Morgunblaðið - 06.06.1979, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 06.06.1979, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ1979 Hákon Sigurgrímsson: Stefna eða stefnuleysi Málefni landbúnaöarins hafa verið ofarlega á baugi á síðum Morgunblaðsins síðustu daga. Ástæðan er augljóslega sú að Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú gert sér ljós þau alvarlegu mistök flokksforystumanns á síðustu dög- um þingsins að standa að því með „Vilmundarliði" Alþýðuflokksins að fella tillögur um aðstoð við bændur vegna sölutregðu á búvör- um. Til viðbótar komu svo van- hugsaðar yfirlýsingar formanns- ins í Morgunblaðinu s.l. fimmtu- dag, þar sem hann ræðst m.a. gróflega að formanni Stéttarsam- bands bænda og sölufélögum bænda auk þess sem hann afhjúp- ar vanþekkingu sína á landbúnað- armálum almennt. Það er vorkunnarmál þótt Morgunblaðið reyni nú dag hvern, í leiðurum, Reykjavíkurbréfi og með greinum og viðtölum að rétt- læta þessi mistök formanns og þingliðs flokksins og snúa sökinni yfir á aðra. Nú er gripið til hins gamalkunna ráðs að endurtaka rangfærslurnar svo oft að lesend- ur blaðsins fari að trúa þeim. Árás á for mann Stéttar- sambandsins Formaður Stéttarsambands bænda er ásakaður um að hann hafi ekki ljáð máls á aðgerðum til framleiðslustjórnunar fyrr en um seinan og neitað þátttöku í nefnd til að endurskoða framleiðsluráðs- lög og ekki verið reiðubúinn til samstarfs við fyrrverandi ríkis- stjórn. Hér er um tilhæfulausar ásak- anir að ræða. Undirritaður var ritari framleiðsluráðslaganefndar og get ég staðfest að Gunnar var ávallt reiðubúinn til starfa og að hann mætti á alla fundi nefndar- innar nema einn. Ástæðan fyrir því hve nefndarstarfið gekk hægt er sú að reynt var til þrautar að ná samstöðu og að fulltrúar aðila vinnumarkaðarins í nefndinni voru þessum málum ókunnugir og þurftu því iangan tíma til að móta tillögur sínar. Varðandi þá ásökun að Stéttar- sambandið hafi tregðast við að grípa inn í offramleiðsluvandann vil ég minna á að allt frá 1966 hefur Stéttarsamband bænda reynt að fá lögfestar heimildir til framleiðslustjórnunar en ekki fengið fyrr en á s.l. vetri. Árið 1972 tók Sjálfstæðisflokkurinn þátt i því ásamt þingmönnum úr Alþýðuflokki, Alþýðubandalagi og Samtökunum að stöðva frumvarp Halldórs E. Sigurðssonar um breytingu á Framleiðsluráðslög- um. Þetta frumvarp fól m.a. í sér svipaðar heimildir til framleiðslu- stjórnunar og nú hafa verið lög- festar. í desember 1977 sendi stéttar- sambandið ríkisstjórninni frum- varp sama efnis. Það fékkst ekki flutt á Alþingi. Getur Geir Hall- grímsson upplýst hvers vegna? Svo segir Sverrir Hermannsson í Mbl. í gær 29. mai að fyrrverandi ríkisstjórn hafi viljað hefjast handa um úrbætur en það hafi strandað á forystu bændasamtak- anna. Hvaða úrbætur voru það? Var það e.t.v. bara tilviljun að eina breytingin á Framleiðslu- ráðslögunum sem hægt var að ná fram á síðasta kjörtímabili var krafa kaupmanna um að Mjólkur- samsalan legði niður mjólkurbúð- ir sínar? Stefnumörkun landbúnaðar- ráðherra Þegar Steingrímur Hermanns- son tók við embætti landbúnaðar- ráðherra s.l. haust hófst hann handa um undirbúning stefnumót- unar í landbúnaði. Meginatriði þessarar stefnu- mótunar er tillaga til þingsálykt- unar sem gerir ráð