Morgunblaðið - 24.06.1979, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.06.1979, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ1979 Eru ráðherrar ábyrg- ir fyrir verkf allinu? Reykjavík 22. júní 1979. Herra ritstjóri, vinsamlega ljáðu eftirfarandi línum rúm í blaði þínu. Hugleiðingar af afloknu farmanna- verkfalli Eitt af öðru leggja skipin úr höfn, eftir átta vikna verkfall yfirmanna, eftir því sem losun og lestun leyfir. Kjarabætur urðu engar. Allir töpuðu. Þar af leið- andi er ástæða til að rannsaka ástæðurnar og gera tilraun til að komast að niðurstöðu, sem e.t.v. gæti gefið okkur ákveðna þekk- ingu. Voru kröfurnar „svívirðilegar", eins og Magnús Magnússon orðaði það? Eg tel að svo hafi ekki verið. Ætluðu útvegsmenn sér ekki að semja við yfirmenn skipanna? Ég tel að þeir hafi ætlað sér að semja við þá. Hvað fór þá úrskeiðis? Við skulum rifja upp atriði málsins og athuga hvort niðurstaða fáist. Þáttur ráðherra Frá því á söguöld og fram á vora daga voru það hokurkerlingar og farandkarlar, sem voru aðal- fréttamiðlun þjóðlífsins. Gróusög- ur sem þau fluttu á milli bæja ollu mörgum sorgaratburðum, sem of langt mál yrði upp að telja. Þenn- an starfa hafa nú ráðherrar stjórnarflokkanna upp tekið, að Olafi Jóhannessyni forsætisráð- herra undanskildum. Magnús Magnússon kallaði kröfurnar svívirðilegar og boðaði bráðabirgðalög frá upphafi verk- fallsins. Steingrímur Hermanns- son gaf honum í engu eftir. Hinir ráðherrarnir voru að vísu hógvær- ari í orðum, en niðurstaðan var sú sama: „Bráðabirðalög verða sett eftir nokkra daga“. Það ætti öllum að vera ljóst, að samningar yrðu ekki undirritaðir á meðan að þesskonar yfirlýsingar komu frá ráðherrunum. Vissulega eru ráðherrar frjálsir menn, en skyldu þeir nú ekki bundnir þagnareiði, eins og fjöld- inn allur af opinberum starfs- mönnum? Það skertir í raun tján- ingarfrelsi þeirra að verða ráð- herrar. Tjáningarfrelsi sem öð- rum þegnum þjóðfélagsins er gefið í lögum. (Samb. lög nr. 33, 72 gr. ’44 og lög um ráðherraábyrgð, 1963/nr. 4, 19. febr. samb. 1. gr. 8. gr. 9. gr. 10. gr. og 11 gr. laganna). Ætli fjöldinn yrði ekki hissa, ef bankastjórar færu í fjölmíla „með góðum fyrirvara", til að tilkynna gengisfellingu og eða vaxtabreyt- ingar? Hætt er við að mörgum þættu slíkar yfirlýsingar koma óréttlátlega niður á hagsmuna- hópum. Niðurstaða mín er því sú, að telja verður 4—5 vikna tíma, af þessu verkfalli, á kostnað fyrr- nefndra yfirlýsinga. Því að samn- inganefndirnar ræddust ekki við, á meðan að þessar. yfirlýsingar dundu yfir, af skiljanlegum ástæð- um. Þáttur Sigurðar Líndals Sjónvarpsþáttur sá sem leyfði „einþáttung" Sigurðar Líndal gaf hlustendum betri mynd en margt annað um það hvernig eigi að misnota fjölmiðla í áróðursskyni. Hnútukast Sigurðar á Pál Her- mannsson í blöðum er óverðskuld- að með öllu. Stétt sú er Sigurður tilheyrir, mun öðrum stéttum fremur hafa Sigurður Arngrímsson unnið að því að byggja upp launa- kerfi opinberra starfsmanna og háskólamenntaðra manna, með sína mörgu viðmiðunarflokka. Hann kastar því grjóti úr glerhúsi og siglir í síþoku þegar hann talar um innbyrðis viðmiðun annarra þjóðfélagsstétta í launamálum. Ég ráðlegg því Sigurði nafna mínum að halda sér að kennslu í lögfræði. Sigurði til fróðleiks skal honum bent á að viðmiðunarlaun þau, sem hann vitnar til eru fyrir ca. 360 vinnustundir í mánuði. Við þær má svo leggja allar „bakvakt- ir“, sem reyndar allir yfirmenn þurfa að skila. En það er að vera ætíð til reiðu, einnig í frítíma sínum, svo lengi sem viðkomandi er skráður í skiprúm. Bæði heima og heiman. Sjómenn geta því ekki alveg „lokað sjoppu sinni", á föstudög- um kl. 17,oo og mætt aftur á mánudögum kl. 08.00 til vinnu. En það munu m.a. kennarar við HÍ gera þegar þeir hafa lokið vinnu sinni, sem mun vera um 1/3 af vinnutíma þeim er umrædd við- miðunarlaun fjölluðu um. Um- mæli nafna míns voru því, að mínu mat, óvægileg, smekklaus og óraunhæf. Þannig ummæli hæfa ekki pró- fessor við Háskóla íslands. En hafa mætti Sigurður orð Priors í huga, þegar hann les þessar línur: „Examples I couid cite you more; But be contented with these four; For when one’s prooís are aptly chosen Four are as valid as four doxen“. Lokaorð Ég sagði í upphafi greinarinnar að allir hefðu tapað. Það er ekki rétt hjá mér. Þorsteinn Pálsson kemur örugglega sem sigurvegari út úr þessari deilu, því hann skaut farmönnum og ríkisstjórn ref fyrir rass. Hann hlýtur því að vera verðugur andstæðingur og vissu- lega hefur hann unnið fyrir salt- inu í graut sinn. Atvinnurekendur ættu án tafar að bjóða honum kauphækkun. Hún yrði honum sjálfsagt kærkomin, því nú hafa laun rýrnað í raungildi um 30-40%, síðan þessi ríkisstjórn tók við völdum. Hann fer nú brátt að tæmast „loforðapakkinn", sem núverandi stjórnarflokkar buðu kjósendum sínum. Öll þessi fögru loforð eru rokin út í veður og vind. Ég bið algóðan Guð um það, að minning- ar fólksins,-sem byggir þetta land, verði þeim ljóslifandi í langtíma- minni þeirra, þegar kjósa á að nýju. Til að bægja frá okkur þeim vágesti, sem þessi sundurlausa ríkisstjórn er. Þannig ok leggur enginn skyni borinn maður óþvingaður á herðar sér og sínum. Sigurður Arngrímsson, frá ísafirði. Tyrkneskar DC-10 fljúga Istanbúl. 22. júnf, AF. Flugfélag Tyrklands (THY) tók í dag í notkun DC-10 flugvélar sínar á alþjóðlegum flugleiðum. Vélarnar, sem eru tvær, flugu til Vestur-Þýzkalands. Umfangs- miklar athuganir voru gerðar á flugvélunum í kjölfar slyssins í Chicago.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.