Morgunblaðið - 15.06.1979, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ1979
góð!
Það er allt í lagi að vera
hér, ef ekki væri þetta
stórflóð!
Lofaði ég ekki, að þér yrði
fært kaffi í rúmið?
BRIDGE
COSPER
Einu sinni sagði maður nokkur kvæmd. í Þjóðviljanum stóð með
„Hvað segja
þeir núna?”
Umsjón: Páll Bergsson
í dag fá lesedur sér sæti í
austur og sprcyta sig í vörn.
Norður og suður eru á hættu og
suður gaf spilið.
Norður
S. G4
H. ÁK6
T. ÁD9
L. D10875
Austur
SaKnirnar:
S. KD1082
H.1053
T. 103
L. Á32
Suður
P
i r.
Ventur Norður Austur
P 1 L 1 S
P 3 G allir pas.s.
Vestur spilar út spaðasjöu gegn
þrem gröndum. Sagnhafi lætur
fjarkann frá borðinu og þú átt
leik?
Með samlagningu punktanna
rná sjá, að vestur getur ekki átt
nein ósköp. En suður gat þó ekki
opnað í upphafi þannig, að vestur
getur átt laufkónginn. Útspilið er
ugglaust frá tvílit þannig að suðui
á A9 ásamt tveim lægri spöðum
Hann tvístöðvar því litinn og
gptur gert okkur skráveifu ef vií
látum tíuna.
Norður S. G4 H. ÁK6 T. ÁD9 L. D110875
Vestur Austur
S. 73 S. KD108Í
H. G984 H.1053
T. G8765 T. 103
L. K6 Suður S. Á965 H. D72 T. K42 L. G94 L. Á32
Við faúm þá slaginn, spilum
kóngnum í vonleysi og vestur
lendir seinna í því, að eiga ekki til
spaða til að spila þegar hann fær á
laufkónginn. Og þegar við fáum
loks á laufásinn náum viö ekki
nema einum spaðaslag og aðeins
fjórum slögum í allt.
En lágt spil í fyrsta slag leysir
vandann. Nían sér um slaginn en
vestur á þá til spaða þegar hann
fær á laufkónginn og ekkert getur
stöðvað spaðasóknina.
„Allt er betra en íhaldið." Hann
áttaði sig fljótt og dó í faðmi
íhaldsins.
Eg hló þegar stjórnin var hér á
dögunum að sýna kínverskum
þjóðhöfðingja það fínasta hjá
okkur. Þá þurfti auðvitað að fara
upp á Grundartanga og sína verk
íhaldsins og svo var farið og
hitaveitan skoðuð og hún er verk
íhaldsins hér í Reykjavík. Síðan
enn ekki síst fékk sá kínverski að
sjá hið nýja frystihús ísbjarnar-
ins, glæsilegasta verk einkafram-
taksins hér í dag. Þegar iðnaðar-
ráðherrann og viðskiptaráðherr-
ann stóðu og dáðust að járnblend-
inu þá máttu báðir hugsa sitt og
líka að þeirra flokkur, hver um
sig, barðist hatrammlega á móti
Búrfellsvirkjun. Hvað skyldi sú
stjórnarathöfn íhaldsins spara
mikla olíu um þessar mundir?
Bæði framsókn og sósíalistarnir
börðust á móti allri stóriðju sem
viðreisnarstjórnin kom í fram-
stærsta letri „Landráðasamning-
ar“ og heil runa kom á eftir um
bölvunina sem þjóðin myndi líða
fyrir allar þessar aðgerðir. Nei,
allar framfarir í heiminum í dag
eru unnar í skjóli frelsis sem
íhaldið í heiminum veitir og
stendur fast á. Við eigum aftur á
móti að rifja upp fyrir okkur
framfarirnar og blessunina sem
heimurinn hefur fengið frá sósíal-
ismanum. Hver einasti maður sem
búa á við sósílismann á bara eins
ósk og hún er sú að geta flúið á
náðir íhaldsins í hinum frjálsa
heimi. Ég vil taka dæmið um
ástandið í Suður-Víetnam. Vill nú
fólkið í friðar- og menningarsam-
tökum kvenna og í öllum Víet-
mannanefndunum sanna okkur
ágæti frelsisverka Wiet Long.
