Morgunblaðið - 24.06.1979, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.06.1979, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ 1979 Á ferð um Dali — heimsókn á Jörfa í Haukadal Rabbaö viðMargréti Oddsdóttur ogÞorstein Jónsson ...kosningar eru það allra skemmti- legasta sem ég ueit... Haukadalurinn lá baðaður í sólskini og glóði á vatnið, neðst í dalnum. Sagnir herma , að í þvísa vatni hafist við skrímsl og aðrar ókindur, en langt er nú síðan þær hafa látið á sér krymta. Vatnið er firnadjúpt og hefur fundizt í því tvítugt dýpi og snardýpkar út frá landssteinum. Allmikil silungsveiði er í Haukadalsvatni og lax er í ánni. Upp frá vatninu eru brattar hlíðar á báða vegu. Vatnshlíðin að norðan þótti áður erfið yfirferðar. Því var sagt, að Lauga-Magnúsi hefði orðið að orði, er hann fór þai um. pessj bæjarleið er leið leiðin sú er þegi greið. Hana ég í reiði reið reiðaskjótinn latur skreið. Nú er öldin önnur og vegurinn fram dalinn er svosem ekkert verri né betri en þjóðlegir íslenzkir sveitavegir. Fyrir innan vatnið breikkar dalurinn og þar taka við valllendissléttur og grjóteyrar, sem áin kvíslast eftir. Ekki fór ég öllu lengra inn dalinn að þessu sinni, en þegar lengra kemur þrengist hann og lokast þar sem kallað er Hlaup. Þar eru þrír bæir og fyrir innan einn þeirra, Skarð liggur leiðin gegnum skarð, sem klýfur fjöllin og þá er skammt til byggða í Hrútafirði. Um Haukadalsskarð er ekki margförult nú, en áður fyrri var það ein aðalleiðin frá Norðurlandi til Snæfellsness og Suðurdala. farið með mig til föðurbróður míns, Jónasar Arngrímssonar á Smyrlhóli. Móðir mín Marta Hannesdóttir, var nýlátin, mun hafa dáið úr tæringu. Við vorum fleiri systkin og heimilið var leyst upp. Um annað var víst ekki að ræða. — Ég var alin upp á Smyrlhóli, var þar til fullorðinsára. Vinnan var mikil, það þótti ekki umtals- vert. Það var alls staðar unnið. Menn urðu að hafa sig alla við, annað dugði ekki. Húsakostur á Smyrlhóli var svona eins og geng- ur og gerist, og reistur var nýr bær, þegar ég var fimm ára. Þar var tvíbýli að búa eftir að hann missti móður mína. Hann var ekki lengi á sama stað, því að það komst í hann einhver ókyrrð. En hann var listfengur og handlaginn maður og fékkst við garðyrkju og söng... — Svo þegar ég eltist fór ég suður í vist, þénaði 25 krónur á mánuði. Það var greitt fyrir svona þénustu og ég vildi það nú fremur en að fara í fiskinn. — Við Þorsteinn minn fórum að búa 1934. Hann er Jónasson og fæddur á Jörfa: Fyrst settum við saman bú á Oddsstöðum í Mið- dölum. Við áttum lítið. Ég skal Förinni er að þessu sinni heitið að Leikskálum. Én þó að mér hafi orðið tíðförult í Dalina síðasta aldarfjórðunginn eða svo, hef ég af einhverjum ástæðum aldrei komið í Haukadalinn og kom að því, er ég hafði geystst áfram veginn og lítið er um vegpresta, að ég ákvað að banka uppá á vinalegu býli, sunnan megin í dalnum undir háum hnúki, og spyrja til vegar. Roskin kona, kvik og létt í hreyfingum kemur til dyranna. Eftir stutt skraf á bæjarhlaðinu kemur upp úr dúrnum, að ég er stödd á því sögufræga býli Jörfa, og húsfreyjan Margrét Oddsdóttir telur ekkert sjálfsagðara en að bjóða þessum ókunna fugli að ganga í bæinn. Minna má það nú ekki vera en hann þiggi kaffi. Svo fer Margrét að bera fram kræsingar, randalínur, kleinur, hafrakex, mjúkar flatkökur með hangikjöti, brúnkökur og hvað- eina. Svo rennir hún kaffi í bolla og segir: — Verst að eiga kaffinu handa þér... Hún