Morgunblaðið - 24.06.1979, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.06.1979, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ1979 + Eiginmaöur minn, LÝÐUR SÆMUNDSSON, bóndi, Gýgjarhóli, Biskupstungum, andaöist aö Reykjalundi 22. þ.m. Helga Karlsdóttir og aörir vandamenn. t Útför móður minnar, NÖNNU ÞÓRÐARDÓTTUR, (rá Hofsstöðum, Gufudalssveit, sem andaöist á Landspítalanum 20. þ.m., fer fram frá Fossvogs- kirkju þriöjudaginn 26. júní kl. 10.30 f.h. Fyrir hönd ættingja og vina hinnar látnu, Fríða Ágústsdóttir. + Faðir okkar, tengdafaðir og afi, EINAR J. REYNIS, Kleppsveg 46, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 27. júní kl. 13.30. Börn, tengdabörn og barnabörn. + HILMAR JÓN HLÍDAR LÚTHERSSON sem lést 18. júní s.l. verður jarðsunginn þriöjudaginn 26. júní kl. 13.30 frá Fossvogskirkju. Fyrir hönd vandamanna Hildur og Steinunn Hilmarsdætur og systkini. + Hjartkær eiginmaöur og sonur JON GUDMUNDSSON, Bjargarstíg 6, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 25. júní kl. 13.30 Guðmunda Halldóra Þorvaldsdóttir, Guöiaug Runólfsdóttir. + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug við andlát og útför ÓLÍNU JÓNSDÓTTUR, frá Þingeyri. Þóröur Kr. Jónsson. + Innilegar pakkir til allra sem sýndu okkur samúö og vinarhug við fráfall og jarðarför BJARNVEIGAR GUÐJÓNSDÓTTUR í Seljabrekku. Guömundur Þorláksson, börn, tengdabörn, fósturbörn, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum innilega auösýnda samúð og vinarhug viö andlát og jaröarför mannsins míns og fööur okkar INGA HARALDSSONAR garðyrkjumanns, Selási 8a, Reykjavík. Magna Guörún Magnúsdóttir, Guörún Ingadóttir, Haraldur Elvar Ingason. + Móöir okkar, tengdamóðir og amma DAGMAR FRIÐRIKSDÓTTIR, Hjallabraut 3, Hafnarfiröi, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 25. júní kl. 15.00. Kristvin Kristinsson, Þórdís Eiríksdóttír, Ingvi Guömundsson, Ellen Einarsdóttir, Friöbjörn Guömundsson, Ingibjörg Erlendsdóttir, Rakel Guömundsdóttir, Níels Einarsson, Björgvin Guðmundsson, og barnabörn. Anna Jónsdóttir —Minningarorð Anna Jónsdóttir andaðist á Egilsstaðaspítala 13. júní s.l. Þar hafði hún dvalið síðan í fyrrasum- ar að hún veiktist, og svo á Borgarspítalanum í Reykjavík um tíma. Anna var fædd á Hóli í Breiðdal 15. des. 1893 og var annað barn hjónanna þar, Guðbjargar Bjarnadóttur og Jóns Halldórs- sonar, sem flutt höfðu ofan af Héraði frá Keldhólum á Völlum 1892. Elstur var Bjarni, fæddur 1891, og látinn fyrir nokkrum árum. Hún stundaði nám í unglinga- skóla á Fáskrúðsfirði 1914—15. Fór í Kennaraskólann og lauk þaðan prófi 1921. Anna kenndi næstu ár í Breiðdal og var einnig heimiliskennari á Reyðarfirði nokkur ár hjá þeim mikla aðals- manni Valdóri Bóassyni á Hrút- eyri, og í Sómastaðagerði. Hún hætti kennslu þegar hún giftist 25. maí 1930 eftirlifandi manni sínum Sveini Brynjólfssyni. Hann er sonur Brynjólfs Brynjólfssonar bókbindara á Seyðisfirði og konu hans Þórdísar Margrétar Bjarna- dóttur. Sveinn missti föður sinn kornungur og flutti móðir hans þá til Ameríku með tvö yngri börnin en Sveinn, sem þá var sex ára, og Ari 7 ára ólust upp á Þverhamri í Breiðdal hjá föðurbróður sínum Ara Brynjólfssyni. Anna og Sveinn áttu 3 börn: Ara Brynjólf, er lést á fyrsta aldursári, Arn- björgu, húsfreyju í Hafnarfirði, og Guðjón, rithöfund á Breiðdalsvík. Dagrún Gunnarsdóttir er elst af börnum Önnu, fædd á Reyðarfirði, nú húsfrú í Reykjavík. Anna var greind kona og hjartahrein og vildi ætíð hafa það er sannara reyndist. Hún var bókhneigð frá unga aldri og las mikið sér til fróðleiks þegar tími gafst. Það var skaði að hún skyldi ekki' kenna lengur. Nemendum hennar þótti vænt um hana og hef ég oft heyrt þá marga minnast hennar með hlýhug þó langt sé um liðið. Anna var prófdómari í mörg ár og ættfræði var henni í blóð borin og var rétt rakið. Þegar ég heimsótti Önnu og Svein í fyrra- sumar var hún að lesa dr. Helga Pjeturss, en Sveinn las Hamsun. Margs er að minnast og sakna þegar minnst er þeirra mörgu góðu kvenna og manna sem smám saman hafa horfið yfir móðuna miklu á mörgum umliðnum árum. Þar voru margar góðar vinkonur okkar mömmu og sem voru okkur góðar. Þökk sé þeim öllum. Innilegar þakkir til starfsfólks spítalans á Egilsstöðum, sem hugsaði svo vel um Önnu til þess síðasta, og þökk til starfsfólks A-5 á Borgarspítalanum sem hjúkraði henni í fyrrasumar þegar hún lá þar. Guð styrki og styðji afkom- endur Önnu Jónsdóttur. Ileilsaðiu hinum fögru fjöllum fyrir austan vinur minn. Góði segðu grænum völlum — gettu um það í Vikahjöllum að mér tindri tár á kinn. (Benedikt Gíslas. frá Ilofteigi). Jarðarför Önnu fer fram frá Eydalakirkju í dag. Ég votta aðstandendum samúð. Nanna Tryggvadóttir Jón Guðmundsson sjómaður—Minning Vestfirskt landslag er hrjúft og hrikalegt, en þó víða tignarleg og töfrandi sjón, strendur þess við ystu annes, stórgrýtt og flúðótt þar sem hafaldan brotnar með drunum og skelfingu svo landið nötrar, en svo eru víkur og firðir sem gefa gróður og skjól, en þetta vestfirska viðmót mun hafa meitl- að kjarkinn í þann dugandi sjó- mann sem hér er kvaddur. Hann byrjaði sjómennsku um fermingu eins og flestir í þá daga, þegar sjómennska var aðalatvinna landsmanna. Var hann því búinn að vera nær 50 ár á hafi úti er hann varð að hætta vegna heilsu- brests. Jón var duglegur sjómaður og var alltaf heppinn með pláss og yfirmenn. Hann lenti þrisvar í miklum raunum á sinni sjómanns- leið. Eitt sinn féll hann fyrir borð, annað sinn sökk togari, sem hann var á, og síðan í siglingu með fisk lenti skip í skotárás , sem hann var á, og slapp alltaf ómeiddur, en aldrei missti Jón kjarkinn, alltaf hélt hann á sjóinn aftur. Jón var búinn að vera um eitt ár í landi og hrörnaði heilsu hans mjög ört uns hjarta hans brast er hann hafði gengið smá spöl að heiman frá sér. Jón var fæddur á ísafirði 23.10. 