Morgunblaðið - 27.07.1979, Side 18
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. JULI1979
18
Anna Amalia Stein-
dórsdóttir—Minning
Fædd 2. apríl 1921.
Dáin 19. júlí 1979.
Þann 19. júlí andaðist á Land-
spítalanum frú Anna Amalia
Steindórsdóttir, prentsmiðju-
stjóra Gunnarssonar hér í borg,
Björnssonar frá Fitjamýri undir
Eyjafjöllum. Gunnar Björnsson
afi Onnu kvæntist Þorbjörgu
Pétursdóttur frá Guðfuskálum í
Leiru Jónssonar meðhjálpara, f. í
Ivarshúsum í Garði. Gunnar og
Þorbjörg eignuðust 12 börn og
setti sá fríði hópur svip á bæinn
sakir framtaks og dugnaðar. í dag
er aðeins einn á lífi þeirra
systkina, Jón Jóhann, f. 1895,
fyrrv. skrifstofustjóri H.F.
Hamars. Móðir Önnu var (Stella)
Jóhanna Petra, dóttir Nicolai
kaupmanns Bjarnarsonar Péturs-
sonar Bjarnasen, versl.stjóra í
Vestmannaeyjum og konu hans
Önnu Thorsteinsson kaupmanns
og útgerðarmanns á Isafirði.
Nicolai og Anna eignuðust 4 börn,
er öll settu svip á bæinn á sinni
tíð, en af þeim eru nú tveir
eftirlifandi: Hjálmar, bankaritari,
f. 1900, og Gunnar, fyrrv. skóla-
stjóri Vélskólans, f. 1901. Mikið
hefur Suðurgatan breytt um svip
frá því að ég sá systurnar í
Suðurgötu 8B, fyrir um 40 árum,
en þar stóð heimili þeirra
Steindórs og Stellu. Foreldrar
Stellu bjuggu þá að Suðurgötu 5.
Anna fæddist 2. apríl 1921 og ólst
upp í glöðum hópi systkina sinna,
Höskulds, sem var elstur (nú
látinn), Ingibjargar og
Þorbjargar, sem eru yngri. Eftir
nám i Kvennaskólanum vann
Anna um tíma í prentsmiðju föður
síns, þar til hún giftist Hauki
Friðfinnssyni, prentara og leikara
Guðjónssonar. Haukur var sérlega
geðugur og mikið snyrtimenni í
umgengni og starfi. Eftir stutta
sambúð veiktist Haukur af ólækn-
andi sjúkdómi og andaðist á
Vífilsstöðum. Það var Önnu mikill
söknuður, sem hún bar þó sérlega
vel. Þeim varð ekki barna auðið.
Árið 1950 giftist Anna Hirti
Fjeldsted kaupmanni. Hjörtur var
mikið snyrti- og prúðmenni. Hann
stofnaði og rak Hjartarbúð af
frábærum dugnaði og hugsaði
alveg sérlega vel um heimili sitt.
Þau áttu saman 3 börn: Gunnar
vélvirki, kvæntur Hafdísi
Einarsdóttur, og eiga þau 2 börn.
Jóhanna sjúkraliði, er á 1 son, og
Hjörtur Björgvin, unnasta hans er
Marta Haraldsdóttir. Margar eru
þær minningar sem koma upp í
hugann frá liðinni tíð, sem ekki
verða raktar hér. Þau Anna og
Hjörtur áttu fallegt heimili að
Safamýri 79 og var mjög ánægju-
legt að koma til þeirra.
En aftur sótti sorgin Önnu
heim, því Hjörtur eiginmaður
hennar andaðist 1969 á besta aldri
eða rétt 50 ára. Eftir það bjó Anna
með börnum sínum, nú síðast að
Safamýri 50.
Fráfall Hjartar var Önnu mikið
áfall og hefi ég oftlega dáðst að
þeim kjarki og þreki er Anna
sýndi þá, en segja má að frá
þeimm tíma hafi hún ekki gengið
til heil skógar eins og það er
orðað. Anna var nettvaxin kona,
en stór er á reyndi og stærst er
mest reyndi á eins og hún átti
ættir til.
