Morgunblaðið - 24.06.1979, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 24.06.1979, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ1979 7 Hvaö geta börn og unglingar gert í surnar: Dans, íþróttir og grænmetisræktun Frá leikja- og íþróttanámskeiðinu á Akureyri á síðasta ári. — meöal þess sem börnum og unglingum Akur- eyrar veröur boöiö upp á í sumar. ÆSKULÝÐSRÁÐ Akureyrar, íþróttaráð Akureyrar, garð- yrkjustjóri Akureyrar og leik- vallanefnd Akureyrar sjá um sumarstarf fyrir börn og ungl- inga á Akureyri í ár. Leikja- og íþróttanámskeið Æskulýðsráðs Akureyrar hófust 14. júní s.l. og verða þau með svipuðu sniði og verið hefur, en reynt verður þó að hafa þau fjölbreyttari. Námskeiðin verða sem fyrr kynning á leikjum og ýmsum íþróttagreinum. Ráðgert er að hafa dansnámskeið í Dyn- heimum fyrir alla flokka á sumrinu og verða þar kenndir gömlu dansarnir og þjóðdansar. Einnig verður efnt til kvöldvöku, kvikmyndasýninga og lengri og skemmri ferða innanbæjar og utan. Náið samstarf verður haft við skólagarða bæjarins um ferðir og samkomuhald. Nám- skeiðin standa til 2. ágúst en rétt til þátttöku hafa öll börn á aldrinum 6—12 ára. Aðalstöðvar námskeiðsins verða við barna- skóla bæjarins en einnig verða frjálsar íþróttir kenndar á íþróttavelli bæjarins þar sem síðar í sumar verða haldnir eins konar „Andrésar Andar-leikir“ í frjálsum íþróttum fyrir þátttak- endur á námskeiðinu. Þá eru ráðgerð a.m.k. þrjú víðavangs- hlaup fyrir alla aldurshópa. Leikvellir í sumar verða starfræktir 9 gæsluvellir á Akureyri, þar af 2 allt árið. Þá verða 3 starfsvellir opnir þar sem börn geta smíðað hús og fleira. í sumar verða þessir vellir opnir alla virka daga frá kl. 9—12 og 14—17. 12 boltavellir og 23 almennir leik- vellir verða opnir í sumar á Akureyri. Áætlað er að ljúka frágangi Gerðavallar og gerð nýs almenns vallar í Lundarhverfi. Þá er áætlað að hefja byggingu gæslu- húss og gæsluvallar í Hlíða- hverfi. Umsjónarmaður með leikvöllum bæjarins er Jón B. Arason. Reiðskóli Fyrirhugaðar eru nokkrar breytingar á starfsemi Reiðskól- ans nú í sumar, þannig að nám- skeiðin nái yfir lengri tíma og verði þá jafnframt færri þátt- takendur í einu. Námskeiðin eru á vegum Léttis og æskulýðsráðs Akureyrar. fyrsta námskeiðið er áætlað 5. júlí til 18. júlí, annað 19. júlí til 1. ágúst og þriðja námskeiðið er áætlað 2. ágúst til 15. ágúst. Þrjú námkeið verða á hverjum degi með 10 þátttak- endum hvert. Námskeiðin hefast dag hvern kl. 9, 13 og 16. nám- skeiðsgjald er 10.000 krónur og er innritun hafin á skrifstofu æskulýðsráðs. Dynheimar Æskulýðsheimilið Dynheimar verður opið í allt sumar. Diskó- tek verða flestar helgar og opið hús í miðri viku. Aldurstakmark er yfirleitt árgangur 1965 og eldri, þ.e.a.s. þeir sem verða 14 ára á árinu. Einnig verður eitt- hvað um skemmtanir fyrir 16 ára og eldri. Dynheimar eru opnir fyrir félög og félagasamtök undir fundi og innanfélagsskemmtan- ir. Forstöðumaður hússins er Haraldur Hansen. Skólagarðar I sumar verða skólagarðar starfræktir á tveimur stöðum í bænum. Glerárhverfi og gömlu gróðrarstöðunni. Börnum á aldr- inum 10—12 ára gefst kostur á að vinna þar við ræktun algeng- ustu grænmetistegunda og er uppskera barnanna laun fyrir starfið. Þegar ekki er unnið að ræktunarmálum fara börnin með starfsmönnum garðanna í stuttar gönguferðir, átthaga- kynningar í nágrenni bæjarins. Skólagarðarnir starfa tvo tíma á dag og verða hópar bæði fyrir og eftir hádegi. Garðarnir verða starfræktir frá mánaða- mótum maí/júní til ágústloka. Innritun í skólagarðana er á vinnumiðlunarskrifstofu Akur- eyrar. Verkstjóri er Elín Ant- onsdóttir en garðyrkjustjóri er Árni Steinar Jóhannsson. Félagsmiðstöð Lundaskóla Opnuð hefur verið félagsmið- stöð í Lundaskóla. Félagsaðstaða þessi er fyrst og fremst ætluð fyrir félög og klúbba á brekk- unni, bæði fullorðna og ungl- inga. Félagsmiðstöðin tekur væntanlega til fullra starfa í haust. Reiðskóli verður starfræktur í ár eins og undanfarið á vegum hestamannafélagsins Léttis og æskulýðsráðs Akureyrar. Fundur um hvalveiðimál Fundur á vegum starfshóps Náttúruverndarfé- lags Suövesturlands um hvalavernd veröur haldinn í ráöstefnusal Hótels Loftleiöa mánu- daginn 25. júní kl. 20.30. Stutt framsöguerindi veröa haldin þar sem reynt veröur aö svara spurningunni „Er stefna íslands í hvalveiöimálum byggö á vísindalegum grunni og samræmist hún náttúruverndarsjónarmiöi?" Fulltrúum opinberra aöila, Hvals h/f og fleirum sem hlut eiga aö máli er boöiö á fundinn. Allir velkomnir. Starfshópur N.V.S.V. um hvalavernd. Verktakar Ræktunarsambönd INTERNATIONAL TD8B INTERNATIONAL 3500 TRAKTORSGRAFA Hagstætt verð. Véladeild Sambandsins Ármúla 3 Reykjavik Simi 38900

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.