Morgunblaðið - 15.06.1979, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.06.1979, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ1979 Skagfirzka Söngsveitin heldur tónleika í Austurbæjarbíól laugardaginn 16. júní kl. 15. Einsöngvarar: Margrét Matthíasdóttir, Guörún Snæbjarnardóttlr, Sverrir Guömundsson og Bjarni Guðjónsson. Guörún Kristinsdóttir og Ólafur Vlgnir Albertsson lelka meö é píanó. Söngstjóri: Snæbjörg Snæbjarnardóttlr. Aögöngumiöar viö innganglnn. Skagfirzka Söngsveltin. óskar eftir blaðburðarfólki VESTURBÆR: Tjöld tjaldhimnar 5 m. tjöld kr. 52.250.- 3 m. tjöld kr. 37.700.- Hústjöld frá kr. 51.900- Tjaldhimnar á flestar geröir tjalda Tjalddýnur kr. 6.500.- Sóltjöld frá kr. 6.800- Mikið úrval sólbekkja og sólstóla frá kr. 3.800. Ódýrir bakpokar. Margar gerðir. Póstsendum e^lager^- símar 13320 og 14093. Gylfi Þ. Gíslason: Svar til Hannesar Hólm- steins Gissnrarsonar Á síðast liðnum vetri bað formaður Vöku, félags lýðræð- issinnaðra stúdenta, mig um að koma á fund hjá félaginu og ræða um jafnaðarstefnuna. Fundurinn varð skemmtilegur og umræður fjörugar. Hannes Hólmsteinn Gissurarson var á fundinum og tók mikinn þátt í umræðunum. Á fundinum fjallaði ég sér- staklega um þau sjónarmið jafn- aðarmanna, sem lúta að verndun mannréttinda og nauðsyn mark- aðsviðskipta að vissu marki, um það, hvernig tryggja megi skyn- samlegt jafnvægi milli jafnað- arsjónarmiðsins og hagkvæmn- issjónarmiðsins í blönduðu hag- kerfi. Vitnaði ég í þessu sam- bandi til þess kafla í bók minni um jafnaðarstefnuna, sem ber heitið „Mannréttindi og mark- aðsviðskipti". Jafnframt sagði ég frá tiltölulega nýrri bók eftir einn „Equality and Efficiency. The Big Trade-Off“. í henni væri einmitt lýst sams konar sjón- armiðum og nútíma jafnaðar- menn aðhylltust yfirleitt í þess- um efnum, þótt Ókun væri ekki jafnaðarmaður. Kvaðst ég hafa stuðst við þessa bók, er ég samdi nefndan kafla í bók minni. Ekki kom það fram á fundin- um, að nokkur fundarmanna kannaðist við þessa bók Okuns. í grein, sem Hannes Hólmsteinn Gissurarson ritar í Morgunblað- ið í gær, kemur hins vegar fram, að hann hefur nýlega aflað sér bókarinnar. Ber hann saman nokkur atriði úr henni og nokkur atriði úr fyrr nefndum kafla bókar minnar. Eins og við var að búast, sýnir hann fram á, að um sömu sjónarmið er að ýmsu leyti að ræða. í nokkrum tilvikum, þar sem mér fannst orðalag Okuns sérstaklega hnitmiðað, notaði ég það í frásögn minni af þessum sjónarmiðum. Auðvitað er það rétt hjá Hannesi, að það hefði átt að koma fram í bók minni, að í þessum kafla væri að hluta til stuðzt við lýsingu Ok- uns á þeim atriðum, sem um er fjallað. Mér sjálfum og boðskap bókarinnar hefði verið að því stuðningur, að geta vitnað til þess, að sjónarmið jafnaðar- manna um mikilvæg grundvall- aratriði væru einnig sjónarmið eins kunnasta hagfræðings, sem nú er uppi, þótt ekki sé hann jafnaðarmaður. Á þetta hafði ég einmitt lagt áherzlu á Vökufund- inum, og raunar fleiri fundum, Gylfi Þ. Gfslason þar sem bók mín hefur verið til umræðu. Skýring þess, að Okuns er ekki getið í bókinni, er ekki flókin. í sjálfum texta hennar er vitnað til fjölmargra höfunda, en ein- göngu, þegar verið er að fjalla um þá sem höfunda nýrra kenn- inga. Þannig er t.d. vitnað til Adams Smith, Karls Marx, Keynes, Hayeks og Galbraiths. Með hliðstæðum hætti