Morgunblaðið - 24.06.1979, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 24.06.1979, Blaðsíða 32
Gottað ganga á Gólfkorkur í urvali Nýborgí# Ármúla 23 - Sími 86755, gEKTA' i r Nýborgí# Ármúla 23 - Sími 86755 SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ 1979 Fjögur systkini hætt komin — náðu í taugatöflur og héldu þær vera sælgæti Akureyri 23. júní. SJÚKRAFLUGVÉL frá Akureyri var fengin til Ifúsavíkur í gærkvöldi til að sækja f jögur systkini á aldrinum 3ja til 9 ára, en börnin höfðu náð í tauga- töflur og borðað þær sem sælgæti. Börnin voru lögð inn í Fjórðungssjúkahúsið á Akureyri, þar sem dælt var upp úr þeim og voru þau í morgun talin úr allri hættu. St. Eir. Fomleifár annsókn- ir undir Eyjafjöllum og austur í Berufirði UNNIÐ verður að fjölmörgum verkefnum á vegum Þjóðminjasafnsins í sumar eins og endranær. Fornleifarannsóknir verða gerðar að Stóru-Borg undir Eyjafjöllum og í Gautavík í Berufirði, og unnið verður að viðgerðum og viðhaldi víða um land, að því er þjóðminjavörður, Þór Magnússon, sagði í samtali við blaðamann Morgunblaðsins fyrir helgi. Þór sagði að nú eftir helgina yrði haldið áfram rannsóknum á Stóru-Borg undir Eyjafjöllum, en þar var hafist handa í fyrrasumar. Verður nú tekið til við að rann- saka bæjarhólinn, en það er Mjöll Snæsdóttir sem hefur umsjón með Heimskauta- refurskot- inn í Önund- arfirði? Jón Oddsson grenja- skytta á Gerðhömrum í Dýrafirði skaut á mið- vikudag hvítan ref inn- arlega í Önundarfirði og telur Jón að þar hafi verið á ferð heimskauta- refur hingað kominn á ís í vetur. Jón telur dýrið hafa verið ársgamalt. Ljósm. F.H þeim rannsóknum, og verða henni til aðstoðar þrír menn. Þjóðminjavörður sagði að í fyrra hefði kirkjugarðurinn verið grafinn upp og rannsakaður eins og mögulegt var. Fundust tak- mörk hans og grafarstæði og óljósar leifar kirkjunnar, en allt var þetta mjög skemmt af sjávar- gangi. Þá sagði Þór að hafist yrði handa við rannsóknir í Gautavík við Berufjörð, en þar er verslun- arstaður frá miðöldum, þekktur úr heimildum; hans er getið á nokkr- um stöðum í fornum ritum. Sú rannsókn verður gerð í samvinnu við Þjóðverja sem leggja lið til rannsóknarinnar. Vinnan verður undir yfirumsjón Þjóðminjasafns- ins, og af hálfu þess verður við rannsóknirnar Guðmundur Ólafs- son safnvörður sem mun sjá um verkið. Þór kvaðst ekki vita hversu lengi yrði unnið þarna, en Þjóð- verjarnir yrðu þar væntanlega í þrjár vikur, menn Þjóðminja- safnsins væntanlega lengur. Upp- haf þess að Þjóðverjar koma við sögu þessara rannsókna er það, að á þjóðhátíðarárinu 1974 kom boð um það að þeir vildu leggja fram fé og lið til fornleifarannsókna á íslandi ef um semdist. Varð þá úr að taka fyrir þennan stað, en þar voru Þjóðverjar á miðöldum með verslun. Kvaðst Þór telja að þarna yrði vafalítið talsvert stór og viðamikill uppgröftur, og væri mjög gott að fá til verksins aðstoð, þar sem við réðum illa við það einir. Sagði Þjóðminjavörður að oft hefði verið um það rætt að rannsaka þyrfti svona stað, en þarna eru talsverðar búðarrústir. Af öðrum verkefnum í sumar nefndi Þór Magnússon viðgerðir austur í Skaftafelli, þar sem gert var við gamla smiðju og gamla hlöðu sem þar er með mjög fornu lagi, gamla bænahúsið að Núps- stað, Glaumbæ í Skagafirði og einnig sagði hann að unnið yrði áfram að lagfæringum á Viðeyjar- stofu. Þá sagði Þjóðminjavörður að ótalin væri urmull annarra verkefna, bæði smárra og stórra, en eins og svo oft áður yrði það fjármagnið sem til rannsókna fengist sem sníða yrði starfsem- inni stakk eftir í sumar. i M Frá Ísafírði til Mið j arðarhafsins Bonny, 32 feta tvímöstruð skúta, átti að leggja upp frá ísafirði í gær laugardag, áleiðis til Miðjarðarhafsins. Þriggja manna áhöfn er á skútunni, þar af ein kona. Er ferðinni heitið í fyrstu til Reykjavíkur, þar sem sett verður í skútuna nýtt formastur, en mastrið brotnaði í óveðri útaf Dýrafirði um hvftasunnuna. í Reykjavík bætist fjórði maðurinn í hópinn og munu þau fjögur sigla skútunni til Suðureyja. Þar kemur um borð önnur kona, sem ætlar að sigla með suður írlandshaf til suðurstrandar Englands. Þaðan ætlar skipstjórinn, Gunnar Þórðarson, og eiginkona hans, Kristín Ilálfdánardóttir, að sigla tvö á vit ævintýrisins og er ferðinni heitið til Miðjarðarhafsins. Þau hjónin eru bæði vanir siglarar og á sfðasta vetri luku þau bæði 120 t. skipstjórnarprófi frá stýrimannaskólanum á ísafirði. Þau hjónin munu senda Morgunblaðinu fréttapistla og myndir úr ferðinni, sem áætlað er að taki 3 mánuði. Úlfar. 