Morgunblaðið - 15.06.1979, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.06.1979, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 1979 Anatoly Kuznetsov léztígœr London 13.júní Reuter. SOVÉZKI rithöfundurinn Anatoly Kuznetsov sem baðst hælis á Bretl- andi fyrir tíu árum lézt skyndilega á heimili sínu í London f morgun. Kuznets v aflaði sér alþjóðaviður- kenninKar árið 1966 með skáldsög- unni Babi Yar um fjöldamorð nazista á Gyðingum í Ukraínu í seinni heimsstyrjöldinni. Það var árið 1969 ^ð Kuznetsov kom til Bretlands undir því yfirskini að hann hygðist fá að sækja skjalasöfn þar í landi vegna bókar sem hann hafði í smíðum. Nokkru síðar hvarf hann af gistihúsi sínu og leitaði ásjár brezka utanríkisráðuneytisins og fékk hæli í Bretlandi. Kuznetsov sætti mikilli gagnrýni í Sovetríkjunum síðustu árin sem hann bjó þar og var sakaður um að víkja í verkum sínum frá sósíaliskri raunsæisstefnu sem æskileg þótti til að rithöfundar nytu þar trausts stjórnvalda. Babi Yar varð metsöl- ubók víða á Vesturlöndum og ýmsar aðrar bækur hans hlutu mikla útbreiðslu. Kuznetsov varð brezkur ríkisborgari á s.l. ári. Trúarganga leyfd í miðborg Krakár Varsjá, 14. júní. Reuter. í fyrsta skipti í 40 ár leyfðu yfirvöld í Kraká, heimaborg Jóhannesar Páls páfa II, hefð- bundna trúarlega skrúðgöngu á fimmtudegi eftir trinitatis um miðborgina. Með þessu voru yfir- völd greinilega að sýna velvild sína eftir heimsókn páfa 1' sfðustu viku. Um 25,000 manns söfnuðust sam- an þrátt fyrir rigningu og rok til þess að fylgjast með trúargöngunni sem fór eins kílómetra vegalengd fram hjá fjórum altörum til markaðstorgsins. Síðan kommúnistar komu til valda hafa yfirvöld lagt bann við því að skrúðgangan færi leiðina frá því fyrir stríð frá Wawel dómkirkju til Madonnu kirkjunnar við mark- aðstorgið og takmarkað hana við virkisborgina þar sem dómkirkjan er. Deilt hefur verið um leiðina árum saman. Páfi hélt því fram í fyrra þegar hann var erkibiskup í Kraká að sú ráðstöfun stjórnvalda að meina skrúðgöngunni að fara um miðborg- ina sýndi að enginn áþreifanlegur árangur hefði náðst á fundi Páls páfa VI og pólska kommúnistaleið- togans Edvard Giereks 1977. 1 dag þakkaði nýi erkibiskupinn við altari framan við Madonnu- kirkju yfirvöldum að leyfa gönguna „þótt fyrr hefði verið.“ Hann kvaðst vona að önnur vandamál Krakár-sóknarinnar yrðu leyst í sama anda. Æðsti yfirmaður pólsku kirkj- unnar Stefan kardináli Wyszynski þakkaði yfirvöldum fyrir veitta hjálp við heimsókn páfa, einkum smíði stórra altara. „Jesús Kristur gengur enn á meðal vor í föðurlandi okkar," sagði hann. Þrátt fyrir opinskáar yfirlýsingar páfa um stjórnmál og samskipti ríkis og kirkju í Póllandsferðinni er stjórnin greinilega ánægð með heimsóknina, sem hún reyndi að túlka sem stuðning við sig. Kazimierz Kakol trúarráðherra sagði í gær: „Eg er ánægður. . .Heimsóknin stóðst beztu vonir. Frá félagssjónarmiði bar hún jákvæðan árangur." Aðspurður hvort annarrar heim- sóknar páfa væri að vænta minnti hann á að Wyszynski kardináli hefði látið í ljós von um að páfi kæmi til 600 ára afmælis klausturs- ins í Czestochowa 1982. FLAUELIS- OG DENIM BUXUR 26“—38 Snorrabraut 56 sími 13505.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.