Morgunblaðið - 27.07.1979, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 27.07.1979, Qupperneq 32
EFÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁ ERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINII \l \ SIMIVN KK: 22480 EFÞAÐER FRÉTT- NÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐINL' \l U.\ s|\(. \ SlMINN KK: 22480 FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 1979 íslenzkur fíknief nahringur í S víþ jóð afh júpaður: Átta íslendingar í fangelsi í Gautaborg Aðalstöðvar lögregl- unnar í Gautaborg, þar sem íslending- arnir átta eru í haldi og yfirheyrslur í fíkniefnamálinu fara fram. Símamynd Göteborgs Posten. ÁTTA íslcndinxar sitja nú í fangelsi í Gautaborg í Svíþjóð ok sá níundi er í gæziuvarðhaldi í Reykjavík og eru þeir Krunaðir um umfanKsmikla fíkniefnasöiu í GautaborK á árinu 1978 ok það sem af er þessu ári, ok ennfremur eru þeir Krunaðir um hasssmyKÍ til íslands. Rannsókn málsins er í höndum fíkniefnadeildar iöKreKÍunnar í GautaborK en upp komst um málið við yfirheyrslur yfir manninum, sem situr í varðhaldi hér á landi. Sænsk dómsyfirvöld hafa krafizt þess, að hann verði framseldur til Svíþjóðar vegna málsins ok í K*r kvað sakadómur Reykjavíkur upp þann úrskurð, að fyrir hendi séu skilyrði til framsals, en löKmaður mannsins áfrýjaði úrskurðinum til Hæstaréttar. í fórum íslendinKanna hafa fundizt 5‘/2 kK af hassi otr eitthvað af kókaíni. Markaðsverð á hassi mun nú vera um 10 þúsund krónur Krammið hér á íslandi ok er söluverðmæti fíkniefnanna, sem fundust hjá íslendinKunum 50—60 milljónir fslenzkra króna. Hinir handteknu, sem allir eru karlmenn, eru 21—42 ára Kamlir ok hafa flestir þeirra búið í GautaborK um nokkurt skeið. Samkvæmt þeim upplýsinKum, sem MorKunblaðið hefur aflað sér um þetta mál, var maður einn handtekinn á Keflavíkurflugvelli í •júní sl. er hann var að koma hingað til lands frá Gautaborg. Maðurinn var handtekinn vegna fíkniefna- máls, sem var til rannsóknar í vetur. Við yfirheyrslur yfir mannin- um komu fram ýmsar upplýsingar um starfsemi íslendinganna í Gautaborg og á miðvikudag í fyrri viku fór Bjarnþór Aðalsteinsson rannsóknarlögreglumaður við fíkni- efnadeild lögreglunnar í Reykjavík til Gautaborgar með þær upplýsing- ar, sem þá lágu fyrir. Tveir lög- reglumenn við fíkniefnadeildina í Gautaborg hófu þegar rannsókn málsins og strax á fimmtudags- morguninn voru fyrstu íslending- arnir handteknir, þeir yfirheyrðir og húsleit framkvæmd hjá þeim. Hinir Islendingarnir voru svo hand- teknir hver af öðrum og þeir síðustu í þessari viku. I fórum eins þeirra fundust 4 kg af hassi en hjá öðrum fannst 1 '/2 kg af hassi og eitthvað af Lækkandi olíu- verð í Rotterdam OLÍUVERÐ á markaðnum í Rott- erdam hefur farið lækkandi að undanförnu, samkvæmt þeim upp- lýsingum sem Örn Guðmundsson skrifstofustjóri veitti Mbl í gær. Hefur gasolíuverðið lækkað um 9.1% frá því sem var í byrjun júlí og benzínverð hefur lækkað um 8,4% frá sama tíma. verðið lækkaði enn meira. Nýlega kom til landsins 16 þúsud tonna gasolíufarmur frá Rússlandi, sem lestaður var í byrjun júlí og því keyptur á hæsta verði, eða 385 dollarar hvert tonn. kókaíni. Einn þeirra íslendinga, sem tengjast málinu, sat í fangelsi í Helsingborg, þar sem hann afplán- aði 9 mánaða fangelsisdóm fyrir fíkniefnasmygl og var hann fluttur til Gautaborgar. Rannsókn málsins er á byrjun- arstigi ennþá. íslendingarnir voru allir úrskurðaðir í 14 daga gæzlu- varðhald. Eru þeir í haldi í fangelsi Aðallögreglustöðvarinnar í Gauta- borg, þar sem yfirheyrslur fara fram. Beinast þær að því að upplýsa umfang málsins og hve margir aðilar tengjast því. Einhverjir munu þegar hafa viðurkennt þátt sinn í málinu og fram hefur komið að hluti af hassinu fór til íslands og var dreift þar. Hinir