Allir geta séð að Wiet Long var
bara hermdarsamtök Ho-Sjé
Mins, sem lét þá vinna fyrir sig,
því hann var bara að vinna að
útþennslustefnu heimskommún-
ismans. Þegar síðan Bandaríkja-
Hverfi skelfinqarinnar
64
Eftir Ellen og Bent Hendel
Jóhanna Krístjónsdóttir
snéri á íslenzku.
Ilann benti henni á að færa
sig svo að hann gæti haft ösku-
bakkann hjá sér.
— Þá er það bara henni að
kenna, sagði Caja ákveðin og
bætti við skjálfrödduð.
— Bo, við erum ein ... við
skulum...
Ilún var ekkert að tvfóna við
það heldur hneppti í snatri frá
sér hlússunni.
— Nei, sagði hann angistar-
fullur. — Ilættu þessu.
Hún svipti blússunni af sér.
Brjóstin hnigu og risu. óendan-
ieg vonbrigði spegluðust á and-
liti hennar.
— Við verðum að vera gætin,
sagði Bo þýðari rómi.
— Hvað heldurðu að gerðist
ef Kirsten kæmi að í miðju kafi.
Caja lét blússuna falla á
góifið og gekk hægum skrefum
til hans.
— Þú getur að minnsta kosti
verið dálítið góður við mig,
sagði hún lágt og dró hann til
sfn.
Um hálftólflcytið sté Kirsten
út úr bíl yfirmanns síns og rétti
honum höndina.
— Þakka kærlega fyrir in-
dælis kvöld.
Hann þrýsti hönd hennar og
sagði.
— Ég fylgi þér að húsinu.
— Nei, takk, það er engin
þörf á því. Barnapfan er inni og
allt er áreiðanlega í bezta lagi.
Ilún hljóp þessi fáu skref að
útidyrunum og sneri sér þá við
og veifaði til hans í kveðju-
skyni. — Góða nótt. Og þakka
þér aftur fyrir í kvöld.
Hún hringdi dyrabjöllunni.
Það leið nokkur stund unz hún
heyrði gcngið fram. Dyrnar
opnuðust og í gættinni stóð Bo
með sígarettu í munninum.
Kirsten stirðnaði upp. Hvor-
ugt þeirra mælti orð af vörum.
Bo veik til hiiðar og hún gekk
inn.
Caja hafði líka sígarettu sem
rétt hafði verið kvcikt í milli
varanna. Ilún reykti tauga-
veiklunarlega og það voru reið-
ir ílekkir í vöngum hennar.
Kirstcn stóð á miðju gólfi og
horfði á Bo sem hálfvandræða-
legur hafði komið á eftir henni.
— Er ekki dáiftið ógætilegt
af þér að koma heim núna?
spurði hún þreytulega.
— Ilún yppti öxlum.
— Ég varð að sjá Lars. Og
þig. Ganga úr skugga um að
allt væri cins og það ætti að
vera.
— Vaktirðu Lars?
— Nci, nei.
— Þú verður að fara hið
bráðasta aftur, sagði hún.
— Ilvað viltu eiginlega að ég
geri af mér.
Ilann andvarpaði mæðulega.
Hún horfði á hann og svipur
hcnnar blíðkaðist ögn. Ilún
gekk skref í áttina til huns en
nam svo staðar.
— Ég get vonandi fengið að
sofa hér í nótt, sagði hann
hljómlausri röddu.
— Þú verður að fara af stað í
bítið í fyrramálið, sagði hún
eilítið hryssingslcga. Hún sneri
höfðinu f átt til Caju:
— Ég vænti þess að við get-
um trcyst þér fullkomlega?
— Vitaskuld, sagði unga
stúlkan fjálglega. — Ég segi
ekki orð við nokkurn lifandi
mann.
— Ilvernig stendur á þessum
rispum í andlitinu, spurði
Kirsten og horfði spyrjandi á
hann.
— Ég lenti í áflogum á bar í
Kaupmannahöfn, sagði hann.
— Við cinhvcrn með langar
neglur, sagði hún kuldalega. —
Hvernig hefur annars gengið
mcð Lars í kvöld? Hún hafði
aftur snúið sér að Caju.
— Ágætlega. Ilann hefur sof-
ið í allt kvöld, sagði stúlkan.
Kirsten tók budduna upp úr
veskinu og rétti Caju nokkra
seðla.
— Þakka þér fyrir hjálpina.
Nú skal ég keyra þig heim.
Ilún gekk fram í forstofuna.
Caja sneri sér við og leit auð-
mjúk á svip á Bo. — Þakka þér