Morgunblaðið - 21.06.1979, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 21.06.1979, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ1979 11 Flóamarkadurinn Sambands dýraverndunarfélaga ÞÓTT seint voraði og gróður væri um hálfum mánuði á eftir, eru sumardvalarsvæðin víðs vegar um ,landið nú orðin ágæt og byrjað að taka þar við gestum. Á skrá eru 25—30 sumardvalarsvæði, sum nokkuð vel skipulögð og búnaður góður, önnur í uppbyggingu. — Stefnt er að því að öll upp- 1 hefur verið eftir því sem við fylli lágmarkskröfur. Mörg svæð- anna bjóða upp á nokkuð full- komna hreinlætisaðstöðu, svo sem snyrtingu, aðstöðu til baða og sundlaugar, möguleika til þvotta, sölu á ferðamannavarningi o.s.frv., sögðu þeir Eiríkur Ey- mundsson á Laugarvatni, formað- ur Félags eigenda sumardvalar- svæða, og Kristleifur Þorsteinsson á Húsafelli, varaformaður félags- ins, er blaðamaður hitti þá að máli. Sögðu þeir að hugmyndin væri að byggja upp hér á landi ekki lakari sumardvalarsvæði en erlendis. Því væri reynt að fylgj- ast með þróuninni þar og sam- ræma eftir því sem við á hér á landi. Vissulega hefði margt áunnist hér á síðari árum, þótt margt væri óunnið enn. Sá skiln- ingur væri orðinn almennur, að þessi þjónustugrein ferðamála væri þjóðinni nauðsynleg og ætti fullan tilverurétt. Félagið hefur haft samband við alla þá er tengjast ferðamálum á einn eða annan hátt, félögum og opinberum stofnunum og reynt verður komið að uppfylla reglu- gerð um tjald og hjólhýsasvæði i frá 1974, svo og aðrar reglur um j slíkt að því er þeir sögðu. Þá hefur verið leitað eftir staðfestingu á dvalargjöldum til viðkomandi stofnana. En að því er þeir Eiríkur og Kristleifur sögðu, munu dvalargjöld á íslandi vera um það bil helmingi lægri en gerist í öðrum löndum, þótt aðbúnaður sé líkur. Þeir bentu á, að gjaldeyris- tekjur okkar af erlendum ferða- mönnum væru orðnar fjórða mesta tekjulindin, yfir 10 millj- arðar árið 1978 að talið er, og óhætt að fullyrða að sumardvalar- svæðin ættu þar nokkurn hlut að máli. Ekki væri þó síður mikil- vægt á þessum erfiðu tímum að hvetja fólk til að ferðast innan- lands að öðru jöfnu og spara gjaldeyri og dvelja jafnframt í fögru umhverfi í hreinu lofti á mjög ódýran hátt. Þeir bentu á, að mörg sumar- dvalarsvæðin eru með góða hrein- lætisaðstöðu, flest hafa á boðstól- um algengan ferðamannavarning, víða eru sundlaugar og gufuböð, hótel í næsta nágrenni, bátaleiga, hestaleiga, íþróttavellir og göngu- leiðir. Á skrá félagsins eru tjald- svæði og þjónusta í Reykjavík, Húsafelli, Borgarnesi, Hreðar- vatni, Stykkishólmi, Vatnsfirði, Stóru-Giljá, Varmahlíð, Akureyri, Vaglaskógi, Laugum, Húsavík, Reykjahlíð og Skútustöðum, Ás- byrgi, Vesturdal, Egilsstöðum, Hallormsstað, Þórisdal, Höfn, Skaftafelli, Hrífunesi, Vík, Þjórs- árdal, Laugarvatni og Þingvöllum. Allt frá skóm upp í hjónarúm og hurðir Þær Bergþóra t.v. og Jórunn halda hér á verklegum samfestingi. Bak vid þær má sjá að úr mörgu er að velja. Ljósm. Mbl. Kristján. Sumardvalarsvæðin opn- uð víðs vegar um landið SAMBAND dýravcrndun- arfélaga íslands hcfur í u.þ.b. eitt ár rckið ílóa- markað að Laufásvegi 1 í Reykjavík til styrktar starfsemi sinni. Mbl. leit við á markaðnum nú ný- verið og spjallaði við að- standendur hans. Jórunn Sörensen formaður sam- bandsins og Bergþóra Skarphéð- insdóttir unnu við afgreiðslu þennan daginn, en að sögn þeirra vinna fjölmargir aðilar frá hinum ýmsu dýraverndunarfélögum við markaðinn í sjálfboðavinnu. Jórunn sagði að markaðurinn hefði gengið mjög vel þann tíma sem hann hefur starfað. „Mikið hefur borizt af fatnaði og öðru og við seljum allt sem okkur berst. Hér kennir margra grasa, t.d. er hér hægt að fá skótau, fatnað, búsáhöld, myndir, hurðir, eitt hjónarúm er nýkomið, bækur, yfir hundrað ára gamlir silfurplett- munir og margt fleira. Einnig má geta þess, að minningarkort Dýra- verndunarsambandsins eru af- greidd hér og eins áskrift að Dýraverndaranum, málgagni sambandsins." — Og'hvað er vinsælast? „Búsáhöldin. Þegar við fáum eitthvað af þeim, stoppa þau yfirleitt stutt við. Margir hafa fengið á sig góða skó og fatnað s.s. kápur og fleira." Jórunn sagði einnig, að fólk utan af landi kæmi oft á markað- inn og aðilar frá dýraverndunar- félögum þar ættu ekki minnstan þátt í að senda gjafir til markað- arins. Öllum ágóða er varið til starfsemi sambandsins, þ.e. verndunar dýra. Þær stöllur sögðust að lokum vilja færa öllum þeim, er styrkt hefðu starfsemina beztu kveðjur og þakklæti, og þá sérstaklega húsráðendum á Laufásvegi 1, sem veitt hefðu ómetanlega aðstoð. Markaðurinn er opinn alla virka daga frá kl. 14.00—18.00. j Verkstjórar gæti öryggis á vinnustað í LÖGUM UM öryggisráðstafan- ir á vinnustöðum segir m.a. að það sé skylda vinnuveitenda að upplýsa unga starfsmenn og óvana um allar þær hættur. sem kunna að felast í starfi þeirra og kenna þeim að vinna og um- gangast vinnustaðinn á öruggan hátt. í frétt frá öryggismalastjóra segir að verkstjórar séu fu!l- trúar vinnuveitenda og eigi að sjá um þessa fræðslu. Segir að nú sé sá tími sem mörg ung- menni séu að hefja störf á vinnumarkaðinum og skuli þeir því gæta þess að þeir sem séu undir umsjá þeirra skuli hafa fengið viðunandi fræðslu um hættur sem starfinu séu sam- fara. Auóvitaö Benidorm // o oo o Margra ára reynsla, brautryöjendur í Benidorm feröum. Reyndir fararstjórar, þjálfaö starfsfólk. Næsta brottför 11. júlí. Góðir greiðsluskilmálar. Seljum farseöla um allan heim á lægsta verði. Ferðamiðstöðin hf. AÐALSTRÆTI 9 — SÍMI 28133

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.