Morgunblaðið - 24.06.1979, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 24.06.1979, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ1979 17 fyrir Rússa, og segir m.a. viðskipt- in við þá „hafa jafnan farið fram á grundvelli gagnkvæmra hags- muna og hefur aldrei verið ástæða til að ásaka Sovétmenn um neina ósanngirni". Er það nú alveg rétt? Er það ekki ósanngirni stórþjóðar að halda fast við þá stefnu að arðræna litla þjóð, þegar olíusala er allt í einu miðuð við brask- markað? En auðvitað er það rétt, að hér er ekki fyrst og síðast við rússneska ráðamenn að sakast, heldur íslenzka, sem áttu fyrir löngu að vera búnir að ræða við viðsemjendur okkar og óska eftir því, að við fengjum leiðréttingu mála okkar vegna breyttra að- stæðna. Þá hefði afstaða Sovét- manna komið í ljós. Þá fyrst hefði verið hægt að ræða við þá í alvöru. En þetta hefur því miður ekki verið gert. Það er eins og við- skiptasamningurinn við Sovétrík- in sé heilög kýr, sem ekki megi slátra, hversu illa sem árar. Þjóðviljinn segir ennfremur sl. fimmtudag, að íslendingar hafi „fyllilega haldið sínum hlut í þeim viðskiptum" (þ.e. viðskiptunum við Sovétríkin). Það var rétt, en ekki lengur, því miður. Auk þess er ástæða til að benda á, að engum ætti að koma afstaða Morgun- blaðsins á óvart. Þegar 1975 — og raunar fyrr — reyndum við að vara við þróuninni í olíumálum og bentum á, að Sovétríkin hefðu keypt af okkur vörur 1974 fyrir 2.500 milljónir króna, fyrst og fremst fiskafurðir. En á sama tíma keyptum við vörur frá Sovét- ríkjunum fyrir 5.000 millj. kr., aðallega oliu. Mismuninn urðum við að sjálfsögðu að greiða í hörðum gjaldeyri skv. tilteknum reglum. Þessar tölur hafa að sjálfsögðu margfaldazt, miðað við það, sem nú er uppi á teningnum. Morgunblaðið sagði í forystu- grein 1975 m.a.: „Veturinn 1974 voru Sovétmenn mjög aðgangs- harðir um greiðslu og skuld Is- lendinga við þá, eins og menn kannski muna, og kröfðust tafar- lausrar greiðslu á skuldinni, eins og hún stóð í janúar og febrúar 1974.“ Var þetta kannski ekki íhugunarefni? Og er þetta ekki íhugunarefni? Ashkenazy sagði í samtali við Morgunblaðið þegar 1972, að við skyldum ekki vera „barnalegir" i viðskiptum við Sovétríkin. Hann sagði m.a., að Sovétstjórnin kynni að færa sér tímann í nyt, eins og hann komst að orði. „Hún mun ginna Islend- inga smám saman að væntanlega mjög hættulegum punkti, ef svo mætti segja, og á örlagastundu gætu Islendingar glatað sjálfstæði sínu, enda þótt ég viti, að þjóðin er mjög sjálfstæð í eðli sínu og upplagi. En það voru Eistlending- ar einnig og aðrar þjóðir, sem ginntar voru. Líttu á Litháa. Tálbeitan, sem stjórnendur Sovét- ríkjanna munu leggja fyrir íslend- inga verður m.a. girnileg efna- hagsaðstoð." Hafa Þjóðviljamenn og þeir ráðamenn, sem gagnrýnt hafa Morgunblaðið, leitt hugann að þessu? Hvernig væri að gera það í góðu tómi? Þjóðviljinn — og raunar Tíminn líka — klifa á því, að þróun olíumála á Rotterdammarkaði sýni frjálst verðmagnskerfi í reynd. Þarna sé hinn frjálsi mark- aðsbúskapur, hin raunverulega frjálshyggja Morgunblaðsins og Sjálfstæðisflokksins. Þetta er al- rangt. Þetta er