er fædd á Jörfa fyrir sjötíu og fjórum árum. — En svo var ég flutt þaðan tveggja ára. Ég man eftir því að ég var látin upp á skjóttan hest og segja þér, hvað það var: Þorsteinn átti tvær rollur, og ég fimm og Þorsteinn átti einn hest. Aðrar skepnur engar. Ekki búshluti. Það væri skrítið ungu fólki að skilja nú, hvað er að byrja búskap með tvær hendur tómar og í bókstaf- legri merkingu orðsins. En við gerðum litlar kröfur og þó að við höfum aldrei átt mikið höfum við alltaf átt nóg. En það get ég sagt að fátt finnst mér skemmtilegra en að eignast fallega muni. Nú, en Þorsteinn keypti fljótlega tvær kýr og við keyptum líka 50 rollur frá Skriðukoti og þá fór að vænkast hagurinn. Því að við fórum vel með skepnur og fengum af þeim fullan arð. Ég vann líka af kappi, mér hefur alltaf fundizt gaman að vinna. Ég gerði öll klæði sjálf, vann ullina undir prjón og lét svo prjóna annars staðar. Þannig háttur var hafður á. Faðir minn og tengdafaðir komu síðan til okkar og voru í mörg ár heimilisfastir hjá okkur, nú og svo eignuðumst við nokkur börn. Eftir nokkur ár á Oddsstöðum fluttum við hingað. Og síðan höfum við, að minnsta kosti ég lítið farið frá Jörfa. Og það hefur lánazt margt ekki sitja Jörfa nógu stórmann- lega, þó höfum við nokkrar beljur og sextíu kindur. Og gengur ágæt- lega. — Svo hefur Þorsteinn fengizt við margt fleira. Hann var hrepp- stjóri í Haukadalnum lengi og fékkst við margs konar félagsmál. Um tíma var verzlun hér á bænum. Hér kom alltaf mikið af fólki, einkum vegna umsvifa Þorsteins en við höfum alltaf glaðzt yfir því að fá gesti. Þó finnst mér allra skemmtilegast þegar er verið að kjósa hér. Kosningar eru hreint það skemmtilegasta sem ég veit. Held- urðu að það verði bráðum kosn- ingar? Ég held að fólkið geri alltof miklar kröfur. Ég er nú Sjálfstæð- ekkert með Margrét Oddsdóttir og Þorsteinn Jónasson. Ljósm. Mbl. hjá okkur. Við erum ekki með tvær hendur tómar núna. Eigum þessa ágætu og landmiklu jörð. Við höfum aldrei verið með neitt stórbú. Og nú finnst sumum við ismanneskja, en ég er á því að þessir ráðherrar séu góðir menn og vilji okkur vel. En það er bara eins og enginn ráði neitt við vitleysuna. Bærinn Jörfi tengist ekki sízt því í hugum manna að þar var til forna haldið uppi skemmtan, sem dró nafn sitt af bænum. Staðurinn hefur án efa í upphafi verið valinn vegna þess að á Jörfa bjuggu oft efnamenn og húsakostur var stór- mannlegur. Þar fóru fram dansar og gleðileikar. Hreinlífi var ekki á háu stigi, en sagt er að vinnufólk víða um sveitir hafi stundum gert það að skilyrði fyrir að ráða sig, að það mætti sækja Jörfagleðina. Sagan segir, að við síðustu gleði í byrjun 18. aldar hafi nítján börn komið undir á hátíðinni. Jón Magnússon, bróðir Árna prófess- ors var þá sýslumaður Dalamanna og honum blöskraði svo, að hann lét ganga dóm og banna gleðina. Sjálfur þótti Jón þessi breyzkur í kvennamálum og sögur herma, að honum hafi orðið hált á þessu banni og ýms þau óhöpp, sem sýsli varð fyrir á lífsleiðinni voru snar- lega rakin til þessa gerræðis. Nú hafa Dalamenn á ný tekið upp Jörfagleði, en fært hana til Búðardals og þar er menning og siðprýði yfir öllu og forsetinn kemur í heimsókn. Margrét segir að hún hafi farið á síðustu Jörfa- gleðina. Svo nýr hún saman lófun- um af ánægju. — Þorsteinn átti andstætt með að komast. Svo að ég fór bara ein. Og það var óskaplega gaman. Og hvað heldurðu þeir hafi gert nema sett mig við sjálft háborðið. Það var nú