Morgunblaðið - 06.06.1979, Síða 26

Morgunblaðið - 06.06.1979, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ1979 Rætt við Ellert B. Schram formann KSÍ 'I Texti Þórarinn Ragnarsson STÆRSTA og umfangsmesta íþróttamót sem haldið er hér á landi árlega er vel á veg komið. í engu íþróttamóti eru fleiri þátttakendur eða fleiri kappleikir í hinum ýmsu aldursflokkum. Bak við þetta eru mikil umsvif, og mikill undirbúningur. Það er því vel við hæfi að grennslast fyrir um starfsemi stærsta sérsambands landsins sem skipuleggur alla starfsemi í sambandi við íslandsmótið í knattspyrnu og hefur veg og vanda að allri starfsemi knattspyrnunni viðvíkjandi. Við fengum því formann KSÍ til að svara nokkrum spurningum varðandi KSÍ. Hvert er nú megin starfs- svið stjórnar KSÍ, og hversu umfangsmikil er starfsemin? Auk hinna föstu og hefð- bundnu starfa í sambandi við framkvæmd landsmóta, fræðslu- mál og þjónustu hvers konar við sambandsaðila, þá verður lögð sérstök áhersla á unglingaknatt- spyrnu, sem er fólgið í unglinga- degi, æfingabúðum, utanferðum, knattþrautakeppnum o.s.frv. Við munum og leggja okkur fram um að fá keppni í yngri aldursflokk- um verði sagt í fjölmiðlum og upplýsingar þar um liggi fyrir á skrifstofu KSÍ jafnóðum. Þá er ráðgert að mótanefnd fylgist vel með aðsókn að deildar- leikjum, kostum og göllum niður- röðunar á hina ýmsu daga vikunn- ar, svo að stjórn KSÍ og þing þess verði betur undir það búið að taka afstöðu til ýmissa hugmynda um breytingu á deildarfyrirkomulag- inu. Eins og á undanförnum árum verður kappkostað að búa landslið okkar svo vel undir leiki, að góður árangur náist og landsleikirnir hafi það aðdráttarafl, sem þeir hafa haft nú um nokkurt skeið. Nú hafa umsvif KSÍ aukist mjög á undanförnum árum. Hvernig hefur þessu verið komið um kring? Hve mikil var velta sambandsins á sfðastliðnu ári? Það er rétt að umsvif KSÍ hafa margfaldast á síðustu árum. Velta sambandsins á síðasta ári var rúmlega 40 millj. kr. og yfir sumartímann hefur KSÍ fjóra menn á launum. í fyrsta skipti í sögu sambandsins hefur verið ráðinn fastur framkvæmdastjóri í fullt starf, Kjartan Tr. Sigurðs- son, enda annað útilokað með hliðsjón af umfangi starfseminn- ar. Þessi þróun er afleiðing af vaxandi vinsældum íþróttarinnar og öflugu starfi bæði stjórnar KSÍ og einstakra félaga um land allt. Hefur verið gert nægilega stórt átak í fræðslumálum og þjálfaramálum? Já það hefur verið gert stór- kostlegt átak í fræðslu- og þjálf- aramálum á undanförnum árum. Knattspyrnuskóli KSI var upp- hafi, en það skólahald stóð í nokkrar vikur haustið 1975. Síðan hefur tækninefnd haldið reglulega námskeið á öllum stigum þjálfun- ar, fengið erlenda fyrirlesara ár- lega, sótt bestu námskeið erlendis og árangurinn fer senn að koma í ljós. Við erum að eignast úrvals þjálfara. Hér má hins vegar ekki láta staðar numið, enda hefur eitt mitt helsta áhugamál verið að bæta þjálfunina fyrir yngri flokkana. Það tekst ekki nema með því að mennta þjálfara, og að félögin geri miklar kröfur um menntun og kunnáttu þeirra þjálfara, sem kenna unglingunum undirstöðu- atriði íþróttarinnar. Þar vantar enn mikið upp á. Er aðstaða til knattspyrnu- iðkunar hér á landi nægilega góð að mati stjórnar KSÍ? Við búum í köldu landi á norðurhjara veraldar. Fyrri hluta keppnistímabilsins þurfum við að leika á malarvöllum, sem hvergi þekkist lengur annars staðar. Munurinn