fyrir því að Alþingi marki megindrætti • land- búnaðarstefnunnar í næstu fram- tíð. Lögð var áhersla á að sam- dráttur í búvöruframleiðslunni verði ekki of hraður svo komist verði hjá óviðráðanlegri byggða- röskun. Sem liður í þessari stefnumótun hafa nú í vetur verið gerðar breytingar á Framleiðsluráðslög- um sem gera Framleiðsluráði eftirleiðis kleyft að hafa stjórn á búvöruframleiðslu. Einnig breyt- ingar á Jarðræktarlögum sem miða að þvi að draga um sinn úr framkvæmdum í jarðrækt, en beina fjárframlögum í stað þess til ýmissar hagræðingar í land- búnaði og til stuðnings nýjum búgreinum, og loks lög um for- falla- og afleysingaþjónustu í sveitum sem er stærsta skref sem stigið hefur verið til að bæta félagslega stöðu bænda um langan tíma. Ilákon Sigurgrímsson Fyrri landbúnaðarstefna mark- ast af Iagasetningu sem gerð er á nær 30 ára tímabili frá 1924 til 1947 og var í fullu gildi miðað við aðstæður á þeim tíma. En aðstæð- urnar hafa breyst og fyrir löngu hefur verið tímabært að taka þessi mál til heildar endurskoðunar. Þetta er í fyrsta sinn sem ráðherra beitir sér fyrir slíkri heildar stefnumörkun í landbún- aðarmálum. Þegar hefur mikið áunnist óg vonandi tekst að þoka málum áfram á næsta þingi. Þetta starf ráðherra hefur feng- ið góðan hljómgrunn meðal bænda, og bæði Búnaðarþing og fulltrúafundur Stéttarsambands bænda hafa lýst stuðningi við tillöguflutning hans. Tillögur þessar hafa einnig vak- ið athygli þéttbýlisins og æ fleiri gera sér nú ljóst að hagur land- búnaðarins er einnig hagur þétt- býlisins. Jafnvel Sighvatur Björgvinssn komst ekki hjá því að fara viður- kenningarorðum um þingsálykt- unartillögu ráðherra í Kastljósi s.l. föstudag. Morgunblaðið leggur nú allt kapp á að gera lítið úr tillögum ráðherra og í leiðara blaðsins 30. maí eru þær kallaðar „orðagjálf- ur“. Það er von að hroll setji að Morgunblaðinu. Stefnuleysi Sjálf- stæðisflokksins í landbúnaðar- málum er flestum ljóst og hefur aldrei komið átakanlegar í ljós en í vetur. Morgunblaðinu er þetta Ijóst og reynir nú að gera tillögur landbúnaðarráðherra tortryggi- legar og leiða athyglina frá úr- ræðaleysi sinna manna. Bjargáð sjálfstæðismanna Reynt er að halda því fram „að Sjálfstæðismenn hafi haft allt frumkvæði í málefnum bænda á þingi í vetur", og að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í landbúnað- arnefnd N.d. Alþingis hafi flutt tillögu sem hefði getað verið leið til lausnar vandamála bænda. En hvernig var nú þessi tillaga? Hér var um að ræða tillögu um ákvæði til bráðabirgða með frum- varpi því til breytinga á Fram- leiðsluráðslögum sem samþykkt voru í apríl s.l. Það hljóðaði þannig: „Á árinu 1979 er heimilt að leggja fram nauðsynlegt fé úr ríkissjóði til þess að greiða fyrir sölu á óverðtryggðri framleiðslu búvara á þessu verðlagsári og birgðum búsafurða sem til eru í landinu þegar lög þessi öðlast gildi." Þetta var bjargráðið. Engar tillögur fylgdu um tekjuöflun en auðvitað hefði hækkun skatta verið eina leiðin í því efni. Þess vegna var tillagan felld. Morgun- blaðið þegir vandlega yfir því að um þessa tillögu var engin eining meðal Sjálfstæðismanna. Þrír þingmenn flokksins sátu hjá við atkvæðagreiðsluna og formaður flokksins og Pálmi Jónsson annar flutningsmaðurinn, voru ekki við- staddir. Ellert