Morgunblaðið - 06.05.1979, Page 17
16
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. MAÍ1979
pliirgiuuMiíliilí
Utgefandi
Framkvaemdaatjóri
Rítstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgreiðsla
Auglýsingar
hf. Arvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guómundsson.
Björn Jóhannsson.
Baldvin Jónsson
Aöalstræti 6, sími 10100.
Aóalstræti 6, sími 22480.
Áskriftargjald 3000.00 kr. á mónuði innanlands.
I lausasölu 150 kr. eintakiö.
Barátta fyrir hags-
munamálum laun-
þega hefur frá upphafi
verið ríkur þáttur í
starfi Sjálfstæðis-
flokksins. Kemur þetta
glögglega fram í því, að
nokkrum árum eftir
stofnun Sjálfstæðis-
flokksins var fyrsta
launþegafélagið innan
vébanda flokksins
stofnað og síðan fylgdu
fleiri í kjölfarið á næstu
árum. Sjálfstæðis-
flokkurinn hefur einnig
notið mikils fylgis með-
al launþega eins og bezt
sést af því, að sjálf-
stæðismenn voru næst-
stærsti hópurinn á síð-
asta þingi Alþýöusam-
bands íslands. Þegar
þessi saga er höfð í
huga er eðlilegt, að
sjálfstæðismenn hafi
haft nokkrar áhyggjur
af þeim árekstrum, sem
urðu á síðasta ári milli
áhrifamikilla launþega-
foringja og ríkisstjórn-
kvöld og lagði þar
áherzlu á, að sjálf-
stæðismenn mundu
leitast við að efla mjög
launþegastarf innan vé-
banda flokksins og laða
ungt fólk til starfa á
vegum flokksins að
málefnum launþega.
Jafnframt boðaði Geir
Hallgrímsson stóraukið
starf sjálfstæðismanna
á vettvangi launþega-
samtakanna og baráttu
sjálfstæðismanna fyrir
auknu lýðræði í verka-
lýðsfélögunum með því
að hlutfallskosningar
yrðu teknar upp til
stjórna launþegafélaga
gert mesta átak, sem
um getur í húsnæðis-
málum láglaunafólks.
Að frumkvæði sjálf-
stæðismanna hefur
mikið áunnizt í verð-
tryggingu lífeyris
almennra launþega, en í
þeim efnum hefur ríkt
óþolandi mismunun
milli opinberra starfs-
manna og annarra
launþega. Geir Hall-
grímsson benti einnig á,
að Sjálfstæðisflokkur-
inn hefur öðrum flokk-
um fremur sýnt í verki
vilja sinn til að bæta
kjör láglaunafólks eins
og gleggst kom fram á
Sjálfstæðisflokkurinn
og verkalýðshreyfingin
ar sem naut forystu
Sjálfstæðisflokksins.
Geir Hallgrímsson
gerði samskipti Sjálf-
stæðisflokksins og
verkalýðssamtakanna
sérstaklega að umtals-
efni í landsfundarræðu
sinni sl. fimmtudags-
til þess að tryggja eðli-
legan rétt minnihlutans
í þessum félögum.
Geir Hallgrímsson
benti einnig á hlut
sjálfstæðismanna í
framgangi helztu hags-
munamála launþega
síðustu ár. í stjórnartíö
sjálfstæðismanna var
tímabili síðustu ríkis-
stjórnar.
I Síðan sagði Geir
Hallgrímsson í lands-
fundarræðu sinni:
„Alþýðubandalag og
Alþýðuflokkur misnot-
uðu verkalýðssamtökin
gegn ríkisstjórn Sjálf-
stæðisflokksins á sl. ári.
Þessir flokkar beittu
áhrifum sínum í verka-
lýðssamtökunum,
starfsliði þeirra, fjár-
magni og aðstöðu til
þess að snúa þeim gegn
ríkisstjórn Sjálfstæðis-
flokksins á örlagaríkum
tímum. Þessir flokkar
glíma nú við eigin
draug í ríkisstjórn. Við
skulum ekki festa okkur
í deilum um það, sem
liðið er. Þrátt fyrir
þessa árekstra á síðasta
ári milli krata og
kommúnistaforingja í
verkalýðshreyfingunni
og Sjálfstæðisflokksins
lýsi ég því yfir með sögu
flokks okkar í verka-
lýðsmálum að bak-
hjarli, að við sjálf-
stæðismenn erum enn
sem fyrr tilbúnir til að
eiga jákvætt samstarf
við verkalýðssamtökin
og forystumenn þeirra,
hvar í flokki, sem þeir
standa.“
Þegar árekstrar
verkalýðssamtaka og
ríkisstjórnar Geirs
Hallgrímssonar á sl. ári
eru hafðir í huga verður
ljóst, að þetta er mikil-
væg yfirlýsing, sem
vert er að gefa gaum.
