Morgunblaðið - 24.06.1979, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 24.06.1979, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ1979 15 Bátar Umsjón: HAFSTEINN SVEINSSON WA YFARER Wayfarer var hannaður af Bretanum Ian Proctor 1957. Þessi seglbátur hefur síðan hlot- ið viðurkenningu sem sterkur og haffær ferðabátur, sem jafn- framt er þýður og viljugur kapp- siglari. Líklega er enginn annar lyftikjalarbátur í heimi sem sameinar þessa kosti svo vel. Það er þessi fjölhæfni sem gerir hann svo sérstakan sem kapp- siglara og ferðabát. Bretinn Frank Dye hefur manna best sannað ágæti Wayfarer-bátsins með siglingum sínum um úthöf- in. Hann hefur meðal annars siglt báti sínum (K-48) milli Skotlands og Noregs og frá Englandi til Þýzkalands og síð- ast en ekki síst sigldi hann frá Skotlandi til íslands án viðkomu í Færeyjum árið 1964. Þetta er um 650 mílna sigling (1048 km). Ég ráðlegg ekki nokkrum manni að leggja upp í slíkt á tæplega 5 metra löngum opnum báti, en þetta sannar ' sjóhæfni þessa báts. Mikilvæg sönnun á ágæti Wayfarer-bátsins er hve hann þykir góður og öruggur kennslu- bátur, enda er hann útbreiddasti kennslubátur í Evrópu. Hér á landi notar Æskulýðsráð Reykjavíkur Wayfarer-þát til kennslu og æskulýðsstarfa í Nauthólsvík. Vegna þess hve báturinn er breiður ber hann allt að 6 manns. Þó er hann auðveld- ur í meðförum fyrir tvo til þrjá. Stórir flottankar að aftan og framan koma í veg fyrir að Wayfarer sökkvi þótt honum hvolfi enda er auðvelt fyrir tvo menn að rétta hann við án utanaðkomandi aðstoðar. Way- farer-seglbáturinn er viður- kenndur af Siglingasambandi íslands. Þeir bátar sem hingað hafa verið fluttir inn eru framleiddir úr trefjaplasti (G.R.P.) í Eng- landi. Mastur og bóma eru úr tré eða áli. Kjölur og stýri er unnið úr krossvið og glærlakkað. Stöng og fittings eru úr ryðfríu stáli. Stórsegl og fokkur eru saumaðar úr terylene en belgsegl úr nylon. Þar sem Wayfarer hefur nú náð nokkurri útbreiðslu hér á landi ákváðu hérlendir eigendur að stofna með sér félag vorið 1978. Félag þetta nefnist íslenska Wayfarprsambandið og starfar það í náinni samvinnu við Al- þjóðasamband Wayfarereig- enda. Wayfarersambandið miðl- ar fréttum af alþjóðavettvangi og skipuleggur keppnir og útileg- ur. I útilegum er farið á Kjalar- nes og Hvalfjörð en aðalsigling- in 1979 er hópsigling út í Hjörs- ey á Mýrum. Á slíkum ferðalög- um renna menn bátum sínum í góða fjöru, sumir strengja segl yfir bómuna og nota það sem tjald um nætur. Annars skiptir vegalengdin sem farin er ekki máli heldur tíminn, því að vind- urinn kostar ekkert. Stjórn Wayfarersambandsins skipa Bjarni Hannesson og Kristján Óli Hjaltason Siglingaklúbbnum Þyt, Garðabæ. Innflytjandi á Wayfarer er Ari Bergmann Ein- arsson, Ó.V. Jóhannesson & Co., Skipholti 17a, sími 12363. VÍÐA erlendis eru seglbát- asiglingar mjög vinsælt fjölskyldusport, það hafa til dæmis margir Islending- ar séð er þeir á sumardög- um fljúga yfir dönsku sundin, þá blasir iðulega við þeim eftirminnileg sjón, er þeir líta hundruð eða jafnvel þúsundir hvítra segla í stórum breiðum á sundunum dönsku, þar eru danskar fjölskyldur á ferð, fólk úr öllum stéttum þjóð- lífsins. Þar í landi þykir þetta ekki munaður heldur sjálfsagður hlutur, það þykir líka jafn eðlilegt og sjálfsagt að þessir fjöl- skyldubátar eigi góða höfn þegar heim kemur, enda byggjast þessar siglingar fyrst og fremst á að slík aðstaða sé fyrir hendi. Fátt mun heilsusamlegra bæði fyrir líkama og sál en að fara á góðviðrisdögum á seglbáti út á sjó með fjöl- skylduna, þar sameinast hún í starfi og leik, laus við vélaskrölt, ys og þys og streitu hins daglega lífs nútímamannsins. Það segir sig nokkurn veginn sjálft að hollara hlýtur að vera að fara út á sjó, finna fyrir taugaslökun þar eins og þúsundir manna hafa vitn- að að eigi sér stað heldur en að grípa til taugapillunnar eins og mörgum er óhuggu- lega tamt og virðist vera fylgifiskur nútíma þjóðfé- lags. Nú vaknar spurning- in: Hvar stöndum við Is- lendingar gagnvart sport- siglingum seglbáta miðað við aðrar þjóðir til dæmis nágranna og frændþjóðir okkar á Norðurlöndum. Hætt er við að sá saman- burður leiði í ljós að þar erum við nokkuð aftarlega á dróginni. Kemur þar margt til, meðal annars óblíð veðrátta, takmörkuð auraráð svo og stærsta og ég segi undarlegasta ástæð- an en hún er, að alls engin höfn eða önnur aðstaða er til fyrir siglara fremur en aðra skemmtibáta. Þannig er það hér í Reykjavík. Þrátt fyrir þessa sorglegu staðreynd fer siglurum hér stöðugt fjölgandi og áhugi er greinilega nægur fyrir hendi. Værum við íslend- ingar þar engir eftirbátar annarra þjóða ef sómasam- legur aðbúnaður væri fyrir hendi. JK tJtlSj Þessi mynd er tekin síðastliðið sumar þe«ar fyrstu hátarnir í sjóralli umhverfis landið komu inn í Reykjavíkurhöfn eftir að hafa lajít að baki um eittþúsund sjómflur. Nú er ákvcðið að endurtaka þessa keppni og verður lagt í hann fyrsta dag júlí mánaðar n.k. kl. 2. Rásmarkið verður á sama stað í kverkinni, Skúlagata-Sætún. Ekki liggur ljóst fyrir enn hver þátttakan verður. Stafar það meðal annars af farmannaverkfaliinu scm hefur ruglað áibtlanir þessu viðvíkjandú og nokkrir hafa neyðst til að hætta við þátttöku vegna verkfallsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.