Morgunblaðið - 24.06.1979, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 24.06.1979, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ 1979 23 Þórhallur skipstjóri - Einn af sægörpum Húsavíkur hefur látið úr höfn í þá siglingu, sem okkur er öllum fyrirbúin fyrr eða síðar. Þórhallur Karlsson skipstjóri frá Túnsbergi er látinn. Hann andaðist í sjúkrahúsi Húsa- víkur 13. maí síðastliðinn. Þórhallur var fæddur í Túns- bergi í Húsavík 5. september 1908. Foreldrar hans voru Karl Einars- son útvegsbóndi og heiðursborgari Húsavíkurbæjar og Anna María Árnadóttir kona hans. Þórhallur ólst upp ásamt tveimur systrum eldri, Hansínu og Arnfríði, á heimili foreldra sinna, sem rómað var fyrir reglusemi og myndar- skap. Karl var aflasæll og sá búi sínu vel borgið, börn þeirra hjóna skorti því aldrei neitt í uppvextin- um, en snemma var þeim haldið til vinnu. Þegar á fermingaraldri hóf Þórhallur sjómennsku, fyrst við útgerð föður síns en síðar á öðrum Húsavíkurbátum. Þórhallur lauk fiskimannaprófi á Akureyri 1936. Árið 1931 stofnaði Þórhallur eigin útgerð í félagi við Sigtrygg Jónasson og fleiri. Það ár keyptu þeir félagar mótorbátinn Vísi, sem þeir gerðu út til ársins 1937. Árið 1938 keyptu þeir stærri bát, sem einnig hlaut nafnið Visir. Batum þessum var haldið út frá Sand- gerði á vetrarvertíðum, en frá heimahöfn á sumrum, meðal ann- ars til síldveiða. Hlutafélagið Vís- ir, sem stofnað var um útgerð fyrsta bátsins, Vísisfélagið, starf- ar enn og gerir nú út stærsta vélbát Húsavíkurflotans. Sá bátur var skírður Sigþór í höfuðið á þeim félögum Þórhalli skipstjóra og Sigtryggi vélstjóra. Þórhallur var skipstjóri á batum útgerðar- innar til ársins 1959, er hann veiktist á sumarvertíð og varð að fara í land. Lauk þá farsælli skipstjórnartíð hans. Þórhallur var traustur og afla- sæll skipstjóri. Honum varð vel til háseta sakir þess trausts sem til hans var borið. Skipstjórn hans var farsæl og hann varð aldrei fyrir slysum eða óhöppum á sjó. Honum og skipshöfn hans tókst eitt sinn að bjarga manni úr' bráðum sjávarháska. Þó að Þórhallur fengi nokkurn bata á sjúkleika sínum, eftir að hann fór í land, var heilsan alltaf tæp og oft lá hann þungar legur ýmist heima eða á sjúkrahúsum. En hvert sinn er veikindaéljunum létti var hann fljótur að taka hendi til verka í þágu útgerðar- innar. Iðjulaus gat hann ekki setið hefði hann einhverja starfsorku. Þau eru víst orðin æði mörg önglaþúsundin, sem hann hnýtti á, og netin, sem hann lagfærði fyrir Vísisútgerðina. Það mun tæpast ofmælt að sjórinn hafi átt hug hans allan þó að heilsa hans síðastliðin tuttugu ár leyfði hon- um ekki að sækja sjóinn. Veiði- skap lagði hann þó ekki alveg á hilluna, því mörg undanfarin sum- ur hefur hann átt góðar stundir á bökkum Laxár í Aðaldal með sonum sínum og örðum vinum, með veiðistöng í höndum. í níu sumur eftir að Þórhallur varð að fara í land starfaði hann Karlsson - Minning LEGSTEINAR S. HELGASON H/F, STEINSMIÐJA SKEMMUVEGI48, KÓPAVOGI, SÍMI 76677. fyrir