B. Schram gerði grein fyrir afstöðu sinni og tók m.a. fram að ekki væri hægt að styðja tillöguna þar eð ekki væri sýnt fram á hvernig afla ætti tekna til frekari útflutningsbóta. Ef þessi tillaga var leið til lausnar vandanum er þá nema von að það veki furðu manna að Sjálfstæðisflokkurinn skyldi snú- ast gegn tillögunni um heimild til lántöku í sama skyni? Skylt er þó að geta þess sem vel er gert. Tíu þingmenn Sjálfstæðis- flokksins gerðu tilraun til þess á síðasta þingi að móta flokknum einhverja stefnu í landbúnaðar- málum og lögðu fram tillögu til þingsályktunar í því efni. Tillaga þessi var skynsamleg enda efnis- lega nær samhljóða stefnumörk- unartillögu landbúnaðarráðherra. Ekki mun þó hafa verið eining um þessa tillögu og athygli vakti að formaður.flokksins var ekki meðal flutningsmanna. Útgöngumarsinn Það verður öllum sem sáu ógleymanleg sjón þegar þingmenn Sjálfstæðisflokksins í N.d. Alþing- is, allir nema tveir, trítluðu í halarófu út úr þingsalnum á eftir þeim Sighvati og Vilmundi 22. maí s.l. Með því stöðvuðu þeir tillög- una um aðstoð við bændur vegna umframframleiðslunnar og um leið frumvarpið um beina samn- inga milli ríkisins og bænda um verðlags- og kjaramál. Varla verður þetta talið meðal stærri stunda í ævi Sjálfstæðis- flokksins. Verst er þó að þetta bitnar á þeim sem síst skyldi. Bændur hafa árum saman beðið um heimildir til að stjórna framleiðslunni en ekki fengið fyrr en í vetur. Þeir eru reiðubúnir til samvinnu um lausn vandamála landbúnaðarins og þjóðfélaginu ber skylda til að veita þeim hjálp til að komast yfir erfiðasta hjallann. Það er athyglisvert að þeir sem fyrir viku felldu tillögur um að- stoð við landbúnaðinn vilja nú vera vinir bænda. Á það mun reyna á næstu mánuðum hvort þessir menn meina eitthvað með orðum sínum. Reykjavík, 30. maí 1979. í Morgunblaðinu í dag eru birt ummæli Ragnars Tómassonar, lög- fræðings og eiganda Fasteignaþjón- ustunnar, um verðtryggingu í láns- viðskiptum tengdum fasteigna- viðskiptum og væntanleg áhrif hennar á fasteignamarkaðinn. Til- efni ummælanna eru þær reglur, sem Seðlabankinn hefur nú sett um verðtryggingu lána utan innláns- stofnana, og fréttatilkynning þess efnis, sem send var fjölmiðlum í gær. Ummælin byggjast að verulegu leyti á misskilningi og vill Seðla- bankinn því koma á framfæri eftir- farandi athugasemdum til fyllri skýringar. Ekki þarf að eyða mörgum orðum að undrun Ragnars á því, að ekki hafi farið fram umræða um reglur þessar, áður en þær voru settar. Lög heimild til þess að setja þessar reglur, svo og skýr og ákveðin stefnumótun um, hvernig henni skuli beitt, er fólgin í lögum um stjórn efnahagsmála o.fl. nr. 13 frá 10. apríl þessa árs. Var lagasetning þessi til umræðu á Alþingi og í fjölmiðlum svo mánuðum skipti og gafst þá rúmt færi á að koma skoðunum aðila á framfæri. Hlið- stæð heimild, að vísu í neikvæðara formi, var raunar einnig í lögum um verðtryggingu fjárskuldbindinga frá 1966, og hafa á síðustu árum verið gerðar atrennur af hálfu einstakra þingmanna og fleiri aðila að því að fá verðtryggingarheimildir rýmkað- ar. Meginefni málsins er hins vegar það að Ragnar telur, að reglurnar séu mjög óhagstæðar ungu, efnalitlu fólki, sem sé að byrja á því að fjárfesta í fasteign. Ennfremur telur hann