Morgunblaðið - 15.06.1979, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 15.06.1979, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ1979 19 Páll Geir Þorbergsson Eftirmáli við eftirmœU Fréttin um hægt andlát Páls barst mér af vörum konu hans Önnu í kirkju hjá syni þeirra, séra Árna, þar sem fjölskyldan sótti styrk og andlega hressingu gagn- vart þeirri áraun, sem ástvina- missir ætíð er. Voru þessar kring- umstæður einkennandi fyrir líf þessarar ágætu fjölskyidu. Mér var af ýmsum ástæðum að síðbún- aði að mæla eftir Pál, meðal annars af skyldum hestamannsins við ferfætta vini sína, sem Páll mundi manna best skilja. Enda þótt hinir mætustu menn og vinir mínir hafi þegar mælt með ágæt- um eftir Pál, hrannast svo margt upp úr sjóði minninganna, von- andi fyrirgefst mér að bæta nokkrum eftirmála þar við. Þegar maður hefur lifað langa og farsæla ævi, svo sem Páli auðnaðist, er fráfall hans ekki harmaefni heldur ljúfsár kveðju- stund og um leið tilefni til að vinna opnum augum úr þeim merka efnivið, sem lífsbraut mannsins hefur verið og skaphöfn hans öll, hvernig hann tók eggjun og erfiðleikum og brást við í blíðu og stríðu. Ráðandi þættir í upplagi Páls voru kjarkur og kraftur í ætt við Bjart í Sumarhúsum, ásamt fjörlegri og nokkuð kaldhamraðri kímni, sem ætíð var með í för og létti lausn alls vanda. Viðhorf Páls til mannlífs og þjóðmála höfðuðu til festu og stöðugleika og mátti hann teljast praktiskur íhaldsmaður að eðlisfari. En hon- um var jafn sýnt um framfarir, einkum í verklegum efnum og aðbúnaði fólks, og var ómyrkur í máli um hvers konar afturúr- kreisting og molbúahátt. í öllu þessu birtist rík hneigð til þess að búa sem best í haginn fyrir eftir- komendur, og gagnvart börnum og ungviði komu best fram hinir blíðu eðlisþættir, sem hann flíkaði annars lítt. Fjarri var honum allt pjatt og fölsk fremd, enda mat hann meira trausta verkmenn en orðagjálfursmenn á opinberum vettvangi. Sem verkstjóri mátti hann glöggt vita hvað dugði. Fyrir 37 árum stöðvaðist rútan við litla melflöt hjá Rauðkolls- stöðum á Snæfellsnesi, og út í bjartan vordaginn skoppaði ungur hnokki með föla og nokkuð upp- hafna KFUM ásjónu og að því er virtist meðfæddan vandlætinga- svip, en þó eilítið ertinn undir niðri, en það er fósturstig mikillar kímnigáfu hjá strákum. Þar var þá kominn Árni Pálsson, dóttur- sonur þjóðsagnaklerksins nafna síns Þórarinssonar, að taka þátt í striti vegavinnumanna þar um slóðir á þessu blessaða sumri tveggja kosninga með sálmabók- um og síldarmjöli að sögn. Grun- aði þá fáa, að þar væri á ferð væntanlegur sálnahirðir byggðar- lagsins og sjaldgæflega hluttekn- ingarsamur sálusorgari í blíðu og stríðu, þótt enginn vissi að heldur, hvað annað væri við hann að gera. Kom brátt í ljós, að nýfengin vinátta okkar var í raun arftekin og ættlæg, og var svo um haustið innsigluð af sameiginlegum skóla- félaga og vini, svo sem fram er komið í eftirmælum frá hans hendi. Þá um sumarið bar fundum mínum einnig fyrst saman við Pál og Önnu að Stóra Hrauni, en þar bjó þá Þórarinn bróðir hennar og Rósa með sinn fríða dætrahóp. Þangað flykktist fjölskyldan oft á sumrin, og var þá góður gleðskap- ur í ranni með sætlegum söng og spili. Þeir einir skilja, sem reynt hafa, hvílík himindýrð getur hvílt yfir Snæfellsnesinu og sólgylltum Flóanum á heiðríkum sumar- kvöldum. Stóra Hraun, fjarri al- faraleið niður við ströndina, með Eldborgina, hraunið og kjarrið á aðra hönd, en Haffjarðará á hina, og nógu langt út