Morgunblaðið - 15.06.1979, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.06.1979, Blaðsíða 1
56 SÍÐUR MEÐ 24 SÍÐNA FRJÁLSÍÞRÓTTABLAÐI 132. tbl. 66. árg. FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 1979 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Ný stjómarskrá írans birt í dag Mikil völd forseta umdeild Teheran X4.jún{ AP.Reuter. ÍRANSKA útvarpið sagði frá bví í kvöld að ný stjórnarskrá írans yrði að lfkindum birt á morgun og í kvöld fór forsœtisráðherrann Mehdi Bazargan til Qom að ráðg- ast við Khomeini og ganga frá þeim atriðum, sem óútkljáð eru. íranska blaðið Kayhan birti í dag ítarlega frétt þar sem sagt var frá ýmsum ákvæðum í stjórnarskránni. Þar var sagt að væntanlegur forseti landsins myndi fá í hendur vald til þess að lýsa yfir styrjöld án þess að þurfa að ráðgast við þing landsins. Forseti sé kjörinn í almennum Málaferli vegna mey- dóms Gunnu Chicago lt.júní Reuter. HÖFÐAÐ hefur verið skaðabótamál fyrir hönd teikni- myndapersónunnar Gunnu í Smáfólki vegna þess að auglýs- ingafyrirtæki nokkuð í Chicago hefur birt teikningu af Gunnu í heimildarleysi þar sem hún er látin vera kona ekki einsömul. United Features sem sér um dreifingu á Smáfólkinu krefst þess að í skaðabætur fyrir þetta verði greiddir 50 þúsund dollarar þar sem með þessu sé settur blettur á mannorð Gunnu, sem hafi jafnan verið fyrirmynd ann- arra með skíru og fögru líferni sínu. kosningum til fjögurra ára í senn og honum er heimilt að rjúfa þing einu sinni á kjörtímabilinu. Forsetinn sem verður vitaskuld að vera Múhammeðstrúarmaður verður æðsti yfirmaður heraflans og hann mun skipa forsætisráðherra hverju sinni. Samkvæmt nýju stjórnar- skránni verður þingið nú í einni deild. Vitað er að náinn samstarfsmað- ur Khomeinis og áhrifamestur ayatollah þar í landi, unz Khomeini sneri heim, Kazem Shariatmedari, er mótfallinn því að forseta verði fengin jafn mikil völd í hendur og kveðið er á um í stjórnarskránni. Shariatmedari sagði í viðtali við AP fréttastofuna í morgun að það væri rétt að þeir Khomeini væru ekki einhuga um allt og þar á meðal þetta atriði, en hann kvaðst vonast til að því yrði breytt áður en drögin yrðu lögð fram. í kvöld sagði í fréttastofufregnum að margt benti til þess að Khomeini hefði orðið að gera nokkrar tilslak- anir og hefur talsmaður hans nú tilkynnt að kosningar verði í land- inu þriðju viku júlímánaðar, en um skeið var útlit fyrir að Khomeini væri orðinn algerlega afhuga því að efna til kosninga. Múhammeðski þjóðarflokkurinn hafði ákveðið að efna til aðgerða um Iran þvert og endilangt í dag til þess að láta í ljós stuðning við Shariat- medari en á síðustu stundu tókst að koma á fundi með honum og Khom- eini og var síðan fundahöidum öllum aflýst. Samkvæmt frásögn blaðsins á að ríkja prentfrelsi, trúfrelsi og jafn- rétti í íran og heimilt verður að stofna stjórnmálaflokka, en þó mega þeir því aðeins starfa að þeir byggi á grunni hins islamska lýð- veldis. í kvöld var handtekinn fyrrver- andi stjórnarformaður Omranbank- ans í Teheran en hann var í eigu Pahlavisjóðsins. Sagði í fréttum að hann hefði ætlað að laumast úr landi með leynd í hafnarbænum Bushir. Managua: Hörmulegt ástand Managua 14-júní Reuter SKÆRULIÐAR Sandista bera á brott lík fallins félaga síns en biðstaða var í dag og reyndu skæruliðar að efia götuvirki sin i þeim hverfum Managua, sem eru á þeirra valdi. Stjórnarhermenn hafa rofið nánast allar aðflutningsleiðir til borgarinnar og er óttazt að skortur á nauðsynjum fari mjög fljótlega að gera vart við sig. Margir íbúar fóru í dag um götur borgarinnar og rændu og rupluðu. óstaðfestar fregnir segja að stjórnarhermenn hafi skotið eldflaugum á íbúðahverfi og margir hafi látizt, en mjög erfitt var að sögn Reuters og AP að segja áreiðanlegar fréttir af gangi mála í kvöld. Carter við komuna til Austurrfkis í gærkvöldi. Á myndinni er Kirschlager forseti sem tók á móti honum og Rosalynn Carter og Amy forsetadóttir. Carter við komuna til