Morgunblaðið - 06.06.1979, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 1979 4 1
ffclk f fréttum M . íB8H: 481 BLÓMAKER | GARÐÞREP MOSAIK HF. 1
+ Lundúnabúar fagna. — Þessi mynd er frá sigurför Arsenal-liðsins um götur í
London, er það vann „bikarinn“ og færði hann aftur til borgarinnar. Liðið ók
nokkra kílómetra leið frá knattspyrnuvellinum að ráðhúsinu í opnum
strætisvagni. — Alla leiðina frá Highbury-leikvanginum, þar sem úrslitaleikur-
inn fór fram, að ráðhúsinu í hverfi Arsenal, Isling ton hyllti liðið mikill
mannf jöldi. Þar var tekið konunglega á móti liðinu er það kom með bikarinn.
+ Vesturveldamenn — Hinn nýi utanríkisráðherra Breta Carrington lávarður og
utanríkisráðherra Bandaríkjanna Cyrus Vance, hittast hér í fyrsta skipti eftir
stjórnarskiptin í Bretlandi á dögunum. — Myndin er tekin í brezka
utanríkisráðuneytinu.
+ Bandaríski kvik-
myndaleikarinn
Kirk Douglas er hér
staddur á kvik-
myndahátíðinni í
Cannes á Frakk-
landsströnd. Hann
hefur hengt framan
á sig skilti með heiti
nýrrar kvikmyndar
sem hann á að leika í
„The Finar
Countdown. Myndin
verður tekin um borð
í kjarnorku-flugvéla-
móðurskipinu USS
Nimitz.
Starfandi fram-
leiðslufyrirtæki
Sem vill auka hlutafé sitt óskar eftir hluthöf-
um. Þeir sem áhuga hafa vinsamlegast hringi í
síma 15480 í kvöld og annað kvöld milli kl. 19
og 22.
húsbyggjendur
ylurinn er
Afgreiðum einangrunarplast á
Stór-Reykjavíkursvæðið frá
mánudegi — föstudags.
Afhendum vöruna á byggingarstað,
viðskiptamönnum að kostnaðar
lausu. Hagkvæmt verð og
greiðsluskilmálar
við flestra hæfi.
Borgarplast
Borgarneiil simi93 7370
k»öld 09 hdgam'mi 93-7355
LAWN-BOY
GARÐSLÁTTUVÉLIN
Þaö er leikur einn að
slá með LAWN-BOY
garðsláttuvélinni,
enda hefur allt verið
gert til að auðvelda
þér verkið.
Rafeindakveikja. sem
tryggir örugga gang-
setningu.
Grassafnari, svo ekki
þarf að^raka.
3,5 hö, sjálfsmurð tví-
gengisvél, tryggir lág-
marks viðhald.
Hljóðlát.
Slær út fyrir kanta og
alveg upp að veggjum.
Auðveld hæðarstilling.
Ryðfri.
Fyrirferðalítil, létt og
meðfærileg.
VELDU GARÐSLÁTTUVÉL, SEM GERIR MEIR
EN AÐ DUGA.