úr fjallfaðminum til að standa auglitis við sjálfan jöfurinn, Snæfellsjökul, hvílir í dýrðinni miðri eins og nafli heimsins og kraftskaut. „Nú vagga sér bárur í vestanblæ“ var hvergi sungið af meiri tilfinningu. Kynslóðinni áður var þarna annar fríður dætrahópur, ásamt nokkru minni hópi vænlegra sona. „Dætur mínar runnu út eins og heitar bollur. Aa, elskan mín, þetta þótti svo gott hold“ — er haft eftir séra Árna. Skýringar voru ætíð á takteinum á öllum mannlífsins fyrirbærum, og ekki ævinlega af andlega taginu, því að þótt sú væri uppistaðan, kom hún skýrar fram, væri ívafið veráld- legt og sjálf syndin í sjónmáli. Það var þá að vonum, að bústjórinn prófastsins héldi einni af þessum heitu bollum fyrir sig, en léti hana ekki lenda í lakari höndum. Eftir nokkur búskaparár á Stóra Hrauni lá leiðin suður með eldri börnin Elísabet og Árna, en Bjarni bættist þar í hópinn. Sýndi Páll brátt, hver töggur var í honum og framaðist af smíða- vinnu til verkstjóra. Á lýsisstöð- ina til hans kom ég aðeins einu sinni eða tvisvar, en nóg til að sjá, að þar ríkti regla, myndarskapur og snyrtimennska samfara mann- legu og glettnu viðhorfi til verk- Guðjón FinnurHar- aldsson -Minning Fæddur 8. október 1977. Dáinn 9. júní 1979. Vertu sæl vor litla hvíta lilja, Lögð í jörð með himnaföður vilja, leyst frá lífi nauða, Ijúf «k björt í dauða, lést þú eftir litla rúmið auða. Mig langaði að skrifa nokkrar línur um lítinn frænda minn son Ástu Benediktsdóttur og Haraldar Guðjóns Samúelssonar, sem lést skyndilega af völdum heilahimnu- bólgu. Við trúum því ekki, ég og dætur mínar, því það er svo stutt síðan við sáum hann, kátan og skemmtilegan, og lék hann á alls oddi. Gaman var þá að heyra hann reyna að tala, og sögðum við að hann yrði nú fljótur til, svo áhugasamur, sem hann var um allt, er gerðist í kringum hann, og vildi taka þátt 1 öllu. Síkvikur og lifandi dansaði hann fyrir okkur, og lék við hvern sinn fingur. En hvernig má það vera að dásamleg- ur drengur hverfur svo skyndilega frá okkur, þegar lífið blasir við? Við því eigum við ekkert svar. Ég er viss um, að þótt lítill væri, skilur hann mikið eftir í hugum okkar allra, sem þekktum hann. Guð veiti foreldrum hans og systkinum styrk og blessun á erfiðri stundu. Við sendum þeim og öðrum ættingjum okkar innilegustu sam- úðarkveðjiir. Steinunn J. Pálsdóttir. stjórnar. Páll og Anna komu sér vel fyrir að Mánagötu 16, ætluðu sjálfum sér hóflegt rými og höfðu herbergi fyrir börnin í kjallaran- um og aukaíbúð til að leigja út og hleypa búskap barnanna af stokkunum, þá þau komust á legg. Frjálsræði barnanna og vina þeirra þarna var mikið, og þau lærðu að stjórna sér sjálf. Þó var stundum stungið haus um gætt og hastað á til að lægja öldurnar: „Þið eruð kannske of gáfaðir til að þurfa að lesa, en hann Árni minn þarf að lesa“. Þarna var kjörið félagsheimili Splæsfélagsins okk- ar Hreggviðs og Árna, auk þess sem heimilið sjálft stóð okkur galopið eins og öllum, sem því tengdust tryggðaböndum. Að öðru leyti settu búhyggindin svip sinn á þennan ágæta kjallara. „Páll tengdasonur minn á kjallara, þar sem hann birgir sig upp með mat fyrir veturinn eða árið, slátur á haustin, fisk á vertíðinni, fugl á sumrin, hvaðeina þegar hagstæð- ast er“ — er haft eftir séra Árna. Veraldargengi Páls spannst inn í þjóðfélagsumræðu okkar Árna, þar sem ég var þá málsvari rót- tækninnar en hann hins ríkjandi skipulags, en nú mun það mjög hafa jafnast, ef ekki snúist við. Tók Árni föður sinn sem dæmi opinna