Morgunblaðið - 06.06.1979, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ1979 29
VSÍ boðar almennt samúð-
arverkbann í fyrsta sinn
MORGUNBLAÐIÐ fékk í gær
eftirfarandi fréttatilkynningu
frá Vinnuveitendasambands
íslands:
Verkfall yfirmanna á farskipum
hefur nú staðið frá 24. apríl sl. eða
í fullar sex vikur. Svonefnt verk-
fall mjólkurfræðinga hefur staðið
frá 14. maí sl. eða í rúmar þrjár
vikur. Vinnuveitendasamband
Islands hefur frá upphafi þessara
kjaradeilna litið svo á að þær
væru ákvarðandi um launaþróun á
vinnumarkaðnum í heild, þar sem
kjarasamningar eru almennt laus-
ir.
Á almennum félagsfundi 30.
maí sl. var sambandsstjórn VSÍ
falið að fylgja fast fram markaðri
kjaramálastefnu og jafnframt var
mælt með því, að sú stefna yrði
varin með verkbanni, þar sem
nauðsyn krefur.
Yfirstandandi vinnustöðvanir
hafa nú kreppt mjög að atvinnu-
starfseminni í landinu. Stöðvun
blasir víða við, markaðsstöðu
íslendinga erlendis hefur verið
teflt í tvísýnu og með vaxandi
notkun útlendra leiguskipa eykst
hættan á því, að vöruflutningar á
sjó færist í hendur erlendra út-
gerðafélaga.
Gert er ráð fyrir því að í raun
dragist tekjur þjóðarbúsins saman
á þessu ári. Kaupmáttur tekna af
útflutningi rýrnar að öllum líkind-
um um 11—12% m.a. vegna olíu-
verðhækkana, sem koma með
miklum þunga niður á skipafélög-
unum, er nú hafa mátt þola
verkfall í sex vikur. Stór hluti
þessa oiíukostnaðarvanda kom
fyrst fram eftir að farmannaverk-
fallið skall á.
Sáttanefnd sú, sem skipuð var
af ríkisstjórninni 16. maí sl. til
þess að greiða fyrir lausn í kjara-
deilum mjólkurfræðinga og far-
manna, hefur ekki náð árangri.
Með hliðsjón af þessum aðstæð-
um og því gífurlega rekstrartapi,
er þau fyrirtæki hafa orðið fyrir,
sem verkföllin bitna á, má ljóst
vera að Vinnuveitendasambandið
getur ekki lengur látið hjá líða að
beita virkum aðgerðum til þess að
knýja á um skjóta lausn kjara-
deilnanna í samræmi við þá kjara-
málastefnu, að ekki komi til
grunnkaupshækkana á þessu ári.
Vinnuveitendasamband íslands
hefur því í dag tekið ákvörðun um
víðtæka samúðarvinnustöðvun
meðal félagsmanna sinna frá og
með 18. júní n.k. til að sýna
samstöðu með þeim fyrirtækjum
og einstaklingum, sem verið hafa
þolendur vinnustöðvanna síðustu
vikur.
Á fundi sambandsstjórnar VSÍ í
dag var samþykkt svohljóðandi
ályktun:
„Sambandsstjórnarfundur
Vinnuveitendasambands íslands
haldinn þriðjudaginn 5. júní 1979
samþykkir eftirfarandi ályktun:
Vegna þess ástands sem skapast
hefur í landinu vegna verkfalla
fámennra starfshópa telur fund-
urinn nauðsyn bera til að boða til
almenns samúðarverkbanns frá og
með 18. júní 1979 er nái til allrar
starfsemi félaga innan Vinnuveit-
endasambands íslands. Verkbann-
ið nái þó ekki til eftirfarandi
starfsemi:
1. Heilbrigðisþjónustu, þar með
talin lyfjaverslun og hvers-
konar þjónusta við sjúkrahús
og aðrar heilsugæzlustöðvar,
svo og gistihús.
■ 2. Hverskonar þjónustu við lög-
gæzlu, slökkviliðið, öryggis-
gæzlu og neyðaraðstoð svo og
hverskonar þjónustu við skóla
og aðrar menntunarstofnanir.
3. Farþega- og póstflutninga
hverskonar á landi og í lofti og
þjónustu við þá er slíka flutn-
inga annast.
4. Vélgæzlu og vörslu fasteigna,
framleiðslutækja, afurða og
annarra verðmæta.