1914, var hann því á 65. aldursári er hann lést þann 15.6. síðast- liðinn. Hann var sonur hjónanna Guðlaugar Runólfádóttur ættaðrar úr Barastrandasýslu og Guðmundar Jónssonar vélstjóra frá Tungu í Skutulsfirði. Jón ólst upp hjá foreldrum sínum á ísa- firði þar til hann hélt á sjóinn. Ungur var hann orðinn sjómaður á Þingeyri og þar kynntist hann eftirlifandi konu sinni Guðmundu Þorvaldsdóttur. Þau eignuðust einn dreng sem komst til fullorð- insára en lést af slysförum á vinnustað þar sem hann vann, og var það þeim mikill harmur. Þau Jón og Guðmunda fluttu hingað suður um 1950 og hafa átt hér heima síðan og nú á Bjargarstíg 6, hér í bæ. Jón var tilfinningamaður og kom sér alls staðar vel, og átti því marga vini og kunningja sem hann mundi vilja senda þakklæti sitt fyrir samfylgdina um lífsleið- ina. Eðlisþættir Jóns voru þannig að ekkert gat hann aumt séð, án þess að rétta fram hjálparhönd. Lítilmagninn átti hug hans. Jón rétti mörgu barninu aura og margt gamalmenni gladdi hann. Margir munu vilja senda Jóni þakkir fyrir hans hjálp og vel- gjörning, því mörgum gaf hann í soðið. Við hjónin þökkum Jóni fyrir marg framrétta hönd okkur til hjálpar, og okkar börnum, og vonum við að hans góðu verk megi verða honum til fararheilla á friðarlandið. Við sendum efir- lifandi konu Jóns og móður, sem liggur háöldruð á sjúkráhúsi, og systkinum og venslafólki okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum Guð að styrkja þau í sorg og þrautum. O.Þ. Bjartmar Sveinsson Sandhólum—Minning Minningarnar sækja að, þessar fáu línur eru aðeins lítið brot af því sem ég vildi sagt hafa. Þessar línur eiga að minna á útför litla 4 ára langafadrengsins míns sem drukknaði í bæjarlækn- um heima hjá sér, að Sandhólum, Tjörnesi, Suður-Þingeyjarsýslu í byrjun þessa mánaðar júní 1979. Drenginn sem ég sá ekki í tvö ár, en alltaf spurði eftir mér. Bjartmar var augasteinn afa síns og nafna og svo föður síns og móður, Margrétar Bjartmarsdótt- ur, ömmu sinnar Guðnýjar Sig- valdadóttur, öll búsett að Sand- hólum. Sveinn Egilsson bóndi, faðir Bjartmars litla heitir í höfuð mér. Egill Guðmundsson frá Ólafsvík var afi Bjartmars og dóttir mín Guðlaug önnur amma hans. Prófastur Sigurður Jónsson frá Grenjarstað, jarðsöng með lát- leysi og sóma, kirkjuvörður Húsa- víkurkirkju gekk frá gröfinni, klæddri innan með rauðu klæði og striga 3—4 metra kringum gröf- ina, fumkvæði að þessu hafði kirkjuvörður sjálfur. Þátttaka að útförinni var mikil og samúð einlæg og okkur syrgjendum mikill styrkur. Við aðstandendur gerðum okkur ljóst að Almættið þarfnaðist litla drengsins okkar meira en við, Bjartmar litli bíður okkar, þar til að okkur kemur, og leiðbeinir og leiðir okkur öll fyrir Almættið. Samúð allra viðstaddra létti okkur öllum aðstandendum sorgarbyrðina, söngfólkið söng vel og af einlægri samúð. Einsöngvari var Guðmundur Árnason, söng hann með tilfinningu hið fagra ljóð Sofðu unga ástin mín. Það leit miklu fremur út, sem jarðsettur væri sveitarhöfðingi, en 4 ára barn. Blessuð sé minning Bjartmars litla, hann lifir nú í örmum Drottins. Við aðstandendur þökk- um af heilum hug öllum þátttök- una og einlæga samúð. Bræður Sveins báru Bjartmar litla til grafar í djúpri sorg. Guð blessi ykkur öll sem þátt tókuð í sorginni og leiði ykkur ávallt á Guðs vegum. Staddur í Reykjavík, 19.6. 1979. Sveinn langafi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.