Morgunblaðið - 21.06.1979, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 21.06.1979, Blaðsíða 24
4 24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ1979 Sesselja Bœringsdóttir fráHofakri—Minning Fædd 29. maí 1892. Dáin 18. maí 1979. Þann 26. maí s.l. var til moldar borin í Hvammi í Hvammssveit Sesselja Bæringsdóttir, síðast húsfreyja á Hofakri í sömu sveit. Bjart var yfir Skeggjadal, sólin skein glatt, búin að þíða svell og skafla, aðeins eftir hvítar rákir í giljum og hiíðargeirum. Fornhelg- ur friður hvíldi yfir Hvammi í Dölum; þar opnaði fangið fóstran góða og tók nú á móti sinni ferðlúnu dóttur. Sesselja Bæringsdóttir var fædd á Skarfsstöðum í Hvammssveit 29. maí 1892. Faðir hennar var Bær- ing Jónsson, bónda í Knarrarhöfn og konu hans Guðrúnar Magnús- dóttur. Móðir Sesselju var Mar- grét Sigurðardóttir, bónda á Saur- hóli og konu hans Sesselju Jóns- dóttur. Bæring og Margrét bjuggu á Laugum í Hvammssveit. Síðan voru þau í húsmennsku á ýmsum bæjum í sveitinni og stundaði þá Bæring atvinnu til sjós og lands, fjölskyldunni til framdráttar. Þau hjón eignuðust 10 börn, 8 náðu fullorðinsaldri. Árið 1900 andaðist faðir þeirra. Kom þá Margrét í húsmennsku til foreldra minna að Knarrarhöfn. Hún hafði með sér 2 dætur sínar, Sesselju á 9. ári og Ingunni á 2. ári. Ingunn litla andaðist fyrra árið sem þær voru hjá okkur. Margrét var mikilhæf kona, saumakona svo af bar, ólærð, en hafði saumað karl- mannajakkaföt með eigin handar nálsporum áður en saumavélar voru orðnar algengar. Hún var líka vel greind og ágætur hagyrð- ingur. Árin sem þær mæðgur voru hjá okkur, var Margrét við saumaskap um sláttinn á ýmsum bæjum í sveitinni og hafði Sellu með sér fyrra sumarið, en seinna sumarið var Sella léttatelpa hjá Sigríði konu Jens hreppsstjóra á Hóli. Aðra tíma ársins voru þær mæðg- ur heima. Mér fannst mikils um vert að fá þær á hemilið. Við Sella vorum jafngamlar og urðum fljótt miklir mátar. Sella var svo hláturmild og létt í lund; við undum saman í leik og starfi; á veturna bárum við saman bækurnar og undum illa ef önnur vissi meira en hin. Eftir tvö ár fluttust mæðgurnar að Hafursstööum á Fellsströnd. Þar byrjuðu þá búskap elsta dóttir Margrétar, Jóna Ingibjörg og maður hennar Jón Eiríksson. Þar dvaldist svo Sesselja sín þroskaár. En 17 ára gömul trúlofaðist hún Sigurði Breiðfjörð, ungum og glæsilegum efnismanni, sem þá átti heima á Hóli í Hvammssveit. þau sátu í festum 2—3 ár, því ekki + Maöurinn minn og faöir okkar ÓLAFUR HANNESSON sem lézt aö heimili sínu Austvaösholti 11. júní s.l. veröur jarðsunginn aö Árbæjarkirkju laugardaginn 23. júm' kl. 2. Unnur Jónsdóttir og börn. + Útför móður minnar ÁSTHILDAR SÆMUNDSDÓTTUR frá Gufuskálum, til heimilis aó Grettisgötu 38, veröur gerö frá Fossvogskirkju föstudaginn 21. júní kl. 13.30. Blóm og kransar afbeönir, en þeim sem vildu minnast hennar er bent á sjóð Matthildar Þorkelsdóttur. Fyrir mína hönd, tengdabarna, barnabarna og barnabarnabarna Elínborg Þóöardóttir. + Innilegar þakkir til allra þeirra sem auösyndu samuö og vinarhug viö andlát og útför eiginmanns míns, fööur, afa og bróöur GÍSLA PÁLSSONAR. Sérstakar þakkir viljum viö færa Karlakórnum Fóstbræðrum fyrir sinn þátt í aö heiðra minningu hins látna. Svanhvít Siguróardóttir, Katrín Gísladóttir, Guðný Rósa Gísladóttir, Sif Björk Hilmarsdóttir, Ása Pálsdóttir, Ragnhildur Pálsdóttir. + Þökkum af alhug auösýnda samúð og hluttekningu viö andlát og jarðarför BJARNA BJARNASONAR, Skáney. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsliöi sjúkrahúss Akraness fyrir ágæta umönnun síöastliöin ár. Vígdís Bjarnadóttir, Guðráóur Davíósson, Vilborg Bjarnadóttír, Marinó Jakobsson, Magnús Bjarnason, Brynhildur Stefánsdóttir. + Þökkum auösýnda samúö viö fráfall og jaröarför eiginkonu minnar, móöur okkar, tengdamóður og ömmu STEFANÍU DANÍELSDÓTTUR, Aóalstræti 8, ísafiröi. Bjarni Gunnarsson, Friörika Runny Bjarnadóttir, Högni Marsellíusson, Birna Bjarnadóttir, Daníel Jónsson, Gunnar Bjarnason, Helga Eyjólfsdóttir, Brynjólfur Bjarnason, Margrót Ólafsdóttir, Daníelína Jóna Bjarnadóttir, Jón Víkingsson, og barnabörn. var almennt þá, að stúlkur giftust svo ungar. Á þeim árum var Sesselja 1 vetur í Reykjavík, í húsi hjá frú Kristínu Jakopssen, konu Jóns Jakopssen landsbókavarðar. Sigurður og Sesselja giftust árið 1912. Var hjónaband þeirra traust og mjög ástúðlegt. Árið 1915 fóru þau að búa í Rauðbarðaholti, næsta bæ við Knarrarhöfn og bjuggu þar til ársins 1921. Þá fluttust þau að Köldukinn á Fellsströnd. Sama vor fluttist ég að Breiðabólsstað; skilur áin aðeins jarðirnar; við vorum því áfram nágrannakonur og féll aldrei skuggi á okkar vináttu. Kaldakinn er lítil jörð. Sigurður bætti tún og byggði upp hús, allt sýndi góða umgengni, úti og inni. Sigurður var eftirsóttur smiður og vann mikið utan heimilis. Var þá húsfreyjan oft ein með börn sín og búsumhyggju. Hún var þeim vanda vaxin. Hversdagserfiðið mætti hún með bjartsýni. Kímn- istilsvör og léttur hlátur brugðu birtu á umhverfið og á götu þeirra sem hún umgekkst. Slík skapgerð er mikil gjöf. Sesselja var greind kona og bókhneigð. Félagslynd var hún og hjálpsöm. Á yngri árum voru þau hjón virkir þátttakendur í ungmennafélagsstarfinu í Hvammssveit, og eftir að þau fluttust á Fellsströnd var Sesselja góður og fórnfús meðlimur í kvenfélaginu Hvöt. Sigurður og Sesselja eignuðust 6 börn, dreng nýfæddan misstu þau, hin eru: Fjóla, giftist Guðmundi Ágústs- syni frá Stykkishólmi. Þau eiga þrjú börn. Jóhanna Hólmfríður, gift í Los Angeles í Ameríku. Margrét, gift Jóni Hjálmtýs- syni, bónda Saursstöðum Hauka- dal. Þau eiga sjö börn. Eiður, giftur Ásu Árnadóttur, símstöðvarstjóri í Vogum. Þau eiga þrjú börn. Stefnir, ógiftur. Tryggvi Jónsson — Minningarorð Fæddur 17. febrúar 1961. Dáinn 5. október 1978. Fallinn er nú félagi góður, farinn á drottins fund. Var sem besti bróðir, bætti allra lund. Þessi orð eiga svo sannarlega við um bróður minn, sem lést í vinnuslysi 5. október, er hann var einn að störfum við að koma stórri stauraborvél niður fjalllendi. Bróðir minn Tryggvi Jónsson fæddist í Keflavík. Fluttist hann ungur ásamt eftirlifandi fjöl- skyldu sinni, móður sinni Krist- björgu Einarsdóttur og föður Jóni Þorvaldssyni, bróður Einari og systur Þuríði til Stokkseyrar og bjó þar til ársins 1975, en þá fluttist hann ásamt fjölskyldu til Þorlákshafnar. Diddi, en svo var hann ætíð kallaður, hafði unnið við fiskverkun í Þorlákshöfn en hafði mikinn hug á að komast að störfum til Rafmagnsveitunnar þar sem vinur hans starfaði. Og varð það úr að hann byrjaði við lagningu Vestfjarðalínu vorið 1978. Líkaði honum mjög vel í alla staði, eignaðist þar fjölda félaga, sem ég vil þakka allan þann Björn H. Björns- son — Minning í dag verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju Björn H. Björns- son, fyrrverandi baðvörður í Sundhöll Reykjavíkur. Björn var Skagfirðingur, fædd- ur að Skefilsstöðum á Skaga í Skagafirði þann 21. marz 1897, sonur hjónanna Guðrúnar Björns- dóttur og Björns Ólafssonar, sem