Morgunblaðið - 06.06.1979, Page 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ1979
NY KYNSLOÐ
Snúningshraöamaelar meö raf-
eindaverki engin snerting eða
tenging (fotocellur). Mælisvið
1000—5000 — 25.000 á mín-
útu.
Einnig mælar fyrir all.t aö
200.000 á mínútu. Rafhlöðudrif
léttir og einfaldir í notkun.
SÖQ-OnllSQQrflgJLUlIr
Vesturgötu 16,
sími 1 3280.
voss
ELDAVÉLAR-OFNAR - HELLUR
ELDHÚSVIFTUR
Eldavélar: 4 hraðhellur, klukka, hita-
skúffa, stór sjálfhreinsandi ofn með
Ijósi og fullkomnum grillbúnaði.
Hvítar, gulbrúnar, grænar, brúnar.
Innbyggingarofnar: Sjálfhreinsandi
með Ijósi, fullkomnum grillbúnaði og
viftu, sem m.a. hindrar ofhitun inn-
réttingarinnar.
Helluborð: Ryðfrítt stál, 2 eða 4
hellur, alls 3 gerðlr, auk skurðar-
brettis og pottaplötu, sem raða má
saman að vild.
Eldhúsviftur: Útblástur eð hringrás,
geysileg soggeta, stiglaus hraðastill-
ing, Ijós, varanleg fitusía. 4 lltlr.
Afbragðs dönsk framleiðsla: Yfir-
gnæfandi markaðshlutur í Danmörku
og staðfest vörulýsing (varefakta)
gefa vísbendingu um gæðin.
^onix
HÁTÚNI 6A • SÍMI 24420
Ástalífið blómstrar
Fimmti þáttur „Valdadrauma“ er á skjánum í kvöld og ber þar margt til tíðinda sem fyrri daginn,
m.a. gengur eitthvað saman með Jósef og Elisabetu Healey.
Sjónvarp kl. 21.05:
Hinn vinsæli framhalds-
myndaflokkur „Valdadraumar14
er á dagskrá sjónvarpsins í
kvöld kl. 21.05. í þessum þætti
ber það hclst til tíðinda að
ástarsamband tekst á milli
Jósefs. hins írs-kaþólska fram-
kvæmdamanns, og Elísabetar
Hcaley. ekkju Toms Henness-
eys. Vegna trúar sinnar á Jósef
bágt með að skilja við eigin-
konu sína, Bernadettu, og
einnig kemur þar til að hann
stefnir að því að koma syni
sínum. Rory, til æðstu metorða í
landinu. Er því fátt eins æski-
legt og hreint og óflekkað
mannorð fyrir ættingjana.
Jósef reynir því að halda sam-
bandi þeirra Elisabetar leyndu
en svo fer þó að lokum að
eiginkona hans, Bernadetta,
fær grun um tilvist þess og
ræður sér einkaspæjara sem
upplýsir hana um málavöxtu.
Einnig bar það til í þessum
þætti að syni Jósefs, Rory, er
vikið úr skóla fyrir óspektir. Þar
sem syni þessum er ætlað stórt
hlutverk í framtíðinni tjóir ekki
að láta við svo búið standa og
finna þeir feðgar snöggan blett á
skólastjóranum og grípa síðan
til sinna ráða.
Jósef Armagh er mikill
stuðningsmaður þess að flutt sé
inn í landið ódýrt vinnuafl.
Þingmaðurinn Bassett hefur
frumvarp til laga á prjónunum
um að hefta slíkan innflutning
fólks, en Jósef er af skiljanlegum
ástæðum mjög á móti framgangi
þess og reynir að hefta það á
ýmsa lund.
Sjónvarp kl.
20.35:
Lífe-
glaðir
apa-
kettir
Á dagskrá sjónvarpsins
í kvöld verður þáttur um
apategund sem heitir
rhesus — apar eða muster-
isapar eins og þýðandi kýs
að kalla þá.
Myndin fjallar um sam-
félag apa af þessari tegund
á smá eyju, Cayo Santiago,
sem er við strönd Puerto
Rico. Apategund þessi er
upprunnin á Indlandi, en
um 500 öpum var komið
fyrir á þessari eyju fyrir
mörgum árum, og hefur
myndast þar athyglisvert
samfélag þessara apa sem
einkar auðvelt er fyrir vís-
indamenn að rannsaka.
Þessu litla og skemmtilega
samfélagi svipar um margt
til samfélags mannanna,
þar er stéttaskipting ráð-
andi-
Þýðandi og þulur mynd-
arinnar er Óskar Ingimars-
son.
úlvarp Reykjavfk
/MIÐNIKUDkGUR
G. júní
MORGUNNINN_________________
7.00 Veðurfregnir. Fréttir.
Tónlcikar.
7.10 Leikfimi. 7.20 Bæn. 7.25
Tónleikar.
8.15 Vcðurfregnir. Forustu-
greinar dagbl. (útdr.)
Dagskrá. Tónleikar.
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna:
Sigrún Björnsdóttir hcldur
áfram að lesa söguna
„Ileima í koti karls og kóngs
í ranni“ eftir Bailey og
Selover (5).
9.20 Leikfimi.
9.30 Tilkynningar. Tónleikar.
10.00 Fréttir. 10.10. Veður-
fregnir. 10.25. Tónleikar.
11.00 Víðsjá.
Friðrik Páll Jónsson sér um
þáttinn.
11.15 Kirkjutónlist: „Kom
hclgur andi, Ilerra Guð“,
mótetta eftir Ileinrich ScUtz.
