Morgunblaðið - 06.06.1979, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ1979
15
Bjarni Bragi Jónsson, hagfræðingur Seðlabankans:
Athugasemdir við ummæli
um áhrif verðtrygg-
ingar á fasteignamarkað
an rýrir stórum gildi þeirra
t'reiðslna, sem síðar muni falla til.
Ohutísandi er annað en að eftirstöðv-
arnar séu metnar mun minna virði á
söludegi en krónutala þeirra segir til
um, líkt og um afföll skuldabréfa sé
að ræða. Til þess að ná því núvirði
eða staðgreiðsluvirði, sem raunveru-
leg markaðsskilyrði segja til um,
þarf krónutala eftirstöðva og nafn-
virði fasteignar að vera að sama
skapi hærra: Þetta kemur ennfrem-
ur fram í þvi, að krafist er svo
hárrar útborgunar sem verða má.
Með því að breyta skilmálum lána
yfir til verðtryggingar er því líklegt,
að útborgun geti orðið lægri, eftir-
stöðvalán lengri og öryggi beggja
aðila langtum meira gagnvart
óvæntum breytingum verðbólgunn-
ar, en vextir eru mjög lágir, aðeins
upp að 2% á þessu stigi aðlögunar að
hinu nýja kerfi. Ýmsir aðrir þættir
ráða að sjálfsögðu miklu um hið
raunverulega markaðsverð eða
staðgreiðsluverð fasteigna, en að
gefnu hverju slíku verði gildir óefað
það samband milli gildis eftirstöðva-
láns og formlegs nafnverðs fast-
eigna, sem hér að framan er getið.
Þetta samband getur þó verið mis-
jafnlega sterkt eftir því hve mikil
áhrif verðbólgan hefur haft á hug-
myndir manna um verðbólgu fram í
tímann. Þetta veldur því, að Seðla-
bankinn getur ekki lagt tölulegt mat
á þessi atriði, en telur sér hins vegar
skylt að benda á þau, svo að ekki
komi upp slysaleg tilvik misskiln-
ings í þessum efnum, áður en
markaðurinn hefur aðlagast hinum
nýju skilyrðum. Raunar var heldur
ekkert fullyrt um, á hvorn veginn
verðtrygging mundi hafa áhrif á
fasteignaverð, heldur hefur Ragnar
réttilega ályktað, að það hlyti að
verða til lækkunar. Enginn dregur í
efa, að fasteignasölum er vandi á
höndum að leiðbeina aðilum um
þessa aðlögun. En skyldi þeim ekki
vera annar og jafnvel illvígari vandi
á höndum af völdum verðbólgunnar,
væri ekki losað um þær hömlur, sem
verið hafa á verðtryggingu
fasteignalána einkaaðila?
Auk lánskjaranna sjálfra geta
skattaákvæði haft áhrif á það, hvort
seljanda eða kaupanda er hagstæð-
ara að innifela væntanlega verð-
bólgu að hluta í formlegu verði
fasteignar eða láta hana falla til sem
verðbætur láns með verðtryggingu.
Að lokum kvartar Ragnar Tóm-
asson yfir þvi, að lágmarkstími
verðtryggðra lána skuli ekki vera
ákveðinn lengri en 4 ár, og þá hinn
sami og nú gildi á fasteignamarkaði,
þ.e. 6 ár. Hér er enn á ferðinni sá
misskilningur, að heimild að lág-
marki skuli gilda sem regla. Þvert á
móti var bent á, að verðtryggingin
muni skapa grundvöll fyrir lengri
lánstíma en tíðkast hefur að undan-
förnu. Við það má bæta, að stysti
lánstími er ekki sérstaklega ætlaður
til notkunar í fasteignaviðskiptum,
enda skulu lánin verða með veði í
fasteignum eða öðrum varanlegum
vcrðmætum.
Að sjálfsögðu standa fasteignasöl-
um og öðrum hlutaðeigandi aðilum
til boða allar þær skýringar, sem
Seðlabankanum er unnt að veita, til
notkunar í veigamiklu miðlunar- og
leiðbeiningarstarfi þeirra.
Reykjavík, 1. júní, 1979.
Eftirstoövar fastj
cignaverðs verðtryggðar I
Greidd verðtrygging af lánum fr^ttertor ti^s_ J
j
1)1 arankinn
AIIGLÝSIR:
eí
J. ÞORLÁKSSON & NORÐMANN H.F
SkúIoQÖtu 30— Sími 11280
Ósigrandi
Europa-Line
Europa-Line blöndunartækin hafa í gegnum árin
reynst algjörlega ósigrandi og staðið af sér öll áhlaup.
Engin tískufyrirbæri hafa haggað hinu klassiska útliti
þeirra.
Þrjár mismunandi tegundir handfanga úr acryl og
stáli. Margra ára óbreytt framleiðsluaðferð er hom-
steinn öruggrar notkunar og ótrúlegrar endingar.
Urval af blöndunartækjum.