möguleika alþýðumanns- ins í frjálsu markaðskerfi, þar sem hann, bóndasonur og almenn- ur verkamaður, hafi framast af dugnaði sínum og ráðdeild og ætti nú bæði hús og bíl. Sá ég síðar, að Árni hafði alveg rétt fyrir sér, að ýmsu viðbættu, sem koma þarf til skjalanna, en óþarft mun að taka fram, að umræður sem þessar voru meðfram iðkaðar sem sport, ekki sízt af Árna hálfu. Páll var af styrkum stofnum, þ. á m. af Skildinganesætt, en við það að vígjast Önnu tengdist Páll einni sérstæðustu fjölskyldu á landi hér, Stórahraunsfjölskyld- unni. Þessi fjörmikla, fjölgáfaða og marglynda fjölskylda hefur ofið sinn lífsvef með sérstæðum og þó næsta mannlegum hætti. Sam- úð og samheldni eru ráðandi og spurnir tíðar og nánar af náung- anum, allt atferli mælt við háleit- an siðgæðiskvarða, andstæður hins andlega og veraldlega skarpt mótaðar. Heimili þeirra Páls og Önnu var mikil miðstöð lífshrær- inga og lífstjáningar þessa fólks. Stundum fannst manni Páll eins og kímileitur áhorfandi að til- tækjum þess, en í hörpu hans voru bæði strengir, sem hljómuðu með, og aðrir sem hljómuðu á móti til jafnvægis. Raunsæi hans og stað- festa voru akkeri í samskiptum þessa listhneigða og tilfinninga- næma fólks, en Anna stóð jafnan á hæsta sjónarhól siðgæðis og andlegra viðhorfa og var aldrei í vafa um, hvort hún vildi sína nánustu þessa heims eða annars að tiltölu við heill eða háska á sálunni. Páll var gleðimaður og þau hjón bæði og veittu vel. Ekki verður annað sagt en hann hafi kunnað vel með vín að fara, haft það á valdi sínu fremur en hið gagn- stæða, þótt ef til vill stæðist ekki fullt mál á hinn háa siðgæðis- kvarða konu hans. Þegar eitt sinn var haft á orði, að sonur hans hafi kallað annan heiðursmann pabba til að bjarga honum úr klóm laganna varða, stóð ekki á and- svari Páls: „Þarf að vera að bendla mig við öll fyllerí í bænum?" Annað dæmi um úrvinnslu lífs- reynslunnar í hátt við andleg viðhorf stendur í sambandi við hina annáluðu hestamennsku Páls og er frá séra Árna sjáifum: „Mér sinnaðist við Pál, tengdason minn, og hann datt af baki og fótbrotn- aði. Aa — elskan mín, ég hugsa svo sterkt, ég má ekki reiðast". Hugmyndir um andlegan kraft og siðferðilega ábyrgð héldust í hendur. Allt er hér tilfært eftir minni og er kannske ekki nákvæmlega satt, „en gæti verið satt“: Páll hélt nánu sambandi við sveitina sína, enda átti hann þar systkini sín og aðra nána vanda- menn og síðar sonarfjölskyldu á sömu slóðum. Þar var líf hans og yndi, glóð bóndans hafði aldrei kulnað í brjósti hans, þótt hann gerðist bæjarmaður. Glettni hans kom fram í þessu sem öðru. Ekki var hann aðeins spurull um ár- ferði og fénaðarhöld, heldur gat hann átt það til að hreyfa ímynd- uðum kaupum á hrossi eða kvígu til þess að gefa gömlum sveitung- um sínum hugsunarfóður gegnum sveitasímann og góðri sögu færi á að komast á kreik. Sögur og minningar af þessu fólki gætu fylit bækur — og hafa raunar þegar fyllt bækur — en hér verður að láta staðar numið að sinni. Mikill söknuður er að Páli, en við getum ekki ætlast til þess af forsjóninni að láta hann lengur á meðal vor. Hann hefur skilað arfi sínum heilum í höfn. Samhent hafa þau hjónin verið slíkir uppalendur, að þau hafa alið upp fyrirmyndar uppalendur í starfi svo sem í einkalífi. Blessuð veri minning Páls og allur hans arfur, eftirkomendur og aðstandendur. Bjarni Bragi Jónsson. 'Emm HHHMKí ... eða spennandi ísiéttir i beint ur pakkanum...

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.