Morgunblaðið - 24.06.1979, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 24.06.1979, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ 1979 Anders Hansen: Á að eyðileggja Reykjavík? Reykjavík er af flestum talin falleg borg. Það er skoðun ákaf- lega margra erlendra ferða- manna er hingað leggja leið sína, það er að sjálfsögðu skoðun sjálfra Reykvíkinga, og jafnvel eru aðrir .landsmenn flestir á þeirri skoðun, þrátt fyrir alla hreppapólitík, náunganagg sem svo oft einkennir okkur Islend- inga. Það er margt sem leggst á eitt til að gera höfuðborgina að fallegri borg. Vel valið bæjar- stæði, reisuleg hús, áberandi þrifnaður, hitaveitan gerir það að verkum að reykháfar sjást varla, og síðast en ekki síst má svo nefna gott skipulag, sem er eitt af því sem gerir Reykjavík sér- stæða. Skipulag höfuðborgarinnar Skipulag hverrar borgar er eitt þeirra atriða sem ræður úrslitum um það hvort gott er að búa í viðkomandi borg eða ekki. í Reykjavík er skipulagið eitt þeirra atriða sem gera borgina eftirsóknarverða til búsetu. Ekki þarf langt að ferðast hér innan- lands til að sjá þá skipulagslegu yfirburði sem Reykjavík hefur umfram flest önnur byggðarlög landsins, og enn ljósari verða þessir yfirburðir þegar komið er til borga erlendis. Þess hefur verið gætt á undan- förnum áratugum, að vanda svo til skipulagsins í höfuðborginni, að bæði geri það borgina eftir- sóknarverða til búsetu, og þannig að þaö gleðji augað. Minna má á í því sambandi skynsamlega blöndun fjölbýlishúsa og einbýl- ishúsa í hinum ýmsu hverfum staða. Þessi dæmi verða þó harla léttvæg í samanburði við það sem vel hefur verið gert. Opnu svæðin Stór, opin svæði, eru eitt af því sem einkennir Reykjavík. Hljómskálagarðurinn og raunar allt umhverfi Tjarnarinnar, Miklatún, Laugardalurinn, svæð- ið milli Suðurlandsbrautar og Miklubrautar og mörg önnur opin svæði innan borgarlandsins eru til prýði, auk þess sem þau gefa borgarbúum tækifæri til að njóta útivistar í náttúrunni án þess að fyrst þurfi að aka klukkustund- um saman út fyrir borgina. Þrátt fyrir þá staðreynd að Reykjavík þenst út frá ári til árs, þrátt fyrir þá staðreynd að borg- in er óðum að komast í röð stórborga, þá hefur hún enn til að bera ýmsa kosti sveitaþorpsins. Innan borgarlandsins hafa hesta- menn aðstöðu, laxveiðar eru stundaðar langt innan borgar- markanna, endur og fleiri fugla- tegundir verpa árvisst umhverfis Tjörnina og dæmi eru þess að mófuglar verpi á Miklatúni, að ekki sé talað um opna svæðið milli Suðurlandsbrautar og Miklubrautar sem fyrr var að vikið. Allt eru þetta kostir sem ekki þarf að rökstyðja. Allt eru þetta kostir sem íbúar erlendra stórborga öfunda okkur af. Allt eru þetta kostir sem við ættum að sameinast um að vernda. Um það ættu allir að geta verið sammála, eða er ekki svo? borgarinnar. Minna má á íþrótta- velli og hús sem dreift hefur verið í hin einstöku borgarhverfi. Verslanamiðstöðvar eru í flestum hverfum. Aðalverslunargata borgarinnar hefur verið gerð að göngugötu. Og síðast en ekki síst skulu svo nefnd hin fjölmörgu opnu svæði innan borgarlandsins, þar sem ræktaðir hafa verið upp sannkallaðir sælureitir, svo sem við Tjörnina og á Miklatúni svo aðeins tvö dæmi séu tekin. Víðast hvar er það því gott skipulag sem athygli vekur er Reykjavík er skoðuð, þó vissulega mætti sums staðar fara betur að dómi undirritaðs. Má í því sam- bandi nefna sum hverfi Breið- holts, skipulagningu iðnaðar- svæða og staðsetningu skemmti- Pétur Pétursson þulur — Hveragerðispistill: Víxill hjá Bemhard — vísur frá Pétri Jónssyni MORGUNBÍLSINS er beðið með eftirvæntingu. Hann flytur dagblöð og tíðindi úr höfuðstaðnum. Fróð- leiksfúsir og fréttaþyrstir hælis- gestir hópast stundum saman í anddyrinu þegar Ingibjartur, Gunnlaugur, Eyjólfur eða aðrir starfsmenn koma með fangið fullt af blaðapökkum og bréfum og telja í sundur til dreifingar. A meðan við bíðum með óþreyju og getum okkur til um efni hringir síminn í glerbúri símastúkna, er kalla, í talkerfi sitt skilaboð til starfsfólks og gesta. Hildur kallar: „Sigfríð er beðin að hafa samband við hjúkrunarkonu. Svava er beðin að tala við skiftiborðið. Pétur Jónsson er beðinn að koma í sím- ann.