á möl og grasi er sá sami og það væri að leika golf á malbiki í stað grasvalla. Aðstaðan er því engan veginn boðleg og styttir mjög keppnis- tímabilið. Okkar draumur er, að byggðir verði hér á landi vellir með gervigrasi. Slíkir vellir hafa verið byggðir á fjölmörgum stöð- um á Norðurlöndum, einkum í Norður-Noregi, með mjög góðum árangri. Þetta er enn dýrt fyrir- tæki, en gervigras hlýtur að vera á næsta leiti og það á eftir að valda byltingu í knattspyrnunni hér á landi. Landsliðið hefur verið mjög í sviðsljósinu. Ertu ánægður með árangur liðsins að undanförnu? Lengst af lékum við íslend- ingar nær eingöngu gegn áhuga- mannalandsliöum. Stöku sinnum fengum við sterk landslið í heim- sókn én það voru undantekningar. Okkur vegnaði ekki vel í lands- leikjum, áhuginn fór dvínandi eftir aðsón að dæma og „standard- inn“ lækkaði. Eftir að sú ákvörðun var tekin að taka reglulega þátt í Evrópu- og heimsmeistarakeppni höfum við fengið sem mótherja sum af bestu liðum heims, s.s. Hollend- inga, Belga, Austur-Þjóðverja, o.s.frv. Það ótrúlega gerðist, að við stóðum okkur betur, á síðustu fimm árum höfum við sigrað í 8 landsleikjum og gert 6 jafntefli. Ég er aldrei ánægður með að tapa, en ég held að árangurinn sé viðunandi og hann á eftir að verða ehnþá betri. Er ekki tfmabært að fara að greiða landsliðsmönnum fyrir æfingar og leiki? Er möguleiki á atvinnuknatt- spyrnu hérlendis í einhverjum mæli? (Ég á við að æfingaálagið sé orðið svo mikið að eitthvað verði að koma á móts við leikmennina.) Ég hef ekki trú á því, að frammistaða leikmanna batni þótt þeir fái greiðslu fyrir hvern leik. Menn leggja ekki að sér vegna peninganna heldur vegna þess metnaðar sem þeir hafa fyrir land og þjóð. Hins vegar er sjálf- sagt og eðlilegt að tryggja leik- mönnum að þeir verði ekki fyrir fjárhagslegu tjóni vegna þátttöku í landsleikjum. Það hefur KSÍ reynt að gera í fjöldamörg ár og verður áfram gert í fullu sam- komulagi við leikmenn. Varðandi þá spurningu hvort atvinnumennska sé tímabær hér á landi, þá endurtek ég það sem ég hef áður sagt, að það er algjörlega á valdi einstakra félaga, hve langt þau vilja ganga í þeim efnum. KSI mun hvorki hvetja né letja félögin. Danir hafa stigið þetta spor, og þar er reynslan misjöfn. Hefur landsliðið leikið of mikinn varnarleik á kostnað sóknar og leikskipulags í lands- leikjum sfðustu ára? Leikaðferðir mótast af að- stæðum og mótherjum. Á útivelli á íslandi að leggja áherslu á vörn, rétt eins og allar aðrar þjóðir gera, en á heimavelli eigum við að leika til vinnings án tillits til mótherja. Auðvitað geta andstæð- ingarnir verið það sterkir að okkar lið verði að hörfa í vörn — það þýðir ekki það sama og stillt sé upp til varnarleiks. Við verðum að treysta landsliðsþjálfurunum til þess að skipuleggja leik okkar liðs, og það skemmtilega er, að áhorfendur hér heima eru farnir að gera þá kröfu til íslenzka landsliðsins að það vinni hvern leik, a.m.k. hér heima. Það tekst ekki alltaf, en þetta viðhorf stað- festir þá ánægjulegu staðreynd, að vallargestir, og við öll, höfum trú á okkar liði. Það skiptir miklu. í landsleiknum á móti Sviss á dögunum kom úthaldsleysi f ljós hjá fslensku leikmönnunum. Er Youri í nægilega góðu sam- bandi við þjálfara þeirra liða sem menn eiga f landsliðinu? Og í framhaldi af því: Hvers vegna hefur hann ekki æfingar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.