Rey kj aví kurbréf
Laugardagur 5. maí*~«
Verra en
í París
og Prag
Umferðaröngþveitið í miðborg
Reykjavíkur er orðið óþolandi.
Það er á góðri leið með að verða
verra en í París og Prag og er þá
langt til jafnað því að umferðin í
þessum tveimur borgum er hin
versta a.m.k. í Mið- og
Norður-Evrópu. I rauninni er ekki
lengur hægt að aka bifreið um
miðborg Reykjavíkur t.d. síðdegis
á föstudegi. Þá nær bílamergðin
og öngþveitið hámarki. Aðra daga
vikunnar er ráðlegast að reyna
ekki að komast leiðar sinnar um
aðal umferðaræðar borgarinnar á
tímabilinu kl. 17—18 þegar íbúar
höfuðborgarsvæðisins halda heim
frá vinnu sinni 1 hin ýmsu út-
hverfi og nágrannabæi Reykjavík-
ur. Bílarnir eru einfaldlega orðnir
of margir á götum Reykjavíkur og
göturnar of litlar. Þótt erfitt sé að
komast leiðar sinnar um höfuð-
borgina er þó nánast útilokað að
finna bílastæði í miðborg Reykja-
víkur. Þeir sem koma til vinnu
sinnar eftir kl. 9 að morgni finna
alls ekki bílastæði, án stöðumælis.
Það er hundaheppni ef slíkt stæði
finnst þar til síðdegis. Bílastæðin
eru yfirfull. Menn leggja bílum
sínum jafnvel á akbrautir bíla-
stæðanna, stofna þeim þar með í
hættu og valda óþægindum fyrir
aðra, sem hringsóla um miðborg-
ina í örvæntingarfullri leit að
bílastæði. Það getur tekið a.m.k.
hálfa klukkustund að finna bíla-
stæði í miðborg Reykjavíkur, ef
það þá finnst.
Þetta bílastæðavandamál er
þeim mun alvarlegra, þegar
miðborgin er skoðuð úr lofti. Þá
kemur nefnilega í ljós, að bíla-
stæðin á þessu svæði eru þrátt
fyrir allt orðin svo mörg, að þau
eru að ryðja húsum og opnum
svæðum öðrum til hliðar. Tjarnar-
gatan, þessi fallega gata með
gömlum og hlýlegum húsum er
orðin eitt bílastæði. Það hlýtur að
vera hörmungarlíf fyrir íbúa
þessarar götu að horfa upp á
bílaröðina beggja vegna götunnar.
Það getur ekki verið skemmtilegt
að búa í námunda við bílastæði
eins og nú er komið máli.
Að vetri til virðist það vera
höfuðregla hjá borgaryfirvöldum
að hreinsa bílastæðin síðast af
snjó. Afleiðingin er sú, að þegar
mikill snjór er að vetri til er helzt
ekki hægt að nota þau bílastæði,
sem engin gjaldskylda er á vegna
þess, að jafnvel þótt hægt sé að
þræla bílunum inn í stæðin er allt
eins líklegt að þeir komizt ekki út
þaðan aftur. Þá er ráðið að leggja
við stöðumæli en hver getur
hlaupið frá vinnu sinni á klukku-
tíma fresti til þess að setja
peninga í stöðumæli? Þá byrja
grænu sektarmiðarnir að
hrannast upp. í Reykjavík eru
engin bílastæði þar sem menn
geta lagt bifreiðum sínum allan
daginn og borgað fyrir með öðrum
hætti en að setja peninga í stöðu-
mæli. Hér eru auðvitað tvær
undantekningar á. í miðborginni
eru allmörg merkt bílastæði. Það
er orðin eina von lóðareigenda í
miðborg Reykjavíkur að leigja
lóðir sínar undir bílastæði til þess
að hafa einhverjar tekjur upp í
fasteigna- og lóðagjöld, sem eru
orðin svo há, að það er einungis
byrði og það mikil byrði að eiga
lóð á dýrasta stað í miðborginni
hvað þá að eiga gamla fasteign
eins og dæmin sanna. Hin undan-
tekningin er sú, að þingmenn
njóta að sjálfsögðu þeirra forrétt-
inda að geta lagt bílum sínum á
bílastæði í miðborginni en það
fara nú að verða mjög eftirsóknar-
verð forréttindi.
