Morgunblaðið - 06.06.1979, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 06.06.1979, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ1979 21 I íftróltlr I Clough op Taylor áfram hjá Forest ÞEIR félagarnir Brian Cluugh og Peter Taylor, kapparnir sem gert hafa enska knattspyrnufélagið Nottingham Forest að stórveldi í ensku knattspyrnunni, hafa ákveðið að halda tryggð við félagið og hafa undirritað nýjan 4 ára samning. Stjórnarmaður hjá Forest segir meira að segja, að þeir hafi undirritað samninginn fyrir 4 mánuðum sfðan. Það var nokkuð víðförul kjaftasaga, að þeir Clough og Taylor ætluðu sér að breyta til eftir alla velgengnina hjá Forest og var þá einkum talað um Sunderland, sem gerði þeim gylliboð. Sunderland missti naumlega af 1. deildar sæti þetta árið og var stjórinn þá að sjálfsögðu látinn fjúka eins og tfðkast þar í landi. Hjá Sunderiand er líklegt að kapparnir gætu gert góða hluti, félagið er ríkt og hiklaust meðal bestu liðanna í 2. deild. Tilboð félagsins í Forest-felagana var risavaxið, en þeir sögðust engan áhuga hafa á því. Forest slær um sig gjaldeyri um þessar mundir, nýlega keypti liðið Trevor Francis frá Birmingham fyrir eina milljón sterlings- punda og nú eru að hefjast á City Ground umfangsmiklar breytingar á áhorfendastæðum leikvangsins. Lán sem félagið sló mega greiðast á 10 árum, en velgengnin hefur fært Forest slfkan auð, að félagið verður búið að greiða allt saman á 3—4 árum. Ekki nóg með það, heldur er ekkert líklegra en að annar leikmaður verði innan skamms keyptur fyrir risavaxna upphæð. Þeir Arcie Gemmel og martin O’Niel þykja líklegir til að yfirgefa félagið og efstur á óskalistanum er að sögn Asa Hartford, sem er á sölulista hjá Manchester City. Það er skammt stórra högga á milli í knattspyrnuheiminum, fyrir 2—3 árum var Forest smápeð, nú Evrópumeistari, tvívegis deildarbikarmeistari og Englandsmeist- ari í fyrra. Þetta er allt tveimur mönnum að þakka, þeim Clough og Taylor, fróðlegt verður að sjá hvað gerist í Nottingham næstu 4 árin. • Sigurjón og Jakobfna sigurvegararnir f Faxakeppninni f golfi sem fram fór í Vestmannaeyjum um helgina. Sjá nánar bls. 23. k LJósmynd Óskar S. f Hreinn og Óskar komnir heim ÞEIR óskar Jakobsson og Hreinn Halldórsson sem dvalið hafa að undanförnu við æfingar og keppni f Texas eru nú komnir heim. Mbl. spjallaði í gær við þá félaga um dvölina og það sem framundan er f sumar. Óskar sagðist vera ákveðinn í því að fara utan til náms og æfinga í ágústlok. „Ég hef haft mjög gott af dvölinni, ég á að geta kastað miklu lengra en ég hef gert, ég er hálfstffur og eins vantar eitthvað upp á að tæknin f kringlukastinu sé f lagi. Kúlunni á ég að geta hent 19,50 og kringlunni ... það er best að lofa ekki neinu. Evrópumeistarakeppnin í Luxemborg verður næsta stórmótið og þá er um að gera að spjara sig,“ sagði óskar. Hreinn Halldórsson sagðist vera lfkamlega sterkari en áður, sérstaklega f efri lfkamanum. „Ég er hræddur um að meiðsli þau er ég varð fyrir hái mér, og að ég fái mig ekki góðan af þeim. Ég er samt bjartsýnn á keppnistfmabilið,“ sagði Hreinn sem keppir ekki á stórmóti fyrr en í Luxemborg dagana 15. —17. júní. -Þr. # * # % # % # % V* Y.#' V.#- V..