Morgunblaðið - 06.05.1979, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. MAÍ 1979
25
Helgi Þorláksson:
V orblómið
Á hverju vori hugar
garöeigándinn að gróðri sínum,
leitar honum skjóls og verndar,
losar moldina og velur besta
áburðinn. Á harðindavori á
gróðurnálin erfitt uppdráttar og
hana kelur oft.
En á þessu ári erum við sérstak-
lega minnt á skyldur okkar við
annan frumgróður, börnin okkar.
Við íhugum því hvar við getum
hlúð betur að þeim, svo að þeim
líði vei og framtíðarheill þeirra
verði sem best tryggð. Við Is-
lendingar stöndum þjóða fremst
hvað snertir líkamlega heilsu-
gæslu, en getum stundum verið í
nokkrum vafa hvort andleg líðan
barna sé jafn vel tryggð í vel-
ferðarríki okkar. Spyrja má t.d.
hvort harkan og váfréttirnar sem
sífellt berast að augum og eyrum
barna okkar herpi ekki þeirra
sálargróður með líkum hætti og
frostið nístir viðkvæman gróður
moldarinnar. Fjölmiðlar og bækur
eru barmafull iiltíðinda. Þau
tiðindin þykja markverðust og
seljanlegust prentvara í máli og
myndum. Margir óttast áhrif
slíkra uppeldisskilyrða. Bókin
hefur verið handhægasta afþrey-
ingarefni okkar og er það raunar
enn. Bókin hefur mótað Islending-
inn, hugsanir hans og viðhorf og
svo mun áfram verða. Ábyrgð
höfunda og útgefenda er því mikil.
Vandi foreldra er líka sá að velja
barni sínu lesefni sem jafnhliða
vekur gleði og eflir þroska og
þekkingu hins unga gróðurs. I
glysskreyttu fánýti fjölmargra
bóka og bæklinga sem fyila
margar búðarhillur verður ýmsum
leit að góðmeti.
Það er því gleðiefni að geta bent
foreldrum á lítið og ódýrt rit, sem
okkur verður boðið til kaups nú
um helgina. Er það ársritið Vor-
blómið, sem unglingareglan hefur
nú gefið út í hálfan annan áratug.
Þar er ekkert ljótt að finna, ekkert
sem hrellir eða veldur kali
viðkvæmri barnssál, en nokkrar
stuttar sögur, ljóð og leikrit auk
annars efnis til skemmtunar og
fróðleiks. Þrír valinkunnir
kennarar, Eiríkur Sigurðsson,
Ólafur Hjartar og Ragnar Þor-
steinsson, hafa valið efnið að
þessu sinni og er það trygging
fyrir vönduðu verki.
Ritið er fallegt og handhægt
hvort sem er til uppelsturs fyrir
börn eða í hendur barns sem sækir
sér sjálft svölunar og þroska við
lestur.
Og viljirðu gefa barni þínu vísi
að góðu bókasafni þá skaltu kanna
í bókabúð Æskunnar hvað enn
fæst af þeim 15 árgöngum Vor-
blómsins sem áður eru komnir.
Það lesefni skemmir engan en
veitir marga ánægjustund.
Verndum á þessu vori allan
gróður — en eigi síst þann sem
okkur birtist og býr í viðkvæmri
barnssál.
Helgi Þorláksson.
Þrennir
tónleikar
á vegum
Tónlist-
arskólans
Þrennir tónleikar verða haldnir
nú næstu daga á vegum Tónlistar-
skólans í Reykjavík. Þeir fyrstu
sunnudaginn 6. maí kl. 5 í sal
Menntaskólans við Hamrahlíð.
Meðal annars verða þar flutt
frumsamin verk og útsetningar
eftir nemendur blásarakennara-
deildar og stjórna þeir verkunum
sjálfir.
Síðan varða á mánudag og
þriðjudag í Austurbæjarbíói, kl.
7.15 báða dagana, hinir árlegu
vortónleikar skólans og koma þar
fram þeir sem eru að ljúka píanó-
kennaraprófi og burtfaraprófi á
píanó ásamt nokkrum nemendum
úr efstu stigum skólans. Efnisskrá
EFÞAÐERFRÉTT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINU
óskar eftir
blaðburðarfólki
AUSTURBÆR:
□ Laugavegur 1—33
VESTURBÆR:
□ Túngata
□ Garöastræti
ÚTHVERFI:
□ Laugarásvegur
38—77
Uppl. i sima
35408
ÓTELJANDI MOGULEIKAR
ELDHÚSA
Stööluöu Fífu eldhússkáparnir gefa þér möguleika á aö skapa þitt eigið
eldhús, eins og þú vilt hafa það.
Falleg, vönduð, íslensk framleiðsla sem gerir eldhúsið heimllislegra -
og ekki skemmir verðið.
Komið skoðið, kynnist okkar hagstæða verði.
Fífa er fundin lausn
Ö A töbrekku 53, Kópavogi. Sími 43820
LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER