Morgunblaðið - 24.06.1979, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 24.06.1979, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ1979 Punktar úr KínaferðlV — Eftir Þorbjörn Guðmundsson Við höíðum verið tvo daga í Peking. Einhvern veginn fannst mér við vera í úthverfi borgar- innar og aka ekki um annað en úthverfi í skoðunarferðum okk- ar. Þó fékk ég þetta dæmi ekki til þess að ganga upp, þar sem Peking-hótelið stendur við mikla breiðgötu og Torg hins himneska friðar var skammt undan. Og næsta þvergata reyndist löng og mikil verzlunargata með iðandi mannlífi. Þar var „Dagblað al- þýðunnar“ m.a. til húsa. Jafnrétti kynjanna léttstígar eftir götunum með áber- andi reisn og fléttur niður á axlir? Hvað býr þessu fólki í brjósti? En hitt held ég að sé nokkuð á hreinu, að allt menntakerfið mið- ast við það þjóðskipulag, sem í landinu ríkir. Pólitfekt uppeldi í nýlegri frétt frá Xinhua-frétt- astofunni kínversku segir að í forsíðugrein í „Dagblaði alþýð- unnar" hafi verið lögð áherzla á að efla þyrfti hugmyndafræðilegt og pólitískt starf méðal barna og ungs fólks í skólum landsins. I greininni segir, að æska Kína leggi nú meiri rækt við námið en Svipmót byrjað að breytast Ekki svo að skilja að stór- íslcnzku ferðalangarnir ásamt fylg'darmönnum á eyju í Vesturvatni. byggingar séu ekki byrjaðar að setja svipmót á byggðina, en mikið þarf til í milljónaborg. Nokkuð er um að stórhýsin beri keim af vestrænum „kössum“, en það á ekki við um þau öll, t.d. „Vináttu- hótelið", sem er falleg bygging þar Dýrð sé að eilífu sem hinn gamli austurlenzki stíll fær að halda sér. I íbúðarhverfum borgarinnar eru vel mannhæðarháar girðingar úr tré meðfram götunum, en húsin þar fyrir innan. Sér aðeins á þök þeirra. Flest munu þau hlaðin úr múrsteini. Við kynntumst ekk mannlífinu þar innan veggja, en þessar girðingar hljóta að skipta borginni í mörg smærri samfélög. Ég hafði orð á því við túlkinn, að ég hefði búizt við fleiri stórhýs- um í borginni. Honum fannst það undarlegt, benti á þau, sem nálæg- ustu voru, og sagði: „En hafðu bara í huga, að öll þessi hús hafa verið reist „eftir frelsun". Engin slík voru til hér áður.“ Enginn vafi á stórborg Þótt Peking vefðist svolítið fyrir mér sem milljónaborg, gerði Shanghai það ekki. Þar hefur vestrænna áhrifa gætt svo mjög að maður kannaðist strax við umhverfið, röð stórbygginga götu eftir götu, líflega skreyttir búðar- gluggar o.s.frv., en um umferðina hef ég áður getið. Kínverjum var mjög tamt að tala um það, sem þeir ættu ógert og þau vandamál, sem þeir ættu við að stríða. í Shanghai voru þrjú efst á blaði: samgönguvandamál, húsnæðisvandamál og mengunar- vandamál. Shanghai er mikil iðn- aðarborg og samkvæmt áætlun þeirra á að auka iðnað þar enn að miklum mun. í borginni er fjöldi verksmiðja. Við sjóndeildarhring lagði svartan kolareyk til himins úr reykháfum, sem tæplega urðu greindir vegna fjarlægðar. Á leið okkar um miðborgina gætti hans þó ekki og mengun vegna bílaum- ferðar er ekkert vandamál. „Kaupmaðurinn á horninu“ I Shanghai ókum við eftir verzlunargötu í gömlu borgar- hverfi. Þar voru húsin tveggja hæða, verzlunin á neðri hæðinni, en sýnilega íbúð fyrir ofan. „Þetta hljóta að vera kaupmennirnir á horninu, þeirra Shanghai-búa,“ hugsaði ég. — En hverjir eiga þessar verzlanir? „Flestar þeirra eru í eigu borgarinnar, en þó eru margar þeirra reknar í samvinnu við fyrri eigendur," var svarið. Vonandi hafa þeir í Shanghai sín „Torfusamtök", því hvílík eyði- legging, ef þessi mannlega gata yrði íbúðar-„kössum“ að bráð. Að vísu þyrfti að snurfusa húsin eins og „torfuna", en þau geymdust þó komandi kynslóðum. En eftir á að hyggja, hvað veit ég um nema tugir, jafnvel hundr- uð slíkra gatna séu í tugmilljóna- borginni — svo þessi eina mætti kannski missa sig. I Canton greip mig einnig sú tilfinning hversu glæsilegt yfir- bragð borgin gæti fengið, ef húsin væru „tekin í gegn“ og til dæmis eytt á þau nokkrum smálestum af málningu. En hjá Kínverjum fer allt eftir áætlun, og hvar í verk- efnaröðinni viðhald húsa er veit ég ekki. Buddha aðeins augnayndi Borgirnar Soochow og Hang- schow koma ferðamanninum allt öðru vísi fyrir sjónir. Þar er það fyrst og fremst náttúrufegurðin og garðarnir með ævafornum listaverkum sem minnisstæðast verður. Hangschow með Vestur- vatni og umhverfi þess er þó alveg sér á blaði. Engin furða þótt Kínverjar kalli staðinn „Paradís á jörð“. Á báðum þessum stöðum vorum við leidd í gömul Buddha-musteri, sem nú eru að sjálfsögðu aflögð sem slík, en eru til sýnis innlend- um sem erlendum gestum. I þeim voru risastór og skrautleg Buddha-líkneski en auk þess fjöldi minni líkneskja af guðinum, öll með mismunandi andlistdrátt- um. Skilst mér að menn hafi tilbeðið þau til skiptis eða hver og einn valið sér sinn Buddha. En í dag er Buddha Kínverjum aðeins augnayndi — og þó? Þarna brann reykelsi á stalli. Hverjir komu með það? „Eitthvað af fólk- inu.