Börnum hennar, systrum,
Gunnari W. hálfbróður hennar og
öðrum ættingjum flyt ég innilegar
samúðarkveðjur.
Hálfdán Steingrímsson.
Boxnar aldrei
brotnar í bylnum stóra seinast.
St.G.St.
Kær skólasystir Anna Stein-
dórsdóttir Fjeldsted hefur kvatt
þennan heim. Löng og góð kynni
eru rifjuð upp en fátt eitt sett á
blað.
Fyrstu kynni okkar hófust í
Miðbæjarbarnaskólanum fyrir um
það bil hálfri öld. Anna ólst upp
hjá ástríkum foreldrum og í glöð-
um systkinahópi. Hennar æsku-
heimili var við Suðurgötu í hjarta
borgarinnar, spölkorn frá einum
fegursta stað hennar, Tjörninni í
Reykjavík, þar sem allt iðaði af
lífi og fjöri, sumar sem vetur.
Minningar frá þessum leikvangi
æskunnar eru ógleymanlegar.
Kríugarg, svanasöngur og horn-
sílaveiðar setja svip á sumartíð en
á frostköldum vetrardögum var
hlaupið að skautum ásamt hundr-
uðum Reykvíkinga á öllum aldri.
Oft bar það við að farið var í
kapphlaup við hestana, sem
þeystu um ísilagða Tjörnina með
sleða í eftirdragi, já og jafnvel
stolist til þess að fá sér bunu á
sleðunum. Ökumönnum var ekkert
um þessa leiki æskunnar. Þeir sáu
hættuna, sem gat fylgt í kjölfarið,
auk þess voru þeir að sækja
ísblokkir í íshúsin og höfðu ekki
tíma til ærsla.
Árin liðu og oft var brosað og
hlegið af litlu tilefni.
Þegar skólahurð Miðbæjarskól-
ans lokaðist á hæla okkur opnuð-
ust dyr Kvennaskólans í Reykja-
vík. Báðir þessir skólar standa við
Tjörnina og sama fegurð blasti
við. Aðalbreytingin og ef til vill sú
erfiðasta var sú, að nú þurfti að
þéra kennarana. Það er broslegt
að minnast þess að á þessum árum
héldum við að allar áhyggjur væru
að baki, þegar prófum lyki og
skruddum skellt, en enginn veit
sína æfina fyrr en öll er.
Eftir skólaveruna lá leið skóla-
systrana til allra átta. Sumar
settust að á erlendri grund, aðrar
úti á landsbyggðinni, en flestar
urðu eftir í höfuðborginni.
I skólanum bundust bekkjar-
systurnar sterkum vináttubönd-
um sem haldast enn. Ákveðið var
að hittast reglulega og við það
hefur verið staðið. Með þessu móti
höfum við fylgst hver með annarri
gegnum árin og tekið þátt í sorg-
um og gleði sem lífið rétti að.
Örlögin fara misjafnlega mildum
höndum um mannanna börn. Oft
voru þau harðleikin við þessa
kjarkmiklu elskulegu konu, sem
virtist eflast við hverja raun. Hún
eignaðist tvo ágæta eiginmenn,
þótt hún þyrfti að sjá á bak þeim
báðum. Þrjú elskuleg börn átti
hún og nú á síðustu árum elskuleg
barnabörn. Fjölskyldan stóð þétt
saman og frændgarður var góður.
En sorgin barði snemma að
dyrum og ýmsir aðrir vágestir
fylgdu fast á eftir. Þar á meðal sá
sjúkdómur sem varð henni að
lokum að aldurtila. Baráttan var
hörð, en ójöfn, en Anna stóð
meðan stætt var, eins og grenitréð
hans Stephans G.
Við skólasysturnar þökkum
Önnu fyrir hennar góðu samfylgd
og börnum hennar og öðrum ást-
vinum sendum við innilegar sam-
úðarkveðjur og biðjum þeim bless-
unar guðs.
Áslaug Friðriksdóttir.
