Morgunblaðið - 24.06.1979, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 24.06.1979, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ1979 19 „Sonur minn, við reyndum að forða okkur frá dauða og halda í okkur lífi, en hvers vegna höfum við nú lent í enn meiri eymd en nokkru sinni fyrr? Við erum dauðadæmd — ég sé þig ekki aftur.“ „Ég fæ aldrei nóg að borða, fimm litlar dósir af hrísgrjónum á 10 dögum. Hér eru allir með malaríu. Biddu Sameinuðu þjóð- irnar að hjálpa okkur. Ef ekki, þá deyjum við öll.“ „Hér vantar allt. Engir pottar til að sjóða í eða sækja í vatn. Vatnið er vont og við höfum engin meðul." „Sorg mín er dýpri en hafið. Ég varð að reyna að láta þig vita að börnin okkar eru veik. Elskan mín, ég hefi enga von um að við sjáumst aftur, svo að ég set von mína á að við megum hittast hinum megin.“ „Ég er ekki að fara fram á auðæfi, bíl eða hús, heldur aðeins að fá að vera með þér, eiginmaður minn. Þeir sendu mig og börnin aftur til Kambódíu. Létu okkur ganga yfir fjöllin langt í burtu. Ég gekk í regni og vindi. Mér var kalt —• börnin eru veik. Við gengum saman til staðarins, þar sem við erum nú. Þegar við komum hingað var ekkert skýli til að halla sér, enginn hnífur, engin öxi, enginn diskur, pottur eða nokkuð annað. Hvar á ég að fá það — hver getur hjálpað okkur? Ég ætla að gera allt sem í mínu valdi stendur til að bíða eftir þér — þar til ég dey. Ég vil ekki vita af börnum okkar munaðarlausum." • Komu þjótandi eítir mjólkinni Og loks eru hér glefsur úr bréfum fá tveimur stúlkum, sem eru í hjálparstarfi PVO í flótta- mannabúðunum í Thailandi: Marjorie Haire skrifaði 15. marz: „Enn er verið að hrófla upp húsum í nýju búðunum í Wat Koh. 10—20 menn fara héðan dagiega og vinna viö að koma skýlum. Tvisvar sinnum útdeildum við mjólk þar í þessari viku. 1 fyrstu var stórkostlegt að sjá börnin. Auðvitað skildu þau ekki hvað til stóð og störðu bara á okkur. Þá var tilkynnt í hátalara og hundruð barna komu þjótandi úr öllum áttum að bílnum, svo rykið þyrlað- ist upp. Þá áttuðu þau sig á því að þau þurftu krukkurnar sínar og þutu með álíka látum eftir þeim. Ég vildi að Robert hefði verið hér með myndavélina sína. Þvílík ringulreið, þegar krakkarnir rudd- ust að bílnum og næstum yfir okkur. Næst höfðum við vit á að hafa fjóra fíleflda karlmenn til að halda þeim í hæfilegri fjarlægð. Við erum með 12 manns frá búðunum í Wat Koh í sjúkraskýl- inu hér í Aran, 7 sjúklinga og hluta af fjölskyldum þeirra. Þeir fá auðvitað engan matarskammt hér í búðunum, og get ekki náð í mat til Wat Koh, svo þau eru öll í fæði hjá okkur eins og er.“ Börnin sem Marjorie segir þarna frá voru í hópi þeirra 1700, sem skömmu seinna voru send til baka til Kambódíu og mörg þeirra vafalaust látin nú. Fólkið í sjúkra- skýlinu varð eftir, aðskilið frá ættingjum sínum. Lois Ashe, enska stúlkan úr hjálparliði PVO sem undirritaður blaðamaður hitti í flóttamanna- búðunum haustið 1977 skrifar frá búðunum í Prasat við landamær- in: „Lífið er svo sannarlega ekki viðburðalaust eina einustu mínútu hér — við tókum á móti barni aftur í Datsunbílnum okkar á leið til sjúkrahússins í Surin á föstu- dagskvöldið. Móðirin hafði verið með fæðingarhríðir í 5 tíma — áttunda fæðing hennar. Kl. 4 um nóttina gat hún enn ekki fætt, svo