Morgunblaðið - 15.06.1979, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ1979
15
ÞegarHitler
fór ad titra...
Minnesota, 14. ]ún(. AP.
SÁLFRÆÐINGUR við háskólann í
Minnesota, dr. Leonard Hcston,
segir að stórir og daglcgir skammt-
ar af amfetamíni hafi valdið því að
Adolf Ilitler hafi ekki verið í
andlcgu jafnvægi og amfetamfnið
kunni að hafa stytt síðari heims-
styrjöldina.
Dr. Heston hefur rannsakað þetta
síðan 1972 og komizt að þeirri
niðurstöðu að vinstri handleggur
Hitlers hafi farið að titra skömmu
eftir að Bandaríkin fóru í stríðið. Á
næstu mánuðum og árum breiddist
skjálftinn út til allra útlima, segir
Heston, og Hitler fór að sjúga í sér
puttana.
Bjartsýni og svartsýni skiptust á
hjá Hitler í stríðinu. Sýfilis,
Parkinsonsveiki, geðklofi, og fleiri
ástæður hafa verið nefndar til skýr-
ingar á þessu.
Veður
víða um heim
Akureyri
Amsterdam
Apena
Barcelona
Berltn
BrUasel
Chicago
Denpasar
Heisinki
Hong Kong
Jerúsalem
Jóhannesarb.
5 akýjað
16 rigning
34 sól
18 alskýjað
16 skýjað
20 skýjað
22 bjart
32 bjart
15 skýjað
27 bjart
28 bjart
10 bjart
Kaupmannah.
Las Palmas
Lissabon
London
Los Angeles
Madrid
Majorka
Malaga
Miami
Montreal
Moskva
Nýja Delhi
New York
Osló
París
Rio de Janeiro
Reykjavík
Rómarborg
San Francisco
Stokkhólmur
Sydney
Teheran
Tel Aviv
Tókíó
Vancouver
Vínarborg
17 úrkoma
22 skýjað
23 bjart
18 skýjað
33 bjart
29 skýjað
25 skýjaö
30 lóttskýjað
28 skýjað
19 bjart
23 bjart
31 skýjaö
23 bjart
19 skýjaö
19 skýjað
32 skýjað
7 skýjað
29 skýjað
16 bjart
21 skýjað
25 bjart
33 bjart
28 bjart
33 Skýjað
18 skýjaö
23 rigning
Þetta gerðist
15. jiíní
1977 — Fyrstu frjálsu þingkosning-
arnar á Spáni í 41 ár.
1972 — Hlé gert á loftárásum á
Hanoi meðan Podgorny forseti er í
heimsókn.
1965 — Rússar sýna farþegaflugvél,
sem þeir segja þá stærstu í heimi og
tekur 700 farþega, á flugsýningu í
Frakklandi.
1950 — Vestur-Þjóðverjar fá aðild
áð Evrópuráðinu.
1934 — Fundur Hitlers og Musso-
Iinis í Feneyjum.
1923 — Búlgarski bændaleiðtoginn
Stambolisky myrtur.
1919 — Alcock og Brown koma úr
fyrstu flugferð yfir Atlantshaf án
viðkomu.
1862 — Tyrknesk stórskotaárás á
Belgrad eftir uppreisn Serba þar.
1858 — Fjöldamorð á kristnum
mönnum í Jedda.
1775 — George Washington skipað-
ur yfirhershöfðingi.
1752 — Benjamín Franklin sýnir
samband eldinga og rafmagns með
flugdreka í roki í Fíladelfíu.
1744 — Hnattsiglingu Ansons flota-
foringja lýkur.
1584 — Hinrik af Navarre verður
ríkisarfi við lát Francois hertoga af
Anjou, en kaþólskir sameinast í
bandalag gegn Hinriki undir forystu
hertogans af Guise.
1567 — Jarlinn af Bothwell flýr til
Noregs eftir ósigurinn á Carberry-
hæð, en María Skotadrottning er
tekin til fanga.
1520 — Leó páfi bannfærir Martein
Lúther.
1215 — Jóhann konungur landlausi
undirritar Frelsisskrána miklu,
Magna Carta, í Runnymede, Eng-
landi.
Afmæli. Játvarður, Svarti prinsinn
(1330—1376) — Thomas Randolph,
enskt skáld (1605—1635) — Edvard
Grieg, norskt tónskáld (1843—1907).