svona álíka rangt og ef því væri haldið fram, að auðhringamyndun í Bandaríkjun- um sýndi ágæti frjáls markaðar. Við auðhringamyndun þar í landi liggja þung viðurlög. Allt slíkt er talið til lögbrota og raunar til þess fallið að vega að rótum frjáls markaðskerfis. Hið sama má segja um Rotterdammarkaðinn. Hann er ekkert einkenni fyrir frjálsa verðmyndun. Hann er þvert á móti samtök spekúlanta, arðræn- ingja og þeirra þjóða, sem vilja hagnast á siðleysi. Þjóðviljinn hafnaði því um daginn, að hags- munir olíukónga og alþýðubanda- lagsmanna færu saman. Það er rétt, við höfum engin uppá.skrifuð plögg um það, ekki frekar heldur en við getum sýnt Rotterdam- markaðinn, því að hann er ósýni- legur. Samt vita allir, að hann er til. Þannig vita einnig allir, að hið ósýnilega heilaga bandalag olíu- kónga og alþýðubandalagsmanna hefur enga skrifstofu. Það er ósýnilegt! Það er samt sem áður staðreynd með sama hætti og Rotterdammarkaðurinn er stað- reynd, þó e.t.v. sé hægt að leiða rök að því, að hann sé ekki til! Hvar er lekiim?! Þjóðviljinn segir m.a. á fimmtu- daginn, í stöðu hins særða dýrs: „En hvort sem viðræður við Sovét- menn um olíuinnkaup skila árangri eða ekki, verður ekki hjá því komizt að Morgunblaðsrit- stjórarnir geri grein fyrir því, hvar ódýru olíuna þeirra er að finna.“ (Leturbr. Mbl.) Og enn- fremur að ritstjórar Morgunblaðs- ins verði „jafnframt að benda á hvar hagstæðari innkaup eru möguleg (en í Sovétríkjunum).“ Þótt Morgunblaðið hafi leitazt við að benda á hættuna í sam- bandi við olíukaup okkar nú, ber því engin skylda til að benda á nýjar leiðir. Það er ekki í verka- hring dagblaðs að leysa olíumál íslenzku þjóðarinnar. Það er aftur á móti hlutverk þess að veita þeim aðhald, sem sofið hafa á verðinum. Það verður að vekja svefngengla vanans. Það hefur Morgunblaðið reynt að gera. Þeir eru líka byrjaðir að rumska. Þó að Morgunblaðið berðist t.a.m. gegn því, að einhver pest kæmist til íslands, segjum mæði- veiki, væri ósanngjarnt að krefj- ast þess, að blaðið ætti ráð við því að hefta útbreiðslu slíkrar veiki, hvað þá að lækna hana. Allt slíkt er í verkahring sérfræðinga, þeirra sem tekið hafa að sér að annast slíka opinbera þjónustu fyrir fólk- ið í landinu. En dagblað á að vara við hættunni og koma með tillög- ur, ef það hefur hugmyndir til úrbóta. Þannig skorast Morgun- blaðið nú ekki undan því að benda á leiðir: 1) Hefur ekki Benedikt Gröndal lýst því yfir, að Frydenlund, utan- ríkisráðherra Norðmanna, hafi tekið mjög vel í þá málaleitan íslenzkra stjórnvalda, að Norð- menn seldu íslendingum olíu á hagstæðara verði en þeir hafa fengið hjá Rússum? Gætum við ekki gert víðtækan hagsmuna- samning við Norðmenn, t.a.m. í sambandi við Jan Mayen, svo að dæmi sé nefnt? Geir Hallgrímsson minntist á þetta eftir för sína til Noregs haustið 1975. Þá ætlaði allt um koll að keyra, m.a. í Tímanum. Lagzt var á málið í viðskipta- ráðuneytinu. En nú úpplýsir olíu- og orkumálaráðherra Noregs, Bjartmar Gjerde, að íslendingar geti fengið norska olíu innan tíðar á helmingi lægra verði en á Rotterdammarkaði nú, og ef þeir hefðu gert samning við Norðmenn á sínum tíma hefðiíslenzka þjóðin sparað sér milljarða króna, sem runnið hafa í Rotterdamhít Rússa. 