Morgunblaðið - 06.06.1979, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ1979
37
Gunnar S. Bjömsson endurkjörinn formaður M.B.
Jakobína SÍKurðardóttir
Jakobínu-
vaka
FIMMTUDAGSKVÖLDIÐ 7.
júní eínir Rauðsokkahreyíing-
in til dagskrár úr verkum
Jakobínu Sigurðardóttur í
Norræna húsinu og hefst hún
kl. 20.30. Þar verður bæði
lesið, leikið og sungið, og
skáldkonan hefur þe^ið boð
rauðsokka um að koma og
hlýða á þrátt fyrir harðindi
norðanlands.
Meðal efnis er leikþátturinn
Nei, sem var saminn fyrir sýn-
ingu Akureyringa á Ertu nú
ánægð, kerling? Leiknir verða
kaflar úr Lifandi vatninu og
Snörunni, lesið úr Sögunni af
Snæbjörtu Eldsdóttur og
Ketilríði Kotungsdóttur,
Dægurvísu og Sjö vindum
gráum. Ljóð eftir Jakobínu
verða ýmist lesin eða sungin.
Helga Sigurjónsdóttir flytur
inngang að dagskránni en flytj-
endur verða leikarar úr Þjóð-
leikhúsinu, félagar ú r Alþýðu-
leikhúsinu og Rauðsokkahreyf-
ingunni. Þær Fjóla Ólafsdóttir
og Olga Guðrún Árnadóttir
hafa báöar samið lög við ljóð
Jakobinu í tilefni dagskráinnar
sem þær frumflytja þar.
FréttatilkynninK.
Leiðrétting
í GREIN Rannveigar
Tryggvadóttur, „Björgum
Landakotstúninu“, í blaðinu
s.l. laugardag, féll niður hluti
setningar, þegar vitnað var í
samning um lóðaskipti frá
1934. Þar átti að standa:
„Eigendum Landakotseignar-
innar skal óheimilt að byggja
á svæðinu vestan hinnar fyr-
irhuguðu götu milli Túngötu
og Hávallagötu (þ.e. Hóla-
vallagötu) og Blómvallagötu
norðan Hávallagötu.“ (í
samningnum er gert ráö fyrir
að Blómvallagata verði fram-
lengd að Túngötu, fyrirætlun
sem síðar var horfiö frá).“
GUNNAR S. Björnsson var endur-
kjörinn formaður Meistarasam-
bands bygginKarmanna á aðalfundi
sambandsins sem haldinn var á
Akureyri á dögunum.
Á aðalfundinum urðu miklar
umræður um stöðu byggingariðnað-
ar nú og í næstu framtíð. I því efni
voru samþykktar ýmsar ályktanir
þar sem komið var á framfæri
hugmyndum til lagfæringar í ýms-
um málaflokkum sem snerta at-
vinnugreinar innan sambandsins.
Einnig var rætt um skipulagsmál
Meistarasambands byggingarmanna
og þeirra samtaka sem það á aðild
að.
Innan Meistarasambandsins eru
nú fjórtán félög í húsasmíði,
múraraiðn, pípulögnum, málaraiðn,
og veggfóðrun. Félagsmenn
sambandsins eru 1032 talsins, alls-
staðar að af landinu.
tvöföld líming
margföld
ending
Tvöfalda límingin hefur valdið þáttaskilum í Með fullkomnustu vélasamstæðu sem völ er á
framleiðslu einangrunarglers og margsannað framleiðir Glerborg hf. nú tvöfalt, þrefalt og fjór-
þrautreynda hæfni sína. falt einangrunargler, þar sem gæði og ending
hafa margfaldast, en verðinu haldið niðri með
hraðvirkri framleiðslutækni.
Helstu kostir tvöfaldrar limingar:
1. Margfalt meiri þéttleiki gagnvart raka
2. Minni kuldaleiöni, þar sem rúður og loft-
rúmslisti liggja ekki saman.
3 Meira þol gagnvart vindálagi.
Þú ættir að glugga í okkar gler, kynna þér yfir-
burði tvöföldu límingarinnar og njóta um leið
ráðlegginga og þjónustu sérfróðra sölumanna.
Mercury
utanborös-
vélar
Eigum á lager eftirtald-
ar stærðir: 4 — 4,5 — 7,5
— 9,8 — 40 hestafla.
Hagstætt verð.
Benco
Bolholti 4.
Sími91-21945.
I
Segulstál
r • v
Vigtar 1 kíló. Lyftir 60 kílóum.
Stærö 8x9x3 sentimetrar.
Gott til að „fiska“ upp járnhluti
úr sjó, ám, vötnum, gjám,
svelg, tönkum. Líka til aö halda
verkfærum og smíðahlutum.
Sendum í póstkröfu.
Vesturgötu 16, sími 13280
Það er /án
að skipta við
SPAR/SJÓÐ/NN
Ný símanúmer
5PARISJDÐUR 5PARI5JÚÐUR
HAFNARFJARÐAR HAFNARFJARÐAR
Strandgötu 8—10
Noröurbær Reykjavíkurvegi 66,
simi
54000 51515