5. Verzlunar með bensín, olíur og
olíuvörur, afgreiðslu olíuskipa
og olíuflutninga.
6. Smásöluverzlunar með matvör-
ur.
7. Vinnu við útgáfu, prentun og
dreifingu dagblaða.
8. Dreifingu áburðar og fóður-
bætis.
9. VSI veitir undanþágur vegna
nú ófyrirséðra knýjandi nauð-
synja og ótalinna þjóðfélags-
legra mikilvægra starfa eftir
nánari ákvörðun á hverjum
tíma.“
Fádæma treg
humarveiði
Þetta cr orðin næsta sjaldgæf sjón við hafnir landsins. Myndin er tekin við Ilafnarfjarðarhöfn í gær, er
unnið var við löndun úr Singaporeskipinu „Bcrglindi“. Ljósm. Mbi. Kristján.
Mátti ekki koma í ís-
lenzka höfn í þrjú ár
„I>ETTA er íyrsta íerð
okkar til íslands en nú eru
liðin þau þrjú ár, sem
skipið mátti ekki koma í
íslenzka höín“. sagði Sæv-
ar Guðlaugsson skipstjóri
á flutningaskipinu Berg-
lindi, er Mbl. ræddi við
hann í Ilafnarfjarðarhöfn
í gær.
Sævar sagði, að í áhöfninni
væru 11 Islendingar, einn Vestur-
íslendingur og 2 Kanadamenn.
Skipið siglir undir fána Singapore,
en eigendur þess eru kanadískir og
er hlutafélagið Islenzk kaupskip
h/f með skipið á leigukaupsamn-
ingi. Þegar samningurinn var
gerður á sínum tíma, voru þau
skilyrði sett af hendi íslenzkra
stjórnvalda, að það kæmi ekki í
íslenzka höfn fyrr en eftir þrjú ár
— þau eru nú liðin. Við höfum
fram til þessa verið í farmflutn-
ingum milli Kanada og eyja í
karabiskahafinu.
Við höfum að undanförnu átt í
samningaviðræðum við Bifröst og
er þetta fyrsta ferð okkar til
landsins og verða þær væntanlega
mun fleiri." Sævar sagði aðalfarm
skipsins vera bifreiðar og vörur
fyrir íslenzka innflytjendur og
varnarliðið. Hann sagði einnig, að
yfirstandandi verkföll hefðu engin
áhrif á þetta skip fremur en önnur
„Við erum ekki skráðir
farmannasambandssamn-
erlend.
undir
inga.“
Oskar Vigfússon hjá Sjómanna-
sambandinu hafði eftirfarandi um
komu skipsins að segja: „Þetta
skip er með svokallaða „þæginda
fána,“ skip sem skráir sig hjá ríki,
sem veitir nokkur þægindi bæði
hvað varðar tryggingar, kaup
manna o. fl. Ég hef nú þegar rætt
við skipstjórann og eins og ég
bjóst við eru eigendurnir tilbúnir
til að ganga frá sínum málum á
þann hátt, sem alþjóðasamningur
I.T.F. gerir ráð fyrir. Þeir hafa nú
þegar sett tryggingu fyrir greiðsl-
um, þannig að gagnvart
Sjómannasambandinu er skipið
frítt allra mála. Sjómannafélag
Hafnarfjarðar hefur ekki lýst yfir
verkfalli né banni, þannig að
verkfallsmál koma hér ekki við
sögu, enda hefur Sjómannasam-
bandið ekki umboð til að stöðva
uppskipun úr skipum annarra."
Hjá Farmannasambandinu varð
Ásgeir Sigurðsson fulltrúi skip-
stjóra í samninganefndinni fyrir
svörum. Hann sagði málefni
„Berglindar“ í athugun hjá sam-
bandinu og vildi ekki láta hafa
neitt eftir sér í því sambandi.
„Við tökum þetta skip á leigu,
eins og allir í kring um okkur taka
skip á leigu", sagði Finnbogi
Gíslason hjá Bifröst hf. í samtali
við Mbl. „Þessi skipaleiga er ekki
til komin vegna verkfalla hér,
heldur var frá henni gengið áður
og þá vegna aukinna flutninga hjá
félaginu.
Við höfum verið að líta í kring
um okkur í sambandi við skipa-
kaup og þar til af þeim verður er
ágætt að brúa bilið með því að
taka skip á leigu, eins og við
gerðum.“
Hornaíirdi 5. júní.
