Morgunblaðið - 09.08.1979, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 09.08.1979, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 1979 13 Frá Hólum í Hjaltadal. Hólahátíð Tjaldið er 90 íerm. á stærð, bynKt úr trÓRrind ok tekur tvo og hálfan tíma að setja upp. Það verður lcigt út til að hýsa sýningar og skemmtanir. Nýstárlegt tjald NÝ gerð af tjöldum var nýlcga kynnt hér í borg. Tjaldið er kúlulaga 90 ferm. á stærð og byggt úr sexhyrningum úr tré- grind. sem á er strengdur segl- dúkur. Tekur það 2Vi tfma að koma tjaldinu upp. Tjöld þessi eru ætluð til að hýsa sýningar og skemmtanir og er það ætlun eigendanna, Spilaborgar hf., að leigja þetta tjald út til þeirra sem óska að sumri og vetri. Hönnuður þessa tjalds er Einar Þ. Ásgeirsson og sagðist hann búast við því að brátt myndu þeir hefja að framleiða minni tjöld. Annars sagðist hann ætla að byggja sér íbúðarhús eftir sömu grundvallar- hugmyndum og þessi tjöld byggj- ast á. Tjald þetta sem nýverið var kynnt verður notað á alþjóðjegri vörusýningu hér í borg sem það verður notað sem leikhús. Enn- fremur verður það notað til að hýsa skemmtanir í Árbæjarsafni í ágúst. I októbermánuði verður hér á landi staddur Buckminster Fuller sem er nokkurs konar upphafs- mður þeirrar tækni sem þetta tjald byggir á, og heldur hann þá sýningu á verkum sínum í Upplýsingaþjónustu Bandaríkj- anna. (Ljósm. Mbl. RAX.) Aurskriður á Borgarfjarð- arvegi egstra MIKLAR aurskriður voru í Njarðvíkurskriðum á Borg- arfjarðarvegi eystri aðfar- arnótt þriðjudags. Töluverð úrkoma var á þessum slóð- um um helgina, allt frá Vopnafirði að Langanesi. Hjá vegaeftirliti Vegagerð- ar ríkisins fengust þær upplýsingar í gær að skemmdir á veginum hefðu ekki verið mjög miklar og að ekki væri óalgengt að aurskriður féllu á veginn í Njarðvíkurskriðum eftir miklar rigningar. á suxmudagúin kemur HIN árlega Hólahátíð verður haldin nk. sunnudag, 12. ágúst, og hefst kl. 14 með því að klukkum dómkirkjunnar verður hringt og prestar ganga í skrúðgöngu til kirkju. þar sem guðsþjónusta fer fram. Kl. 16.30 verður samkoma f kirkjunni. Við messuna kl. 14 predikar staðarprestur, sr. Sighvatur Birgir Emilsson, en sr. Gunnar Gíslason, prófastur í Glaumbæ, þjónar fyrir altari. Frú Svan- hildur Steinsdóttir, skólastjóri Neðra-Ási, og Sigtryggur Björnsson, kennari Hólum, lesa pistil og guðspjall. Sr. Pétur Sigurgeirsson, vígslubiskup og sr. Árni Sigurðsson þjóna fyrir altari eftir predikun. Að venju fer fram altarisganga. Kirkjukór Víðimýrarsóknar syngur undir stjórn Björns Ólafssonar, organ- ista. Að lokinni guðsþjónustu verða kaffiveitingar í nýja barnaskóiahúsinu. Samkoman kl. 16.30 hefst með ávarpi formanns Hólafélagsins, sr. Árna Sigurðssonar. Síðan syngur Kirkjukór Víðimýrar- sóknar. Tryggvi Gíslason, skóla- meistari Akureyri, flytur ræðu. Jóhann Jóhannsson, bóndi, syng- ur einsöng. Samleikur verður á orgel, fiðlu og flautu. Flytjendur eru Kristín Gunnarsdóttir og Helga Hilmarsdóttir frá Akur- eyri. Að síðustu flytur Gunnar Gíslason, prófastur, lokaorð. Helmingi styttra þorskveiðibann á hafíssvæðunum BÁTAR á svæðinu frá Raufar- höfn til Borgarfjarðar eystra hafa fengið að halda áfram þorskveiðum á tímabilinu frá 15. júlí til 30. júlí. Eins og kunnugt er voru þorskveiðar í net stöðvað- ar á tfmabilinu frá 15. júlí til 15. ágúst. Bátar á þessu svæði fá þvf helmingi styttra þorskveiðibann en aðrir og er ástæðan sú, að sögn Jóns B. Jónssonar deildar- stjóra í sjávarútvegsráðuneytinu, að fbúar á þessu svæði urðu mjög hart úti vegna haffssins í vor. Jón sagði að togurum á þessu svæði hefði einnig verið veitt undanþága frá 70 daga þorskveiði- banninu, sem í gildi er, þannig að það yrði 21 degi styttra en annarra. Hér væri um að ræða togarana Bretting og Rauðanúp og er undanþágan veitt með því skilyrði að hvor togari um sig leggi upp að minnsta kosti einn þorskveiðitúr á Þórshöfn. Bang & Olufsen Verólaunatæki um allan heim Bæöi magnarinn og plötuspiiarinn eru fjarstýröir. Verö: 1.018.500 29800 Skipholti19 ER ÞAÐ? Auövitaö getur Bang & Olufsen framleitt tæki eins og allir hinlr, en þá hefur þú ekki þennan valkost, sem er Beosystem 2400. lítill bí II - STÓR BÍLL? Þao gildir einu.... . Philips framleiöir bíltækiö í bilinn hvort sem hann er lítill eöa stór, gamall eöa nýr. i->ú getur valiö milli útvarpstækja, kassettutækja, eða sambyggðra útvarps- og kassettutækja i fjölmörgum mismunandi geröum og ,4MÍ VS/ «i * > ■|| j .. ' CASserre srmto tSOO 1286 mti m\ ■ fÖP i<ifí heimilistæki sf HAFNARSTRÆTI 3 — 20455 — SÆTÚN 8 — 15655

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.