Morgunblaðið - 15.06.1979, Blaðsíða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ1979
Hlynur Sigtryggsson veðurstofustjóri:
Þess ber að geta, að þessi kuldi í
vor var ekki aðeins hérlendis,
heldur um alla Vestur-Evrópu. Á
Bretlandseyjum var t.a.m. svipað
ástand, þó aðeins betra.
— Hver er ástæða þessa að þínu
mati?
„Norðanáttin er ekki eina
ástæðan. Á þessum kortum er ekki
hægt að sjá Norðurheimskauts-
svæðið eða Norður-Síberíu, en mig
grunar að þar hafi einnig verið
óvenju kalt. Hæðin yfir Græn-
landi og lægðirnar gætu fremur
verið afleiðing af kuldanum en
orsök.
Hafísinn hefur ekki verið meiri
nú í vor en oft áður, þegar talsvert
hlýrra hefur verið, þannig að ekki
er hann aðalástæðan.
Sólskinsstundir voru fleiri nú í
maí en oft áður. í Reykjavík
mældust sólskinsstundir 277 eða
92 stundum umfram meðallag og á
Akureyri 192 stundir, sem er 20
stundum fleiri en í meðalmaímán-
uði.
Ekki er gott að segja til um,
hver ástæðan er. Óvenjukalt loft
barst frá Norðurheimskautssvæð-
inu, en ekki er hægt að segja til
um, hvort það er meginástæðan,
nema að vel rannsökuðu máli.“
— Mikið var um vesturfarir
íslendinga fyrir 100 árum. Telur
þú, að verðurfar hafi verið svipað
þá?
„Ekki eru til nákvæmar skýrsl-
ur frá þeim tíma. Þó að veðurmæl-
ingar hafi verið nákvæmar, t.d. á
Teigarhorni og í Stykkishólmi,
vantar víðast upplýsingar um veð-
urfar á Norð-Áusturlandi. Mér
skilst, að mest hafi verið um
flutninga fólks af þeim stöðum á
landinu. Víst er, að mjög kalt vor
var þá síðari hluta vetrar og á
vorin."
— Er hægt að marka einhverja
veðurfarsbreytingu í heiminum —
stefnir e.t.v. inn í kuldaskeið?
„Það hefur verið vinsælt við-
fangsefni veðurfræðinga í marga
áratugi og mikilvægt rannsóknar-
efni að geta sér til um slíkt. Engin
niðurstaða hefur þó fengist. Fyrir
mörgum árum héldu veðurfræð-
ingar að það stefndi í kuldaskeið,
síðar komst í tízku að halda því
gagnstæða fram. En við skulum
vona að hvorugt rætist."
— Því hefur verið haldið fram,
að tæknivæðing mannsins geti
haft áhrif á þróun veðurfars — er
eitthvað til í því?
„Það er rétt. Talið er, að kol-
sýrumagnið í loftinu hafi aukist
vegna aukinnar brennslu kola og
olíu og er líklegt að svo sé. Einnig
er víst, að aukin kolsýra í loftinu
eykur lofthitann að öðru jöfnu. En
það geta verið aðrar ástæður, t.d.
getur náttúran einnig skapað
sömu skilyrði."
— Viltu spá einhverju um veðr-
ið í sumar? Hvenær og hvar vildir
þú vera í sumarfríinu þínu, ef þú
hygðist verja því innanlands?
„Ég treysti mér aldrei til að spá
neinu um veðurfar á sumrin. Það
er þó alltaf víst, að .hitasveiflur
milli ára eru ætíð mestar síðari
hluta vetrar og á vorin, en haustin
yfirleitt mun jafnari.
Síðari hluti spurningarinnar er
erfiðari. Það færi eftir aðstæðum.
Ef ég sæktist eftir góðu veðri í
sumarfríinu, þá veldi ég líklega
júnímánuð og dveldi á Norður-
landi, eins hefur maímánuður
yfirleitt verið góður fyrir norðan."
Hlynur sagði að lokum: „Það er
bersýnilegt, að þrátt fyrir alla
tæknivæðingu mannkynsins virð-
ist svo sem aðrar ástæður valdi
því að efnahagur og afkoma þjóða
er mjög háð veðurfari. Þess vegna
virðist nauðsynlegt að veita veður-
farsbreytingum jafnmikla athygli
nú sem fyrr.“
Fyrri tíma fatnaður
Kjólar, dragtir, blússur, hattar.
Úlpur — frakkar — barnaföt.
Gjafavörur — Keramik — Grafik — o.fl.
ofÍMn
Hafnarstræti 16 UPPI S: 19260.
Mafmánuður var óvenjukaldur
um land allt og sá langkaldasti
síðan mælingar hófust hér á
landi fyrir meira en 100 árum.
Mbl. leitaði til Hlyns Sigtryggs-
sonar veðurstofustjóra eftir upp-
lýsingum af þessu tilefni.
„Reykjavík: Suðvestan tveir,
súld, skyggni tveir kílómetrar,
hiti 7 stig,“ tilkynnti þulur Veð-
urstofunnar í útvarpið um veðrið
þennan morgun, er við renndum í
hiað Veðurstofunnar í Öskjuhlíð.
Hlynur sat við skrifborð sitt
með stafla af veðurkortum fyrir
framan sig og blaðaði í. Hann
sagði þetta afrakstur maímánað-
ar, eitt kort væri framleitt á
þriggja klukkustunda fresti all-
an sólarhringinn.
— Hver er útkoman?
„Maímánuður var vissulega
kaldasti maímánuður í 100 ár.
Munurinn á þessum maímánuði og
þeim kaldasta hingað til er milli
hálf gráða og tvær á þeim stöðum,
sem reiknaðar hafa verið út.
Meðalhiti í Reykjavík var núna
2.3 gráður og er það rúmri 4 og
hálfri gráðu kaldara en í meðalári.
Kaldasti maímánuður til þessa
var 1888, en þá var meðalhitinn
3.3 gráður og 1914 og 1949 fylgja
svo á eftir, en í þeim báðum var
hitinn 3.6 gráður.
Vorið í heild, þ.e. apríl og maí,
er með þeim köldustu, sem hafa
komið á því tímabili. I Reykjavík
var vorið 1949 þó kaldara, þá var
meðalhitinn 1.8 gráður en 2.2
gráður nú.
Aðaleinkennið á þessum veður-
kortum er hæð yfir Grænlandi og
lægðarsvæði, sem er fyrir austan
landið til að byrja með, og annað
lægðarsvæði fyrir sunnan landið
síðari hluta mánaðarins. Það veld-
ur oftast nær norðlægri átt — hún
er alltaf köld, en þó óvanalega
köld að þessu sinni.
6.114
„Ef ég sæktist eftir góðu veðri í
sumarfrfinu þá veldi ég Jfklega
júnímánuð og dveldi á Norður-
landi. “ Ljósm. Mbl. Emilía.
„Kaldasti maímánuður
í ÍOO ár — ekki gott að
segja til um ástæðuna”