Morgunblaðið - 09.08.1979, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 1979
Minning:
Helgi Þórarinsson Æöey
Fæddur 15. apríl 1920.
Dáinn 1. ágúst 1979.
Helfregnin kom óvænt, sló hart.
Dagion áður hafði að vísu spurst,
að Helgi væri á spítala, en mig
grunaði ekki, að svona mikil
alvara væri á ferðum. Hann hafði
kennt lasleika heima í Æðey
þremur vikum fyrir andlátið, legið
nokkra daga heima, en farið síðan
Jil læknis til ísafjarðar. Þá sást,
að grípa þurfti til skjótra ráða, og
Helgi var sendur til Reykjavíkur
til frekari læknismeðferðar. Gn
sjúkdómurinn fór geyst. Sterk iyf
voru reynd, en árangurslaust.
Helgi andaðist um hádegisbil
miðvikudagin 1. ágúst, 59 ára að
aldri.
Seint á vetri 1936—1937 bættust
smám saman í 1. bekk M.A.
nokkrir nýnemar víðs vegar að af
landinu. Þeir höfðu lesið heima
um veturinn, en voru nú komnir
til að hlýða á kennslu nokkrar
vikur, áður en þeir þreyttu vor-
próf. Einn þeirra var vestfirskur
piltur, sem þegar vakti sérstaka
athygli okkar, sem fyrir vorum í
þekknum. Þröngt var í stofunni,
svo að hann gat ekki fengið borð
til að sitja við, en stól fékk hann
og sat fremst í stofu milli dyra og
kennaraborðs. Ekki var trútt um,
að hann rændi stundum athygl-
inni frá lærifeðrunum. Hann var
höfði hærri en aðrir menn eld-
rauður á hár og hrokkinhærður,
mikilleitur og fyrirmannlegur í
fasi, stiililegur og sýnilega enginn
flysjungur. Hann var rammur að
afli, en friðsamur og lét engan á
því kenna. Þó skildist smásveinum
fljótt, að skynsamlegt var að
bekkjast ekki um of til við þennan
nýja mann að vestan, enda fýsti
þess brátt engan, því að við
kynningu reyndist hann hið mesta
ljúfmenni og glaðvær og hlýr
félagi.
Þetta var Helgi Þórarinsson frá
Látrum í Mjóafirði við ísafjarð-
ardjúp, kominn um langan veg til
að leita sér menntunar og sækja
skóla. Nú á dögum þykir slíkt að
vísu engin nýlunda eða tiltökumál,
en á þessum tíma, á kreppuárun-
um fyrir síðari heimsstyrjöld, var
það fátækum sveitapilti þrekvirki
og ekki á annarra færi en þeirra,
sem voru miklum kostum búnir,
ekki aðeins námsgáfum, heldur
einnig föstum vilja og sterkri
löngun til að mannast og mennt-
ast, því að veraldlegu efnin voru
oftast af skornum skammti og
styrkir litlir eða engir, þannig að
sjálfsögun, sjálfsbjargarvilji og
seigla nemandans sjálfs réð úrslit-
um, en stundum kom þó að vísu til
góðra manna hjálp eða frænd-
styrkur. Treyst var á sumarvinnu
við bjargræðisvegina, í síld eða
sveit, og síðan lifað eins spart að
vetrinum og nokkur kostur var,
hverri krónu velt í lófa og mörg
freisting, sem þá varð á vegi ungra
manna engu síður en nú, var að
velli lögð. Við þetta allt óx mann-
dómur, dugur og siðrænt, andlegt
og líkamlegt þrek þessara ungu
manna og það er engin tilviljun,
að þeir nýttust þjóðfélaginu vei í
leiðtoga- og nytjastörfum síðar,
auk þess sem þeir lögðu grunninn
að eigin gæfu og gengi á ævibraut-
inni.
Helgi Jóhannes Þórarinsson
fæddist á Látrum í Mjóafirði 15.
apríl 1920. Foreldrar hans voru
hjónin Kristín Guðrún Runólfs-
dóttir, dóttir Runóifs bónda í
Heydal Jónssonar og konu hans
Guðrúnar Guðmundsdóttur frá
Eyri í Mjóafirði, og Þórarinn
bóndi Helgason, sonur Helga Ein-
arssonar bónda á Látrum og Þóru
Jóhannesdóttur, konu hans. Helgi
var elstur systkina sinna, en
alsystkini hans eru Runólfur, f.
1922, cand. mag. í íslenskum
fræðum og deildarstjóri í Mennta-
málaráðuneytinu, og Kristín, f.
