Morgunblaðið - 15.06.1979, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ1979
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Baldvin Jónsson
Aöalstræti 6, sími 10100.
Aöalstræti 6, sími 22480.
Sími 83033
Áskriftargjald 3000.00 kr. á mónuöi innanlands.
lausasölu 150 kr. eintakiö.
Utgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og skrifstofur
Auglýsingar
Afgreiösla
Astæða er til að senda
Þjóðviljanum sérstak-
ar hamingjuóskir með dag-
inn í gær. Dagurinn í gær
var merkilegur dagur í
sögu Þjóðviljans. Þá gerð-
ust þau tíðindi, að Þjóðvilj-
inn leitaði til eigenda
þeirra tveggja olíufélaga
hér, sem eru í einkaeign um
stuðning og rök fyrir þeirri
stefnu Þjóðviljans og Al-
þýðubandalagsins, að engu
megi breyta í olíuviðskipt-
um íslendinga við Sovét-
menn. Það heiði einhvern
tíma þótt saga til næsta
bæjar, að Þjóðviljinn sæi
þann kost vænstan að leita
eftir stuðningi hjá íslenzk-
um „olíukóngum" við mál-
stað sinn. En nú er það
orðin staðreynd. Til ham-
ingju Þjóðviljamenn!
Þegar við hófum olíu-
kaup frá Sovétríkjunum
fyrir u.þ.b. aldarfjórðungi
voru þau olíukaup nauðsyn-
leg til að tryggja markað
fyrir sjávarafurðir okkar í
Sovétríkjunum. Þá þurft-
um við á þeim markaði að
halda og þá fóru viðskiptin
við Sovétríkin fram á vöru-
skiptagrundvelli. Þegar
rætt var um það fyrir all-
mörgum árum, að ástæða
væri til að leita eftir olíu-
kaupum annars staðar frá
var svarið jafnan, að það
mætti ekki gera vegna þess,
að þá mundum við tapa
fiskmörkuðum okkar í
Sovétríkjunum. Þeir tímar
eru liðnir að viðskiptin við
Sovétmenn fari fram á
vöruskiptagrundvelli. Til
viðbótar er svo komið við-
skiptum okkar við Sovét-
menn, að á síðasta ári
keyptum við af þeim vörur
fyrir 15,5 milljarða en
vörukaup þeirra frá okkur
námu aðeins um 7 milljörð-
um króna. Það er því alveg
ljóst, að sú forsenda, sem
einu sinni var til staðar
fyrir því að kaupa alla
okkar olíu frá Sovétríkjun-
um, er ekki lengur fyrir
hendi.
í þeim umræðum, sem
fram hafa farið um olíu-
kaup okkar að undanförnu
hefur Morgunblaðið ekki
lagt á það áherzlu fyrst og
fremst, að við ættum að
hætta öllum olíukaupum
frá Sovétmönnum. Hins
vegar hefur Morgunblaðið
lagt á það ríka áherzlu, að
hvetja ríkisstjórnina til að
fara að ráðum formanns
Sjálfstæðisflokksins og
taka upp viðræður við
Sovétmenn um breytta
verðviðmiðun. Þegar sýnt
var skömmu eftir áramót
að Rotterdammarkaðurinn
mundi æða upp kvaddi Geir
Hallgrímsson sér hljóðs
utan dagskrár í þinginu og
hvatti ríkisstjórnina til að
taka upp slíkar viðræður.
Ráðherrar tóku þessari
ábendingu vel á sínum tíma
enda sjálfsagt. Þótt breyt-
ingin yfir í viðmiðun við
Rotterdam hafi verið eðli-
leg og sjálfsögð á sínum
tíma og Morgunblaðið m.a.
eindregið hvatt til þess að
viðmiðun yrði breytt frá
verðskráningu í Karabíska
hafinu er auðvitað ljóst, að
aðstæður hafa gjörbreytzt.
Við eigum ekki að ríghalda
okkur í eitthvað, sem var
rétt og skynsamlegt fyrir
nokkrum árum, þegar að-
stæður eru allar aðrar nú.
Þótt ráðherrar hafi tekið
ábendingu formanns Sjálf-
stæðisflokksins vel í vetur
hafa þeir hins vegar ekkert
gert. Þeir hafa enga til-
burði haft til þess að ræða
þetta vandamál við Rússa.
Því hefur að vísu verið lýst
yfir, að það verði gert síðar
á þessu ári en það er ein-
faldlega orðið alltof seint.