hefði ekki átt við að vitna til Okuns í texta kaflans um „Mannréttindi og markaðsviðskipti". Hann er ekki höfundur þeirrar grundvallar- kenninga, sem þar er lýst. Um þau atriði, sem þessi kafli fjallar og hann fjallar m.a. líka um í bók sinni, hefur verið rætt í fjölda vísindarita, kennslubóka og alþýðlegra fræðirita, þótt skoðanir hafi auðvitað verið nokkuð skiptar í rás tímans. Hins vegar fannst mér lýsing Okuns á kjarna þess máls, sem um er að ræða, vera svo skýr og í svo nánu samræmi við skoðanir fjölmargra jafnaðarmanna í hópi hagfræðinga, að ég kaus að taka mér frásögn hans til fyrir- myndar. Ég endurtek, að auðvit- að átti ég að láta það koma fram í bókinni. Eðlilegast hefði verið að gera það í heimildaskrá, eða í formála eða eftirmála. En því miður gaf ég mér ekki tíma til að semja heimildaskrá, og skrifaði ekki einu sinni formála eða eftirmála. Ef ég hefði samið heimildaskrá og annað hvort formála eða eftirmála, og ekki látið Okuns getið, hefði það verið mjög vítavert. Ef ég hefði ætlað að halda því leyndu, að ég hefði í nokkrum atriðum stuðzt við bók Okuns við samningu fyrrnefnds kafla, hefði ég varla farið að segja frá bók hans á Vöku- fundinum eða annars staðar. Engum þykir það miður en mér sjálfum, að það skuli ekki koma fram í bók minni, að nokkrar þeirra grundvallarskoð- ana, sem lýst er í kaflanum „Mannréttindi og markaðsvið- skipti" (og ég hef auðvitað hvergi gefið í skyn, að ég væri höfundur að), en flestir hagfræð- ingar meðal jafnaðarmanna að- hyllast nú, séu einnig skoðanir Arthurs Okin. Það hefði verið boðskap bókarinnar til ótvíræðs stuðnings, ef það hefði komið skýrt fram í heimildaskrá. En nú get ég ekki annað en verið þakklátur Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni fyrir að hafa vakið athygli á þessu og jafnframt veitt mér tækifæri til að játa þá vanrækslusynd, að hafa látið undir höfuð leggjast að semja slíka heimildaskrá. Indriði G. Þorsteinsson: Hef aldrei átt þátt í ákvarðanatöku um upp- lestur á sögu í útvarp MORGUNBLAÐINU hef- ur borizt yfirlýsing frá Indriða G. Þorsteinssyni í tilefni fréttar í blaðinu í gær varðandi lestur sög- unar Þjófur í Paradís. Var þar m.a. haft eftir Ólafi R. Einarssyni formanni út- varpsráðs að það væri eindregin ósk höfundar að sagan yrði lesin í útvarp eftir að lögbanni var hrundið. Fer yfirlýsing Indriða hér á eftir: Snemma árs 1975 hafði dagskrármaður ríkisút- varpsins samband við mig undirritaðan og óskaði eftir því að ég læsi upp skáldsöguna Þjófur í Paradís í útvarp. Varð ég Indríði G. Þoreteinsson. við þeirri beiðni og las alla söguna inn á segul- band skömmu síðar svo útvarpið gæti án hindrun- ar flutt lesturinn þegar því sýndist. Nú, fjórum árum síðar, er að heyra á formanni útvarpsráðs að það sé fyrir ágengni af minni hálfu, að ekki verði undan því vikizt að sagan verði lesin í útvarp. Ég vil mótmæla þessu sem ósannindum vegna þess að ég hef aldrei átt þátt í neinni ákvarðanatöku um upplestur á sögu í útvarp nema þann að gefa jáyrði mitt við ósk um upplestur. Nú að Hæstaréttardómi gengnum þykir mér skrít- ið þegar formaður út- varpsráðs ber við ágengni minni um upplesturinn en við hann hefi ég ekki talað um þetta mál og engan útvarpsráðsmann enda fer víst bezt á því að þeir herrar klúðri þessu máli eftir beztu getu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.