Morgunblaðið - 21.06.1979, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 21.06.1979, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ 1979 13 vinna markvisst að þessu strax og í sumarleyfið er komið. Þann- ig fáum við þá hvíld sem við þörfnumst um leið og við bætum samband við þá sem næst okkur standa og verðum ákveðnari og öruggari að takast á við streitu hins daglega lífs. Meginmark- miðið er að gera fólk hæfara að takast á við streitu. Áhersla verður lögð á: 1) Slökun 2) Hreyfingu. 3) Tjáskipti, þ.e. hvernig við tölum saman og á hverju samskipti okkar byggjast. Oft vill verða misbrestur á bein- um tjáskiptum, sem eru sér- staklega mikilvæg í hreinskil- inni sambúð. Dagskráin verður í aðalatrið- um þessi: Dagurinn hefst á léttri hreyf- ingu, síðan slökun. Eftir morgunverð tekur við hópstarf- semi um mismunandi tjáningar- form. Frá 11.30—16.00 geta menn notið sólar að eigin vild. Frá 16.00—19.00 er hópstarf- semi, hreyfing og slökun. Urval efnir til hjónaviku Morgunblaðinu hefur borizt eftirfarandi fréttatilk^nning frá Ferðaskrifstofunni Urval: Nýtið sumarleyfið betur, verið virkari og njótið sólar og sumars um leið og þið byggið upp sál og líkama. Vegna fjölda fyrirspurna hef- ur Ferðaskrifstofan Úrval ákveðið að fara út á nýja braut í sólarlandaferðum með því að bjóða hjónum að nýta sumar- leyfið á annan og betri hátt en áður. Okkur til aðstoðar höfum við þá Jóhann Inga Gunnarsson, þaulvanan fararstjóra í ferðum Úrvals og landliðsþjálfara í handknattleik, og Pál Eiríksson, sem hefur staðið fyrir samskon- ar námskeiðum í Danmörku og Noregi, fyrir norska atvinnurek- endafélagið N.A.F. Markmið Að slappa af er ekki einungis að liggja í sólinni. Mörg kom- umst við að þessu, þegar við förum til sólarlanda og okkur tekst ekki að slaka almennilega á fyrr en líður að lokum ferðar- innar. Og hvernig stendur á þessu? Of mikill hraði og álag ein- kenna um of okkar daglega líf og valda hjá okkur streitu. Mörg vinnum við þannig störf að þau taka meir á andlega heilsu okkar en líkamlega og fáum við litla hreyfingu í starfi. Það er stað- reynd að á meðan við leggjum áherslu á vissa líkamsstarfsemi hvílist önnur. Þau okkar sem stunda einhverja líkamsrækt vita það, að eftir slíka ástundun finnum við hversu endurnærð við erum á sálinni. Ef við losnum ekki við það álag sem starfinu fylgir, þá bitnar það oftast á þeim sem síst skyldi, þ.e.a.s. þeim sem standa okkur næst. Og allt of oft byggir þetta á misskilningi og því hve erfitt okkur reynist að tjá okkur á eðlilegan máta. Þegar til sólarlanda er komið, tekur það of langan tíma fyrir okkur að losna undan streitu daglegs lífs. Okkur tekst ekki að einbeita okkur að alhliða hvíld og byggja upp eðlilegt samband við okkar nánustu. Þess vegna er mörgum okkar nauðsynlegt að Dagarnir verða nýttir vel og fær fólk því nægan tíma til að aðlagast. sólinni. Þátttakenda- fjöldi miðast við 10 hjón. Námskeiðið stendur í eina viku (fyrstu viku ferðarinnar), síðan geta farþegar valið að dvelja eina til tvær vikur á sama hóteli eða í íbúð. Áætlað verð: Kr. 286.000.- í 2 vikur. Kr. 365.000.- í 3 vikur. Innifalið: Flugferðir, gisting á Hótel Columbus í tveggja manna herbergi með fullu fæði. Nám- skeiðsgjald, fararstjórn flutn- ingur til og frá flugvelli. Ekki innifalið: Brottfarar- skattur kr. 5.000 - auk þess koma hækkanir vegna olíuhækkana og gengissigs, eins og á aðrar sólar- ferðir. VSÍ: Ákvörðnn- inumsam- úðarverk- bann lögleg MÚRARAFÉLAG Reykjavíkur skrifaði fyrir stuttu Múrara- meistarafélagi Reykjavíkur bréf þar sem því er haldið fram að samúðarverkbann félagsins sé ólöglegt. Múrarameistarafélagið fól Vinnuveitendasambandinu að svara bréfi þessu og í svari þess til Múrarafélagsins er staðhæf- ingu þessari mótmælt og því haldið fram að öll skilyrði sem lög setji um vinnustöðvanir séu uppfyllt. I bréfi VSÍ segir m.a. að í bréfi Múrarafélagsins sé því haldið fram að samúðarvinnustöðvanir séu því aðeins heimilar að tengsl séu milli aðalvinnustöðvunar og samúðarvinnustöðvunar og segir VSI að fullyrðing þessi eigi sér enga stoð og beri fræðimönnum saman um að engin slík tengsl þurfi að vera til staðar. Er vitnað til ritsins Vinnuréttur þar sem segir: „Þegar stéttarfélag á í löglegu verkfalli er öðru stéttar- félagi heimilt að boða til samúð- arverkfalls með því enda þótt það eigi sjálft ekki í neinni kjaradeilu og kjarasamningur þess sé í gildi. Samúðarverkfall er því einfald- lega til þess fallið að styðja kröfur annarra, aðgerð til þess ætluð að bæta kjör annarra en þeirra sem til þess boða.“ Einnig er vísað til dóms félags- dóms þar sem segir að löggjafinn hafi almennt viðurkennt verkföll og verkbönn sem löglegar aðferðir í skiptum aðila vinnumarkaðarins og hvorki þar né annars staðar í íslenzkum lögum séu ákvæði er kveði á um tengsl milli samúðar- verkfalls og aðalverkfalls. u i.i.vsim; \simi\n KIÍ: . 22480 Júorflunblníiit) KOOAK SAFETY PILM 5063 KODAK S'AFETY FILm avnj AFETY FILM 5063 kOOAK 6AFETY FILM 5063 Ljósin í bænum, Magnús og Jóhann og Helgi Pétursson skemmta í Árnesi laugardagskvöld, Klúbbnum, sunnudagskvöld. Eitthvað sem enginn lifir án Á skaioor hf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.