Morgunblaðið - 06.05.1979, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 06.05.1979, Blaðsíða 32
AK.LYSINÍ.ASÍMIW KK: 22480 ALGLÝSINíiASÍMIW ER: 22480 Jfiorflunblníiiti SUNNUDAGUR 6. MAÍ 1979 Fimm sinuútköll á tveimur tímum MIKLAR annir voru hjá Slökkviliðinu í Reykjavík í jíærmorgun 0jí á aðeins tveimur klukkustundum var liðið fimm sinnum kallaö út vegna sinu- bruna. Ekkert tjón varð í þessi skipti, en litlu mátti muna og tókst naumlega að stöðva brunana áður en hann náði húsum. Stranglega er bannað að brenna sinu eftir að kem- ur fram í maí og ættu foreldrar að vara börn og unglinga við þessum stór- hættulega leik. Sinueldar geta verið mjög erfiðir viðfangs og sérstaklega eftir þurrviðrið, sem ríkt hefur að undanförnu. Stal í Ólafsvík, tekinn í Reykjavik í VIKUNNI var stoliö 170 þúsund krónum úr verbúð í Ólafsvík. Grunur beinist að unj?um manni, en hann hafði þá yfirgefið staðinn og haldið til Reykjavíkur. Rann- sóknarlögreglu ríkisins var gert viðvart og hafði hún fljótlega uppi á pilti og viðurkenndi hann brot eyðslan er 15 lítrar og 35.393 krónur ef eyðslan er 25 lítrar. Flugfar frá Reykjavík til Akur- eyrar kostar nú 12.000 krónur. Vegalengdin þangað er 453 kílómetrar og miðað við 10 lítra eyðsla kostar 11.597 krónur að aka þangað, 17.396 krónur ef eyðslan er 15 lítrar og 28.993 krónur ef eyðslan er 25 lítrar. Flugfar frá Reykjavík til Egils- staða aðra leiðina kostar 16.050 krónur. Vegalengdin þangað er 730 kíló- metrar og miðað við 10 lítra eyðslu kostar 18.688 krónur að aka þangað, 28.032 krónur ef eyðslan er 15 lítrar og 46.720 krónur ef eyðslan er 25 lítrar. Ef menn aka hringveginn og bregða ekki útaf honum þurfa þeir að greiða um 36 þúsund krónur fyrir benzínið, ef eyðslan er 10 lítrar, um 54 þúsund krónur ef eyðslan er 15 lítrar en rúmlega 90 þúsund krónur ef eyðslan er 25 lítrar. Ef höfuðborgarbúar fara í vinsælar sunnudagsferðir, t.d. til Hveragerðis og til baka, kostar benzínið 2.304 krónur ef eyðslan er 10 lítrar en 5.760 krónur ef eyðslan er 25 lítrar. Þingvallaferð kostar bíleigandann 2.600 krónur ef eyðslan er 10 lítrar en 6.500 krónur ef eyðslan er 25 lítrar. 0 Abyrgðartryggingar bifreiða: EFTIR nýjustu benzfnhækkun- ina er dýrara fyrir mann frá Reykjavík að aka til ísafjarðar og Egilsstaða, svo dæmi séu tekin, en fljúga sömu leið, ef miðað er við það að eyðsla bifreiðarinnar sé 10 lítrar á hverja 100 kílómetra, eins og algengt er. Ef eyðslan er meiri eykst bilið milli flugs og híl- ferðar og ef eyðslan er orðin 25 lítrar er þrefalt dýrara að aka en fljúga. Flugfar frá Reykjavík til Isa- fjarðar aðra leiðina kostar nú 11.150 krónur. Vegalengdin þangað er 553 kílómetrar og miðað við 10 lítra eyðslu kostar 14.157 krónur að aka þangað, 21.235 krónur ef LióHm. RAX. Getur tekið verkamann tæpan mánuð að vinna fyrir iðgjaldinu i ár ÞAÐ getur tekið verkamann tæp- an mánuð að vinna fyrir ársið- gjaldi ábyrgðartryggingar bif- reiðar, vinni hann aðeins vcnju- lega dagvinnu. 40 tíma á viku. Iðgjald ábyrgðartryggingar á stórum bíl í Reykjavík er 161.280 krónur án bónuss en með sölu- skatti. Tímakaup Dagsbrúnar- verkamanns með fjögurra ára starfsreynslu er .032 krónur og það tæki verkamanninn rúma 156 tíma eða tæpan mánuð að vinna fyrir ábyrgðartryggingunni. Víða úti á landsbyggðinni eru ábyrgð- artryggingar mun ódýrari, eins og kom fram í Mbl. í gær og t.d. tæki það verkamann á Sauðárkróki með sömu laun t.d. tæpar 80 klukkustundir að vinna fyrir ið- gjaldinu, sem er 81.966 krónur. Iðgjald ábyrgðartryggingar á millibíl, t.d. Cortinu, er 139.080 krónur í