2) Hefur ekki Bjarni Magnús- son gengið á fund viðskiptaráð- herra og skýrt honum frá því, að möguleikar séu á því að kaupa óunna olíu í Nígeríu? Væri ekki ástæða til að kanna það rækilega? Við þurfum á að halda verðmæt- um markaði í Nígeríu. Þangað seljum við skreið. Og bezt af öllu væri, að við fengjum olíu á hagstæðu verði frá þessum miklu olíuútflytjendum, sem þar eru. Fram hefur komið tillaga um að hreinsa olíuna í Portúgal og efla þannig mikilvæga verzlun okkar og viðskipti við Portúgala. Mætti ekki kanna þessa leið til hlítar? 3) Einn af olíuforstjórunum - hefur raunar svarað viðskipta- ráðherra, þegar hann heldur því fram, að þeir olíukóngar hafi ekki bent á neinar leiðir til að fá olíu á hagstæðara verði. Stjórnarfor- maður Skeljungs upplýsti, að það hefði ekki verið kannað til hlítar, hvort við gætum fengið olíu á hagstæðara verði, t.a.m. hjá olíu- félögum. Tilvitnanir í stjórnarfor- manninn og viðskiptaráðherra hafa verið birtar hér í Morgun- blaðinu og verður það ekki endur- tekið. Þær voru formanninum Hallgrími Fr. Hallgrímssyni til sóma, þó að hann gengi of langt í gagnrýni á Morgunblaðið. En upp- lýsingar hans og ráðherrans stangast gjörsamlega á, eins og alþjóð er nú kunnugt. Þannig mætti lengi telja. Olíu- innflutningur okkar er svo lítill miðað við önnur lönd, að margir eru þeirrar skoðunar, að við gæt- um fengið þennan leka frá ýmsum aðilum, bæði olíufélögum og lönd- um eins og Bretlandi og Banda- ríkjunum. Ráðamenn eru að rumska. Morgunblaðið fagnar því. Skrif „vitsmunaveranna" og „hins galna" ritstjóra eru að bera árangur. Svo geta menn kallað okkur hvað sem þeir vilja. Til- gangur blaðsins hefur enginn ann- ar verið en sá að reyna að vekja menn til umhugsunar um þá hættu, sem stafar af einhliða olíukaupum okkar frá Sovétríkj- unum. Á þessa hættu hefur áður verið bent. Hún er ekki síður fyrir hendi nú um stundir en áður. Við eigum að dreifa þessum kaupum, ef mögulegt er. ÁÖur hefur verið talað um fiskinn, sem við seljum Sovétmönnum. Hann er ekkert slor. Ekki hefur hann hækkað á Rússlandsmarkaði, heldur er hann samningsbundinn, þó að olían rjúki upp úr öllu valdi. Auðvitað ætti fiskur á Sovétmarkaði að fylgja verðhækkun á Bandaríkja- markaði, þó að rétt sé, að sá fiskur, sem við seljum til Rúss- lands, er ekki sama gæðavaran og sá, sem fer á Ameríkumarkað. Frystar fiskafurðir hækkuðu síð- ast í Bandaríkjunum skömmu fyrir jól, eða um 11,5% þorskflök- in, og 30. apríl sl. voru hækkanir á bilinu 5—15%, þar af hækkuðu þorskflök um 10,6%. Verð á þorskflökum okkar á Bandaríkja- markaði hefur þannig hækkað um 22,1% á fjögurra mánaða tímabili. Það mætti kannski benda Rússum á það, án þess að roðna. Svo er enn eitt. Olían til íslands er ekki nema dropi í olíuhafinu. Við kaupum ea. 600 þús. tonn. Rússar selja lepp- ríkjum sínum á fjórða hundrað milljónir tonna á ári, sumum á hagstæðara verði en okkur. Allir vita, að nú er skortur á olíu. Hann verður ekki leystur með einu pennastriki, á það hefur áður verið bent hér í blaðinu. En er það ekki einnig hættulegt