J 926, d. 1970, gift Guðfinni Magn-
ússyni, og bjuggu þau á ísafirði.
Þórarinn missti konu sína frá
börnunum þremur, þegar dóttirin
var tíu daga gömul, en kvæntist
aftur síðar Hjálmfríði Berg-
sveinsdóttur frá Aratungu í
Steingrímsfirði. Börn þeirra og
hálfsystkin Helga eru: Guðrún f.
1935, gift Nikulási Sigfússyni,
yfirlækni Hjartaverndar, Bragi f.
1936, verkstjóri hjá náttúruvernd-
arráði, og Sigríður f. 1938, gift
Sigþór Jakobssyni myndlistar-
manni.
Helgi var bernskuárin heima á
Látrum við hinn skógi prýdda
Mjóafjörð og vandist öllum venju-
legum búskaparverkum, eins og
þau voru fyrir vélaöld, og fékk
snemma styrka hönd af ár og orfi
og víða sýn og djúpan skilning á
lífsbaráttu alþýðu manna í land-
inu, ekki aðeins af afspurn, heldur
einnig af eigin raun. Samúð hans
með erfiðisfólki átti hér rætur og
hélst upp frá því. En hugurinn
stóð til náms og bókar, svo að
hann settist sem fyrr segir í
Menntaskólann á Akureyri vorið
1937,
Þar hófust kynni okkar Helga,
sem leiddu brátt til vináttu, sem
haldist hefir alla tíð síðan og
meira að segja orðið enn nánari,
eftir því sem tímar hafa liðið. Við
bekkjarsystkinin öll eignuðumst í
honum hinn ágætasta félaga, sem
öllum okkur þótti vænt um og við
dáðum fyrir margs konar atgervi
og ágæti. Hann var alltaf til í
glens og gaman, ef það var af
saklausum toga, og öll réttlætis-
mál studdi hann óhikað, við hvern
sem var að eiga. Hann var alltaf
mjög félagslyndur og tryggur vin-
ur sínum, sótti enda fundi og
bekkjarsamkomur, svo sem stúd-
entsafmæli, allra manna best, þótt
hann ætti einna lengst að sækja.
Ræktarsemi hans við forna vini og
sameiginiegar minningar var slík.
Eftir stúdentsprófið, sem hann
lauk vorið 1942, hélt Helgi til
Reykjavíkur og hóf nám í lögfræði
við Háskóla íslands, en svo réðst,
að hann gerðist kennari við Hér-
aðsskólann á Núpi meira en hálf-
an veturinn 1942—1943. Eftir það
tók hann til við námið aftur og
lauk fyrrihlutaprófi 1946, en vann
alltaf nokkuð með námi, einkum
við kennslu. Einnig vann hann hjá
Skattstofu Reykjavíkur og við
framkvæmd eignakönnunarinnar
1947—1948. Flest háskólaárin bjó
hann á Nýja stúdentagarðinum,
og eigum við félagar margar
bjartar og skemmtilegar minning-
ar frá þeim árum.
En um þetta leyti kynntist
Helgi forkunnarmyndarlegri
stúlku, Guðrúnu Lárusdóttur, sem
þá vann við Landssímastöðina í
Reykjavík. Hún er dóttir Guðjónu
Guðmundsdóttur, sem var ein
hinna nafnkunnu Æðeyjarsyst-
kina, og Lárusar Guðnasonar
verslunarmanns, en fóstruð og
alin upp að mestu leyti hjá
Elísabetu móðursystur sinni og
Jónasi Jónassyni. manni hennar. Þau
Helgi gengu í hjónaband 20. mars
1948 og eignuðust sex börn. Þau
eru: Jónas, f. 1947, bóndi í Æðey,
Þórarinn f. 1950, hamskeri, nú
starfsmaður Sementsverksmiðj-
unnar á Akranesi, kvæntur Báru
Jósefsdóttur, ljósmóður, Guð-
mundur Lárus, f. 1953, kpnnari við
Gagnfræðaskóla Akureyrar,
kvæntur Brynhildi Júlíusdóttur,
Einar, f. 1957, húsasmiður í
Reykjavík, kvæntur Svövu Þ.
Þórðardóttur, hjúkrunarfræðingi,
Guðjón, f. 1959, hefir að mestu
verið í heimahúsum, og Kristín
Guðrún f. 1962, hefir einnig að
mestu dvalist heima. Öll eru
börnin myndarfólk og harðdug-
legt, eins og þau eiga kyn til.
Árið 1948 réðst Helgi til skrif-
stofustarfa hjá Almennum trygg-
ingum hf. og varð ári síðar
deildarstjóri hjá því fyrirtæki.
