Morgunblaðið - 15.06.1979, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 1979
31
Leiknir
slóút
Selfoss!
FRÁ FÁEINUM úrslitum í 2.
umferð bikarkeppni KSÍ var
greint í blaðinu í gær. Skal hér
greint frá þeim úrslitum sem
vantaði. Úrslit leikja, önnur en
áður var getið, urðu sem hér
segir:
Hekla—Grótta 1—7
Fylkir—Grindavík 2—1
Leiknir—Selfoss 1—0
KS—Árroðinn 2—1
Súlan—Þróttur Nk 0—1
Einherji—Austri fr.
Mest kemur á óvart sigur Leikn-
is úr 3. deild gegn Selfyssingum
sem leika í 2. deild og eru meðal
sterkari liða þar. Sigurmarkið
skoraði Þorsteinn Ögmundsson í
framlengingu. Þá er einnig eftir-
tektarverður stórsigur Gróttu
gegn Heklu á Helluvellinum. Þar
skoraði Árni Guðmundsson
þrennu, en sex mörk skoruðu
Gróttumenn með skömmu milli-
bili í síðari hálfleik og átti Hekla
sér lítillar viðreisnar von eftir
atgang þann. _ gg
Vógu
dómara
DÓMARI nokkur í Perú lét lífið á
knattspyrnuvelli fyrir skömmu.
Hlaut hann bylmingshögg á höf-
uðið, er fjöldi leikmanna sótti að
honum. Þessa dagana fer lögregl-
an gaumgæfilega yfir sjónvarps-
upptöku af atburðinum, en erfitt
er að sjá nokkuð nákvæmlega. Og
leikmennirnir sem í hlut áttu eru
þöglir eins og gröfin.
Ljósm. Emiiía.
• Hlaupakeflið Halldórs Sigurös-
sonar. Hér hefur höndunum ekki
verið kastað til.
Ólánið eltir Sigurjón
Sigurjón R. Gíslason.
KYLFINGURINN Sigurjón R.
Gíslason, sem valinn var til æfinga
með landsliðshópnum í golfi um
helgina, hefur nú orðið að draga
sig úr hópnum vegna meiðsla.
Hann mun hafa rekið sig harka-
lega utan í þegar hann keppti á
Faxakeppninni í Vestmannaeyjum
um daginn. Hann hafði af því
nokkrar þrautir, en hélt þær
myndu hverfa. Svo fór þó eigi og
kom í ljós við rannsókn, að kapp-
inn var rifbeinsbrotinn.
Það hlýtur að vera sárt fyrir
Sigurjón að verða að sjá af lands-
liðssætinu í golfi, ekki síst vegna
þess að hann var einnig fyrir
nokkrum árum kominn með annan
fótinn í landsliðin í handknattleik
og í knattspyrnu. Af ýmsum
ástæðum varð hann einnig að
draga sig út úr því. Og nú þetta ...
Ægir með forystu
ÍSLANDSMÓTIÐ í sundknattleik
er nú langt komið, því miður án
þess að fréttamenn þessa fjölmiðils
hafi haft hugmynd um að það væri
hafið. Aðeins tveim leikjum er enn
ólokið, leik KR og Ármanns og KR
gegn Ægi. Það eru sem fyrr aðeins
3 lið í keppninni og því lýkur móti
þcssu næstum um leið og það hefst.
Síðasti leikur var viðureign Ar-
manns og Ægis og lauk þeim leik
með jafntefli, 8—8, eftir fjörugan
leik.
Staðan í Islandsmótinu er nú
þessi: Ægir hefur 4 stig, KR og
Ármann bæði tvö stig.
wmmmmmmmmmmmmmmmmimmmmmmmmmmmmmmmmmimmmi
Borgarstjórinn dreg-
ur fram gaddaskóna
HIÐ MARGUMTALAÐA Landshlaup FRÍ hefst á
sunnudaginn 17. júní með setningarathöfn á
Laugardalsvelli klukkan 13.50. örn Eiðsson for-
maður FRÍ flytur þá ávarp, afhendir síðan forseta
ÍSÍ Gísla Halldórssyni hlaupakeflið og Gísli heldur
Úlfar Þórðarson formaður
íþróttabandalags Reykjavíkur
tekur þar við gripnum, hleypur
næstu 200 metra, þá sína 200
metra Eiríkur Tómasson, formað-
ur íþróttaráðs Reykjavíkur og
loks aðra 200 metra Rúnar
Bjarnason, slökkviliðsstjóri í
Reykjavík. Hér er ekki ætlunin að
nafngreina alla hlauparana, enda
3000 talsins. Þegar áðurnefndir
kappar hafa lokið sprettum sín-
um, taka Héraðssamböndin við og
öll eru þau með í leiknum, meira
að segja Vestmannaeyingar senda
tvo hlaupagikki upp á fastalandið.
Vert er að geta þáttar Sigurðar
Helgasonar framkvæmdastjóra
hlaupsins. Hann hefur unnið frá-
bært undirbúnings- og skipulagn-
ingarstarf. Keflið sem hlaupar-
arnir hlaupa með, er vandaður
gripur svo sem sjá má af með-
fylgjandi mynd. Keflið hannaði og
aðra ræðu. Þegar Gisli hefur lokið máli sínu,
afhendir hann borgarstjóra Reykjavíkur keflið, en
í stað þess að halda þriðju ræðuna, hleypur Egill
Skúli fyrsta sprettinn, 200 metra.
skar út Halldór Sigurðsson hag-
leiksmaður og tréskurðarmeistari
á Egilsstöðum.
Mikil viðhöfn verður í kringum
hlaup þetta víðast hvar. Lúðra-
sveitir þeyta, karlakórar syngja og
á einum stað verður meira að
segja flutt drápa. Gildir einu
hvort hlaupararnir verða á ferð-
inni um dag eða að næturþeli.
Áætlað er síðan að þessu lengsta
boðhlaupi heimsins ljúki klukkan
8.20 á Laugardalsvelli þriðjudag-
inn 26. júní. — gg.
Firmakeppni
2. FLOKKUR Vals efnir til
firmakeppni í knattspyrnu dag-
ana 7.-8. júlí. Þátttökugjald er
30.000 krónur og ber að tilkynna
þátttöku í síma 11134 eftir
klukkan 17.00.
Leikreglur: Leiktími er 2x15
mín. með 5 mín. í leikhlé. 4 lið
leika saman í riðli og leika allir
við alla. Sigurvegararnir í riðla-
keppninni leika síðan til úrslita,
og er leikið með útsláttarfyrir-
komulagi, þ.e. það lið, sem tapar
leik, er úr. 7 leikmenn leika í
hverju liði og eru ótakmarkaðar
innáskiptingar. Engin rangstaða
er dæmd, að öðru leyti gilda
almennar knattspyrnureglur.
Verði jafntefli í leik, skulu úrslit
fengin með vítaspyrnukeppni og
tekur hvert lið 3 spyrnur. Sé þá
ennþá jafnt er tekin 1 spyrna á lið,
þar til öðrum hvorum hefur mis-
tekist.
... en t>ú
þarft ekki aö vera
„halló“ á 17. júní ef pú
klæöist fötum frá okkur.