Morgunblaðið - 06.06.1979, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ1979
35
Jón Pálsson sund-
kennari — 75 ára
Malmö kammarkvintett
leikur á ísafirði í kvöld
Jón Pálsson byrjaði kennsiu
ásamt bróður sínum Ólafi við
gömlu sundlaugarnar í Laugardal
er faðir þeirra Páll Erlingsson lét
af störfum árið 1921.
Fyrstu 10 árin voru þeir bræður
aðeins tveir starfsmenn lauganna.
Tala sundgesta jókst gífurlega á
þessum árum, og má geta sér til
hve þetta hefur verið erfitt og
ábyrgðarmikið starf.
Deginum urðu þeir að skipta á
milli sín og kom þá í hlut hvors
um sig gæsla lauganna, varsla
ýmissa verðmæta gesta og sund-
kennslan, sem nú hefði þótt ærið
starf ein sér.
Sú guðsblessun fylgdi þeim
bræðrum á langri og oftast anna-
samri starfsævi að engan af hin-
um mörgu í þeirra umsjá henti
alvarlegt óhapp, en oft mátti litlu
muna og margir eru þeir sem áttu
þeim lif að launa.
Eftir 17 ara samfellt starf við
sundlaugarnar var Jón Pálsson
ráðinn sundkennari að Sundhöll
Reykjavíkur, sem opnuð var 1937.
Hann var þá löngu landsþekkt-
ur sem afburða sundkennari og
þjálfari og segja mátti að nær allt
besta kappsundfólk Reykjavíkur
tengdist nafni hans. Þar á meðal
voru snjallasti bringusundsmaður
landsins, Jón Ingi Guðmundsson
og skriðsundskappinn Jónas Hall-
dórsson, sem osigrandi var á 15
ára keppnisferli sínum.
Þegar sundskylda var lögleidd
hérlendis um 1940, kom það í hlut
Þorsteins Einarssonar, nýskipaðs
íþróttafulltrúa ríkisins, og Jóns
Pálssonar að verða brautryðjend-
ur þessa merkilega áfanga.
Jón skrifaði gagnmerkar leið-
beiningar um byrjunarkennslu í
bringusundi fyrir sundkennara,
sem enn eru í fullu gildi. Hann var
frumkvöðull hópkennslu og upp-
hafsmaður nýrrar og einfaldari
aðferðar við sundkennslu byrj-
enda.
Almenningur á íslandi er
fremstur í heiminum hvað sund-
kunnáttu snertir. Þakka ber
sundskyldunni og þeim mönnum
sem þar voru brautryðjendur.
Væri óskandi að hér yrði ekki
slakað á kröfum, en hinar þraut-
reyndu kennsluaferðir Jóns Páls-
sonar hafðar til fyrirmyndar.
Fyrir forgöngu Jóns og Eiríks
Magnússonar bókbindara, svo og
nokkurra annarra áhugamanna
um fegrun sundsins, var stofnað
Sundfélagið Ægir 1927 og sund-
deildir innan K.R. og Ármanns um
líkt leyti. Var nú komið að þátta-
skilum í sögu og þjálfun kapp-
sundsfólks á íslandi.
Sundmót höfðu fram að þeim
tíma verið fá og daufleg. Keppend-
ur komu til leiks lítt eða jafnvel
óæfðir og illa syndir, með röng tök
og skakka öndun í vatninu. Setti
þetta niðurlægjandi svip á mótin.
Jón og Ólafur bróðir hans tóku
nú að sér að þjálfa kappsundsfólk
sundfélagsins Ægis og annarra
íþróttafélaga Reykjavíkur af alúð
og nákvæmni, enda varð árangur-
inn undraverður og skjótur. Met-
unum var hrundið hverju á fætur
öðru, en það sem var mest um
vert, fagur sundstíll hafði fest
rætur hjá íslensku kappsundfólki.
Megi það ávallt hafa hann í æðsta
sessi, hvað sem erlendum tísku-
stefnum líður, er fljótt hafa
reynst úreltar, og venjulega túlk-
að Ijótleikann.