Hvað veldur þessum
drætti? Er Svavar Gests-
son feiminn við Rússa? Vill
hann ekki ræða svona mál
við þá? Og þar sem þeir
Alþýðubandalagsmenn
leggja nú svo mikið upp úr
skoðunum eigenda íslenzku
olíufélaganna má spyrja,
hvort þeir hafi eitthvað við
það að athuga, að teknar
verði upp viðræður við
Rússa um breytta verðvið-
miðun? Hvers vegna skyldu
þeir hafa eitthvað við það
að athuga? Rökin, sem við
leggjum fram við Sovét-
menn eru augljós. Rotter-
damviðmiðun er út í hött í
dag eins og málin hafa
þróast. Lítill hluti olíuvið-
skipta heims fer fram á
grundvelli Rotterdam-
skráningar. Eðlilegt er hins
vegar fyrir okkur, sem höf-
um keypt olíu af ykkur í
nær 30 ár, að miða við
grunnverð olíuframleiðslu-
ríkjanna, sem er margfalt
lægra en Rotterdamverðið.
Ekki kaupið þið fiskinn af
okkur á hæsta verði, sem
við fáum fyrir hann á
Bandaríkjamarkaði. Þessi
rök eru augljós og þau eru
sterk. Svavar Gestsson
hefði strax í febrúar átt að
fljúga til Moskvu og leggja
þessi rök fram. Honum
hefði áreiðanlega verið vel
tekið þar. Hvað veldur
þessari tregðu viðskipta-
ráðherrans til þess að ræða
svo sjálfsagða hluti við vini
sína í Moskvu.
Hitt er svo annað mál, að
það er orðið tímabært
fyrir okkur Islendinga að
endurskoða öll olíuviðskipti
okkar. Eftir að forsendur
eru brostnar fyrir því að
kaupa olíuna alfarið frá
Sovétmönnum er auðvitað
sjálfsagt, að frelsi ríki í
þessum viðskiptum eins og
öðrum og að mönnum sé
frjálst að kaupa olíu þaðan,
sem verðið er hagkvæmast.
Varla geta íslenzku olíu-
félögin verið andvíg því —
eða hvað? Er það kannski
eitthvað „geðveikislegt“ frá
sjónarmiði forsvarsmanna
olíuféláganna hér, að frelsi
ríki í viðskiptum? Sumir
þeirra hafa sagt, að við
getum ekki fengið olíu
keypta annars staðar frá
vegna þess að við höfum
ekki í aldarfjórðung keypt
olíu frá öðrum en Sovét-
mönnum. Það er vafalaust
rétt, að það getur verið
einhverjum erfiðleikum
bundið. En geta ekki for-
svarsmenn olíufélaganna
og Morgunblaðið verið
sammála um það að sjálf-
sagt sé að láta framtak
einstaklingsins sýna getu
sína í þessum efnum? Er
það ekki í samræmi við
bæði lífshugsjónir for-
svarsmanna einkafyrir-
tækja í olíusölu og Morgun-
blaðsins? Eða hefur leiðir
skilið einhvers staðar á
þessari vegferð?
Þjóðviljinn skýrir frá því
í gær, að Sovétmenn hafi
skorið olíusölu sína til
A-Þýzkalands niður um
20% nýlega og sent vini
sína þar út á kaldan klaka
okurmarkaðarins í Rotter-
dam. Þessi athyglisverða
frétt Þjóðviljans undir-
strikar það öryggisleysi
sem við búum við í olíumál-
um. Hvað gerum við, ef
Rússar tilkynna skyndilega
niðurskurð á olíusölu til
okkar? Eru það þá ekki
hyggindi, sem í hag koma,
að hafa þegar gert ráðstaf-
anir til að dreifa áhættunni
með því að hafa ræktað
markaðssambönd annars
staðar?
Við íslendingar eigum
mikil og góð viðskipti við
Breta, sem hafa farið vax-
andi á undanförnum árum
og munu líklega enn vaxa
á næstu árum, ef áform
Sölumiðstöðvar hraðfrysti-
húsanna verða að veru-
leika. Olíuverzlun íslands
hefur lengi haft mikil og
góð viðskiptasambönd við
eitt helzta olíufélag í
brezkri eigu. Innan örfárra
ára verður svo komið, að
Bretar framleiða ekki að-
eins næga olíu fyrir sjálfa
sig heldur verða aflögufær-
ir um útflutning. Við eigum
mikil og góð samskipti við
Norðmenn, sem auka olíu-
framleiðslu sína frá ári til
árs. Við höfum þegar gert
samninga um olíukaup frá
Portúgal.