fjarstæða .staðhæfingu Seðla- bankans um að reglurnar stuðluðu að lægra íbúðarverði. Þessi atriði eru innbyrðis tengd að mati Seðla- bankans og verður því reynt að skýra þau í innbyrðis samhengi. í fyrsta lagi ber að leggja höfuð- áherslu á, að hinar nýju reglur veita aðeins heimild til verðtryggingar. Eftir sem áður er aðilum frjálst að hafa fyrri hátt á lánsviðskiptum sínum. Þess ber þó að gæta í því sambandi, að sú viðmiðun vaxta á markaði fjármagns til skamms tíma, sem gefin er með vaxtaákvæðum innlánsstofnana, mun samkvæmt ákvæðum laganna taka breytingum skref fyrir skref, þar til náð er því marki verðtryggingar, sem skil- greint hefur verið, í lok ársins 1980. Vaxtaákvæði þessi eru bundin þeim skilmálum, að verðbótaþáttur vaxta sé lagður við höfuðstól láns og greiddur með síðari afborgunum. Verður því tæpast haldið fram, að sá háttur á verðtryggingu henti betur í fasteignalánaviðskiptum en formleg verðtrygging, en milli þessara að- ferða má velja, svo sem greinir í fréttatilkynningunni. Meðan lansviðskipti tengd fast- eignaviðskiptum hafa verið óverð- tryggð, benda 611 rök til þess, að það hafi haft eftirgreind áhrif í samanb- urði við staðgreiðsluverð eða verð- trvggingu eftirstöðva kaupverðs. Að- ilar gera sér grein fyrir, að verðbólg- Ragnar Júlíusson: Ótrúlegt bak- tjaldamakk „Skólastjórastaðan ekki lengur til“ segir í frétt frá menntamála- ráðuneytinu i Morgunblaðinu s.l. sunnudag (27. maí). Ráðuneytið taldi rétt að birta bréf sitt til Magnúsar Jónssonar þar sem það setti hann af, en sleppti hins vegar að skýra frá öðrum þáttum þessa furðulega máls, enda vart til að hæla sér af. Bréfið sem setti M.J. af er eins og fram kom í greininni dagsett 11. maí s.l. Svo einkennilega vildi til að þennan sama dag 11. maí er menntamálaráðuneyti send um- sókn um stöðu „aðstoðarforstöðu- manns" við Ármúlaskóla. Næsta dag 12. maí er svo send umsókn um stöðu „forstöðu- manns" Ármúlaskóla, og slíkur var ákafinn að umsækjandi hafn- ar orlofi næsta skólaár, fáist staðan. Hver hafði ákveðið að stofna til tveggja „nýrra embætta" í skóla- kerfinu, embættisheita sem ekki eru til? Hver hafði látið tvo menn sækja um óstofnuð embætti? Á fundi í fræðsluráði Reykja- víkur sem haldinn var 14. maí lá frammi undarleg dagskrá: 1. M.J. „settur af“. (Bréf menntamálaráðherra). 2. Bænaskjal til menntamála- ráðuneytis um að mega stofna tvö ný „embætti" við Ármúla- skóla. (þ.e. tillaga til mála- mynda.) 3. Lagðar fram ein umsókn um hvora „stöðu" þ.e. þeirra sem áður er getið. 4. Tillaga um ráðningu í „3töðu forstöðumanns". 4. Tillaga um ráðningu í „stöðu aðstoðarforstöðumanns". Svo mörg eru þau orð. Nú getur hver og einn séð „lýðræðið hjá meirihluta fræðsluráðs og ráðu- neyti". Þessu máli fékkst að vísu frest- að og M.J. beðinn um greinargerð um málið. í greinargerðinni kom berlega fram mótmæli M.J. gegn bessum aðgerðum. Allt kom fyrir ekki og í dag eru þetta afrek staðreynd. í grein ráðuneytisins segir að skólastjórastaða M.J. sé ekki leng- ur til vegna þess að grunnskóla- kennsla verði ekki næsta vetur í skólanum. Á undanförnum árum hafa bæði verið reknar grunnskóla- og fram- haldsdeildir við Ármúlaskóla und- ir stjórn skólastjórans. Nú á næsta vetri verða að vísu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.