handteknu hafa flestir komið við sögu fíkniefnamála á íslandi áður. Á það má minna, að í marz sl. voru allmargir íslendingar hand- teknir í Kaupmannahöfn grunaðir um umfangsmikla dreifingu á fíkni- efnum, aðallega kókaíni. Sjá „skilyrði til framsals fyrir hendi“ á bls. 2. Skattskrá Vestmannaeyja lögð fram í dag: Gjöld einstaklinga hækka um 54.7% en félaga um 77.3% — eignaskattur á einstaklinga hækkar um 123.8% en á félög um 116.4% Skráð verð á gasolíu var 20. júlí s.l. 350 dollarar hvert tonn en 2. júlí s.l. var skráð verð 385 dollarar. Skráð verð á benzíni var 355 dollarar hvert tonn 20. júlí en var 387,50 dollarar tonnið 2. júlí. Um mánaðamótin maí og júní verðið hæst en þá var skráð verð á gasolíu 395 dollarar tonnið og skráð verð á benzíni 412,50 dollarar tonnið. Nemur lækkunin á gasolíunni frá þeim tíma 11,4%, sem samsvarar 12,9% hækkun, og lækkunin á benz- íninu nemur 13,9%, en það samsvar- ar 16,2% hækkun. Örn Guðmundsson sagði að ógern- ingur væri að spá um þróun mála á Rotterdammarkaðnum á næstunni en allir vonuðu að a íkinn olíusparn- aður og þar með minni eftirspurn myndi hafa það í för með sér að SKATTAKRÁ Vestmannaeyja verður lögð fram í dag. Gjöld á 2.244 einstaklinga nema 2 millj- örðum 24 milljónum en voru á 2.242 einstaklinga í fyrra 1 millj- arður 308 milljónir og er hækk- unin því 54.7%. Gjöld á 134 félög í Vestmannaeyjum nema í ár 607 milljónum 377 þúsundum en voru á 146 félög í fyrra 342 milljónir 623 þúsund krónur. Hækkunin er 77.3% en félögum í Vestmanna- eyjum hefur fækkað um 12 á undanförnu ári og sé hækkunin reiknuð á hvert fyrirtæki er hún 96.1% að sögn Inga T. Björnsson- ar skattstjóra í Vestmannaeyjum. Heildarálagningin í Vest- mannaeyjum er samtals 2 millj- arðar 631 milljón 478 þúsund í ár, en var 1 milljarður 650 milljónir 830 þúsund í fyrra og er hækkunin 59.4%. Þess má geta að tekjuskattur á einstaklinga hækkaði um 68.2% milli ára en hækkunin á félög nam 38.6%. Eignaskattur á einstakl- inga hækkar um 123.8% og á félög um 166.4%. Útsvör hækka síðan um 56.2%. Sjá: „Hæstu gjaldendur í Eyjum“ bls. 5. Arnar ÁR 55 siglir á fullri ferð til bjargar feðgunum af Val KÓ 3, Ljósm. Mbl.: Rax, Feðgar björguðust úr bátskaða í nótt FEÐGAR frá Þorlákshöfn björg- uðust í gúmmíbát þegar 6 tonna bátur þeirra. Valur KO 3, sökk um 11 sjómílur suður frá Hafnarnesi um kl. 21.40 í gærkvöldi. Þegar blaðamenn Morgunblaðins flugu yfir KÚmmíbjörgunarbátinn á ell- efta timanum f gærkvöldi voru feðgarnir í honum heilir á húfi og fylgdist flugvél LandhclKÍsgæzl- unnar með björgunarhátnum. Hún hafði leyst af hólmi Vængjavél sem hafði fundið gúmmíbjörgunarbát- inn kl. 22.30, eða um 50 mínútum eftir að neyðarkall kom frá Vali og tilkynning um að skipverjar væru að fara um borð í gúmmíbjörgun- arbátinn þar sem Valur væri að sökkva. Slysavarnafélagið gerði þegar ráðstafanir til þess að flugvél færi á slysstað og að bátur frá Þorláks- höfn færi eftir skipbrotsmönnun- um, en sjór var sléttur sem á heiðartjörn. Um kl. 23.30 var Arnar kominn að gúmmíbátnum og bjarg- aði hann feðgunum, Hafsteini Sig- mundssyni skipstjóra og Kára syni hans, 13 ára, um borð heilum á húfi. Skipstjóri á Arnari ÁR 55 er Einar Sigurðsson, en skipherra á gæzlu- vélinni var Gunnar Ólafsson og á Vængjavélinni var Þórólfur Magn- ússon flugstjóri. Þegar Morgunblaðsmenn flugu yfir gúmmíbátnum átti Arnar eftir um það bil hálftíma siglingu að bátnum, en von var á Arnari til Þorlákshafnar um kl. 1 í nótt. Þeir feðgar eru búsettir í Þorlákshöfn ásamt fjölskyldu sinni, en Haf- steinn hefur róið frá Þorlákshöfn síðan í apríl og Kári hafði farið nokkra róðra með honum. Ekki lá ljóst fyrir í gærkvöldi hver var ástæðan fyrir því að Valur sökk svo skyndilega.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.