þar bjuggu. Tuttugu og fimm ára fluttist hann til Sauðárkróks og vann þar við ýmis störf á vetrum, en á sumrum vann hann við síldar- verkun í Siglufirði. Árið 1926 lá leið hans til Reykjavíkur og gerðist hann starfsmaður hjá Kveldúlfi h/f, síðar réðst hann til Sundhallar Reykjavíkur sem baðvörður og var þar hartnær 30 ár, er hann hætti störfum fyrir aldurs sakir. Bjössi, eins og við vinir hans kölluðum hann, undi því illa að hafa ekkert fyrir stafni og réðst hann því til mín og starfaði við verzl. Ratsjá hf á Laugavegi þar til fyrir rúmum tveimur árum að heilsan bilaði. Bjössi var að ýmsu leyti sér- stæður maður. Reglusemi hans og trúmennska voru mjög einkenn- ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu línubili. Árið 1948 bauðst Sigurði stærri og betri jörð til ábúðar. Þröngt var orðið um bústofninn í Köldu- kinn. Þessi jörð var Hofakur í Hvammssveit. Þangað fluttu hjónin frá Köldukinn. Ekki var aðkoman þar þægileg. Veturinn áður hafði bærinn brunnið og byrjaði Sigurður strax um vorið að koma upp myndarlegu stein- húsi, einnig byggði hann upp önnur hús, girti og bætti jörðina. Þetta var mikið átak fyrir öldruð hjón. Eftir 12 ára búskap á Hofakri var heilsa þeirra farin að bila. Brugðu þau þá búi og fluttust að Sólheimum í Vogum. Þar var þá Eiður sonur þeirra orðinn búsettur. Sigurður lifði þar aðeins hálft ár. Hann var jarðsettur í Hvammi í Dölum 7. febrúar 1962. Eftir það bjó Sesselja áfram í skjóli barna sinna, svo um skeið í Ási í Hveragerði, síðast í Garð- vangi í Garði. Þar andaðist hún 18. maí 8.1., vantaði 11 daga til að verða 87 ára gömul. Henni var hlíft við þungri sjúkdómslegu, hafði fótavist til síðasta dags, var hress og hlý í viðmóti. Síðasta daginn hallaði hún sér út af til að hvíla sig. Hún vaknaði ekki aftur til þessa lífs. Eilífðarvissuna átti hún bjarta í sinni sál og henni hafa ekki orðið það vonbrigði að vakna. Blessuð sé minning hennar. Steinunn Þorgilsdóttir, Breiðabólsstað. hlýhug og aðstoð sem þeir veittu við útför broður míns. Það er erfitt að sætta sig við slíkan bróðurmissi, en þeir deyja ungir sem guðirnir elska og því trúi ég. Diddi var félagslyndur mjög, og yfirleitt hrókur alls fagnaðar þar sem hann kom. Höggvið er því stórt skarð í vinahóp okkar, og það verður aldrei fyllt. En minningarnar eigum við ávallt, og vil ég minnast Didda bróður míns í þessari bæn sem ég hef tileinkað honum. Guð faðir, við þig einan get ég talað opinskátt um ástvin minn, sem þú hefur nú kallað til þín. Þú einn hlustar, þú einn veist hvernig honum líður nú. Dagar og vikur líða, lífið gengur sinn vana- gang, en enginn getur fyllt upp tómarúmið hjá mér. Hjálp mér að bera einsemd mína og minnast alls þess í þökk sem við áttum saman, en einblína ekki á minn- ingarnar, heldur elska og annast lífið sem þú gefur mér og fólk það sem umhverfis mig er. Segðu mér að ástvinur minn sé óhultur í gleðinni hjá þér og ég fái einnig að mæta honum þar fyrir sakir Jesús Krists frelsara míns og Drottins. Hvíl í friði elsku bróðir. Þín systir. andi í fari hans ásamt snyrti- mennsku, sem vakti athygli þeirra sem til þekktu. Áhugamál hans utan við störfin voru ferðalög, hann var í Ferða- félagi íslands og síðar í Útivist og ferðaðist mikið enda mikill aðdá- andi ósnortinnar náttúru. Við börn Ólínu systur hans á Sauðárkróki þökkum honum inni- lega alla vináttu og tryggð, sem aldrei brást. Far þú í friði, friöur Guöh þi>r blesHÍ, hafðu þökk fyrir allt og allt. Geiri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.