að fá alla olíuna úr einum stað, t.a.m. ef Rússar ákvæðu að skera niður allan olíuútflutning? Hvar stæð- um við þá? Það yrði álíka og að hefta blóðrás í líkama sjúklings. Þykir íslenzkum ráðamönnum þægilegt að eiga þetta og annað yfir höfði sér? Morgunblaðinu þykir það a.m.k. ekki fyrir hönd íslenzku þjóðarinnar og telur skyldu sína að benda á það, hvað sem hver segir. Þá hefur það ekki farið framhjá nokkrum Islendingi, að ríkisstjórn landsins hefur beinlínis grætt á olíuhækkuninni. Hún hefur náð til sín milljarða gróða vegna hækk- unarinnar. í ritstjórnargrein í málgagni Félags íslenzkra bif- reiðaeigenda segir m.a. svo, en blaðið (Ökuþór) er nýkomið út: „Innkaup eru gerð hjá Rússum og verðið ákveðið af þeim eftir svo- kölluðum Rotterdammarkaði. Það verð virðist langtum hærra en það sem allar aðrar þjóðir þurfa að greiða og gildir það um sumar austantjaldsþjóðir einnig, sem kaupa benzín af Rússum." Síðan benda forráðamenn Fé- lags íslenzkra bifreiðaeigenda á, að af síðustu 51 kr. hækkun komu í hlut Rússa 26 kr., í hlut íslenzka ríkisins 23 kr. „fyrir ekkert“, eins og komizt er að orði, og í hlut olíufélaga 2 kr. vegna hækkaðs dreifingarkostnaðar. „Síðasti liður hefði kannski verið 23 kr. fyrir ekkert + 2 kr. fyrir hækkun á kostnaði = 25 kr. hækkun til ríkisrekinna olíufélaga, ef þau hefðu verið til.“ Væri ekki einnig ástæða til að hafa þetta síðastnefnda í huga? Benzíntunna frá BP — og samúðar- kveðjur frá okkur og Steini „Vitsmunaverurnar" og „hinn galni" ritstjóri láta þennan sunnu- dagspistil nægja í bili. Ríkisfjöl- miðlum er heimilt að lesa hann upp, ásamt öðru því, sem Morg- unblaðið hefur birt um þetta mál, ekki sízt sjónvarpsmönnum. Það sem ritstjórar Morgunblaðsins hafa að segja um olíumál hefur staðið hér í blaðinu. Ef einhver vill kynnast skoðunum forráða- manna blaðsins er þeim bent á að lesa skrif þess — og helzt hleypi- dómalaust og án fyrirfram ákveð- innar skoðunar um að eitthvað illt hljóti að liggja á bak við þessi skrif eða þau séu einungis „hama- gangsáróður", eins og Þjóðviljinn reynir að innræta lesendum sín- um. Við höfum alltaf haldið að ljóð Steins Steinars, Kommúnista- flokkur íslands, In memoriam, væri gamankvæði, en nú er komið í ljós, að það er röng „bókmennta- skýring“. Steinn sá öðrum betur inn í framtíðina: En minning hans mun lifa ár og aldir, þótt allt hans starf sé löngu fyrir bí. Á gröf hins látna blikar benzíntunna, frá British Petroleum Company. Með innilegustu „Nafta“-kveÖj- um til aðstandenda olíuflokksins. á c\a 1501 lil i fjarstæðu og t að útrýma i ýmsir ráða- , sæmandi að svefn- hörmangara- að verða áta þá ráða af því, ^ ítrekað. með % Rúss- um að legum ta um ið sér ,hlut- n- i i ’verða rennidepill Tsbaráttunnar er. :gi augu ráðamanna opnast, ur en hörmangarar ná erkataki á íslendingum enn íu sinni; áður en þeir leggja tur undir sig íslenzk fiski- ið — á olíutunnum. Við höfum annað að gera við ipula fiskistofnana en að rna þeim í braskhitina i itterdam. Það skiptir cngu áli, þó að Heródes og Pílatus andi í faðmlögum á útsfðum óöviljans. Olíusalar og al- ðubandalagsmenn mega ssast þar og faðmast, eins þeir