Morgunblaðið - 15.06.1979, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 15.06.1979, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ1979 17 Þröstur Sigtryggsson skipherra: Ef til eru lög í landi þá gilda þau líka á sió „Málið hcfur verið tekið upp og það er varðskip á leiðinni á þessar slóðir,“ sagði Þröstur Sig- tryggsson, er Mbl. spurði um viðbrögð við beiðni Þórðar Ey- þórssonar skipstjóra á Hval 8 um að varðskip kæmi og stuggaði við Greenpeace-mönnum. Spurningu um það, hvaða aðgerðir varðskip- ið myndi grípa til svaraði Þröst- ur, að Landhelgisgæzlan hefði ekki fengið nein fyrirmæli um aðgerðir. „Við höfum stuðning í efnahagslögsögunni. Það ríkir íslenzkur fullveldisréttur á þessu 200 mflna hafsvæði. Ef til eru Iög í landi um aðgerðir gegn mönn- um, sem hindra aðra í einhverju löglegu starfi, þá gilda þau lög lfka á hafinu.“ Varðandi siglingalög sagði Þröstur að skip, sem ekki er að veiðum, ætti að víkja fyrir öðru, sem er að veiðum og að taka yrði tillit til veiðarfæra, sem eru úti, varðandi siglingu við skip að veiðum. Spurningunni um það, hvort brot væri að sigla þétt framan við annað skip, sagði Þröstur vandsvarað. „Meðan ekki verður árekstur er erfitt að gefa sér einhverjar forsendur," sagði hann. „Enda sýnist mér þarna ekki um það að ræða, að sigling sé hindruð, heldur hitt, að menn eru hindraðir við löglegar veiðar. Og þá er spurningin: Hvað segja lögin um það?“ Skömmu eftir að blaðamenn Morgunblaðsins flugu fyrst yfir Hval 8 um klukkan 20 í gærkvöldi (efri myndin) sneru Greenpeace- mennirnir á hraðbátnum aftur til togarans Rainbow Warrior, (myndin til vinstri) sem síðan hætti landsiglingu og lét reka. Ljósm. Mbl. Emilía. Greenpeace-menn: Forst jóri H vals í skey ti til Greenpeace: Öll truf lun á veiðum skipa Hvals er ólögleg” „Höfum rétt til að vernda flökkuspendýr” KRISTJÁN Loftsson forstjóri Hvals hf., sendi í gær skeyti til yfirmanna Rainbow Warrior, skips Greenpeace-samtakanna, þar sem það var að trufla veiðar Hvals 8. í skeyti sínu vekur Kristján athygli á þeirri staðreynd að aðgerðir Greenpeace-samtakanna f íslenzkri lögsögu hafi í för með sér ólöglega truflun fyrir skip Hvals hf. Með reglugerð númer 299 frá 15. júlí 1975 hafi fiskveiðilögsaga íslands verið færð út í 200 sjómílur og íslenzkum skipum verið tryggö sérréttindi til veiða innan lögsögunnar. Þetta sé einnig skýrt tekið fram í sérstökum lögum nr. 51 frá 1. júní 1979 um landhelgi, efnahagslögsögu og landgrunn. Með tilvísun bæði til alþjóðlegra og íslenzkra laga sé sigling erlendra skipa um íslenzk hafsvæði heimil svo fremi sem þau virði íslenzk lög og reglur og forðist alla ágengni við íslenzk skip sem séu á löglegum veiðum í íslenzkri fiskveiðilögsögu. Þá vekur Kristján á því athygli að öll truflun á veiðum skipa Hvals hf. sé ólögleg. Allir þeir sem undirbúa og framkvæmi slíkt verði sóttir til saka og skaðabóta krafist. Eigi þetta á sama hátt við eiganda og skipstjóra Rainbow Warrior. Verði skipinu haldið til tryggingar greiðslum fyrir skemmdir, sem kunni að verða unnar á skipum Hvals hf. af þeim, sem eru í einhverjum tengslum við ofangreint skip. Jafnframt lýsir Kristján allri ábyrgð á hendur Green- peace-mönnum vegna meiðsla, sem kunni að verða á mönnum, á meðan Rainbow Warrior truflar hvalveið- ar íslenzku bátanna. ÁHÖFN Rainbow Warrior svaraði skeyti Kristjáns Loftssonar á eftirfarandi hátt: „I dag hótaði Kristján Loftsson að kæra okkur á grundvelli fiskveiðilaganna, ef við hindruðum skip hans í hvaladrápi. Við virðum af einlægni baráttu íslendinga á liðnum árum fyrir því að vernda fiskveiðar sínar, en hvalur er flökkuspendýr, ekki fiskur. Við í Greenpeace-samtök- unum teljum okkur hafa rétt til þess að vernda flökku- spendýr. í dag urðum við vitni að viðbjóðslegu drápi á hval, og þurfti Hvalur VIII að nota til þess þrjá skutla og það tók 16 mínútur að drepa þennan eina hval skipsins á tveimur dögum. Þar sem talað er um lög, má geta þess að þetta ofbýð- ur öllu mannlegu eðli. Áhöfn Rainbow Warrior.“ 15hvalir veiddir 15 hvalir höfðu veiðst þeg- ar Mbl. hafði tal af Kristj- áni Loftssyni forstjóra Hvals í gærkvöldi, 14 langreiðar og einn búr- hvalur. Blaðamenn Morgunblaðsins flugu einnig í gærkvöldi yfir Hvai 6 og Hval 9 og voru báðir með tvo hvali á síðunni, Hvalur 6 á bakborðshlið og Ilvalur 9 við stjórnborðshlið. Skammt frá Hval 9 sáu blaðamenn Morgunblaðsins, hvar hvalur fór, en vegna aðstæðna í hvalstöðinni koma skipin nú aðeins með tvo hvali hvert í einu, þannig að ekki varð af því að Hvalur 9 léti til skarar skríða. Hins vegar var Hvalur 8 bara með einn hval og Greenpeacemenn hættir eftirförinni, sem þeir hafa sennilegast haldið uppi til að koma í veg fyrir að Hvalur 8 fengi annan hval á heimleiðinni. Ljósm. Mbl. Emilía.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.