Vínar: „För mín gerð í þágu friðar ’ ’ Vínarborg 14.júní Reuter.AP. CARTER Bandaríkjaforseti sagði við komuna til Vínarborgar í kvöld, að þessi för hans að hitta Brezhnev forseta Sovétríkjanna, væri gerð í þágu friðar í heiminum. Einnig myndi hún vonandi verða til að auka samskipti og skilning milli þjóðanna tveggja. Carter sagði að undirritun Salt II samningsins myndi vissulega ekki leysa öll ágreiningsmál, en hún myndi draga stórkostlega úr hættunni á kjarnorkustríði. Hann sagði, að þó svo að þeir Brezhnev væru aðeins tveir á þessum fundi, ættu allar þjóðir heims hagsmuna að gæta, því að engin manneskja gæti verið örugg í heimi, þar sem kjarnorkuvopn væru óhamin, og því deildu allar þjóðir með sér þeim áhuga að friður héldist á kjarnorkuöld. Carter sagði að Bandaríkin og Sovétríkin hefðu um langa hríð unnið að því að draga úr æði vígbúnaðarkapphlaupsins og með undirrituninni nú væri enn stigið sögulegt skref í þeirri þróun. Brezhnev forseti Sovétríkjanna kemur til Vínarborgar á morgun og verða meðal annars í föruneyti hans þrettán fulltrúar úr Æðsta- ráði Sovétríkjanna. Þetta verður fyrsti fundur þeirra Carters og Brezhnevs en forystumenn Banda- ríkjanna og Sovétríkjanna hafa ekki hitzt síðan Ford og Brezhnev ræddust við í Vladivostok árið 1974. Fyrsti fundur Carters og Brezhnevs verður á laugardags- morguninn, en síðan ræðast þeir tvívegis við á sunnudag og undir- ritun Salts II, sem er 80 bls. plagg fer svo fram á mánudag. Öryggisvarzlan við komu Cart- ers var mjög stórbrotin og Aust- urríkismenn hafa undirbúið komu þeirra leiðtoganna af kostgæfni og sérþjálfaðar sveitir hafa verið tilkvaddar til að fylgjast með að allt verði í lagi. Sérfræðingar telja ósennilegt að frá öðrum málum verði gengið en SALT II að þessu sinni. Fregnir herma að Brezhnev muni á fyrsta fundi þeirra leggja fram tilboð um að Sovétmenn flytji 60 þúsund hermenn frá Mið -Evrópu gegn því að Bandaríkjamenn fækki í her- afla sínum í Vestur Þýzkalandi um 32 þúsund. Kyrrsetn- ingDC-10 framlengd WaxhinKtvn, X4. júní. Reutcr. ALRÍKISDÓMARI framlengdi í dag kyrrsetningu DC-10 flugvéla, sem eru skrásettar í Bandaríkjun- um/i tíu daga. Urskurður Aubrey Robinsons dómara var aðeins fræðilegur þar sem bandaríska flugmálastjórnin FAA kyrrsetti allar þoturnar á miðvikudaginn um óákveðinn tíma. Bootha hættir við að herða ritskoðun RttfðaborK 14.júnf Reuter. PIETER Bootha, forsætisráðherra Suður Afríku kunngerði í kvöld, að hann hefði ákveðið að varpa að mestu fyrir róða áformum, sem stjórn landsins hafði á prjónunum og ætlað var að herða tökin á blöðunum. Samtímis tilkynnti hann um fyrstu meiriháttar mannabreytingar, sem gerðar hafa verið á ríkisstjórn hans. Þar vekur mesta athygli, að James Kruger, dómsmáiaráðherra hverfur úr því embætti. Ilann hefur verið mjög umdeildur og þótt hörkutól hið mesta. Forsætisráðherrann greindi frá þessu í þingræðu. Hann sagði að ofangreindar ráðstafanir gegn fjölmiðlum hefði átt að leggja fram í formi frumvarps, en nú hefði stjórnin ákveðið að nema á brott ýmsa kafla þess, meðal annars þá sem hefðu gert ráð fyrir að banna allar blaðafregnir af spillingu stjórnvalda og misbeit- ingu valds. Fréttaskýrendur segja að þessi afstaða stjórnarinnar lofi góðu og gefi vísbendingar um að meira raunsæi verði í stjórnarstefnunni en hingað til. Flestir fréttaskýrendur eru á því að þær breytingar sem Bootha hefur nú gert komi ekki beinlínis á óvart, en með því sýni hann viðleitni til að eyða fyrra yfir- bragði stjórnarinnar og setja á hana sitt eigið svipmót. I Amsterdam sagði dr. Eshel Rhoodie sem mjög kom við sögu í uppljóstrun fjármálahneykslis- málanna í Suður Afríku, að það væri fráleitt að telja að forsætis- ráðherrann vissi ekki um ýmislegt sem þar hefði átt sér stað. Rhoodie sagði að Bootha hefði verið varnarmálaráðherra er leidd hefðu verið til lykta að minnsta kosti tvö málanna og óhugsandi að hann hefði ekkert um þau vitað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.