqua-star, en þeir eru allt að 10
tonn og kosta á bilinu 30—40
milljónir. Bátar þessir eru frá
Guernsey. Loks selur fyrirtækið
svokölluð Enfield-drif, sem menn
geta sett á báta sína vilji þeir nota
gömlu bíl- eða traktorsvélina í
bátinn.
i VALL
I WilR
ti
Ilafrót. einn þeirra bóta sem Flugfiskur hefur framleitt
Seglbátarnir í fordyrinu. Lengst til hægri er Laserinn, þá Wayfarer,
og á bak við súluna grillir í Eldhnött og Mirror.
Vinsældir segl-
báta aukast
ÞEGAR komið var inn á
sýningarsvæðið á bátasýningu
Snarfara blöstu nokkrar ris-
miklar seglskútur við á hægri
hönd, en sumar þeirra voru mjög
hraðskreiðar keppnisskútur, svo
sem Eldhnötturinn (Fireball).
Vinsældir seglbáta fara ört vax-
andi hér á landi. að sögn
kunnugra.
Ari Bergmann Einarsson hjá Ó.
V. Jóhannsson & Co, er inn-
flytjandi svonefndra Wayfarer
seglbáta, en það var stærsta skút-
an af þeim skútum sem voru í
fordyrinu. Ari sagði að slík skúta
fullbúin, en án vagns og hjálpar-
mótors ef menn vildu slíkan hafa,
kostaði um 1,7—1,8 milljónir.
Báturinn væri fjölskyldubátur og
ferðabátur, en hann er brezkur og
hefur hlotið góðar viðtökur víða
um heim og er einnig góður
kappsiglari.
Ari sagði að árið 1964 hefði
Bretinn Frank Dye, sem væri
frægur siglingakappi, siglt við
annan mann á Wayfarer frá Skot-
landi til íslands án viðkomu í
Færeyjum. íslenzkir siglingamenn
ráðlegðu þó fólki að leggja ekki
upp í siglingu af því tagi á tæplega
fimm metra löngum opnum báti.
Æskulýðsráð Reykjavíkur notar
Wayfarer-bát til kennslu og æsku-
lýðsstarfa í Nauthólsvík. Stórir
flottankar að aftan og framan
koma í veg fyrir að báturinn
sökkvi þótt honum hvolfi. Bátur-
inn ber allt að sex manns og er
þægilegur og auðveldur í
meðförum fyrir tvo til þrjá. Þótt
bátnum hvolfi er auðvelt fyrir tvo
menn að rétta hann við án utanað-
komandi aðstoðar.
Wayfarer báturinn hefur náð
nokkurri útbreiðslu hér á landi.
Hann er úr trefjaplasti, en mastur
og bóma eru úr tré eða áli. Kjölur
og stýri er unnið úr krossvið, en
stög og fittings úr ryðfríu stáli.
Stórsegl og fokkur eru saumaðar
úr terylene, en belgsegl úr næloni.
Stofnað hefur verið samband
Wayfarer-eigenda á íslandi og
efnir það m.a. til útilegusiglinga á
Kjalarnes og Hvalfjörð, en í ár
sem undanfarin ár verður farin
hópsigling út í Hörsey á Mýrum.
Wayfarerinn er 4,82 m að lengd,
1,85 að breidd, djúprista þegar
kjölur er niðri er 1,17 m og þyngd
er 167 kg.
Kolla skvetta
viðbraKÖssnöKK
Kolla skvetta hét seglbátur af
Laser gerð sem var meðal seglbát-
anna í anddyrinu. Bátur sá er
góður kappsiglari, að sögn
kunnugra, en aðeins er ætlast til
að einn maður stjórni bátnum. Er
þessi tegund ein útbreiddasta
tegund eins manns seglbáta, en
báturinn varð fyrst til í Kanada
1972. Um það bil 60.000 Laser-bát-
ar eru í notkun í heiminum í dag,
en þeim er það sameiginlegt að
vera allir nákvæmlega eins vegna
sérstæðrar hönnunar.
Laserinn er einkar viðbragðs-
snöggur bátur og hægt er að ná á
honum mikilli ferð þótt vindur sé
lítill. Vegna hönnunarinnar og þar
sem báturinn er aðeins 59 kg að
þyngd brýtur hann
Arkimedesar-lögmalið og „planar"
sig upp á sjónum, líkt og hraðbát-
ur, þegar vindar blása. Báturinn
er úr trefjaplasti, hann kemst á
hvaða toppgrind sem er og fljót-
legt er að sjósetja hann. Hann
afhendist tilbúinn til sjósetningar
frá söluumboði, en það er ístækni
hf. í Reykjavík, og kostar um 600
þúsund. Báturinn er rétt rúmir
fjórir metrar að lengd.
Annar seglbátur var þarna er
einkum er ætlaður til kappsigl-
inga, en það er Eldhnötturinn.
Eiginleikar þess báts eru svipaðir
og Lasersins. Eldhnötturinn er þó
viðarbátur og kemur ósamsettur
til landsins, en hver og einn getur
svo sett hann saman. Ósamsettur
bátur með öllu tilheyrandi kostar
um 900 þúsund krónur.
Allir Kcta
smíöað Mirror
Loks var meðal seglbátanna
bátur af Mirror-gerð, en sá bátur
kemur. einnig ósamsettur til
landsins. Kostar hann með öllu
tæpar 280 þúsund krónur, en
örlítið stærri gerð þess báts kost-
ar um 450 þúsund krónur. Að sögn
kunnugra getur hver og einn sett
bát af þessu tagi saman og þarf
ekki annan tækjakost en skrúf-
járn, þvingu og hamar. Báturinn
kemur í tilbúnum hlutum og er
ekkert eftir nema að líma hann og
skrúfa saman, en báturinn er úr
krossviði.
Mirror-inn er lítill og léttur og
hægt að hafa hann á toppgrind.
Einn maður getur fært hann á
land og stjórnað bátnum sem
lætur vel að stjórn undir seglum
sem mótor. Báturinn er sagður
öruggur fyrir byrjendur, en jafn-
framt góður keppnisbátur. Hann
er búinn þéttum öryggishólfum og
getur ekki sokkið, og hið sama á
við um Eldhnöttinn.