vilja. Morgunblaðið itur það a.m.k. engin áhrif á ? hafa. Aðalatriðið er að ka til hendi. Fleiprið í blöð- skiptir engu máli.J 138. tbl. 66. árg. Olíu- og orkumálaráðherraNoregs: íslendingar geta fengið norska olíu innan tíðar Olíuverð á íslandi væri helmingi lægra ef við hfefðum olíusamning við Noreg Frá Jan Erik Lauré. fréttaritara Morgunblaðsins f Osló. - Ég geri ráð fyrir að innan tíðar getl Islendingar fengið keypta norska olfu. segir Hjartmar GJerde „rkumálaráðherra Noregs f viðtali vlð Morgunblaðið í viðtalinu sagði ráðherrann einnlgað fyr r tvoimur eða þremur árum hefðu (slendingar látlð í ljo*. áhuga á því að fá keypta oliu f Noregi. og vaH langtfmasamninKur um olíukaup fslendinga af Norðmönnum f Kildi nú. nami bandarfkjadölum. en á Rottcrdam markaði kostar sama magn nu na rfellt Hi dall. a mi vrrðið á olfufatið u - Oliunotkun Ulendinga er um 600 þúsund tonn á ári. og það er ekki mikið þcgar tekið er tillit til Jiess hversu oliuframleiðsla Norð- manna mun aukast á næstu árum. meöal annars þegar stærsti olíu- pallurinn I Norðursjónum. Stat- fjord a. fer að gefa af sér Það g eða tveggja J íslendingjj þjóð^ verður, einfaldlega af þvi að enn hefur ekki borixt formleg ósk um oliukaup. segir Gjerde. Hann leggur áhertlu á að margt^ þurfi að rarða oliukaupum Ísler orðið, j Jteirra félaga, ■ greina f.vri Statoil.3 i gætu kumið til I.Jartmar GJerde, olíu- og orku- (Álaráöherra Noregs. .d' s„ ,;li lísöluáoliutU! s næst^.áratuí TVt»V?g-»»flfl,£flÉ 1 vct 'IUINN EM _________________________________________ Málgagn sósíalisma, verkalýðs- L hreyfingar og þjóðfrelsis ■ t tgelandi l tgöfufeiag l'joðviljans IKramkva-mdastjori Ktður Hergmann \ Kítsljorar Arm Bergmann. Emar Karl llaraldsson. Fretlastjori: Vilborg flarðardottir Vnarniaður SunnudaKsblaðs: Ingolfur Margeirsson KekslrarstjðM Auglysingastl Afgreiðslust jf Klaðamenn:! Kríðriksson.i SigurdOrssora Krlendar fréL Ingolfur Hanq l.jOsmyndir: .. t'tlit og hönnJ llandrita- og f Safnvörður: Jvar er ódýra olían? • skrif Morgunblaðsins um oirukaup Islendlnga frá RúSsa'rrárðrIUm haf? verið svo yf irþyrmandi að undan- mark^ðsverði' ~'un' he,or vr-'el»f virst það fyrirfram ',5nhverri skwnsamleari aðE™Ír|Þ« 0liUk?Up okkar frá Rússum eru svona slæm ^áor9°nb aðfcinfc' Þá verðaþeirlafnframt að bgnda_á_hvar hagstæðari inrtíiúþ-éfTmöguIeg:--- •,Þvivaria 9etur Það verið skoðun Morgunblaðsins að Rússum^nn einhveria sérmlðhöndlwí h|2 Russum og gerast þar með handbendi þeirra. • Viðskiptin við Rússa hafa jafnan farlð f ram á grund- ást^ðfatnnkrT’? hagsmuna' °9 hefur eldrei verið astæða til að ásaka Sovétmenn um neina ósanngirni. ?iðskinh,Tr hafa/vnilega haldið sinum hlut f þeim viðskiptum, en hafa þó aldrei fengið neina bá með h°ndlan sem hægt væri að flokka undlr ölmusu Enda værus|,k viðskipti ekki aðeins óeðlileg, heldur beinlinis hættuleg efnahagslegu sjálfstæði okkar, svo sem her. mangstengsl okkar við Bandaríkin eru gleggst dæmi um. •ALifannaðmá|ersvo, aðþaðersjálfsagtogeðlilegt að með tMMtMnnbrt^H T enTrskoðun 'oMlfaupunum samið. * breyHra aðsfæðna frá þvl er siðast var

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.