Þeirii stöðu gegndi hann i rúm 13
ár og naut mikils trausts í starfi.
Eflaust hefði Helga beðið mikill
frami í viðskiptalífinu, ef hann
hefði kært sig um, en árið 1961
brugðu þau Guðrún til annarra
miða. Þau höfðu þá eignast fimm
dugnaðardrengi, sem þurftu meira
viðnám krafta sinna en bauðst á
malbiki Reykjavíkur, og auk þess
mun þráin til átthaganna hafa
togað nokkuð fast. Nú bauðst þeim
Æðey til kaups með gögnum og
gæðum, og þetta tækifæri gripu
þau, sögðu skilið við trygga at-
vinnu við kjötkatlana syðra og
futtust búferlum vestur í Djúp.
Þeim var áreiðanlega báðum
ljóst, að þau voru að ganga til
fangbragða við margs konar erfiði
og áhyggjur, sem hljóta að bíða
þeirra, sem taka sér bólfestu á
ystu mörkum byggðar og varn-
arstöðu gegn landauðn og fólks-
flótta. En bjartsýni þeirra var
mikil, traust á forsjóninni og þó
nokkur trú á eigin mátt og megin.
Synirnir hjálpuðu til eftir megni.
jafnóðum og þeir uxu úr grasi, og
brátt fæddist dóttirin, óskabarn
og blessunartákn. öll fjölskyldan
var samhent um öll nauðsynja-
störf, og þannig urðu þau léttari
en ella hefði orðið. Börnin urðu
garpar til vinnu eins og foreldr-
arnir og snemma sjálfbjarga.
Þeim var alltaf sýnd umhyggja, en
ekki með því að hlífa þeim sífellt
við erfiðleikum, heldur með því að
styrkja þau og efla til að takast á
við þá og sigrast á þeim, kenna
þeim hin réttu tök. Þetta er
uppeldisaðferð náttúrunnar
sjálfrar og hefir alltaf gefist vel.
Æðey er kostajörð, en mannfrek
eins og allar hlunnindajarðir. Æð-
arvarp er mikið, eins og nafn
eyjarinnar bendir til, og dúntekja
eftir því, en hún krefst mikillar
vinnu og erfiðis á vorin, ef hún á
að nýtast, og einnig mikillar natni
og vandvirkni við hreinsun dúns-
ins og verkun, svo að hann verði
góð söluvara. Ekki er að orðlengja,
að Æðeyjardúnn hefir lengi verið í
hæsta gæðaflokki og fengið hann
færri en vildu vegna vandaðra
vinnubragða við verkun hans, en
hún hefir öll farið fram heima. En
umgengni við æðarfuglinn sjálfan
og umhirða og verndun varpland-
anna er hér ekki ómerkasti þátt-
urinn. Sambýli æðar og manns er
mjög náið, og maðurinn getur
miklu ráðið með umhirðu sinni
eða hirðuleysi, hvort varp eflist
eða eyðist. Hér í Æðey er sinnt um
æðarkollurnar eins og lambærnar,
og þær launa líka fyrir sig. Varnir
gegn vargi alls konar hafa líka
lengi verið efldar, svo sem með
minkahundum og öðrum tiltækum
ráðum.
Fjármennska er erfið í Æðey,
m.a. vegna flutninga fjár með
bátum milli eyjar og lands, og
smalamennskur langar og harð-
sóttar vegna fámennis sveitarinn-
ar og víðlendra óbyggða norður af,
þó að þar væri allt fram undir
miðja öldina alimikil byggð. Þá er
fyjabúskapur í eðli sínu þannig
vaxinn, að þeir, sem þar eiga
heima, verða jafnan að búa meir
að sínu en aðrir bændur, sýna
meiri fyrirhyggju og úrræði og
treysta meir á sjálfa sig en
landbændur, ef eitthvað bjátar á.
Þetta vissu þau Guðrún og Helgi
mæta vel, en gengu djörf og
hiklaust til leiks, enda von góðrar
afkomu, ef búskapurinn blessaðist
á annað borð. Og hann blessaðist.
