Morgunblaðið - 21.06.1979, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 21.06.1979, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ 1979 29 FRÁ VAXMYNDASAFNINU Iræga í London, Madame Tuss- auds-safninu,— er þessi fréttamynd. Hún var tekin er tennis- heimsmeistarinn Björn Borg kom í heimsókn fyrir skömmu, til að heilsa upp á hinn líflausa tvfburabróður. Björn Borg hefur nú tekið sæti í þessu fræga safni. — Þegar Björn hafði heilsað upp & vaxtvífarann gaf hann honum ýmsa persónulega muni, svo sem tennisbúning og tennisskó.— Það er Björn Borg sj&líur til vinstri á myndinni. Konur skal ekki brenna HÉR er á ferðinni mótmælaganga indverskra kvenna i höfuðborginni, New Delhi,— Hún þótti verulegur fréttamatur, því hún hafði ekki á sér pólitískan lit, heldur var um mannrétt- indamál kvenna þar eystra að ræða.— Konurnar voru að mótmæla morði, sem framið hafði verið á 24ra ára gamalli konu þar í borg- inni.— Við giftingu hennar hafði komið í ljós að heim- amundurinn var harla lít- ill. — Hafði svarið verið að konan var brennd til bana!— I kröfugöngunni heimtuðu konurnar að aðstandendur brúðgumans yrðu handtekn- ir,— A spjöldunum mátti einnig lesa að konur skyldu ekki brenndar! „brjú á palli" syngja við opnun íslandsvökunnar í Rovaniemi. landsins og menningu", eins og segir í finnska blaðinu „Kaleva" 7. maí. Ólafur Jóhannesson forsætisráð- herra lagði áherslu á það sem sameig- inlegt er með norður-Finnum og íslend- ingum og hélt einkum fram gildi byggðastefnu. Landshöfðinginn Asko Oinas flutti kveðjur ríkisvaldsins og lagði áherslu á allt það, sem norður-finnum væri unt að nema af íslendingum, þá sér í lagi í sambandi við fiskirækt og fiskvernd, en einnig á sviði heimilisiðnaðar. Formaður Norræna félagsins í Finn- landi Pohjola-Norden, Tuure Salok, en hann er einnig borgarstjóri í Rovan- iemi, stærstu borg Norður-Finnlands, sagði: „sjálfstætt og óháð Island er okkur leiðarvísir í kröfum okkar um meira sjálfstæði hér í Lapplands-léni“. „Þegar við höfum barist fyrir Há- skóla og öðrum stofnunum, þá höfum við bent á ísland sem fordæmi", sagöi Tuure Salo, og sagði að Háskóli Islands væri fullkominn háskóli, þrátt fyrir fámenni þjóðarinnar. Sðngflokkurinn Þrjú á palli þau Edda Þórarinsdóttir, Halldór Krist- insson og Troels Bendtsen skemmtu gestunum við aðalhátíðahöldin í Rov- aniemi, en þau ferðuðust síðan ásamt Hjálmari víða um Norður-Finnland. Komu í skólaheimsóknir , að jafnaði tvær á dag, og sungu á fundum í Kolari, Kittilá, Kemijarvi, Tornio, Hampar- anda í Svíþjóð og loks í Kemi. „Það er sannarlega sjaldan sem maður sér Torniobúa taka svo við sér og lifa með í dagskránni, eins og síðastliðinn fimmtudag á íslandskvöld- inu í Tornio“, segir Pohjolan Sanomat föstudaginn 11. maí, en Pohjolan San- omat er annað stærsta dagblað á svæðinu, óflokksbundið frjálslynt dagblað. Blaðið segir frá frú Lailu Pentzin frá Tornio, sem hafði komið á íslands- kvöldið í íslenskum kjól með sjal úr íslenskri ull, en frú Laila Pentzin hafði komið til Islands fyrir tveimur árum. „Ég er yfir mig hrifin af íslandi og á mér þá ósk heitasta að komast enn einu sinni þangað, fara um allt landið og sjá aftur yndislegar útisundlaugarnar og hverina. Það besta við að vera á Islandi er að vera uti í náttúrunni", hefur blaðið eftir Lailu Pentzin. öðruvísi“. í greininni er sagt frá því að bækur séu jafn sjálfsagðar á ísienskum heimilum og borð og stólar, og að heimilisbókasafnið vaxi á hverri hátíð og tillidegi, vegna þess að bækur eru algengustu gjafir á Islandi. „Það væri einnig furðulegt ef íslend- ingar hefðu eyðilagt tungu sína og áhuga á bókmenntum, vegna nýrra