Halldór Jónsson
Akranesi—Minning
Hann andaðist að Hrafnistu í
Reykjavík þann 21. júlí s.l. Fædd-
ur þann 20. nóv. 1891 og hefði því
orðir 88 ára gamall á þessu ári.
Foreldrar hans voru Jón Bene-
diktsson og Valgerður Eyjólfs-
dóttir á Aðalbóli hér á Akranesi,
og var Halldór oftast kenndur við
þann stað. Hann bjó einnig þar
lengst af með konu sinni, Bjarn-
fríði Ásmundsdóttur frá Háteigi á
• Akranesi. Þau ólu upp eina dóttur
(kjördóttur), Hellenu Halldrórs-
dóttur, sem nú býr í Reykjavík og
vinnur við Aðstoðarstofnun aldr-
aðra hjá Reykjavíkurborg. Hall-
dór var reyndar undir hennar
verndarhendi, eftir að hann flutti
héðan af Akranesi á Hrafnistu.
Halldór byrjaði ungur að árum
að stunda sjómennsku og fisk-
vinnslustörf, með það að mark-
miði, að eignast sinn eigin fiski-
bát. Árið 1910 kaupir hann lítinn
vélbát, „Hafrenning", ásamt hálf-
bróður sínum Lofti Loftssyni og
mági Þórði Ásmundssyni. Halldór
var skipstjóri á bátnum fyrstu
árin. Árið 1912 láta þeir smíða hér
vélbátinn „Eldingu", sem var ann-
ar af fyrstu þilfarsvélbátunum,
sem hér voru smíðaðir. Árið 1916
láta þeir félagar smíða v/b. Kjart-
an Ólafsson í Skagen á Jótlandi.
Halldór fylgdist með þeirri ný-
smíði úti í Danmörku, og samdi á
sama tíma um kaup á öðrum
vélbát. Það var „Valborg", sem
síðar fékk nafnið „Hrefna". Eig-
endur hans voru þeir Halldór,
Davíð á Arnbjargarlæk, bróðir
hans Þorsteinn sýslumaður í Döl-
um og Brynjólfur lögfræðingur
frá Reykjavík. Halldór og Davíð
urðu uppfrá þessu miklir vinir,
sem fóru oft að hitta hvorn annan.
Til þess að hagnýta afla bát-
anna, tók Halldór land á leigu á
Götuhúsakampi, byggði þar fisk-
verkunarhús og aðstöðu til salt-
fiskþurrkunar, reiti til sólþurrk-
unar. Þarna verkaði hann bæði
sinn eigin fisk og annarra, þegar
svo bar undir. Hann var einnig
þátttakandi í síldveiðum og verk-
un, á meðan hún var og hét, bæði á
Siglufirði, Ingólfsfirði og víðar.
Þótt útgerðarumsvif hans væru
aðallega á fyrri hluta aldarinnar,
var hann hluthafi og starfandi í
útgerðarfyrirtækjum alla tíð. Til
dæmis Víðisfélaginu, sem sjálf-
stæðismenn á Akranesi stofnuðu
og keyptu togarann Sindra, en
rekstur hans var á Halldórs hendi,
Síldar & fiskimjölsverksmiðjunni
hf. o.fl.
Það reyndi oft á þrek og hörku
Halldórs í sjóróðrum og sigling-
um. Til dæmis þegar hann stýrði
Faöir okkar
EIRÍKUR ÞORSTEINSSON
bóndi Löngumýri Skaiöum
er látinn.
Börnin.
t
Alúöarþakkir til allra þeirra sem vottuöu okkur samúö viö andlát
og jaröarför
SIGURBJARGAR JÓNÍNU EINARSDÓTTUR
Stigahlíö 20, R
og sýndu henni vinsemd og viröingu.
Sigríöur Siguröardóttir Þórarinn Alexandersson
Hanna Þórarinsdöttir
Marta Elíasdóttir Holt
Ingimar Kristinn Sveinbjörnsson
Einar Grétar Sveinbjörnsson
og fjölskyldur þeirra.
v/b. Eldingu heillri í höfn í
Reykjavík í mannskaðaveðrinu
árið 1922, þegar v/b. Hera og v/b.