En Æðey er meira en góð bújörð
með hlunnindum. Hún er einnig
ein mesta fuglaparadís þessa
lands. Þar munu vera ekki færri
en 23 varptegundir auk annarra
fugla, sem þangað slæðast. Þar
iðar allt af lífi. Æðarkollurnar
verpa nærri því að segja inni í bæ,
og teistan, þessi fjörugi, fallegi og
mannelski fugl, á sér hreiður allt í
kringum höfnina framan við bæj-
ardyrnar og meira að segja undir
bæjarhellunni. Fullyrt er, að bæj-
arhrafninn verji varpið á vorin í
þakklætisskyni fyrir matgjafir á
hörðum vetrardögum. Hér er sam-
býli fugla og fólks með gagn-
kvæmri virðingu, nærri því að
segja á jafnréttisgrundvelli, og
með fögrum hætti eins og skapar-
inn hlýtur að hafa ætlast til í
öndverðu. Fuglafræðingar og
fuglaskoðarar víða úr heimi koma
til þessarar Mekku, og íslenskir
ferðamenn koma hópum saman á
hverju sumri til að virða fyrir sér
dásemdirnar. Öllu þessu fólki
leiðbeindi Helgi og fræddi það um
fuglana og náttúru eyjarinnar,
lifandi og dauða, því að hann var
allra manna lærðastur og fróðast-
ur um lifnaðarhætti fuglanna, eðli
þeirra og eiginleika. Hann var
óþrjótandi fræðasjór á þessu sviði.
Fyrir nokkrum árum var þeim
Guðrúnu boðið til Bretlands í
þakklætis- og viðurkenningar-
skyni fyrir aðstoð við fuglaskoð-
ara og höfðu af þeirri ferð mikla
ánægju.
Helgi var jafnframt mikill
áhugamaður um náttúruvernd al-
mennt og vann því málefni allt
það gagn, er hann mátti.
En Helgi sinnti einnig mörgum
öðrum fræðum af miklum áhuga.
Saga eyjarinnr, héraðsins og
landsins alls var honum opin bók,
og í ættfræði varð ekki komið á
hann bragði. Þar var hann prýð-
isvel að sér og rakti fyrirhafnar-
laust ættir um allt land og tengdi
óvæntustu menn ættar- og skyld-
leikatengslum af kunnáttu sinni,
enda var hann gæddur óvenjulegu
stálminni. Bókasafn ágætt er í
Æðey, og viðaði Helgi að sér
góðum bókum af elju og smekk-
vísi.
Þessu gaf hann sér öllu tíma til
að sinna ásamt búverkunum, en
hin allra síðustu ár var Jónas
sonur hans að miklu leyti tekinn
við búinu. Helgi hafði þó á sinni
hendi dúninn og nokkra aðra
verkþætti.
Mikil gestnauð er í Æðey, eins
og að líkum lætur, en þar er öllum
komumönnum tekið með kostum
og kynjum. Gestir hafa ekki að-
eins átt góðum viðurgerningi og
stórveitingum húsráðenda að
fagna, heldur einnig skemmti-
legri, fræðandi og uppbyggilegri
viðræðu, því að húsbóndinn var
þeim kostum búinn að geta talað
við hvern sem var, háan og lágan,
lærðan og leikan, svo að gesturinn
hefði af skemmtan og fróðleik.
Helgi var skipaður hreppstjóri
skömmu eftir komu sína í Snæ-
fjallahrepp, og í hreppsnefnd átti
hann sæti jafnframt. Þá var hann
nokkur ár skipaður formaður
skólanefndar Héraðsskólans í
Reykjanesi, en óskaði að láta af
því starfi. Hann var mjög virkur í
Félagi Djúpmanna í Reykjavík, og
studdi af alefli það baráttumál
félagsins að koma á fót félags-
svæði og félagsheimili í Mjóafirði.
íslensk bændastétt má vera
hreykin af að eiga sér aðra eins
atgervismenn og eins glæsilega
fulltrúa, bæði á hinu verklega
sviði og hinu menningarlega og
hugsjónalega sviði, og hún átti í
Helga bónda Þórarinssyni í Æðey.
Á meðan svo er, er hún ekki
heillum horfin. Hann var útvörður
íslenskrar menningar. Sagt er, að
franskir sjóliðsforingjar og tign-
armenn hafi undrast á öldinni
sem leið, þegar bóndi var sóttur í
land til að ræða við þá franskar
bókmenntir, svo að þeir komust að
fullkeyptu. Sá hét Grímur Thom-
sen. Lærðan mann úr suðurlönd-
um rak í rogastans hér um árið,
þegar hann ávarpaði vegghleðslu-
mann í Möðrudal og fékk svörin á
latínu, frönsku eða þá einhverjum
öðrum Evróputungum að vild. Sá
hét Vernharður Þorsteinsson.
Margir fræðimenn útlendir hafa
borið lotningu fyrir íslenskri
bændamenningu eftir að hafa
kynnst lærdómi bóndans í Æðey
um fugla og grös. Sá hét Helgi
Þórarinsson. Hann brá stórum
svip yfir hérað sitt. Við lát hans er
héraðsbrestur orðinn. Risinn með
barnshjartað er horfinn af svið-
inu, byggðirnar við Djúp standa
eftir auðari og snauðari, Island er
fátækara.