HUMARVEIÐI hefur ver-
ið með eindæmum léleg
það sem af er vertíðinni og
t.d. bárust aðeins á land 45
tunnur í síðustu viku af 7
bátum. Fyrir fáum árum
var algengt að hver bátur
kæmi með 20—30 tunnur
að landi eftir 3—4 daga
útivist. Þrátt fyrir gött
veður og hlýindi að undan-
förnu hafa aflabrögð ekki
skánað. Bátarnir hafa ver-
ið í Meðallandsbugt og
Hornafjarðardýpi síðustu
daga og sá sem mest fékk
kom með 10 tunnur eftir
vikuna. Þeir sem hafa ver-
ið á fiskitrolli hafa aflað
rétt sæmilega, aðallega
steinbít og ýsu.
I síðustu viku voru humarveiðar
bannaðar í allt að viku í Breiða-
merkurdýpi vegna mikillar smá-
ýsu í aflanum. Hafrannsókna-
stofnunin hefur nú kannað þetta
svæði á ný og enn er mikið magn
af smáýsu í aflanum. Sjávarút-
vegsráðuneytið hefur því ákveðið
að framlengja bannið um óákveð-
inn tíma. Svæðið sem er lokað
markast af eftirtöldum punktum:
1. Hrollaugseyjar
2. 63°35’N 15°30’V
3. 63°30’N 15°45’V
4. 63°55’N 16°22’V. - Jens.
Leikmannaskóli
Hólastiftis með
helgarnámskeið
Akurcyri 5. júní.
PRESTAFÉLAG Hólastiftis hóf
fyrir tveimur árum starf sem
nefnt var „Leikmannaskóli
Hólastiftis“. Leiðbeint var um
ýmis störf leikmanna í kirkj-
unni árið 1977 og voru þátttak-
endur um 50 talsins. í júlí 1978
var námskeið á Hólum, sem
fjallaði um samstarf presta og
organista.
I ár er ætlað að hafa annað
námskeið fyrir leikmenn, svipað
og 1977. Aðalefnið verður „Guðs-
þjónustan" og munu prófastar á
Norðurlandi flytja framsögu-
erindi og efnið verður rætt í
umræðuhópum. Námskeiðið verð-
ur haldið 6.-8. júlí að Hólum.
Þátttaka tilkynnist „Leikmanna-
skóla Hólastiftis", pósthólf 253,
Akureyri.
- Sv.P.
Landssamtökin Þroskahjálp:
„Skortur er á vernduðum vinnu-
stöðum og fjölskylduheimilum
í FRÉTTATILKYNNINGU frá
Landssamtökunum Þroskahjálp
segir að samtökin fagni því ein-
huga, að frumvarp til laga um
aðstoð við þroskahefta hafi nú
verið lagt fram á Alþingi. Einnig
segir:
„Frumvarp til laga um aðstoð
við þroskahefta felur m.a. í sér að
rjúfa skuli þá félagslegu ein-
angrun, sem þroskaheftir hafa
búið við hingað til, vegna úreltra
laga um fávitastofnanir, og
tryggjs þeim aðstöðu í venjulegu
samfélagi manna, í stað þess að
sniðganga þá eða beina þeim inn á
sérstakar stofnanir til þess að þeir
séu ekki fyrir okkur hinum. Slíkur
hugsunarháttur tilheyrir mið-
öldum, en ekki nútímanum; við
sjáum þó enn því miður dæmi um
þess konar afstöðu, þegar við
virðum fyrir okkur lögin um
fávitastofnanir."
Eru síðan rakin nokkur atriði í
hinu nýja frumvarpi, sem lands-
samtökin telja að horfi til heilla í
málefnum þroskaheftra. í lok
tilkynningarinnar segir m.a.:
„Öhætt er að fullyrða, að mörg
og mikil verkefni bíði úrlausnar á
næstu árum varðandi alla þjón-
ustu við þroskahefta, sem miðast
við sérþarfir þeirra. Má nefna
geysilegan skort á vernduðum
vinnustöðum, ennfremur vantar
lítil fjölskylduheimili fyrir tugi
fólks. ■
Öll vistheimili eru yfirfull
og margir, sem þar dvelja, gætu
búið á litlum hópheimilum og
stundað vinnu eða skólanám, ef
þeir ættu kost á því. En svo er ekki
eins og málum er háttað nú.“