tíma. Þeim hefur nefnilega tekist að varðveita mál sitt undir þúsund ára erlendri yfirstjórn, og með stuðningi fornra minnisblaða, fornsagnanna. Islenskan hefur því haldið séreinkenn- um sínum. Það athyglisverðasta við nútíma ísl- ensku er að þrátt fyrir að málið sé gamalt og tekist hafi að varðveita það um aldir, þá er hér um að ræða tungumál, sem fullkomlega svarar þörfum nútímans í tjáningu og hugsun, segir í blaðinu og er síðan gerð nánari grein fyrir erindi Njarðar P. Njarðvík, sem hann flutti norðurkollubúum á námskeiði í Skálholti á s.l. sumri. Einnig birti blaðið „Lapin Kansa“ kafla úr kennslubók í íslensku á sömu blaðsíðu. íslensku þátttakendurnir rómuðu mjög allt skipulag, gestrisni og fyrirgreiðslu meðan á vikunni stóð. Formaður Norræna fðlagsins. Hjálmar Óíafsson. flytur ávarp á samkomu i borginni Tornio. fclk í réttum rSty I HANDJÁRNUM er brezki majorinn Bob Astles, helzti ráðgjaíi og samverka- maður Idi Amins hins fallna einræðisherra í Kenya.— Astles major er hér verið að leiða inn í réttarsal í höfuðborginni Nairobi, en þar á hann að svara til saka m.a. fyrir morðákæru. ISLANDSVIKAN í Norður-Finnlandi PWKIM íslands-vika var haldin í Norður- Finnlandi. dagana 6. til 12. maf eins og fyrr hefur verið frá sagt. Það var Norræna félagið í Finn- landi, Pohjola Norden í samvinnu við Norræna félagið á fslandi, sem stóð fyrir þessari menningarviku, en á henni var ni.a. listsýning, handyrða sýning og ljósmyndasýning. Á listsýningunni sem var á vegum félags íslenskra myndlistarmanna voru verk eftir Sigríði Björnsdóttur, Hring Jóhannesson, Þórð Hall, Jóhannes Geir, Braga Ásgeirsson, Gunnlaug Stefán Gíslason og Jón Reykdal. Þetta var fjölsótt sýning og fékk góða dóma í blöðum. Einnig var sett upp ijósmyndasýn- ing. „ísland — 110 ára“, en myndirnar eru eftir Johann Henrik Piepgrass, þessar sýningr báðar voru í borginni Kemi við botn Botneskaflóans, en handyrða sýningin stóð í Rovaniemi. Aðalhátíð Islandsvikunnar var haldin í Rovaniemi 6. maí, en þar talaði Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra, formaður Norræna félagsins í Finn- landi Tuure Salo, landshöfðinginn í Lapplands-léni Asko Oinas og formað- ur Norræna félagsins á íslandi Hjálmar Ólafsson, sem gerði grein fyrir sögu íslands, „en Hjálmar Ólafss- on kynnti sögu íslensku þjóðarinnar, baráttu hennar við eld og ís, náttúru „Náttúra íslands er allt öðru vísi en það sem við eigum að venjast, landið er athyglisvert, fullt af andstæðum, heitu vatni og jöklum, málið er erfitt og það er öðru vái en önnur norðurlandamál í dag, þannig að við eigum erfitt með að skilja það.“ Þetta segja skólanemendurnir Anu Alapoikela, Anna Kouva og Jukka Jumisko í viðtali við dagblaðið „Lapin Kansa“ þ. 10. maí, eftir að íslandskynn- ing hafði farið fram í skólanum hjá þeim dagana á undan, en þar voru sýndar kvikmyndir og sagt frá landinú. „Lapin Kansa“ gefur söngflokknum Þrjú á palli lofsverð ummæli og segir frá því að Troels Bendtsen hafi verið veiðifélagi Finnlandsforseta Urhos Kekkonens á laxveiðum á íslandi. Gerður Hjörleifsdóttir fékk góða dóma fyrir sýningu á íslenskum heimil- isiðnaði í Lappia húsinu í Rovaniemi, en einnig var þar sýning á verkum skólabarna. Börnin tjáðu hugmyndir sínar um ísland með teikningum. Gerður Hjörleifsdóttir segir blaðinu 6. maí að heimilisiðnaður sé vinsæll á íslandi, en aðaluppistaðan í honum er ullin. „Hér er um miklar gæðavörur að ræða, sem Islendingar flytja út í ríkum mæli til landa víðsvegar um heim“, segir blaðið. Einum degi áður, þ. 5. maí segir í sama dagblaði í fyrirsögn: „ísland er

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.