Landsþjálfari íslensks sund-
fólks var Jón í fjölda ára og leiddi
hann íslenskt landslið til sigurs í
keppni við Dani 1946 og Norðmenn
1948. Sigurður KR-ingur komst í
úrslit á Evrópumeistaramóti í
Monaco 1947 í 200 m bringusundi
og Sigurður Þingeyingur í milli-
keppni Olympíuleikanna í London
1948 og varð Norðurlandameistari
í sömu sundgrein (200 m bringus.)
1949.
Báðir syntu hreint bringusund
alla vegalengdina á tilþrifaríkum
og fögrum stíl íslenska landsþjálf-
arans, á móti keppendum, er
notuðu flugsundstök. En nokkru
síðar var flugsund aðskilið gamla
sígilda bringusundinu og lögleitt
sem sérgrein, enda mjög frábrugð-
iö sem kunnugt er.
Undir handleiðslu jóns fyrir
Olympíuleikana í London 1948
vann Ægiskappinn Ari Guðm-
undsson fyrstur íslendinga það
eftirminnilega afrek að synda 100
m skriðsund undir einni mínútu,
og tæpum tveim árum síðar vekur
15 ára gamall Ármenningur Pétur
Kristjánsson mikla athygli, er
hann hafnar í öðru sæti á sömu
vegalengd á norðurlandamóti
fyrir unglinga, yngstur keppenda.
Jón hóf fyrstur manna þjálfun í
sundknattleik hér á landi um 1926
og kenndi í upphafi í félögunum
Ægi, Ármanni og k.R. samtímis,
en lengst af hjá sinu sigursæla
félagi Ægi.
Jón tok þátt í nokkrum sund-
mótum á sínum yngri árum, vann
til verðlauna og setti íslandsmet.
Hans margháttuðu uppeldisstörf
urðu þess valdandi að hann gat
ekki haldið áfram þátttöku í
keppni.
Til fróðleiks má geta þess að
þeir bræður Jón og Ólafur Páls-
synir munu nú vera hinir einu
hérlendis, sem kunna til hlítar
gömlu aðferðirnar yfirhandar-
sund, hliðarsund og ástralskt
skriðsund.
Hlýhugur sundunnenda á ísl-
andi berst til Jóns Pálssonar á 75
ára afmæli hans í dag.
I dag verður afmælisbarnið á
heimili dóttur sinnar og tengda-
sonar að Heiðarlundi 2 í Garðabæ.
Þorsteinn Iljálmarsson
MALMÖ kammarkvintett
heldur tónjeika í Alþýðu-
húsinu á Ísaíirði í kvöld
kl. 21, en kvintett þessi er
nú á tónleikaíerð um land-
ið. Skipa hann tveir
íslenzkir hljóðfæraleikar-
ar og þrír sænskir. Á
efnisskrá tónleikanna er
sónata eftir Rossini, sem
hann samdi aðeins tólf ára
gamall. Var hún gefin út
árið 1954 og hefur notið
töluverðra vinsælda síðan,
segir í umsögn um verkið
á tónleikaskrá.
Þá flytur Malmö
kammarkvintett Næturljóð
nr. 2 eftir Jónas Tómasson,
en verk þetta samdi hann
sérstaklega fyrir kvintett-
inn með styrk frá NOMUS.
Malmö kammarkvintett
hefur áður leikið verk eftir
Jónas, m.a. sónötu nr. 13.
Þriðja verkið á efnis-
skránni er kvintett eftir
Schubert, Silungakvintett-
inn, en nafn sitt dregur
verkið af laglínu í fjórða
þætti þess, og nefnd er
Silungurinn.
Malmö kammarkvintett
lék sl. laugardag á Húsavík
og annan í hvítasunnu í
Siglufirði. Þá lék kvintett-
inn á Akureyri tvo þæiti úr
Silungakvintettinum á tón-
leikum Karlakóra Akur-
eyrar. Einn meðlimur
Karlakórsins, Eggert Jóns-
son, var bílstjóri kvintetts-
ins á ferð um Norðurland
og komst hann þar af leið-
andi ekki á eina tónleikana,
en kvintettinn bætti það
upp með því að leika á
tónleikum kórsins að kvöldi
hvítasunnudags.
Næstu tónleikar
kammarkvinettsins veröa
síðan í Reykjavík á föstu-
daginn kl. 19.15 i Austur-
bæjarbíói og í Skálholts-
kirkju kl. 16 á laugardag.