Það gildi einu frá hvaða
sjónarhóli olíukaupamál
okkar eru skoðuð. Við eig-
um í fyrsta lagi að taka upp
samninga við Sovétmenn
um aðra verðviðmiðun en
þá, sem nú er í gildi. Við
eigum í öðru lagi að efla á
ný gömul viðskiptasam-
bönd í því skyni að dreifa
kaupum okkar á olíu hrein-
lega í öryggisskyni.
Morgunblaðið hefur sagt,
að til staðar væri bandalag
forsvarsmanna a.m.k.
sumra íslenzku olíufélag-
anna, viðskiptaráðherra
kommúnista og embættis-
mannaklíku til þess að
koma í veg fyrir umbætur
og breytingar á olíuvið-
skiptum okkar. Morgun-
blaðið stendur við þessa
staðhæfingu. Forsvars-
menn sumra olíufélaga hér
hafa gefið tilefni til þessar-
ar staðhæfingar með um-
mælum sínum á opinberum
vettvangi. Einkaframtaks-
menn í olíuverzlun hljóta
að varast, að aldarfjórð-
ungs gamall vani í olíu-
kaupum verði til þess að
þeir geri sér ekki grein
fyrir þörf breytinga, þegar
þær eru orðnar tímabærar.
Svo er nú. Hins vegar skal
engum getum að því leitt
hvað veldur tregðu við-
skiptaráðherra kommún-
ista til að taka upp viðræð-
ur við Rússa um nýja verð-
viðmiðun á sama tíma og
þjóðin öll verður að þola
gífurlega kjaraskerðingu af
völdum núgildandi olíu-
samninga og atvinnuvegir
hennar ramba á gjárbarm-
inum af þeim sökum.
Hamingjuóskir
til Þjóðviljans
Samtökin Ungt fólk með hlutverk
Reisa kristilega fræðslu-
miðstöð að Eyjólfsstöðum
EgilsHtöðum 11.6.
Nýlega var tekin fyrsta skóflustunga að kristilegri
Fræðslumiðstöð sem samtökin Ungt fólk með hlut-
verk reisa á jörð sinni að Eyjólfsstöðum á Völlum.
Viðstaddir athöfnina voru ýmsir gestir auk nokkurra
starfsmanna samtakanna. Sóknarpresturinn séra
Vigfús I. Ingvarsson flutti bæn og ávarp.
Samtökin Ungt fólk með hlut- fólks sem vill efla leikmanna-
verk voru stofnuð fyrir réttum starf innan íslenzku þjóðkirkj-
þremur árum í Reykjavík af hópi unnar og auka áhrif kristinnar
trúar í landinu. Einn mesti
Þrándur í götu öflugs safnaðar-
starfs innan þjóðkirkjunnar er
skortur á hæfum leikmönnum
sem bjóða vilja fram krafta sína.
í dag er engin stofnun til í
landinu sem þjálfað getur fólk
til slíkra starfa. Þessar ástæður
m.a. liggja því til grundvallar að
samtökin Ungt fólk með hlut-
verk hafa nú ráðist í þessa
framkvæmd.
Fyrirhuguð skólabygging að
Eyjólfsstöðum verður rúmir
350m2 að grunnfleti, timburhús,
ein hæð og ris. í húsinu verður
heimavist fyrir 25 nemendur,
auk íbúðar fyrir skólastjórann
og annað starfsfólk. Auk annars
sem verður í húsinu má nefna
mötuneyti, kennslustofu, setu-
stofu auk skrifstofu og aðstöðu
fyrir kristilegt útbreiðslustarf á
Austurlandi. Ætlunin er að
vinna af kappi að byggingunni í
sumar og munu margir koma að
Eyjólfsstöðum og leggja lið. Nær
allt verður unnið í sjálfboða-
vinnu og þannig reynt að halda
byggingarkostnaðinum í skefj-
um, enda gerist þess þörf þar eð
samtökin fá engar tekjur af
starfi sínu heldur aðeins gjafir
frá velunnurum.
Enn er ekki ákveðið hvenær
skólinn tekur til starfa,- það mun
að sjálfsögðu fara eftir því
hversu mikið fjármagn fæst til
byggingarinnar, en von samtak-
anna er að það geti orðið sem
fyrst. Margt fólk hefur þegar
látið í ljós áhuga á að sækja
námskeið að Eyjólfsstöðum og er
ekki ólíklegt að það muni eiga
eftir að verða margt um mann-
inn þegar skólahaldið hefst. Þess
skal getið að mörg heillaskeyti
bárust víðsvegar að m.a. frá
Hjörleifi Guttormssyni ráðherra
o.fl. þekktum mönnum. Við hér í
nágrenni hins tilvonandi skóla
vonum að hann megi verða skref
á braut batnandi mannlífs.
Fréttaritari.