síldarleitina, fyrsta árið á Seyðisfirði, en síðan á Raufarhöfn. Hinn 21. október 1939 kvæntist Þórhallur ágætri konu, Hrefnu Bjarnadóttur frá Stapadal í Arn- arfirði. Þeim hjónum varð tveggja sona auðið, sem baðir fetuðu í spor föður síns og eru vel þekktir skipstjórar á fiskiveiðiflotanum. Þeir eru: Óskar Karl, búsettur í Keflavík, kvæntur Elísabet Maríu Jóhannsdóttur frá Akureyri og Hörður, búsettur á Húsavik, kvæntur Ólöfu Hallbjörgu Árna- dóttur frá Akureyri. Dóttur Hrefnu, Hjördísi Sævar loft- skeytakonu, sem starfar á norska kaupskipafotanum, reyndist Þór- hallur sem bezti faðir í þess orðs fyllstu merkingu. Árið 1945 byggðu þau Þórhallur og Hrefna sér íbúðarhús að Ás- garðsvegi 5, þar var síðan heimili þeirra hlýtt og bjart. Þar var gott að koma, gestum vel fagnað og veitt af rausn og vinsemd. Þórhallur var glæsilegur maður, þettur á velli og þettur í lund. Honum fylgdi alltaf birta og góðleiki hvar sem hann fór eða dvaldi. Barngóður var hann og hændust því börn mjög að honum. Meðal frænda og kunningja gekk hann oft undir gælunafninu „Dændi". Það nafn gaf honum systurdóttir hans, elsta dóttir mín, þegar hún var að byrja að tala og ætlaði að segja frændi. Þórhalli þótti vænt um nafnið og gladdist, þegar stallsystur dætra minna tóku einnig að kalla hann því nafni. Tuttugu ára veikindastríð, eins og Þórhallur varð að heyja, er langur tími, jafnvel þó á smá hlé verði á sókn sjúkdómsins hangir hann ætíð sem nakið sverð yfir höfði hins sjúka. Þegar af bráði virtist mér Þórhalli leggjast sú líkn í þraut að geta gleyrht eða hrundið frá sér hugsun og ótta við þann óvin er sat um líf hans. Hrefna stóð líka alltaf við hlið hans í veikindastríðinu sem æðru- laus þrekkona og ástríkur vinur. Þessi síðustu tuttugu ár áttu því þegar á allt er litið sínar sól- skinsstundir. Útför Þórhalls var gerð frá Húsavíkurkirkju laugardaginn 19. maí s.l. að viðstöddu miklu fjöl- menni af Húsavík og úr nærsveit- um, mátti af því meðal annars marka vinsældir hans. Með Þór- halli var kvaddur maður, sem var sómi sinnar stéttar og traustur borgari Húsavíkurkaupstaðar. Ég kveð Þórhall mág minn með kærri þökk fyrir allt það sem hann var mér og fjölskyldu minni, góður vinur og bróðir í reynd. Það er ávinningur að kynnast slíkum mönnum sem hann var. Hrefnu og ástvinum hans öðr- um votta ég samúð. Þórir Friðgeirsson. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö fráfall og útför fööur okkar, tengdafööur, afa og langafa, ÞORGILSAR GUÐMUNDSSONAR, fyrrv. bakarameistara. Guöríður Þorgilsdóttir, Axel Sigurgeirsson, Höröur Þorgilsson, Fríöa Siguröardóttir, Jóhanna Þ. Arthur Tremain, barnabörn og barnabarnabörn. iHHAH Skiptir það mestu máli hvað þú færð fyrir peningana. Enn einu sinni hefur okkur tekist að slá verðbólgunni við og getum nú boðið'79 árgerðina af SKODA AMIGO frá kr. 1.970.000. Sölumenn okkar veita allar nánari upplýsingar. L*J m JÖFUR HF. Auöbrekku 44-46, Kópavogi, simi 42600.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.