Morgunblaðið - 24.06.1979, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 24.06.1979, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ1979 27 Dagblað alþýðunnar „lagt af“. áður og geri sér ljósari grein fyrir gildi agans. „Margir eru nú fúsir til að þjóna aiþýðunni, og meiri- hlutinn er með heilbrigða hug- myndafræðilega og pólitíska hugsun. Það skiptir meginmáli." En síðan segir einnig: „Hin skaðlegu áhrif „fjórmenningaklík- unnar" hafa ekki enn verið upp- rætt með öllu meðal nokkurs hluta ungra námsmanna, sem einnig hafa orðið fyrir áhrifum af nei- kvæðum tilhneigingum í þjóðfél- aginu og eiga við önnur vandamál að stríða, nokkrir jafnvel framið glæpi." Þegar við heimsóttum Peking- útvarpið var okkur sagt, að það starfaði fyrir flokkinn, leiðtogana og alþýðuna. Það væri skylda þess að veita fólkinu sósíalíska fræðslu og efla þjóðerniskennd þess. Sjónvarpið starfar á svipuðum grundvelli, en verulegur hluti dagskrártímans er notaður til kennslu. í þau fáu skipti, sem ég opnaði sjónvarpstækið í Peking- hótelinu, fór þar fram kennsla, í tungumálum eða stærðfræði. „Dýrð sé að eilífu.. Hvar sem við komum í heim- sókn, í verksmiðjur, samyrkjubú eða aðra vinnustaði, byrjuðu stjórnendurnir alltaf á því að segja að það sem áunnizt hefði væri vegna leiðsagnar, í anda eða vegna forystu leiðtoga þjóðarinn- ar og þá fyrst og fremst Maos formanns. Chou En-lai var og gjarnan nefndur. Engin ástæða er til að draga í efa hvaðan forskriftin er fengin. Eða hvað var sjálfsagðara en að leiðtogar byltingarinnar legðu ^rundvöllinn að framtíö landsins „eftir frelsun"? En þessi síendur- tekna lofgjörð fór að verka á gestinn eins og utanbókarlærdóm- pr, innihaldslítil orð. Eða hvað? Var hér um að ræða einskonar trúarjátningu, árangur hins pólitíska uppeldis, þar sem hver og einn fann sig knúinn til eða bar að færa fyrirmyndinni, hinum mikla leiðtoga, lof og dýrð? Ég veit það ekki, en þó fannst mér stoðum undir það rennt, þegar ég las í „Fréttum frá Kína“ að í Minningarhöll Maós formanns í Peking standi stóru gullnu letri: „Dýrð sé að eilífu hinum mikla leiðtoga og kennara Maó for- manni". Sjálfs- gagnrýni Kínverjum er mjög tamt að bera fram sjálfsgagnryni. Xin- hua-fréttastofan segir t.d. að í grein í „Dagblaði alþýðunnar“, þar sem fólk er hvatt til þess að leggja hart að sér við vinnu, sé skýrt frá því að í mörgum iðnfyrirtækjum, þar sem orkuskorti sé kennt um rýra framleiðslu, fari gífurleg orka til spillis. „Lauslega áætlað tapar landið árlega einhversstað- ar á milli 20—30.000 milljónum kílówattstunda af raforku og tugi milljóna tonna af kolum vegna lélegrar stjórnunar." Samstillt átak? Þar sem við komum var okkur bent á, hvað áunnizt hefði „eftir frelsun", en betur þyrfti að gera, auka tækni og vélvæðingu. „Fjór- menningaklíkunni" Var yfirleitt kennt um það, sem miður hafði farið. Það getur verið stjórnend- um þægilegt að hafa slíka blóra- böggla. Sá grunur læddist að vísu að manni að þeirri klíku væri kennt um meira en hún ætti. En hitt hef ég á tilfinningunni að í Kína ríki ekki jafn þrúgað and- rúmsloft og á valdatímum þeirra fjórmenninga. Gefur það vissulega meiri von um að takast megi að samstilla það átak, sem viðmæl- endur okkar lögðu svo mikla áherzlu á að til þyrfti. Framtíðin ein sker þó úr um, hvernig úr rætist. Það þarf mikla stjórnkænsku til þess að stilla saman átak 1000 milljóna (hugs- um aðeins til rúmlega 200 þúsund- anna okkar). En takist það, hlýtur öllum að vera ljóst hvert stefnir — Kína verður stærsta og eitt áhrifamesta stórveldi heims. Mikið vatn á þó enn eftir að renna til sjávar. Gerið góð kaup ílítið gölluðum húsgögnum Næstu daga eöa á meðan birgöir endast, bjóöum viö einstök skrifborö, skápa og önnur húsgögn, lítiö göllum á mjög hagstæöu verði, s.s.: Skrifborö meö hliðarborði, 190x80 sm Skrifborö meö 2 skúffuskápum, 190x80 sm Lítil skrifborö meö stillanlegri teikniplötu og skúffuskáp 120x60 sm Stakir stólar Varia skápaeiningar 100x172 sm verö pr. eining Þeir sem eru fyrstir velja þaö besta. Dragðu því ekki aö líta inn og gera hagstæö kaup á góöum húsgögnum. kr. 125.000- kr. 110.000- frá kr. 88.000- frá kr. 10.000- frá kr. 119.350,- KRISTJÓn SIGGEIRSSOn HF. LAUGAVEG113, REYKJAVÍK, SÍMI 25870 HJÓNAVIKA ÚRVALS Nýtið sumarleyfið betur, verið virkari og njótið sólar og sumars um leið og þið byggið upp sál og líkama. Af hverju tekst okkur oft ekki að slaka almennilega á í sumarleyf- inu, fyrr en líður að lokum þess? Ef til vill erum við of bundin okkar daglega lífi. Til að koma til móts við þörf allra aö slaka almennilega á í sólar- landaferðinni, efnir ÚRVAL til hjónaviku í upphafi feröarinnar á Mallorka eða Ibiza. Áhersia verður lögð á slökun, létta hreyfingu og þjálfun í tjáskiptum. Meginmarkmiðið er að gera fólk hæfara til að takast á við streitu. Dagskráin er stutt þannig aó nógur tími verður til að sóla sig. Til aðstoðar verða Jóhann Ingi Gunnarsson, þaulvanur farastjóri og þjálfari og Páll Eiríksson, sem stýrt hefur svipuðum hvíldarnám- skeiðum í Noregi. Þátttakendafjöldi miðast við 10 hjón og fá börnin að vera með í hluta dagskrárinnar. Kynnið ykkur strax þessa stór- kostlegu nýjung á aðalskrifstofu okkar eða hjá umboðsmönnum. FERÐASKRIFSTOFAN URVAL VIÐ AUSTURVÖLL SÍMI 26900

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.