Hlutskipti bíleigandans, sem
þarf að komast leiðar sinnar í
miðborginni, sérstaklega á föstu-
degi og þarf að finna bílastæði þar
er orðið ömurlegt. Óhjákvæmilegt
er að borgarstjórn taki þetta
vandamál, umferðina í Reykjavík
og þá sérstaklega í miðborginni til
umræðu og meðferðar. Ofan á
þetta bætist, að umferðarmenning
er hér nánast engin. Við höfum
stundum hlegið að Færeyingum,
þegar sagðar eru sögur um, að
þegar þeir beygi fyrir horn stígi
þeir benzínið í botn og flauti. En
menn, sem ekið hafa erlendis og
þeir eru orðnir býsna margir, vita
mæta vel, að í Evrópu er mikill agi
í umferðinni a.m.k. ef París og
Prag eru undanskildar en það er
alit að því iífshættulegt að aka um
götur Reykjavíkur. Jafnvel þótt
menn fari sjálfir að öllu með gát
er náunginn ekki á þeim buxunum
og þess vegna stafar ökumanni
hætta af þeim, sem á eftir er eða
undan eða til beggja hliða. Enda
er það svo, að það er ekki lengur
hægt að aka milli borgarhluta án
þess að sjá árekstur einhvers
staðar á leiðinni. Afleiðing þess er
svo sú, að iðgjöld af ábyrgðar-
tryggingum bifreiða eru orðin
hrikalega há, sérstaklega á höfuð-
borgarsvæðinu og nú heyrast
raddir frá skattpíndum íbúum
höfuðborgarsvæðisins um, að það
hljóti að vera sanngjarnt að leggja
jöfnunargjald á iðgjöld bifreiða-
trygginga alveg eins og rafmagn
og fleira til þess að jafna aðstöðu-
mun íbúa á suðvesturhorninu og
annars staðar á landinu og koma í
veg fyrir þá aðferð, að menn hafi
bíla sína skráða í öðrum lands-
hlutum, þótt þeir séu fyrst og
fremst notaðir í Reykjavík.
En hvað er til ráða? Höfundur
þessa Reykjavíkurbréfs kann eng-
in töfraráð í þessum efnum.
Kannski er óhjákvæmilegt að
byggja þessi hryllilega ljótu og
leiðinlegu bílageymsluhús í
nágrenni miðborgarinnar til þess
að hýsa bílafjölda þeirra, sem
starfa í miðborginni eða eiga
erindi þangað. Kannski er
nauðsynlegt að loka fleiri götum í
miðborginni fyrir bifreiðaumferð
en nú er gert. Um þetta verða þeir
að fjalla, sem hafa boðizt til að
taka að sér að leysa þessi vanda-
mál og önnur, sem upp koma í
borgarmálum. En þetta ástand er
óþolandi og þolir enga bið að á því
sé tekið.
Það er dýrt
að fara
til vinnu
Það er orðið dýrt að aka í
bifreið. Jafnvel þótt hrikalegt verð
á bílum sé látið liggja á milli hluta
svo og tryggingariðgjöld er
benzínverðið orðið slíkt, að það er
orðið alvarlegt umhugsunarefni,
hvort það er ekki orðið alltof hátt.
Eftir síðustu hækkun er benzín-
lítrinn kominn í 256 krónur. Hann
hefur hækkað í verði á 12 mánuð-
um um 115%. A þessum tíma
hefur verkamannakaup hækkað
um tæp 45%. Það tekur verka-
mann, sem tekur laun skv. 4. taxta
Dagsbrúnar með fjögurra ára
starfsaldur nú rúmlega 12 klukku-
stundir að vinna sér inn fyrir
fyllingu á 50 lítra benzíntank. Það
tekur þennan verkamann einn og
hálfan dag í dagvinnu að fylla
tankinn á einum slíkum bíl. Þá
hefur hann þrjá og hálfan dag
eftir til þess að vinna sér inn fyrir
mat og öðrum útgjöldum venju-
legrar fjölskyldu. Fyrir 12
mánuðum tók það verkamann
einn dag að vinna fyrir þessu
sama magni af benzíni. Hvað er
hér að gerast?
