Morgunblaðið - 06.05.1979, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. MAÍ1979
19
AUGLYSINGATEIKNISTOFA
MYNDAMÖTA
Adalstræti 6 simi 25810
Ljósm. Ól. K. M.
Reifar kvennaskólastúlkur á peysufatadegi fyrir stuttu.
Tala Bahá’ía
á íslandi
yfir 200
ÁTTUNDA landsþing Baháía á
íslandi var haldið I Munaðarnesi
da»;ana 27.-29. aprfl. Til þings-
ins komu fulltrúar frá svæðisráð-
um Bahá'ía um land allt auk
fjölda gesta.
Nú í apríl lauk sérstakri fimm
ára áætlun um útbreiðslu Bahá’í
trúarinnar í öllum heimshlutum. í
þessari áætlun var m.a. gert ráð
fyrir að íslenskir Bahá’íar stofn-
uðu níu svæðisráð hérlendis. Þetta
markmið náðist í desember síðast-
liðnum, er Andlegt svæðisráð
Bahá’ía á Akureyri var myndað.
Mikil fjölgun hefur orðið í
Bahá’í-samfélaginu á síðasta ári
og er tala Bahá’ia á íslandi komin
yfir 200. Landsþingið í Munaðar-
nesi fylgdi úr hlaði nýrri sjö ára
áætlun Bahá’í-samfélagsins og er
enn stefnt að aukinni kynningu og
útbreiðslu þessara yngstu trúar-
bragða heims.
(Fréttatilk.)
STJÓRN Landsvirkjunar hefur
að undanfiirnu fjallað um niður-
stiiður athugana á tilhoðum sem
opnuð voru f byrjun marz á
meginhluta bvggingarvinnu
Ilrauneyjarfossvirkjunar. Eru
það jarðstíflur og aðveituskurðir.
gröftur íyrir inntaki og flóðgátt-
um. steypuframleiðsla og bygg-
ing stöðvarhúss.
Akveðið hefur verið að taka
tilboði Ellerts Skúlasonar hf.,
Svavars Skúlasonar hf. og Ýtu-
tækni hf. í gröft fyrir inntaki og
flóðgáttum, en það var að fjárhæð
kr. 117.275.000 og var lægst.
Samningurinn var undirritaður í
fyrradag, föstudag.
Lægstu samanlögðu tilboðin í
steypuframleiðslu og byggingu
stöðvarhúss voru frá Fossvirki,
sameign þriggja innlendra fyrir-
tækja, Istaks hf., Loftorku hf. og
Miðfells hf., eins dansks, E. Phil
og Sön AS, og eins sænsks, AF
Skánska Cementgjuteriet. Tilboð
þessi reyndust hærri en áætlanir
ráðunauta Landsvirkjunar og af
þeim ástæðum þótti stjórn Lands-
virkjunar ekki fært að taka tilboð-
um Fossvirkis í umrædda verk-
hluta í heild, en hefur samið við
Fossvirki um að það taki að sér
framkvæmdirnar við þá í ár. Var
hlutaðeigandi verksamningur
undirritaður á föstudag og nemur
hann kr. 1378 milljónum. Ekki
hefur enn verið ákveðið hvernig
staðið verður að byggingu stöðvar-
hússins en til greina kemur að
bjóða verkið út að nýju.
Framundan er að bjóða út nokk-
ur verk sem vinna á í sumar, m.a.
14 km vegarkafla, grjótmulning og
byggingu íbúðarhúsa. Þá er í
sumar ráðgert að bjóða út vinnu á
næsta ári við inntaksmannvirki o.
fl.
Olufsen
ekki bara
draumur.
Landsvirkjun:
Samið um verk við
Hr auney j arf oss-
virkjun fyrir 1,5
milljarða króna