Morgunblaðið - 15.06.1979, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ1979
Erfiðleikar með á-
burð víða úti á landi
„VEGNA hráefnisskorts, flutningaerfiðleika og minni framleiðslu hjá
verksmiðjunni en reiknað var með, er eftir að afgreiða nokkuð af
áburði til kaupenda hér á Suður- og Suð-vesturlandi. Það vantar
einnig áburð á ýmsa staði á Vestfjörðum, Norðurlandi og á
Norð-Austurlandi en ekki hefur fengist leyfi til að flytja áburð til
þessara staða með skipum nema hvað Skipaútgerð ríkisins hefur flutt
áburð eftir því, sem hún hefur getað samhliða öðrum vöruflutning-
um“ sagði Hjálmar Finnsson, framkvæmdastjóri Áburðarverksmiðju
ríkisins í samtali við Mbl. í gær.
Hjálmar sagði að í allt ætti eftir
að afgreiða 8,1% af öllum áburð-
arpöntunum á Suður- og Suð-
vesturlandi eða um 2500 tonn og
skiptust þessi 8,1% þannig að til
Vegagerðar og Landgræðslunnar
væru óafgreidd 2,6% og til ann-
arra aðila 5,5%. Sagði Hjálmar að
ekki hefði fengist undanþága til
að Fjallfoss, sem lægi á Höfn í
Hornafirði með 519 tonn af
áburði, fengi að sigla til Þórshafn-
ar en nær enginn áburður hefði
borist þangað enn. Þá væru 540
tonn af áburði á Reyðarfirði en
ekki hefði fengist undanþága til
að flytja þann áburð til Húsavíkur
en áburðinum hefði verið skipað
upp á Reyðarfirði, þegar hafís lá
fyrir Norðurlandi.
Fram kom hjá Hjálmari að þær
tegundir, sem aðallega hefði vant-
að væru ýmsar tegundir, sem
notaðar eru til íblöndunar, s.s.
kalí. Eftir helgina ætti hins vegar
að rætast úr þessu og einhver
kjarni að fást afgreiddur í næstu
viku, verið væri að losa skip, sem
væri með kalí og á miðvikudag
kæmi til landsins skip með 2800
tonn af blönduðum áburði. í skip-
um í Reykjavíkurhöfn eru nú um
3000 tonn af áburði og ættu 874
tonn að fara út á land.
Auður
Bjarna-
dóttir
sigurveg-
ariílist-
danskeppni
í Kuopio
AUÐUR Bjarnadóttir ballett-
dansari bar sigur úr býtum í
norrænni listdanskeppni, sem
fram fór í borginni Kuopio í
Finnlandi og lauk í gær. 20
pör tóku þátt í keppninni og
var mótdansari Auðar ung-
verskur maður, sem starfar
með henni við ballettinn í
Munchen. íslenzkur dansari
hefur ekki unnið til verð-
launa í meiri háttar listdans-
keppni síðan Ilelgi Tómasson
hrcppti silfurverðlaunin í al-
þjóðakcppninni í Moskvu
fyrir mcira en áratug.
Keppni þessi var haldin í
tilefni 10 ára afmælis listahátíð-
ar, sem haldin er í Kuopio og
voru sem fyrr segir 20 pör, sem
þátt tóku í keppninni. Voru
keppendur á aldrinum 16—22
ára. Fyrsta keppnisdaginn var
keppt í klassiskum dansi en
annan keppnisdaginn var keppt í
nútíma dansi. Hlutu Auður og
mótdansari hennar einróma lof
og komust auðveldlega í úrslita-
keppnina ásamt 7 öðrum pörum.
I sjálfri úrslitakeppninni þóttu
Auður og mótdansari hennar
standa sig frábærlega vel og
sigruðu þau með miklum glæsi-
brag. Verðlaun voru afhent í
Teater Italo í Kuopio að lokinni
keppninni í gærkvöldi.
Auður hefur undanfarin ár
starfað í Islenzka dansflokknum
en nú starfar hún við ballettinn í
Munchen í Þýzkalandi.
Húsavík:
Samstarfsráðherra
Norðurlanda þinga
FUNDUR samstarfsráð-
herra Norðurlanda var
haldinn á Hótel Húsavík í
gær. Fundarstörfum lauk
í gær en í dag fara ráð-
herrarnir í skoðunarferð
um nágrenni Húsavíkur.
Fundinn á Húsavík sátu Ólafur
Jóhannesson forsætisráðherra
fyrir íslands hönd, Bertil Hanson
sveitarstjórnamálaráðherra fyrir
hönd Svíþjóðar, Bjartmar Gjerde
olíu- og orkumálaráðherra fyrir
hönd Noregs, frú Pirkko Työlá-
járvi aðstoðarfjármálaráðherra
fyrir hönd Finnlands og Finn
Aasberg-Petersen fyrir hönd Dan-
merkur. Samstarfsráðherrarnir
fjalla um þau málefni norrænnar
samvinnu, sem falla ekki undir
svið einstakra ráðuneyta.