Allir vita, að bifreiðar eru ekki
lengur lúxus heldur nauðsyn í
okkar landi. Ef einungis er fjallað
um höfuðborgarsvæðið verður
auðvitað ljóst, að ferðakostnaður
hvers launþega til og frá vinnu er
orðinn mjög mikill. Vegalengdir á
þessu þéttbýlissvæði eru orðnar
slíkar að það kostar umtalsverða
peninga að komast á milli heimilis
og vinnustaðar í eigin bifreið.
Einhverjir geta sagt sem svo, að
enginn krefjist þess að fólk fari til
vinnu í eigin bifreið, það geti farið
í strætisvagni. Slíkar röksemdir
duga ekki einfaldlega vegna þess,
að fólk í dag telur sig eiga að hafa
efni á að fara til vinnu sinnar á
eigin bifreið. Það telur, að vel-
megunin í landinu sé orðin svo
mikil, að það sé ekkert óhóf að
fara til vinnu á eigin bifreið. En
nú kostar benzínið orðið svo mik-
ið, að það er að verða verulegur
kostnaður að fara á milli staða á
höfuðborgarsvæðinu vegna hinna
miklu vegalengda þar. Það skyldi
þó aldrei vera, að benzínið sé orðið
svo dýrt, að það borgi sig betur að
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. MAÍ1979
17
Tvær sýningar
Jóhanna
Bogadóttir
í Stúdentakjallarnum sýnir
um þessar mundir Jóhanna
Bogadóttir 18 litógrafíur, flestar
nýjar af nálinni. Jóhanna mun
óefað með þrautseigustu iðkend-
um grafík-lista hérlendis og
lætur ekki deigan síga þrátt
fyrir margs konar mótlæti. Ekki
hefur hún heldur uppskorið í
hlutfalli við það sem hún hefur
sáð hérlendis og er því ekki
spámaður í sínu föðurlandi. En
hins vegar hafa myndir hennar
hlotið góðar viðtökur erlendis,
t.d. í Finnlandi, þar sem hún
hefur bæði hlotið góða gagnrýni
í dagblöðum og gott umtal meðal
starfsbræðra sinna í listinni.
Hér get ég trútt um talað því að
ég var alveg hissa á því hve hlut
hennar var haldið vel og einarð-
lega fram af finnskum félögum
hennar er ég var þar á ferð á sl.
hausti og sýning hennar í Hels-
ingfors var til umræðu. Sann-
leikurinn er einnig sá, að
Jóhanna hefur verið í mikilli
sókn á undanförnum árum svo
sem hver og einn getur gengið úr
skugga um er sér myndir hennar
í Stúdentakjallaranum. Jóhanna
hefur umbrotasama skapgerð og
hefur átt erfitt með að temja
hana í myndgerð sinni hingað til
en nú virðist þetta allt vera að
færast í rétta átt. Tæknin er líka
stórum þróaðri en áður. Ekki
veit undirritaður hvernig hún
vinnur myndir sínar en hægt er
að vinna á margs konar hátt í
lit.ógrafíu eða steinþrykki eins
og það útleggst á íslenzku. Stein-
þrykk er þó ekki lengur réttnefni
þar sem mögulegt er að nota
Myndlist
eftir BRAGA
ÁSGEIRSSON
málmplötur í staðinn. Þá er bæði
mögulegt að teikna beint á stein-
inn eða plötuna eða að teikna á
sérstakan pappír og yfirfæra svo
á sérstakan hátt á steininn/plöt-
una. í myndlista- og hand-
íðaskólanum hefur steinþrykk
verið kennt að meira eða minna
leyti síðan árið 1956 og á köflum
var geysimikill áhugi fyrir list-
greininni meðal nemenda, — því
miður „of mikill" því að skilning-
urinn var ekki meiri meðal ráða-
manna skólans, að fyrir vikið
var námsgreinin svelt og verk-
stæðið vanrækt. Með nýjum
ráðamönnum og auknum skiln-
ingi fyrir listgrafík almennt
hefur litógrafían nú verið endur-
reist og munar hér mestu um, að
á sl. ári kom útiærður iðnaðar-
maður í þrykkingu til skólans og
hélt námskeið ásamt föður sín-
um hinum fræga listamanni J.