10 þús. ham- borgarar í brauði á dag „ÉG gct hæglega framleitt 10 þús- und hamborgara á dag f þessum vélum sem við höfum hafið starf- rækslu á,“ sagði Sigmundur And- résson bakarameistari í Magnús- arbakarfi í Vestmannaeyjum í sam- tali við Mbl. í gær. Kvað Sigmund-. ur þessa nýju tækni geta lækkað verð á hamborgurum verulega. Vélarnar, sem eru af japanskri gerð, skila hamborgurunum tilbún- um, þ.e. kjötinu innan í brauðboll- um. Einnig kvaðst Sigmundur geta framleitt um 1000 pylsur á klukku- stund í þessum vélum, einnig tilbún- um í brauðinu. „Það eru tvær trektir í þessari vél,“ sagði hann, „önnur skilar deiginu, hin kjötmetinu og þegar t.d. hamborgararnir eða pyls- urnar koma tilbúin í brauðinu úr vélinni þá er aðeins eftir að hefa og baka. Það er miðað við að fram- leiðslan sé síðan sett samdægurs í hraöfrystingu og síðan þegar á að nota það til matar má borða það kalt eða setja það í geislaofn og hita það upp. I þessum vélum er einnig hægt að framleiða t.d. gráfíkjukökur, 6000 kökur á klukkustund, svo og ýmsar aðrar fylltar kökutegundir, svo sem eplakökur. Við erum rétt að byrja að koma þessari framleiðslu á markað, en með þessari framleiðsluaðferð er þetta alveg eins og nýtt þegar það er tekið úr frosti." Skagafjörður: 80 manns gætu fengið atvinnu við steinullar- verksmiðju Skagfirðingar undirbúa nú stofnun steinullarverksmiðju. Verður hún væntanlega á Sauðár- króki. Verksmiðjan mun geta veitt a.m.k. 80 manns atvinnu. I viðtali við Þorbjörn Árnason, forseta bæjarstjórnar Sauðár- króks, kom fram, að athuganir á verksmiðju af þessu tagi hefðu reynst jákvæðar. Undirbúnings- félag að stofnun fyrirtækisins verður stofnað í júlímánuði og standa Skagfirðingar sameigin- lega að undirbúningi. Unnið hefur verið að rannsókn- um og undirbúningi undanfarin ár í samvinnu við Iðntæknistofnun. Hafa rannsóknir leitt í ljós, að nægt efni til framleiðslunnar er fyrir hendi nærri Sauðárkróki, en meginuppistaðan er blágrýti. Elkem tekur sjálft að sér sölu kísiljárnsins ELKEM-Spikelverket, sem er aðili að íslenzka járnblendifélaginu hefur ákveðið að slíta samvinnu við norska fyrirtækið Fesil, sem hefur verið aðalseljandi kísiljárns fyrir Elkem. Frá þessu er skýrt í brezka blaðinu Metal Bulletin, sem nýlega er komið út, og segir þar, að gert sé ráð fyrir því að þessi breyting, en Elkem hefur átt 45% hlut í Fesil, hafi þær afleiðingar að verð á kísiljárni fari hækkandi. Hefur Fesil svo til verið einrátt á milliríkjamarkaði með kísiljárn í Evrópu. Jón Sigurðsson forstjóri Is- lenzka járnblendifélagsins, ságði í samtali við Morgunblaðið, að þegar verðlag væri á annað borð á uppleið, væri búizt við að þessi breyting gæti haft örvandi áhrif á verðbreytingar. Sömuleiðis gæti það einnig haft örvandi áhrif, þegar markaðurinn væri á niður- leið. Morgunblaðið spurði Jón, hvort þetta væri góðar fréttir fyrir Járnblendifélagið og svaraöi hann því til að forráðamenn Elkem teldu þetta skynsamlega ráðstöfun. Kvað hann engan vafa á því að nú væri þó rétti tíminn til þess að gera þessa breytingu. Elkem hefur átt 45% hlutafjár í Fesil í mjög langan tíma. Kísil- járn eða ferrósilisíum er eina efnið, sem Elkem ekki verzlar með sjálft. Þeir selja allan kísilmálm sinn, ferrómangan og fleiri efni, beint og hafa því viðtækt sölukerfi. Því er þetta í raun út í hött að þeir skuli láta annan aðila dreifa fyrir sig og selja kísiljárn. í markaðs- samningi Járnblendifélagsins við Elkem er gert ráð fyrir að Elkem selji fyrir Járnblendifélagið, en þó er heimild í honum til að Elkem framselji öðrum aðila rétt á að selja vöruna. Sagði Jón að því hefði verið haldið fram bæði í Bandaríkjunum og í Þýzkalandi, að þessi norska samvinna stæðist í raun ekki reglur þessara landa um einokunaraðstöðu. Þessi samvinna þessara norsku fyrirtækja hefur haft í för með sér að þau hafa ráðið nær helmingi verzlunar með allt kísiljárn í heiminum. Elkem ræður nú eitt 12 - 13% af heildar- framleiðslunni, sem á eftir að aukast, þegar Grundartangaverk- smiðjan er komin í fullt gagn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.