Morgunblaðið - 09.08.1979, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 1979
21
Enn hart barist í
Miðbaugs-Guineu
Madríd. 8. ájíúst. AP. Reuter.
FREGNIR hcrma að mjög harðir bardagar geisi nú í útjaðri
heimabæjar Macias Nquema hins fallna einræðisherra Mið-
baugs-Guineu. en hinir nýju valdhafar hafi eigi að síður mestan hluta
landsins á sfnu valdi.
í þessum fregnum segir að hinn
fallni foringi, sem stjórnaði land-
inu með harðri hendi allt frá árinu
1968, þegar það hlaut sjálfstæði
frá Spáni, verjist nú ásamt mönn-
um sínum í smábænum Nzeng
Ayong við landamæri Gabon.
Hinir nýju valdhafar gáfu hin-
um fallna foringja frest þar til í
gær að gefast upp og mæta fyrir
dómstóla, en haft er eftir sam-
starfsmönnum hans að ekki komi
annað til greina en að berjast til
síðasta manns.
Skögareldar á
Spáni í rénun
— kostuðu a.m.k. 21 mannslíf
Gerona, Spáni. 8. ágúst. AP.
SLÖKKVILIÐSMENN hafa nú náð yfirhöndinni í baráttunni við
skógarelda þá er brutust út í nágrenni Costa Brava, baðstrandarinnar
frægu í gærmorgun. Eldarnir kostuðu 21 mann lífið. flest börn. sem
lokuðust inni í gömlum árfarvegi inni í skóginum.
Að sögn talsmanna lögreglunn-
ar unnu um tvöþúsund manns að
björgunarstörfum í alla nótt og
búist er við því að starfinu ljúki
ekki fyrr en í fyrsta lagi að viku
liðinni.
í fyrstu var talið að 22 hefðu
týnt lífi en það var leiðrétt í
morgun þegar einn þeirra er
talinn va_r af fannst lítið brenndur
í skóginúm. Ekki hefur tekist að
bera kennsl á nema hluta líkanna
sem brunnu mjög illa.
Talið er víst að eldarnir hafi
komið upp á þremur mismunandi
stöðum á sama tíma og Joseph
Tarradellas fylkisstjóri á staðnum
sagði það liggja i augum uppi að
eldarnir væru af mannavöldum. —
„Glæpamenn sem vilja vinna okk-
ur tjón hafa þarna verið að verki.“
sagði fylkisstjórinn í sjónvarps-
viðtali.
Ekki eru taldar líkur á því að
fleiri lík komi í ljós, þar sem flest
þau svæði sem fólk heldur sig á
hafa verið leituð.
ITjúlímánuði einum hafa alls
verið 1500 skógareldar víða um
Spán og hafa eytt um 400 þúsund
ekrum lands. Þeir hafa þó ekki
verið mannskæðir til þessa. Af
þessum 1500 eldum er talið sann-
að, að 275 séu af mannavöldum
jneð það í huga að valda skaða.
Skálað fyrir samveldinu — eftir að Samveldisfundinum lauk í Lusaka
bauð Kenneth Kaunda leiðtogunum til hófs og þar lagöi Joe Clark,
forsætisráðherra Kanada til að skálað yrði fyrir samveldinu.
Krafist var vistar
á geðveikrahæli
Stokkhólmi. 7. áKÚst. frá Onnu Bjarnadóttur. fréttamanni Mbl.
RÉTTARIIÖLDUNUM yfir hinum 19 ára pilti sem myrti fjölmarga
sjúklinga á langlegudeild Östra-sjúkrahússins í Malmö á síðasta vetri er
lokið. Sannað var að hann myrti 13 farlama gamalmenni með
banvænum hreingerningarlegi og að hann reyndi að myrða 14 til
viðbótar en ekki tókst að sanna að hreingerningarlögurinn hefði verið
valdur að bana þeirra. Verjandi piltsins. Börje Svedberg. og saksóknari.
Sten Runerheim. lögðu báðir til að
til meðferðar. Dóms er að vænta 28.
Verjandi piltsins sagði í mál-
flutningi sínum að hluti ábyrgðar-
innar á fjöldamorðunum hvíldi á
herðum starfsfólks langlegu-
deildarinnar sem pilturinn starfaði
við. Hann var aðeins ráðinn þangað
um skamman tíma og alls ekki
undir ömurleika sjúklinganna bú-
inn. Hann fékk lítinn stuðning frá
starfsfólkinu í byrjun og þegar
hann þótti undarlegur í hátterni
var hann látinn alveg afskiptalaus.
Upp hefði komizt um morðin miklu
fyrr og nokkrum afstýrt, sagði
verjandinn, ef starfsfólkið hefði
fylgzt með piltinum og hlustað á
sjúklinga sem bentu á hann og
sögðu hann hafa gefið sér inn eitur.