Paul Weber. Hér ber að athuga
að þrykkingin í steinprenti er
iðngrein og tekur nám í henni 4
ár hið minnsta. Sumir heims-
frægir listamenn á þessu sviði
eru t.d. börn hvað þrykkingu
áhrærir.
Svo við víkjum aftur að sýn-
ingu Jóhönnu þá hefur hún tekið
út þann þroska að hún verð-
skuldar að myndum hennar
verði gefinn meiri gaumur en
áður og að hún á fullan rétt á því
að tillit verði tekið til stöðu
hennar og styrks á listasviðinu í
framtíðinni, — jafnvel þótt ýms-
um finnist myndir hennar lítið
spennandi.
Listakonunni samgleðst ég
með árangurinn og landvinning-
ana og hvet hana til að halda
ótrauð sínu striki.
Anna Concetta
Fugaro
Klippmyndir blandaðrar
tækni, væri rétt að nefna myndir
Önnu Concetta er um þessar
mundir hanga uppi á veggjum
matstofunnar „A næstu grös-
um“. Anna bæði klippir og raðar
niður ýmsum atriðum úr náttúr-
unni í myndir sínar og ferst það
þokkalega úr hendi. Hún virðist
listræn að upplagi og tekst
furðuvel að bera mikið í myndir
sínar án þess að beinlínis sé um
ofhlæði að ræða, en hér má
einnig skjóta því að ófróðum, að
það eru meistararnir sem ná
miklu úr litlu! Sumar myndir
Önnu eru með súrrealistísku
ívafi, geta minnt á ýmsa súrreal-
ista t.d. Max Ernst en hér er
einhver kvenlegur þokki og blíða
sem ræður ferðinni í stað frum-
kraftsins í meistaranum. Myndir
Önnu eru vel þess virði að þeim
sé gefinn gaumur því að þær eru
með því betra sem maður hefur
séð af þessu tagi hérlendis og er
prýði að þeim á veggjum mat-
stofunnar.
Bragi Ásgeirsson.
Jóhanna Bogadóttir
t
Ánna Concetta
ferðast á milli landshluta í flugvél
en bíl?
Þegar svo er komið, að það
tekur verkamann einn og hálfan.
dag að vinna sér fyrir peningum
til þess að fylla tankinn á bílnum
sínum, sem við skulum vona að
hann eigi, þá er benzínið orðið of
dýrt, alltof dýrt. Vissulega má
segja, að sérstakar aðstæður hafi
skapazt vegna olíuhækkunar á
alþjóðavettvangi. Og auðvitað
hljótum við að taka á okkur
kjaraskerðingu af þeim sökum. En
það er ekki sama með hverjum
hætti hún kemur fram. Þegar
verðið á benzíni er orðið óeðiilega
hátt verður ríkið að horfa í eigin
barm og draga úr gengdarlausri
skattlagningu á benzínið. Nú er
Morgunblaðið út af fyrir sig ekki
að mæla með því að benzín eigi að
vera eins ódýrt og það er í t.d.
Bandaríkjunum. Þar snúast
umræðurnar einmitt um það að
hækka þurfi benzínverðið til þess
að draga úr óhófseyðslu á benzíni
og stuðla að því að fólk kaupi
fremur sparneytna bíla til þess að
fara ferða sinna. En benzínverðið
getur líka orðið of hátt og það er
orðið of hátt hér, þegar verkamað-
ur er þriðjung úr vinnuviku að
vinna sér fyrir tankfyllingu. Það
er orðið of hátt, þegar launþegar
verða að velta því fyrir sér hvort
þeir hafi efni á að fara á bifreið
sinni til vinnu vegna kostnaðar og
hvort þeir hafi efni á að fara á
bifreið sinni í ferðalag vegna
kostnaðar. Það er sem sé orðin
spurning um það, ekki aðeins
hvort menn hafi efni á að kaupa
bifreiðar á því verðlagi, sem hér
tíðkast heldur einnig hitt hvort
fólk hafi efni á að nota bifreiðarn-
ar, ef það á annað borð getur
eignast þær. Þegar þessar spurn-
ingar allar vakna og sækja á er
benzínið orðið of dýrt og þá verður
ríkið að draga úr skattheimtu
sinni og þrengja að sér. Þetta er
ekkert smámál. Þetta er stórmál.