“ Hvort Buddha-trú væri þá enn við lýði í landinu? Nei, ekki vildu túlkarnir samþykkja það, þó gæti hugsazt að sumt gamalt fólk héldi enn tryggð við guðinn. „En ekki þeir yngri, nei alls ekki.“ reiknað var með að hún lyki á 5 árum með 8 stunda vinnutíma á dag sex daga vikunnar. Þá tók fílabeinsútskurðurinn ekki síður langan tíma, enda um mjög skrautlega muni að ræða. Eitt af því vandasamasta er að skera út kúlur hverja inni í annarri. Það tekur einn mann 7 mánuði að ljúka við 32ja kúlna hnött. „Dagblað Alþýðunnar“ „Dagblað alþýðunnar" er aðeins sex síður að stærð, en gefið út í 6,3 Götumynd frá Canton. milljónum eintaka. Þar af eru 1,8 milljón eintök prentuð í Peking, en alls er blaðið prentað í 20 borgum. Til áskrifenda fer það í pósti. Blaðið er allt handsett. Kínverjar segja að leturtákn þeirra geri mjög erfitt fyrir um önnur vinnubrögð. Þegar við heimsóttum blaðið voru þar 11 prentvélar í gangi, austur-þýzkar frá 1952. Blaðið er málgagn flokks- stjórnarinnar, og í það fer enginn stafur án þess að hafa gengið í gegnum ákveðinn hreinsunareld. Fer nokkuð eftir efni greinanna, hve margir fjalla um þær, en um stórpólitískt efni er ætíð fjallað á æðstu stöðum. ,Ekki var að sjá að konur í Kína þurfi að kvarta undan, að jafnrétti kynjanna ríkti ekki þar í landi. Karlar og konur unnu hlið við hlið á ökrunum, í vegavinnu, bygging- arvinnu, í verksmiðjum o.s.frv. Eitt sinn sáum við t.d. stúlku sveifla múrsteini með reku upp á um 3ja metra húsvegg þar sem önnur greip hann fimlega og kom fyrir á sínum stað. Þá var og jafnalgengt að konur tækju á móti okkur og karlar, þegar verksmiðjur eða vinnustaðir voru heimsóttir. Virtust þær ekki síður vera þar í fyrirsvari. Te og aftur te Það er erfitt að setja sig í dómarasæti yfir Kínverjum eftir fvo stutta heimsókn til landsins, en eitt þori ég þó að fullyrða, þeir eiga heimsmet í tedrykkju. Hvar sem komið var, var alltaf byrjað á að bjóða upp á te, þar sem menn voru kynntir og rabbað saman góða stund — og heimsókninni lauk með sama hætti. Þegar komið var upp í flugvél eða járnbrautar- lest var þegar borið fram te. I hótelherbergjunum er mikill hita- brúsi með sjóðandi vatni og teblöð í bollum, þannig að hvenær sem er, er hægt að hella upp á. Bílstjórarnir voru með hitabrúsa og tebolla í „skottinu" og fengu sér sopa oft þegar stanzað var. Lyftu- vörðurinn var með sama útbúnað, og margir gestir í óperunni í Shanghai höfðu þennan guðaveig með sér til hressingar. „Heilaþvottur“ „Þú hefur verið heilaþveginn í Kína.“ Það hef ég þó nokkrum sinnum fengið að heyra. Kínverjar eru frægir fyrir málastungur sín- ar, sem læknar fólk sársaukalaust. Og kannski ljúfmannleg fram- koma þeirra nægi til heilaþvottar. Hver veit? Ég leyni því að minnsta kosti ekki, að ég hreifst af fólkinu, hispursleysi þess, látleysi og borsmildi. Það sem þó fyrst og fremst situr eftir er, að ég veit núna, hve sáralítið ég veit um þennan fimmtung jarðarbúa. — Hvað veit ég um þúsundirnar, sem líða framhjá á hjólunum sínum? Eða t.d. stúlkurnar, sem ganga Skrautlcgir fílabeinsmunir mynda ramma um Helga Ágústsson. List og þolinmæði Listiðnaður býr að aldagamalli hefði í Kína. Við heimsóttum fjórar verksmiðjur þar sem unnið var við slíkt. Fór ekki á milli mála að þar vann mikið hagleíksfólk svo ekki sé sterkara til orða tekið. Auk þess hlýtur það að búa yfir mikilli þolinmæði. Við ísaum taka margar myndirnar nokkra mánuði og konu sáum við vinna að verk- efni, sex samstæðum teppum, sem Að vísu voru þarna allmörg stórhýsi, eri af svölum hótelsins sá vítt og breytt yfir borgina með lágreistum húsum. Þetta var svo ólíkt því, sem er í „hjarta" ann- arra stórborga, sem ég hefi heim- sótt, að ég lét blekkjast. Mér fannst að ekki ætti að sjást nema í næsta múrvegg. Þannig fer þegar menn hafa fyrirfram steypt allt í sama mót. En það mót á ekki við um Peking. hinum miMa leiðtoga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.