að ég, franska hjúkrunarkonan Veronique og Sharon ókum af staö til sjúkrahússins. Sharon ætti að aka sjúkrabíl. Hún er næstum eins góður bílstjóri og Róbert. Alla leiðina til Surin liðu aðeins tvær mínútur milli hríða — án þess að bólaði á barninu. Allt í einu, 2 km frá Surin, bað hún um að stöðva bílinn. Og 45 mínútum síðar var fallegur drengur fæddur. Við vöfð- um hann inn í teppi og pabbinn settist í framsætið með hann. Við snerum við og ókum til baka til búðanna. Þegar við komum að húsi 22, voru allir komnir út til að heyra fréttirnar. Er við sögðum frá því hvar barnið hefði fæðst, urðu mikil hlátrasköll. Systurnar hrópuðu húrra, þegar þær vissu að nýfædda barnið var strákur. I fjölskyldunni eru fjórar stúlkur og einn drengur lifandi fyrir, svo nú eiga þær tvo bræður og kalla þann nýja Sokha.“ Þrátt fyrir allar hörmungarnar, eru þó stöku ljósir þættir í lífinu, jafnvel við aðstæður flóttafólksins frá Kambódíu. Myndin nefur nokkra hugmynd um ástand í (lóttamannahúdum þar sem íólkinu er hrúgad saman án þess að viðunandi aðstaða só og takmarkaðir möguleikar á að hæta úr henni. „Hvernig verdbólgan brenglar reikningsskil og rekstur fyrirtækja” „HVERNIG verðbólgan brenglar reikningsskil og rekstur fyrirtækja“, er efni kynningarfundar, sem Verzlunarráð íslands efnir til á morgun í Krist- alssal Hótel Loftleiða og hefst fundurinn klukkan 16.00. Sérstakur gestur fundarins verður Christ- opher Lowe endurskoð- andi frá Bretlandi og jafnframt einn eigenda eins stærsta endurskoðun- arfyrirtækis á alþjóða- markaði, Coopers & Lybrand. Hjalti Geir Kristjánsson for- maður Verzlunarráðs mun flytja setningarræðu fundarins. Síðan munu auk Lowe þeir Ólafur Har- aldsson forstjóri Fálkans hf. og Árni Vilhjálmsson prófessor flytja erindi. Ólafur nefnir erindi sitt: Gildi vísitölureikningsskila í verðbólgu, en Árni mun ræða um samanburð aðferða við að laga reikningsskil að verðbreytingum. Að þessu konu verða almennar umræður og fyrirspurnir, en fund- urinn er opinn öllum áhugamönn- um um þessi málefni. Á fundinum mun Lowe fjalla um, hvernig verðbólgan brenglar reikningsskil fyrirtækja og þörf- ina fyrir endurbætur á reikn- ingsskilum af þeim sökum. Lowe er starfsmaður og einn aðaleig- andi Cooper & Lybrand eins og áður sagði, en fyrirtækið hefur skrifstofur í 90 löndum víðs vegar um heiminn, m.a. er Endurskoð- unarskrifstofa N. Manscher hf. í Reykjavík í tengslum við fyrir- tækið og sækir þangað faglega þekkingu og stafsþjálfun endur- skoðenda. Drengjakór í heimsókn DRENGJAKÓR Herningskirkju í Danmörku heldur tónleika í Frí- kirkjunni í Reykjavík í dag, sunnudaginn 24. júní, kl. 20.30. I kórnum eru 40—50 drengir og ungir menn á aldrinum 9—22ja ára. Kórinn var stofnaður árið 1949 og syngur hann við guðsþjón- ustur í kirkjunni í Herning. Sam- hliða því starfi er á vegum kórsins starfræktur eins konar söngskóli þar sem tilvonandi kórfélagar nema. Stjórnandi drengjakórsins er Hans Chr. Magaard. Organist- inn sem verður með í ferðinni til íslands heitir Claus Lund. Drengjakór Heningskirkju hef- ur farið til ýmissa landa í Evrópu og komið fram í útvarpi og sjónvarpi i Danmörku. Á efnis- skrá kórsins eru kórverk frá 1500 til 1970, m.a. ýmis meiriháttar verk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.