Andlát. Friðrik III Þýzkalandskeis-
ari 1888.
Innlent. Samningar um framkvæmd
hitaveitu undirritaðir 1939 — Vígð
kirkja í Skálholti 1155 — Síðasta
landskjör 1930 — Tilkynnt að
Sigurður Jónasson hafi gefið þjóð-
inni Bessastaði 1941 — Byggðasafnið
í Glaumbæ opnað 1952 — Tveggja
mánaða stórhríðabálki lýkur 1882.
Orð dagsins. Stríð er smitun. —
Franklin D. Roosevelt, bandarískur
forseti (1882-1945).
Friðrik Ólafsson
kvaddur fyrir rétt?
Amsterdam. 14. júní. AP.
EFTIRMÁLI heimsmeistaraein-
vígis Anatoly Karpovs og Viktors
Korchnois 1978 virðist ætla að
gcta orðið næstum því eins langur
og einvígið sjálft.
Undirdómstóll skipaður þremur
dómurum í Amsterdam úrskurðaði
í dag að hann mundi tilkynna 5.
september hvort hann tæki fyrir
málshöfðun Korchnois á hendur
Alþjóðaskáksambandinu Fide og
Karpov.
Sami dómstóll neitaði 7. marz sl.
að taka að sér málið þar sem
hvorki Karpov heimsmeistari né
fulltrúar Fide hefðu mætt fyrir
rétti.
Korchnoi vill að 32. skákin sem
tryggði Karpov sigurinn verði tefld
aftur, þar sem fulltrúi í sovézku
sendinefndinni hafi dáleitt sig.
Hvorki Karpov né Friðrik Olafs-
son forseti Fide mættu í réttinum.
I fylgd með Korchnoi voru
svissneskur lögfræðingur hans,
lögfræðilegur ráðunautur og ritari.
Hollenzki lögfræðingurinn Jan
Voute flutti mál Korchnois og
lögmaður Fide var The van Raalte.
Van Raalte sagði að Fide hefði
enga lögsögu í málinu þar sem
reglur sambandsins tryggðu
heiðarlega taflmennsku og keppn-
isstjórn á alþjóðlegum skákmót-
um. Auk þess væri ekki hægt að
stefna Fide fyrir rétt þar sem
sambandið væri ekki stofnun laga-
lega séð samkvæmt hollenzkum
lögum.
Voute lögfræðingur Korchnois
sagði að krefjast ætti þess að
Friðrik Ólafsson eða opinber full-
trúi Fide mætti fyrir rétti. Hann
viðurkenndi að sovézka skáksam-
bandið Iegðist gegn því að Karpov
mætti 'eða fulltrúi hans á þeirri
forsendu að hollenzkir dómstólar
hefðu engan rétt til þess að skipta
sér af starfsemi alþjóðlegra
íþróttasamtaka.
Karl Imhoff dómsforseti sagði
að dómstóllinn mundi úrskurða í
september hvort málið skyldi tekið
fyrir og hvort Friðrik Ólafsson
skyldi kallaður fyrir.
Lækka fargjöld á Evrópuleiðum
Brlissel, 14. júní. Reuter.
FLUGFARGJÖLD í Evrópu kunna að lækka, ef tillögur sem
Efnahagsbandalagið kunngerði í dag verða samþykktar, og ferðalög
með flugvélum auðveldari.
Meðal annars er lagt til við
ráðherranefnd bandalagsins að
tekin verði upp þriðja farrýmis
fargjöld, svokölluð grunnfargjöld
sem bæta má ofan á aukagjaldi
fyrir pantanir og aðra þjónustu,
að lækkuð fargjöld fáist fyrir
ákveðinn fjölda sæta á viku og að
tekin verði upp hringferðarfar-
gjöld svo að ódýrara verði að
ferðast milli tveggja eða fleiri
staða.
Einnig er gert ráð fyrir því að
flugfélög geti hafið flug á nýjum
leiðum án þess að landið sem
flogið er til geti staðið í vegi fyrir
því.
Stjórnarnefnd bandalagsins
segist ætla að fara fram á nýtt
umboð til að rannsaka verðlags-
stefnu flugfélaga þannig að hægt
verði að ákveða sektir ef brotið er
gegn fríverzlunarreglum banda-
lagsins.