280 f élagar
íSkýrslu-
tæknifélaginu
SKÝRSLUTÆKNIFÉLAG
íslands hélt aðalfund sinn 27.
mars sl. Fólagið er fólag áhuga-
manna um gagnvinnslumálefni
og telur um 280 fólagsmenn.
Fólagsskapur þessi var stofnaður
í mars 1968 og lýkur því ellefta
starfsárinu um þessar mundir.
Starf félagsins hefur verið
blómlegt í vetur, haldnir hafa
verið nokkrir félagsfundir og
nefnd og starfshópar skipaðir.
I stjórn félagsins eru nú dr. Jón
Þór Þórhallsson formaður, Páll
Jensson varaformaður, Óttar
Kjartansson ritari, Árni H.
Bjarnason féhirðir, Ari Arnalds
skjalavörður og Sigurjón Péturs-
son meðstjórnandi.
Varamenn eru Halldór
Friðgeirsson og Þorgeir Pálsson.
DREGINN hefur verið út maí-bíll Happdrættis DAS ög
kom hann á miða númer 32647, sem seldur var í
umboðinu í Keflavík. Á myndinni er vinnandinn að
taka við bíllyklunum úr hendi Baldvins Jónssonar,
framkvæmdastjóra happdrættisins. Frá vinstri eru
vinnandinn, Elías Ásgeir Jóhannsson, kona hans,
umboðsmaður Ilappdrættis DAS í Keflavík, Þorsteinn
Marteinsson og Baldvin. Bfllinn er að gerðinni Simca
Marta Rancho.
radauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar
ýmislegt
Fósturforeldrar
Félagsmálaráð Njarðvíkur vantar fóstur-
heimili fyrir 2ja ára dreng. Helst á Stór-.
Reykjavíkursvæðinu. Uppl. í síma 92-1745
milli kl. 18 og 20.
Félagsmálaráö Njarövíkur.
Sumarbústaður til sölu
Höfum fengið í einkasölu mjög góðan
sumarbústað á fallegum stað — víðsýnt — í
nágrenni Reykjavíkur. Sumarbústaðnum get-
ur fylgt 1—2.3 ha. eignarland ef viðunandi
tilboð fæst. Vegna landrýmis gæti hentaö
litlum félaga-samtökum.
Húsaval, Flókagötu 1, sími 21155.
Ford — pallbíll
Tilboð óskast í Ford 500 árgerð 1967.
Bifreiðin er bresk, frambyggð með vökva-
stýri, skiptidrifi og benzínvél. Góöur pallur og
undirvagn. Skoðaður ’79. Verður til sýnis að
Höfðabakka 9 næstu daga.
Tilboð sendist á skrifstofu vora aö Þverholti
20.
H.f. Ölgerðin Egill Skallagrímsson.
húsnæöi öskast
Vil taka á leigu
einbýlishús, raðhús eða góða hæð á
stór-Reykjavíkursvæðinu. Helzt til lengri
tíma. Vinsamlega hringiö í síma 42610.
Norðurlands-
kjördæmi-vestra
Kjördæmlsráö Sjélfstæölsllokkslns í Noröurlandsk|ördæml-vestra,
boöar tll ráðstefnu um framfaramál kjördæmlsins, laugardaginn 9.
júní nk. í Sjálfstæölshúslnu Sæborg, á Sauöárkróki og hefst hún kl.
10 f.h.
Rædd veröa elnkum skólamál og vegamál.
Framsöguerlndl flytja Svelnn K|artansson, fræöslustjórl og Jónas
Snæbjörnsson, umdæmlsverkfræöingur. Blrglr isleifur Gunnarsson,
borgarfulltrúi flytur ávarp.
Fulltrúar Sjálfstæölsflokkslns ( sveitarstjórnum í kjördæmlnu, eru
sérstaklega boóaölr tll ráöstefnunnar, en aö ööru leytl er hún opln
öllu áhugafólki.
Sljórn kjördæmisráös.
Varðarfélagar —
Áilltrúaráösmeðlimir
Skrifstofa fulltrúaráösins og Varöar veröur opin frá 9—12 tll 22. júní.