Veigamesta málið, sem var til
umræðu í gær, fjallaði um áhrif
olíu- og gasleitar og hugsanlegrar
vinnslu Norðmanna á svæðinu út
af Norður-Noregi á byggð í Norð-
ur-Noregi, Norður-Finnlandi og
Norður-Svíþjóð, en þar hefur verið
við mikinn vanda að etja vegna
lítilla atvinnutækifæra.
Grafiskir
sveinar frest-
uðu verkf alli
STJÓRN og trúnaðarmannaráð
Grafíska sveinafélagsins fjallaði í
gær um frestun Vinnuveitenda-
sambands íslands á verkbanni því
sem boðað hafði verið hin 18. júní,
en kemur nú til framkvæmda hinn
25. júní. I samræmi við þá frestun
ákvað Grafíska sveinafélagið að
fresta boðaðri vinnustöðvun
félagsins, sem koma átti til fram-
kvæmda hinn 18. júní til 25. júní.
Á félagsfundi í félaginu, sem
haldinn var, þegar verkfallið var
upphaflega boðað, var það yfirlýst
að verkfallsboðunin væri vegna
verkbannsaðgerða VSÍ.
Kristján Thorlacius formaður BSRB í ræðustóli. Aðrir á myndinni eru Hersir Oddsson, Haraldur
Steinþórsson og Einar Ólafsson. Ljósm. Mbl. Krlstinn.
Kristján Thorlacius endur-
kjörinn formaður BSRB
KRISTJÁN Thorlacius var end-
urkjörinn formaður Bandalags
starfsmanna ríkis og bæja á 31.
þingi sambandsins sem lauk á
Hótel Sögu í gær. Aðeins ein
breyting varð á stjórn sambands-
ins, Þórhallur Halldórsson, for-
maður Starfsmannafélags
Reykjavíkurborgar, var kjörinn
1. varaformaður í stað Hersis
Oddssonar, sem ekki gaf kost á
sér til endurkjörs. Engin mót-
framboð komu fram við tillögu
kjörnefndar.
í stjórn BSRB fyrir næsta
kjörtímabil sitja:
Formaður Kristján Thorlacius,
1. varaform. Þórhallur Halldórs-
son, 2. varaform. Haraldur Stein-
þórsson. Meðstjórnendur Ágúst
Geirsson, Albert Kristinsson, Ein-
ar Ólafsson, Guðrún Helgadóttir,
Jónas Jónasson, Kristín H.
Tryggvadóttir, Sigurveig Sigurð-
ardóttir, Örlygur Geirsson. Vara-
stjórn: Björn Björnsson, Helgi
Andrésson, Bergmundur Guð-
laugsson, Vilborg Einarsdóttir,
Hildur Einarsdóttir, Magnús
Björgvinsson og Elsa Lilja
Eyjólfsdóttir.
Þing BSRB stóð yfir í fjóra
daga. Fjölmörg mál voru þar til
umræðu, en hæst bar kjaramál,
jafnréttismál, starfskjaramál og
skattamál.
Ú tf lutningsf y rirtækin
b jargast á leiguskipum
HVERGI Á landinu hafa birgðageymslur hraðfrystihúsa fyllzt, þar
sem Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna hefur getað afskipað frystan fisk
á Bandarfkjamarkað og á Evrópumarkað með leiguskipum sölufyrir-
tækja sinna Coldwater Seafood Corp. og Snax Ltd. Alls hafa nú 4 skip
komið til landsins og hafa þau heimsótt allar hafnir, sem máli skipta,
nema Reykjavfk, þar sem ekkert legurými hefur verið fyrir slík skip
vegna farmannaverkfallsins. Þá hefur Sölustofnun lagmetis getað
losnað við verðmæti 100 milljóna króna á Bandarfkjamarkað með
skipinu Berglindi, sem var hér á dögunum.
Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson, for-
stjóri Sölumiðstöðvar hraðfrysti-
húsanna sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær að þegar væru
farin 3 skip á vegum sölufyrir-
tækja SH, 2 til Bandaríkjanna og
eitt til Englands. Nú er eitt
allstórt skip að lesta fyrir SH og
Samband íslenzkra samvinnu-
félaga freðfisk á Bandaríkjamark-
að og mun það taka um 1.500
smálestir. Eyjólfur kvað frystihús
mjög víða hafa bjargazt vegna
þessara skipa og hefðu þau ekki
komið, hefðu húsin stöðvazt fyrir
alllöngu. Þrátt fyrir þetta kvað
hann stöðu Coldwater í Banda-
ríkjunum vera mjög slæma. Þrjú
skip hefðu þegar flutt fisk vestur,
en það væri hvergi nærri nóg, þar
sem vanalegt væri að 2 til 3 skip
færu utan til Bandaríkjanna í
hverjum mánuði.