EFÞAÐERFRETT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINU
Ragnar Júlfusson
aðeins framhaldsdeildir svo sem
verið hefur, í tengslum við fjöl-
brautaskólann í Breiðholti, þar
sem lög um framhaldsnám hafa
ekki enn séð dagsins ljós.
Ég segi og skrifa, hvað sem sá
segir „sem ræður“, Ármúlaskóli
hefur ekki verið lagður niður, og
ekki verið stofnuð ný skólastofnun
í húsnæði hans.
Auglýsingar frá Ármúlaskóla í
dagblöðunum undanfarna daga
um skólahald þar á næsta vetri
staðfesta mál mitt.
Allt þetta umstang ber þess
glöggt vitni að „réttum" mönnum
þurfi að koma á„rétta“ staði í
kerfinu.
Við afgreiðslu þessa máls segir í
bókun okkar Sjálfstæðismanna í
fræðsluráði Reykjavíkur m.a.:
„Allur aðdragandi þessa máls er
sérkennilegur og annarlegur, og
ber hann vott um valdaníðslu
menntamálaráðuneytis og ótrú-
legt baktjaldamakk þess og meiri-
hluta fræðsluráðs."
Eins og lesa má er þessi bókun
ekki að ástæðulausu.
í--------------------------------------
Fröken Margrét
í Finnlandi:
Hlaut
góða
dóma
SÝNING Þjóðleikhússins á
Fröken Margréti, sem boðið var
til Finnlands um páskana, hlaut
ákaflega góðar viðtökur.
Umsagnir gagnrýnenda hafa nú
borist og eru þær hinar lofsam-
legustu.
„Huvudstadsbladet* segir:
„Samvinna milli leikstjórnar og
leikkonu hefur fætt af sér heild,
sem var algerlega rafmögnuð og
vart fór hjá því að gleddi þá sem
kunna að meta fáránlega gaman-
semi. Þetta var yfirburðarleikur
sem við urðum vitni að og það
var gaman“.
„Helsingin Sanomat“ segir ma.
„Með því að fylgjast með leik
Herdísar Þorvaldsdóttur verður
manni hugsað til Sylvi Salinen,
en meðferð Herdísar á hlutverk-
inu er hnitmiðaðri og hún hefur
örlítið meira taumhald á
verkinu".
í „Uusi Suomi“ segir ma. „Ef
búist er við hlutverki Herdísar
Þorvaldsdóttur sem duttlunga-
fullri kennslukonu, sem ekki
hefur neina stjórn á skilgrein-
ingu kennslustarfsins, þá getur
maður ekki annað en dáðst að
leikkonunni, nákvæmni hennar,
lifandi og öruggu tjáningar-
formi. I gegnum látbragð hennar
skín ófyrirleitin hagsýni, sem og
innra öryggisleysi og truflun".
Blaðið „Suomenmaa“ segir ma.
„ ... En raunverulegur skapari
verksins er þó Herdís Þorvalds-
dóttir og skali hennar nær yfir
alla línuna, sem sést bæði á
túlkun hennar á orðinu, sem og í
öllum hreyfingum líkamans,
Fullkomin listsýning mikilhæfs
og athyglisverðs skapgerðar-
leikara".
.. STORTÆK
VOKVAÞRIFIN
VERKFÆRI FRA STANLEY
Stöðluð Ivrir hvers konar vinnuvélar
Hvers vegna vökvakerfi?
Þú þarft aöeins að ráða yfir vinnuvél, t.d.
venjulegri dráttarvél eða vörubifreið, sem
búin er vökvakerfi og þá getur þú auðveldlega
tengt við þaö eitthvað af eftirfarandi
verkfærum:BROTFLEYG, SÖG, SKRÚFUVÉL,
HÖGGBOR, VATNSDÆLU, KEÐJUSÖG,
STEINBOR, SKOTHOLUBOR.
Allt verkfæri sem henta vel við iönaö og
verklegar framkvæmdir hvers konar og eru
lika fáanleg til notkunar neöansjávar.
Yfirburðir vökvadrifinna kerfa eru ótviræðir.
• Minni hávaði.
• Tengist á fljótan og auðveldan hátt
þeirri vinnuvél sem næst er hverju
sinni.
• Vökvakerfi er tvöfalt aflmeira en
loftkerfi.
• Þú ert laus við að drattast með dýrar
og þungiamategar loftpressur.
• Úhreinindi komast ekki inn i kerfiö og
allir hlutir þess eru i stöðugu oliubaði.
Þ.a.l. minni viöhaldskostnaöur.
• Skilar sama afli i vetrarkulda sem
sumarhita. Engin hætta af frosti.
• Vökvakerfið er léttara og kraftmeira og
leiðir þvi til betri árangurs á styttri tima.
Einnig eru fáantegar færanlegar
aflstöðvar sem tengjast þessum verkfærum.
Aflþörf aðeins 11 hestöfl.
STANLEY
-stendur fyrirsínu!
Þú átt aflgjafann,við verkfærin!
iniJiil
Verslun- Ráðgjöf- Viðgeröarþjónusta
TÆKNIMIÐSTÖÐIN HF
Smiðjuvegi 66, 200 Kópavogi. Simi: (91 )-76600.