Benzínhækkunin nú þýðir mjög
verulega kjaraskerðingu fyrir alla
launþega.
Hvernig
vegnar
íhalds-
mönnum
í Bretlandi?
Sigur íhaldsflokksins í Bret-
landi undir forystu Margarete
Thatcher hefur vakið mikla
athygli af tveimur ástæðum. í
fyrsta lagi vegna þess, að kona
verður nú í fyrsta sinn forsætis-
ráðherra í Evrópuríki. Callaghan,
fráfarandi forsætisráðherra
Breta, sagði þegar hann lét af
embætti að það væri mikil stund í
sögu Bretlands, þegar kona tæki
við þessu embætti í fyrsta sinn og
eru það orð að sönnu. í öðru lagi
vekja kosningaúrslitin athygli
vegna þeirrar stefnuskrár, sem
íhaldsflokkurinn brezki lagði til
grundvallar kosningabaráttu
sinni. íhaldsflokkurinn lofaði
sumsé að lækka skatta, auka
tekjur fólks og takmarka völd
verkalýðshreyfingarinnar.
Bretland hefur verið í stöðugri
hnignun seinni hluta þessarar
aldar, og þó alveg sérstaklega frá
stríðslokum sem iðnaðar- og efna-
hagsveldi. Ferðamenn, sem koma
til Bretlands nú og fara siðan t.d.
til Þýzkalands, sjá þessa hnignun
með eigin augum. Vöruúrval óg
vörugæði í verzlunum í London er
allt annað og lélegra en það var
fyrir tveimur áratugum og stenzt
ekki samjöfnuð t.d. við vöruúrval
og gæði í verzlunum í Þýzkalandi.
Fyrir aldarfjórðungi komu
stríðshrjáðir Japanir til Bretlands
til þess að kynna sér bílafram-
leiðslu. í dag er svo komið, að eina
bifreiðaverksmiðjan í Bretlandi,
sem eftir er í brezkri eign, á í
samningaviðræðum við japanska
bílaverksmiðju um að fá að setja
saman japanska bíla í verksmiðj-
um sínum af því að Bretar hafa
ekki haft bolmagn til að fylgjast
með tímanum í bifreiðafram-
leiðslu og geta ekki boðið upp á þá
bíla, sem fólk vill kaupa í sama
mæli og áður. Þetta dæmi sýnir í
hnotskurn hnignun Breta sem
iðnaðarveldis.
Ástæðurnar fyrir þessu eru
vafalaust margar og verður ekki
gerð tilraun til að skilgreina þær
hér. Merkur brezkur blaðamaður
sagði eitt sinn við höfund þessa
Reykjavíkurbréfs að ástæðan væri
fyrst og fremst stéttaskiptingin í
Bretlandi, sem aldrei hefði tekizt
að afnema og ylli því að raunveru-
lega byggju tvær þjóðir á Bret-
landseyjum, hinir efnameiri og
hinir efnaminni og þessar tvær
þjóðir næðu ekki saman heldur
stæði milli þeirra stöðugt stríð.
En hvað sem um það er, blasir það
við almenningi í öðrum löndum, að
stöðug verkföll hrjá brezkan
iðnað. Á dögunum var frá því sagt
í brezku blaði, að í bifreiðaverk-
smiðju þar í landi hefðu 3000
manns orðið atvinnulausir vegna
þess, að fjögur hundruð starfs-
menn hefðu lagt niður vinnu
vegna ágreinings við verksmiðju-
stjórn um það, hvernig hurð ætti
að vera á snyrtiherbergjum.
Edward Heath vanh sinn kosn-
ingasigur 1970 og ætlaði að takast
á við þetta vandamál og verka-
lýðsfélögin. Hann lenti í hörðum
átökum við kolanámumenn 1974,
tápaði kosningunum og var settur
út í kuldann. Margarete Thatcher
boðar nú ný átök við verkalýðs-
samtökin í Bretlandi. Framtíð
hennar sem forsætisráðherra í
Bretlandi veltur á því hvernig
henni tekst til í þeim efnum.
Thatcher hefur lýst því yfir að
hún hyggist stjórna Bretlandi með
öðrum hætti en áður hefur verið
gert. Af þeim sökum mun athygli
manna mjög beinast að því, sem
þar gerist á næstu misserum. 'Af
því verður hægt að draga margvis-
legan lærdóm fyrir aðra.