Gylfi Þór Magnússon, forstjóri
Sölustofnunar lagmetis kvað
stöðu lagmetisiðnaðarins mjög
slæma. Nú biðu hér 400 til 500
milljón króna verðmæti afskipun-
ar til Evrópu, en tekizt hefði að
koma 100 milljón króna verðmæti
á Berglindi, sem sigldi til Banda-
ríkjanna á dögunum. Gylfi kvað
fyrirsjáanlegt að þegar hefði orðið
mikið tjón á mörkuðum erlendis,
sem erfitt væri þó að meta enn og
í raun kæmi það ekki nákvæmlega
í ljós, fyrr en salan kæmist í gang
á ný. Hann kvað þetta ástand
óþolandi og almenning alls ekki
gera sér grein fyrir því, hve
alvarlegt mál þetta væri. Útilokað
væri að byggja upp markaði er-
lendis, þegar árlega féllu að jafn-
aði 2 mánuðir dauðir. í fyrra kvað
hann það hafa verið útflutnings-
bann, nú farmannaverkfall.
Valgarð Ólafsson, fram-
kvæmdastjóri hjá Sölusambandi
íslenzkra fiskframleiðenda kvað
alla sölu á þurrum saltfiski hafa
legið niðri í farmannaverkfallinu,
en aðallega er um að ræða ufsa og
þorsk á Þýzkalandsmarkað. Hins
vegar kvað hann tvö skip nú vera
að lesta blautfisk á Italíu og
Grikkland annars vegar og hins
vegar á Spán. Eru það Eldvíkin og
Mávurinn, sem hafa undanþágu
Farmanna- og fiskimannasam-
bands íslands. Mun Eldvíkin taka
2.300 smálestir en Mávurinn 1.400
smálestir.
Jónas Þór Steinarsson fram-
kvæmdastjóri Félags íslenzkra
stórkaupmanna kvað almennt litl-
ar birgðir eftir af matvöru hjá
heildverzlunum, en þó væru þau
fyrirtæki, sem hefðu aðstöðu í
tollvörugeymslu betur stæð.
Ástandið væri því misjafnt eftir
því hvert fyrirtækið væri. Birgðir
innfluttra matvæla væru þó af
skornum skammti.
Tveir stóðhestar
Björns á Löngu-
mýri seldir á uppboði
— Björn kærir til Hæstaréttar
SÝSLUMAÐURINN í Húnavatnssýslu bauð í gær upp á
Blönduósi tvo stóðhesta, sem taldir voru eign Björns Pálssonar á
Ytri-Löngumýri en hcstarnir voru teknir í landi Svínavatns, þar
sem þeir gengu lausir. í upphafi uppboðsins lýsti Björn Pálsson
því yfir að hann mótmælti uppboðinu sem ólögmætu og ætlaði sér
að kæra það til Hæstaréttar til ógildingar. Báðir voru hestarnir
seldir og var sá yngri, talinn 2 til 3 vetra, seldur á 80 þúsund
krónur en sá eldri, talinn 6 til 8 vetra, var seldur á 152 þúsund
krónur og keypti Þorfinnur Björnsson, sonur Björns á
Löngumýri, þann eldri. Samkvæmt upplýsingum Jóns ísbergs
sýslumanns nam kostnaður við töku og uppboðið á hestunum um
180 þúsund krónum.
Björn Pálsson sagði í samtali stöð, þar sem þeir voru látnir éta
við Mbl. að afloknu uppboðinu að upp í verð sitt og þá boðnir upp,“
ólöglega hefði verið staðið að sagði Björn.
töku hestanna. Hann hefði verið Jón ísberg sýslumaður sagði að
að lata syni sína sækja hestana, hann vildi ekki segja neitt um
sem voru í hans eigin hryssum, hvort Hæstiréttur teldi þetta
þegar hestarnir hefðu verið ólögmætt en lögunum hefði verið
flæmdir lengra inn í land Svína- framfylgt með nákvæmlega sama
vatns. Rétt væri að þeir hefðu hætti á undanförnum árum. „Á
komist milli hólfa vegna þess að uppboðinu var staddur Haraldur
landamerkjagirðing hefði legið frá Gautsdal, sem varð fyrir því
niðri á kafla. „Það þekkist ekki að fyrir 17 árum að stóðhestur hans
nágrannarnir taki svona hesta var tekinn tvisvar í afrétti. Það
hver fyrir öðrum, þegar þeir fara á mál fór fyrir Hæstarétt og
milli girðinga, heldur er venja að Haraldur tapaði. Björn átti kost
láta eiganda þeirra vita af þeim. á að leysa hestana út og spara sér
Þá lét sýslumaður kalla út auka- verulegan hluta kostnaðarins við
vakt lögreglumanna til að taka töku hestanna. Annars er það
hestana og í stað þess að afhenda dómstolanna að skera úr hvort ég
þá hreppsstjóra hér í hreppnum hef farið út fyrir valdsvið mitt í
fór hann með þá út á Blönduós og þessu rnáli," sagði Jón sýslumað-
kom þeim í geymslu á tamninga- ur.