Njáll fórust með allri áhöfn út af
Sandgerði. Eldingin var einnig
talin af, en Halldór hélt henni
uppí ofsann. sem hrakti hana
þannig afturábak, frá Garðskaga
til Reykjavíkur. Hann sigldi einn-
ig v/b. Valborgu heim til íslands
frá Danmörku á fyrri heimstyrj-
aldarárinu 1918. Þá var bæði
skortur á olíu og matvælum, svo
oft varð að bregða upp seglum á
leiðinni, til þss að spara orkuna.
Ferðin var löng og erfið í gegnum
tundurduflabelti, brim og boða.
Þess má geta að Jón Árnason f.v.
bankastjóri var farþegi þar um
borð, en hann var að koma heim
frá námi. Halldór afþakkaði far-
gjaldið, vegna þess hvað ferðin var
erfið og fæðið af skornun
skammti.
Það er staðreynd að Halldór
Jónsson var einn af þeim ungu
mönnum, sem Ólafur B. Björnsson
ritstjóri, skrifaði um í Sögu Akra-
ness: „Ekkert áttu þessir ungu
menn til, nema hugrekki sitt,
trúna á framtíðina og þeir væru á
réttri leið að vinna sjálfum sér,
þorpi sínu og þjóð nokkurt gagn.“
Halldór var í mörg ár af-
greiðslumaður v/b. Laxfoss fyrir
HF Skallagrím hér á Akranesi, og
muna hann efalaust margir frá
þeim árum. Það var oft erfitt
starf, en þar naut hann samstarfs-
manns síns og vinar Sigurjóns
Sigurðssonar frá Teig, sem nú er
einnig horfinn héðan.
Halldór hafði til að bera harða
og öra höfðingslund, en var innra
með sér bljúgur og barngóður
tilfinningamaður. Við Akurnes-
ingar kveðjum í dag frá Akranes-
kirkju, góðan dreng, sem allir
sakna er samferða honum voru, og
þökkum honum öll störf hans og
persónulega viðkynningu, sem
ekki gleymist.
Júlíur Þórðarson.
Semballeikur í
Skálholtskirkju
Helga Ingólfsdóttir leikur ein-
leiksverk fyrir sembal á sumar-
tónleikum í Skálholti kl. 15 á
laugardag og sunnudag.
SUMARTÓNLEIKAR eru nú
um hverja helgi í Skálholts-
kirkju. Hefjast þeir ávallt kl.
15:00 laugardaga og sunnu-
daga. Tónleikar þessir eru
fremur stuttir og án hlés og
ætlaðir ferðamönnum er
koma að Skálholti og dvelja
vilja um stund á staðnum.
Aðgangur að tónleikunum er
ókeypis. Messað er í Skál-
holtskirkju kl. 17:00 hvern
sunnudag.
Um næstu helgi mun Helga
Ingólfsdóttir leika einleiks-
verk fyrir sembal á sumartón-
leikunum. Á efnisskrá hennar
eru verk eftir tvö tónskáld
barokktímabilsins: „Andlát og
útför Jakobs" eftir J. Kuhnau
en það eru tónmyndir eftir
fáeinum sögum úr Heilagri
ritningu og Ouverture, partita
í frönskum stíl eftir J.S. Bach.
Tónleikar og þjóð-
dansar í MH í kvöld
í KVÖLD, föstudag, leikur Sinfón-
íuhljómsveit unglinga frá Örn-
skjaldarvík í Svíþjóð í Mennta-
skólanum við Hamrahlíð.
Hljómsveitina skipa 50 manns og
er hún hér á vinabæjarmóti í
Hveragerði en einnig hefur hún
tekið þátt í norrænu æskulýðs-
móti, sem nú stendur yfir í
Reykjavík á vegum Æskulýðs-
sambands íslands og Norræna
félagsins. Hljómsveitin leikur létt
klassiska tónlist. Þá kemur einnig
fram á hljómleikunum þjóðdansa-
hópur. Aðgangur að sýningun.ii í
kvöld er ókeypis.