Fyrir fáum árum komum við
Ellen ásamt tveimur börnum okk-
ar í heimsókn til Guðrúnar og
Helga í Æðey. Sú heimsókn er
okkur ógleymanleg fyrir margra
hluta sakir. Móttökur heimafólks
voru með þeirri hjartans einlægni
og elskusemi, rausn og virkt, að
sjaldgæft er, og þó þótti okkur
sennilega vænst um, að við vorum
ekki látin finna annað en við
værum heima. Við fengum að
grípa í hrífu og drekka engjakaffi
að gömlum sið og að taka nokkurn
þátt í daglegu lífi í eynni. Þess á
milli gengum við um eyna í fylgd
húsbóndans, sem fræddi okkur
óspart um sögu hennar og alla
hina fleygu og fiðruðu sambýlis-
menn sína. Þess á milli voru
rifjaðar upp fornar minningar frá
skólaárunum, og gott var að orna
sér við eldana þá. Þessir sólríku
dýrðardagar við Djúp liðu alltof
hratt, og að orlofsnóttum liðnum
Jcvöddum við með söknuði góða
vini og snerum til lands, full
þakklætis.
Eftir áramótin í vetur komu þau
Æðeyjarhjón í heimsókn til Akur-
eyrar, og þá gafst enn færi á að
efla forna vináttu, þegar þau
komu á heimili okkar og þegar við
Helgi gengum saman um göturnar
og rifjuðum upp kynni af sögu-
stöðum æskuáranna og atburði
þeim tengda. Gott var sem jafnan
áður að eiga við hann viðræðu,
þennan jákvæða, fjölfróða mann
og elskulega bekkjarbróður. Hann
var þá geislandi af lífskrafti og
góðri heilsu, að því er virtist, og
bjartsýnn á framtíðina og hægari
daga en stundum áður. Síst grun-
aði mig, að þá sæi ég Helga í
síðasta sinn. Þegar við kvöddum
hann, var handtakið hlýtt þétt og
innilegt sem jafnan áður og brosið
geislandi af góðleik og hjartans
gleði. Þannig var gott að kveðjast.
Nú verður e.t.v. lengra milli
funda en ætlað var, og veit þó
enginn. Við bekkjarsystkinin
kveðjum klökkum huga bekkj-
arbróður okkar Helga Þórarins-
son, hinn sjötta úr stúdentahópn-
um frá M.Á. 1942, sem hverfur af
þessum heimi, og þökkum honum
alla glaðværðina, góðsemina og
tryggðina, sem hann sýndi okkur
frá fyrstu kynnum til hinsta dags.
Við og makar okkar sendum hon-
um blessun og þökk inn á leiðirnar
ókunnu, en vottum Guðrúnu og
skylduliði þeirra Helga einlæga
samúð.
Fari hann svo vel, bróðir og
vinur, guði falinn og góðum vætt-
um.
Sverrir Pálsson.
I dag verður gerð útför Helga
Þórarinssonar bónda í Æðey, en
hann lést á sjúkrahúsi hér í borg
1. ágúst s.l. eftir skamma legu,
aðeins 59 ára að aldri.
Helga er sárt saknað af vinum
hans og Djúpið okkar hefur nú
misst einn sinna bestu sona. Sár-
astur er þó harmurinn hjá hans
nánustu, Guðrúnu og börnunum
þeirra 6. Þeim öllum sendi ég
mína innilegustu samúðarkveðju.
Helgi Þórarinsson var mikill
mannkostamaður, prýðilega
greindur og vel að sér um marga
hluti. Trygglyndi hans var mikið
og hann var traustur vinur vina
sinna. Karlmenni var hann og lét
sér lítt bregða þótt erfiðleika- og
örlagahnútar risu. Hann var mað-
ur skapstór, en þó viðkvæmur
undir niðri og brá þess vegna
stundum yfir sig kuldagrímu til
þess að dylja hitann er inni fyrir
bjó. Þetta vissu vinir hans, sem
þekktu hann vel.
Helgi var fæddur og uppalinn
við Djúp, fæddur á Látrum við
Mjóafjörð 15. apríl 1920, sonur
hjónanna þar, Kristínar Runólfs-
dóttur og Þórarins Helgasonar,
sem látinn er fyrir fáum árum í
hárri elli. Stóðu að Helga þekktar
ættir við Djúp og víðar. Helgi