meira ævintýrið. Ég fór báða dagana, því að ég vildi ekki missa af neinu ... hvort ég hefði sótt Jörfagleðina eins og sagt er að hún hafi verið á árum áður. Ætli ég geti nokkuð sagt um það. En stundum hefur mér blöskrað hvað sagt hefur verið um þessar skemmtanir. Ég veit ekki hvort það er allt satt. Ég hef margsinnis tekið eftir því, að það er ekki alltaf að marka hvað fólk segir og sitthvað getur nú skolazt til í meðförum manna á tvö hundruð árum ... Frá Jens í Kaldalóni: „Hið fríðasta og ekki síð- ur hjartahlýja föruneyti” Bæjuro 22. júní. NÚ UM sumarsólstöður, þá lengst- ur er sólargangur órsins, er hér norðan sveljanda garri og þung- búnir þokubakkar niður í miðjar hlíðar, siydduslítingur á fjöllum og aðcins tveggja stiga hiti hér heima við hús og bæi. Heldur er nú varmans vant fyrir jörð aila og fénað og þvi' græskusnautt útlit til uppskcru lffgrasa þeirra er búpcn- ing skal seðja á komandi vetrardög- um. En í þessum ytra kuldahrolli lagðist djúpbáturinn Fagranes hér að bryggju að Bæjum kl. hálf ellefu í morgun með hið fríðasta og ekki síður hjartahlýja föruneyti, 5 prest- lærða menn og hinn ástsæla biskup okkar, herra Sigurbjörn Einarsson, og konu hans frú Magneu Þorkels- dóttur í broddi fylkingar í vísitasíu- ferð sinni hér í Unaðsdalssókn. Eftir að hafa setið prestastefnu í Boi- ungarvík við þær giæsilegustu við- tökur Bolvíkinga, sem mjög þeir rómuðu af allri gerð, enda sem Bolvíkingum var von og vísa að miðla slíkum kennimönnum af reisn sinni og hlýjum huga, svo sem mörg fyrirbæri og þakkargjörð frá þeirra brjóstum, að uppstigið hefur til skaparans í erfiðum og ójöfnum leik, við haf og ptorma í baráttu tilveru sinnar og velferðar allrar. Auk biskups voru hér á ferð sóknarprest- urinn okkar, séra Baldur Vilhelms- son, Vatnsfirði, prófasturinn í Holti í Önundarfirði, séra Lárus Þ. Guð- mundsson, séra Magnús Guðjónsson biskupsritari og frú og séra Bern- harður Guðmundsson fréttafulltrúi kirkjunnar, fyrrum prestur Ögurvík- inga hér í Djúpi með aðsetri þá í Súðavík. Sóknarnefnd Unaðsdals- kirkju tók á móti hinum góðu gestum ásamt öðrum bændum hér og var haldið til stofu sóknarnefnd- arformannsins, Páls Jóhannessonar, Bæjum, og þar fram bornar hinar ágætustu veitingar, sem og síðan gengið var til kirkju þar sem biskup messaði og ekki einungis að allir hreppsbúar mættu þar, svo sem jafnan við allar messugjörðir hér, sem frekast að heiman komast, heldur þar að auki var þar viðstödd sonardóttir séra Janusar Jónssonar fyrrum prests í Holti, sem nú býr í Kanada með dóttur sinni og syni, en dóttir hennar býr suður í Kaliforníu, en nokkur hitamunur mun hafa verið á heimaslóðum hennar miðað við það sem hér var í dag, aðeins tveggja stiga hiti svo sem áður greinir. Er þá er nokkuð var á messu liðið bættist í hóp kirkjugesta tveir valjnkunnir borðalagðir vegalög- gæslumenn úr Reykjavík er gæta skyldu laga og réttar umferðarinn- ar hér í Vatnsfjarðarumdæmi sem þeir svo að lokinni messugjörð ásamt öðrum kirkjugestum öllum nutu ríkulegrar veizlu þeirra Un- aðsdalshjóna, Kjartans Helgason- ar og Stefaníu Ingólfsdóttur. Töldu þeir að ekki væru þeim daglega á borð borðnar slíkar góðgerðir í yfirreið sinni um troðnar slóðir jafnvel þótt allt vildu Ijúfmann- lega gera til bættrar menningar og betri siðareglu í umferð allri. I Unaðsdalssókn eru 6 bæir og eins 21 gjaldskyldir til sóknargjalda. Mun því söfnuðurinn vera einn sá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.