#' V .Jp 1. deild í kvöld: Tveir leikir TVEIR leikir fara fram f 1. deild íslandsmótsins í knattspyrnu f kvöld. Báðir hefjast leikirnir klukkan 20.00, annar f Reykjavfk, hinn norður á Akureyri. Á Laugardalsvelli leiða saman hesta sfna Þróttur og Fram, á Akureyrarvelli leika KA og ÍBV. Sfðarnefnda leiknum var frestað á laugardaginn til dagsins f dag. Þá leika á Kaplakrika í Hafnarfirði FH og Selfoss f 2. deild. Leikurinn hefst klukkan 20.00. Fjörkippir hjá Öster TEITUR Þórðarson og félagar hans hjá östcr virð- ast vera eitthvað að lifna við eftir frekar slaka byrjun í sænsku deildarkeppninni f knattspyrnu. Félagið vann um helgina Ilalmfa 4—0 og er nú um miðja deild með 8 stig eftir 5 leiki. Þeir eru þó töluvert á eftir cfstu liðun- um. en Elfsborg hefur hlotið 14 stig úr 9 leikjum. Halm- stad hefur 13 stig, einnig úr 9 leikjum. Malmö FF er sem stendur í 4. sæti með 10 stig. Djurgarden — Kalmar FF‘2:1 Halmstad — Hammarby 0:1 Gautaborg — Elfsborg 1:2 IFK Sundsvall — Norrköping 3:1 Atvidaberg — AIK 1:1 Öster — Halmia 4:0 Wales lagði Möltu VELSKA landsliðið í knatt- spyrnu skrapp til Möltu um hvftasunnuna og lék þar landsleik við heimamenn, en leikurinn var liður í 7. riðli Evrópukeppni landsliða f knattspyrnu. Lokatölur urðu 2—0 fyrir Wales, stað- an í hálfleik var 1—0. 9000 manns sáu Crystal Palace-leikmanninn Peter Nicholas skora fyrsta mark- ið. Hann lék þarna sinn fyrsta landsleik. Eins og vaenta mátti voru Wales-búar ávallt sterkari aðilinn í leikn- um, en fjölmennur varnar- leikur heimaliðsins sá um að mörkin urðu ekki mörg. Brian Flynn bætti þó öðru marki við í síðari hálfleik. Júgóslavar sigruöu JÚGÓSLAVAR urðu Evrópumeistarar unglinga f knattspyrnu með 1—0 sigri gegn Búlgörum um helgina. Lokakeppni móts þessa hef- ur staðið yfir í Vín í Austur- ríki að undanförnu. Ef frú eru taldar fyrstu mfnútur úrslitaleiksins. voru Júgóslavarnir sterkari aðilinn og vel að sigrinum komnir. Zlatanovski skoraði eina mark leiksins á 54. mínútu. Búlgarar fengu eina dauðafæri sitt í leikn- um skömmu sfðar, en það rann út f sandinn. Ovæntur og góð- ur sigur Þróttar ÞRÓTTARAR frá Neskaupstað gerðu góða ferð til Akureyrar í gærkvöldi þar sem þeir sigruðu Þórsara örugglega í 2. deildinni með 2 mörkum gegn engu. Leikurinn fór fram á Þórsvellin- um við hinar bestu aðstæður. Framan af fyrri hálfleik var jafnræði með liðunum, en Þrótt- arar þó öllu hættulegri uppi við markið. Besta tækifærið í fyrri hálfleik áttu Sigurður Friðjónsson eftir mjög skemmtilega sókn Þróttara, en skot Sigurðar lenti í hliðarnetinu. Þróttarar tóku síðan forystuna á 41. mínútu. Þórhallur Jónasson tók þá aukaspyrnu út við hliðarlínu og sendi vel fyrir mark- ið þar sem Magnús Magnússon kom á fleygiferð og skallaði glæsi- lega í netið. Liðin skiptust síðan á um að sækja framan af síðari hálfleik, án þess að skapa sér verulega hættuleg tækifæri. Þróttararnir voru þó öllu atgangsharðari uppi við markið sem í fyrri hálfleik. Það var síðan á 75. mínútu sem Þróttarar gerðu út um leikinn. Erlendur Davíðsson braust þá inn í teiginn hjá Þórsurum, var felld- ur gróflega og ágætur dómari leiksins, Hreiðar Jónsson, dæmdi umsvifalaust vítaspyrnu. Bjarni Jóhannsson skoraði úr spyrnunni af öryggi. Við markið dró allan mátt úr Þórsurum og Þróttarar áttu nokkur færi en tókst ekki að nýta fleiri. Þróttarar voru mjög frískir þessum leik, miklu frískari en við mátti búast eftir frekar slaka frammistöðu í byrjun mótsins Það er greinilegt, að Sigurbergur Sigursteinsson þjálfari er á réttr leið, og ekki kæmi á óvart þó Þróttarar ættu eftir að krækja mörg stig. Erlendur Davíðsson og Björgúlfur Halldórsson voru mjöf sprækir, svo að Sigurbergur og Magnús Magnússon. Þórsararnir voru hins vegar afar daufir í þessum leik og var þar enginn öðrum fremri. Gaml baráttuviljinn, sem löngum hefur einkennt leik Þórsara, var ekk einu sinni til staðar og slíkt kann ekki góðri lukku að stýra. —Sigb. G.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.