Reykjavík, sé söluskattur reiknaður með. Verkamaður, sem slíkan bíl ætti, er um 135 tíma að vinna fyrir iðgjaldinu. Verkamað- ur á Sauðárkróki, svo dæmi sé tekið, er rúma 66 tíma að vinna fyrir því gjaldi sem honum ber að greiða, sem er 68.640 krónur. Loks skal tekið dæmi um bíl af minnstu tegund, t.d. Volkswagen og Austin mini. Verkamaður í Reykjavík er 113 klukkustundir að vinna fyrir iðgjaldinu eða tæpar þrjár vikur, en iðgjaldið er án bónuss en með söluskatti 116.640 krónur. Verkamaður á áhættu- svæði 3, t.d. á Sauðárkróki, Blönduósi eða Borgarnesi, er hins vegar 56 tíma að vinna fyrir iðgjaldinu eða um eina og hálfa viku, en það er 57.840 krónur. Bíll og benzfn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins: Geir Hallgrímsson endurkjöriim formaður — Hlaut 594 atkvæði en Albert Guðmundsson 208 atkvæði 70,5%, Albert Guðmundsson fékk 24,7%, aðrir 2% og auðir og ógildir 2,7%. Þegar Morgunblaðið fór í prentun síðdegis á laugardag var kjör varaformanns Sjálfstæðis- flokksins að hefjast og þess vegna ekki unnt að skýra frá niðurstöðum þeirra kosningar svo og miðstjórnar kosningar, sem hófust kl. 18 síðdegis. Nýjasta benzínhækkunin: Ódýrara að fljúgaenaka GEIR HallgnTnsson var endur- kjörinn formaður Sjálfstæðis- flokksins á landsfundi flokks- ins síðdcgis í gær. Ilann hlaut 594 atkvæði. Albert Guðmunds- son fékk 208 atkvæði, aðrir 17 og auðir og ógildir scðlar voru 23. Hlutfall Geirs Hallgrímssonar af fjölda greiddra atkvæða er Þjóðverji einn á ferð í þrjár vikur á hálendinu: „Miklir og stöðugir stormar gerðu mér hvað ernðast fyrir” „bað má segja að þetta hafi verið stöðugir erfiðleikar frá upphafi til cnda,“ sagði Þjóðverjinn Linner í samtali við Morgunblaðið, en hann hefur undanfarnar þrjár vikur verið einn sfns liðs á göngu inni á Mývatnsöræfum eins og skýrt var frá í Mbl. í gær. „Eg lagði upp frá Mývatni 16. apríl s.l. og setti stefnuna á Öskju, en ég var varla lagður af stað þegar gffurlegur stormur var skollinn á. Mér sóttist ferðin því mjög seint og ekki bætti það úr skák, að það tók að snjóa töluvert," sagði Þjóðverjinn. „Þegar ég loks náði í skálann í Drekagili við Öskju var ég orðinn mjög illa haldinn af snjóblindu svo að ég lét þar fyrirberast í rúma þrjá sólar- hringa, áður en ég lagði af stað í Herðbreiðarlindir. Þangað var ég rúma tvo daga og svaf auðvit- að í tjaldi eins og reyndar mest alla ferðina, en það gerði mér nokkuð erfitt fyrir þessar tvær nætur, að frost var öllu meira en venjulega, þannig að ég svaf bæði í svefnpoka og bakpoka inni í tjaldinu. í Herðubreiðarlindum dvaldi ég svo nokkurn tíma. Þá var ég orðinn töluvert illa haldinn á fótum bæði vegna hælsæra og kulda. Ég ákvað því að skilja allan ónauðsynlegan búnað þar eftir til að létta mér gönguna til Grímsstaða. Ég skildi t.d. eftir skíðin, því að skíðafæri var orðið afleitt á þessum slóðum. Síðasti hluti ferðarinnar gekk svo eins og þeir fyrri, stöðugir erfiðleikar, sérstaklega vegna mikilla storma. Það kom mér sérstaklega á óvart hversu stormar geta verið hér miklir og hversu lengi þeir standa yfir, því að á ferðum mínum t.d. í Lappa- héruðum Finnlands að vetri til hef ég ekki kynnst neinu slíku. Niður til Grímsstaða kom ég svo á fimmtudaginn hálfhrak- inn, en heimilisfólkið var fljótt að koma í mig lífi á ný,“ sagði Þjóðverjinn ennfremur. Aðspurður sagðist hann hafa verið mjög vel búinn til farar- innar og t.d. hefði hann haft matarforða til 10 daga í viðbót, svo að hann hefði alls ekki verið hætt kominn vegna útbúnaðar- leysis. sitt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.