Krosskórinn í Dresden syng-
ur; Rudolf Mauersberger
stj./ prelúdia og fúga í f-moll
eftir Bach. Daniel Chorz-
empa leikur á orgel./ „Gott-
es Zeit ist die allerbeste
Zeit“, kantata nr. 106 eftir
Bach. Hertha Töpper, Ernst
Iláfliger og Theo Adam
syngja með Bachkórnum og
hljómsveitinni í M'únchen;
Karl Richter stj.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.20 Fréttir. 12.45 Vcður-
fregnir. Tilkynningar. Tón-
leikar.
SÍÐDEGIÐ__________________
13.20 Á vinnustaðnum
Umsjónarmenn: Haukur
Már Ilaraldsson og Her-
mann Sveinbjörnsson. Kynn-
ir: Ása Jóhannesdóttir.
14.30 Miðdegissagan: „Kapp-
hlaupið“ eftir Kaare Holt
Sigurður Gunnarsson les
þýðingu sína (2).
15.00 Miðdegistoúleikar: Sin-
fóníuhljómsveit útvarpsins í
Moskvu leikur Fantasfu op.
7 „Klettinn“ eítir Scrgej
Rakhmaninoff; Gennadf
Rozhdestvenský stj./ Fíl-
harmonfusveitin í Vín leikur
Sinfónfu nr. 2 í D-dúr op. 43
eftir Jean Sibelius; Lorin
M/D)7pI cf j
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
(16.15 Veðurfregnir).
16.20 Popphorn: Halldór Gunn-
arsson kynnir.
17.20 Litli barnatfminn.
Stjórnandi: Unnur Stefáns-
dóttir.
Litið inn í leikskólann
Álftaborg og hlustað á söng,
sögulestur og frásagnir
barna, auk þcss sem þau eru
tekin tali.
17.40 Tónleikar.
18.00 Víðsjá (endurtekin frá
morgninum).
18.15 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
KVÖLDIÐ
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 Einsöngur í úrvarpssal:
Svala Nielsen syngur lög
eftir Ingólf Sveinsson. Guð-
rún Kristinsdóttir lcikur á
pfanó.
20.00 Kammertónleikar
a. Dagmar Simonkova leikur
tvö píanólög op. 65 eftir
Václav Jan Tomásck.
b. Félagar í Kammersveit-
inni í Quebec leika Kvintett í
G-dúr fyrir blásara og
strcngjasveit eftir Johann
Christian Bach og Adagio og
rondó (K617) fyrir selestu og
blásara eftir VVolfgang Am-
adeus mozart.
20.30 Útvarpssagan: „Fórnar-
lambið" eftir Hermann
Hesse. Illynur Árnason lýk-
ur lestri þýðingar sinnar
(14).
21.00 Píanósónata nr. 8 í B
dúr op. 84 eftir Sergej Prok-
ofjeff Lazar Berman leikur.
21.30 Ljóð eftir Kristin Bjarna-
son frá Ási í Vatnsdal
Hrafnhildur Kristinsdóttir
les.
21.45 íþróttir.
Ilermann Gunnarsson segir
frá.
22.05 Að austan
Birgir Stefánsson kcnnari á
Fáskrúðsfirði segir frá.
22.30 Veðurfregnir. Fréttir.
Dagskrá morgundagsins.
22.50 Svört tónlist
Umsjón: Gerard Chinotti.
Kynnir: Jórunn Tómasdótt-
ir.
23.35 Fréttir. Dagskrárlok.
Miðvikudagur
6. júnf
20.00 Fréttir og veður.
20.25 Auglýsingar og dag-
skrá.
20.30 Barbapapa
Endursýndur þáttur úr
Stundinni okkar frá síðast-
liðnum sunnudegi.
20.35 Lffsglaðir apakettir.
Á hólma nokkrum við
strönd Puerto Rico búa
einir 500 rhesus-apar fjarri
skarkala heimsins. Þessu
litla og skemmtilega samfé-
lagi svipar um margt til
samfélags mannanna, en
það var stofnað fyrir rétt-
um fjörutfu árum, til þess
að vfsindamenn gætu at-
hugað hegðum apanna.
Þýðandi og þulur óskar
Ingimarsson.
21.05 Valdadraumar
Fimmti þáttur
Efni fjórða þáttar:
Jósef Armagh efnir loforð-
ið, scm hann gaf Katrfnu
Hennessey, og kvænist dótt-
ur hennar, Bernadettu.
^Seai^Armagh^róðlrJIó^
efns, er orðinn kunnur
verkalýðsleiðtogi. Hann er
ákærður fyrir skemmdar-
verk, sem hann er saklaus
af, og dæmdur til dauða.
Jósef bjargar honum til
þess að mannorð fjölskyld-
unnar haldist óflekkað.
Jósef hittir Elfsabetu Hea-
ley, sem nú er ekkja Toms
Hennesseys, og hann fellir
hug til hennar.
Þýðandi Kristmann Eiðs-
son.
21.55 Svíar tala við Alexand-
er Haig.
Varsjárbandalagsrfkin
hafa á að skipa meiri mann-
afla og herbúnaði en
NATO, og þeirri spurningu
hefur verið varpað fram,
hvort þau gætu hernumið
Vestur-Evrópu á íáeinum
vikum, ef þau kærðu sig
um. Yfirmaður heraíla
NATO svarar þessari
spurningu og öðrum í þætti
frá sænska sjónvarpinu.
Þýðandi Jón O. Edwald.
(Nordvision — Sænska
sjónvarpið)
22.25 Dagskrárlok.