“ Það er Pétur bifreiðaeigandi frá Akureyri. Helmingurinn af Pétri og Valdemar. Við höfum hist áður. Hann er bróðir góðkunningja míns Unndórs, sem nú er látinn. Kunningjar Unndórs og vinir undu sér vel við gamanmál hans og eftirhermur. Bróðir hans, Pétur stendur honum ekki að baki í þeirra íþrótt að bregða fyrir sig glensi og gríni. Kann hann fjölda sagna að norðan og bregður sér í hvers manns líki. Einkum eru honum hugstæðar sögur um Bern- harð þingmann, alþingisforseta og bankastjóra, enda ók hann honum fjölmargar ferðir fyrr á árum. Allt er það gaman græskulaust en bráðfyndið og við tökum bakföll af hlátri. Auðvitað fer ekki hjá því að heimsókn í bankann beri á góma. Bernharð var bóngóður maður og vildi hvers manns vandræði leysi. Það leiðir af sjálfu sér að nafni minn þurfti stundum á fyrir- greiðslu banka að halda, er hann festi kaup á bifreiðum, eða þurfti að svara einhverjum útgjöldum í rekstri sínum. Honum lærðist fljótt, að bankastjórar brugðu gjarnan fyrir sig lækkunarreglum við kaup á víxlum. Prúttuðu við viðskiptamenn, ef svo má segja. Reyndu að klípa af lánsfjárupp- hæðinni. Þar var merki varfærni og góðrar fjárgæzlu. Pétur tók því brátt upp þann sið að biðja ævin- lega um tvöfalda þá upphæð er hann þurfti hverju sinni. Eitt sinn þarf hann á 30 þúsund krónum að halda. Fer til Bernharðs og segir að sér bráðliggi á 60 þúsund krónum. Bernharð svarar að bragði: Þú skalt fá 30 þusund, en ekki eyri fram yfir það. Pétur kvaðst verða að sætta sig við það og skilja fjárþröng bankans og sparnaðar- vilja. Gekk sæll í sinni út með þá upphæð er hann þurfti. Og Bernharð sat með sigurbros á vör. Hann hafði varist ásókn í sjóð bankans umfram greiðslugetu, ástundað holla jafnlánastefnu. Úr- skurðað að hætti Salómons kon- ungs og hlakkaði til að fá sér hressingu er heim kæmi. Pétri nafna mínum Jónssyni liggur hlýtt orð til Bernharðs, enda mun svo vera um marga er minnast hans. T.d. er sögð sú saga um keppinaut hans um þingsæti, Magnús fyrrum fjármálaráðherra og nú banka- stjóra Búnaðarbankans, að hans beið ævinlega farkostur Bernharðs, er hann kom norður í Eyjafjörð. Slík var ljúfmennska Bernharðs og höfðingsskapur. Það var helst að góðtemplarar fengju kaldar kveðj- ur frá honum. I minningum sínum getur hann þess, að sér hafi ævin- lega samið vel við nágranna, hvar sem hann bjó, og hvergi orðið fyrir teljandi ónæði, nema í Templara- sundi. Þar héldu góðtemplarar uppi dansiböllum og sveifluðu peysu- fatakonum í lansékvadrillum og sextúr við hávaðamúsík fram undir morgun án þess að bragða dropa. Það átti Bernharð bágt með að þola, en hefir trúlega gripið til gamals húsráðs svo honum kæmi blundur á brá fyrir næsta þingdag. Minnisstæð var Bernharð eftir- vænting þingmanna þá er Rann- veig Þorsteinsdóttir vann sinn mikla kosningasigur. Hún hafði í baráttu sinni sagt allri fjárplógs- starfssemi stríð á hendur og gekk nú öruggum skrefum í ræðustól í því skyni að halda „jómfrúræði“ sína. Bernharð hlýddi á mál Rann- veigar. Þótti henni mælast sköru- lega. Var þar hvergi hik né fum. Síðan gengur hún til sætis að lokinni jómfrúræðu. Þá heyrist Bernharð tauta í barm sér: „Þar fór það.“ Svo sem vænta má er Pétur Jónsson eftirsóttur upplesari og skemmtikraftur á kvöldvökum. Þær eru haldnar vikulega og ríkir þá eftirvænting í hópi dvalargesta. Hverjir skyldu nú birtast á söng- palli, í ræðustól eða við hljóðfæri í kvöld. Af heimamönnum má tíðum búast við Ingibjarti Bjarnasyni, sem er helsti hvatamaður kvöld- stunda þessara og sjálfkjörinn söngvasveinn. Hann fer að öllu ljúfmannlega og er sama hvort hann hrærir í leirkeri að morgni eða stillir rödd sína í ljóðasöng að kvöldi. Af fasi hans og framkomu lýsir hugarjafnvægi og rósemi. Samkomusalurinn hér er rúm- góður og bjartur. Nú gengur Ingi- bjartur fram á sviðið og kynnir atriði kvöldsins. Hér má líta í hópi gesta, fólk á öllum aldri. Allar sýslur eiga sína fulltrúa. A.m.k. hver landsfjórðungur. Hér væri kjörinn staður fyrir Ríkisútvarpið að hafa aðsetur til upptöku hvers- konar efnis. Hingað mætti stefna til viðræðu eða þáttagerðar íbúum Suður landsundirlendis, allt frá Hellisheiði til Víkur, auk þeirra er hér dveljast hverju sinni. Með þeim hætti má auka fjölbreytni dag- skrár útvarpsins. En víkjum nú aftur að kvöldvök- unni. Pétur Jónsson er hagorður vel. Þó er hann ekki gafinn fyrir að halda því á loft. Samt hefir hann látið tilleiðast að fá brag nokkurn er hann hefir samið, í hendur starfsbróður sínum Aðalgeir Sigur- geirssyni bifreiðastjóra frá Húsa- vík. En þegar á pallinn kom lýsti Aðalgeir yfir í heyrenda hljóði að Pétur væri höfundur bragsins er hann flytti. Sá bragur fylgir hér: Á KullKtröndinni Knman var að búa, glcðin ríkti — hljóðlát — máttu trúa. Eninnn lenti þar í HtriinKU utraffi, þvf KtuðuKt var þar drukkið biksvart kaffi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.