Morgunblaðið - 06.05.1979, Side 15

Morgunblaðið - 06.05.1979, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. MAÍ1979 15 Kvikmyndin Superman sem heíur um skeið verið sýnd í Háskólabíói helur vakið mikla athygli víða um heim vegna tæknibrellna og dregið að sér jafnt börn sem fullorðna. Er myndin var sýnd í heimalandi sínu, Bandarfkjunum, brá Cart- er forseti sér í bíó með Amy dóttur sfna og þegar Superman var á tjöldunum í Englandi fóru þau feðgin Elfsabet Breta- drottning og Andrew prins að sjá hetjuna. Hér á íslandi eru það einnig jafnt börn, táningar og fullorðnir sem leggja leið sína f Háskólabíó þessa dagana. „Vá, sjáðu“ Er horft var yfir sýningar- gesti, er þeir fylgdust með verk- um hetjunnar Superman, var vart hægt í milli að sjá hverjir skemmtu sér best, börnin, tán- ingarnir eða fullorðna fólkið. Sjálfsagt hafa allir dáðst að hetjunni á sinn hátt. Við og við mátti heyra upphrópanir eins og „vá, sjáðu“ eða „sjúkk“ og sumir klöppuðu í lófana. „Þetta er allt í lagi, Superman bjargar öllu" heyrðist einn snáðinn segja til hughreystingar sessunaut sínum er spennan var í hámarki. En fullorðna fólkið hló og skemmti sér við að horfa á tæknibrellurn- ar er Superman flaug um loftin og barðist við hin illu öfl. Með Superman-æði „Hann er með algjört Super- man-æði,“ sagði Tommi 11 ára Allir vildu þessir strákar verða fyrstir inn í sýningarsalinn. um frænda sinn Jón Odd sem er 8 ára, og Jón gekkst við því og sagðist lesa allt sem hann gæti um Superman. Þeim frændum fannst myndin skemmtileg og Tommi hafði séð hana áður. „Seinni hlutinn er skemmtilegri, hann er svo spennandi," sagði hann. „Annars er myndin dálítið óraunveruleg." Margrét og Guðrún voru með börnin sín í bíó en þær sögðust skemmta sér vel sjálfar. „Það er gaman að horfa á þessa mynd. Hún er vel gerð tæknilega séð og spennandi. Þetta er ævintýramynd ekkert síður fyrir full- orðna en börn.“ „Nei. ég ætla að vera Supermanu Þá Finnbjörn og Njörð langaði báða til að vera eins og Super- man. „Nei, ég ætla að vera hann,“ sagði Njörður. „Þá ætla ég að vera Batman því þá get ég líka flogið á bílnum," sagði Finnbjörn og báðir voru þeir kappar ánægðir með þá lyktan mála. Einar, sem var með pabba sínum í bíó, var alveg viss um að Superman væri ekki til. „Nei,“ sagði hann þegar blaðamaðurinn bar upp spurninguna en hann var nú samt ekki viss um það hver það væri sem flygi í kvik- myndinni. „Metið verður ekki slegið “ „Aðsóknin á Superman er ágæt,“ sagði Friðfinnur Ólafsson forstjóri Háskólabíós. „Það má segja að allir aldurshópar sæki myndina og mikið er um að öll fjölskyldan komi saman. Ég held nú samt að unglingar séu í meirihluta. Friðfinnur bjóst ekki við því að Superman myndi slá aðsókn- armet Grease. „Grease setti það met sem ekki verður slegið. Það komu 87 þúsund manns að sjá þá kvikmynd," sagði Friðfinnur. — rmn „Þetta er allt í lagi, Superman bjargar öllu“ Einar með Róbert pabba sínum. Fylgst með sýningu á kvik- mgndinni Superman Margrét og Guðrún skemmtu sér vel við að horfa á Superman.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.