Niðurstaða sex vikna geðrann-
sókna var að pilturinn er geðveik-
ur. Við réttarhöldin sagði prófessor
Bo Gerle sem hafði umsjón með
geðrannsókninni að pilturinn væri
mjög vel upp alinn en að hann væri
seinn til og tilfinningar hans væru
óeðlilegar. Sem barn umgekkst
hann sjaldan aðra en foreldra sína
ulturinn yrði settur á geðveikrahadi
ágúst n.k.
og aðra fullorðna og leitaði einnig
samvista við eldra fólk er hann
eltist vegna þess að það ætlaðist til
minna af honum en jafnaldrar
hans.
Hann var ráðinn á langlegudeild-
ina til þess að lesa fyrir og skrafa
við gamla fólkið. Það varð honum
mikið áfall er hann sá hversu
margir sjúklinganna voru alveg út
úr heiminum og hann brást við því
með því að drepa þá hvern af
öðrum. Pilturinn gerir sér enga
grein fyrir brotinu sem hann hefur
framið og þegar hann er spurður
hvort hann telji sig hafa rétt til að
ákveða um líf annarra og dauða
verður hann undrandi og kemst í
vandræði. Prófessor Gerle sagði að
það yrði að líta á piltinn sem
hættulegan þar sem hann gerir sér
ekki grein fyrir því sem hann hefur
gert. Gerle heldur þó að löng og
ýtarleg meðferð geti læknað hann
og gert honum kleift að verða
virkur og frjáls borgari á ný.
■ .
■ ■ ■
1979:
".'V
A Kjarvalsatööum, Þar sem Þessi mynd er tekin, veröur miðstöö Reykjavíkurvikunnar.
Ljósm. Mbl. Kristinn.
Frá blaðamannafundinum á Kjarvalsstööum í gær, Þar sem Reykjavíkurvikan var kynnt.
Tónleikar, sýningar og
borgarstofnanir kynntar
Borgarstjórn samþykktí í vetur tillögu sjálf-
stæðismanna um aö stofna til sérstakrar Reykja-
víkurviku í tengslum viö afmælisdag Reykjavík-
urborgar, 18. ágúst. Tilgangurinn er sá aö gefa
almenningi kost á aö kynna sér borgarstofnanir
og Þá starfsemi sem Þar fer fram. Reykjavíkurvik-
an hefst mánudaginn 13. ágúst og lýkur á
afmælisdeginum laugardaginn 18. ágúst.
Aö þessu sinni verður kynning á Rafmagnsveitu
Reykjavíkur og þróunarstofnun, auk þess gefst
borgarbúum kostur á aö kynnast starfsemi
Siglingaklúbbsins Sigluness, sem starfræktur er á
vegum Æskulýðsráðs Reykjavíkur. Miðstöö Reykja-
víkurvikunnar í ár veröur að Kjarvalsstöðum, en þar
verða sýningar og tónleikar. Verða þar haldnir
kynningafundir á vegum Þróunarstofnunar og fariö
í skoðunarferðir í tengslum viö þá, og þaöan verður
einnig farið í kynnisferöir til Rafmagnsveitu Reykja-
víkur.
Rafmagnsveita Reykjavíkur: Ekiö verður frá
Kjarvalsstöðum kl. 17.00 á mánudag og einnig á
sama tíma á miðvikudeginum 15., og föstudegin-
um 17. ágúst. Fararstjóri kynnir starfsemi stofn-
unarinnar og mannvirki, sem ekið er framhjá, auk
Þess sem áherzla verður lögö á kynningu
Elliöaársvæöisins. Rafstööin frá 1921 viö Elliöaár
veröur skoðuð, svo og Elliöaársvæöiö, og munu
fulltrúar frá Stangaveiöifélagi Reykjavíkur kynna
laxveiðiárnar Elliðaár og sýna fluguköst og
veiöitæki. í félagsheimilinu verður komiö fyrir
myndum og gestum boöiö upp á kaffi.
Þróunarstofnun Reykjavíkur: Stendur fyrir kynn-
ingu að Kjarvalsstöðum á verkefnunum „athugun á
þéttingu byggðar vestan Elliðaáa“, deiliskipulagi og
framkvæmdum viö íbúöabyggingar á svonefndum
tilraunareitum í Seljahverfi, þar sem íbúum var
gefinn kostur á aö taka þátt í skipulagsstörfum.
Ennfremur verður sýnd tillaga að deiliskipulagi á
svæöinu milli Barónsstígs, Bergþórugötu, Snorra-
brautar og Egilsgötu. Haldnir verða kynningarfund-
ir og farið í skoðunarferðir á kynningarsvæöin og er
þaö á dagskrá kl. 17.00 þriðjudaginn 14. ágúst og á
sama tíma á fimmtudeginum 16. ágúst og laugar-
deginum 18. ágúst.
Æskulýðsráð Reykjavíkur kynnir siglingaklúbb
sinn Siglunes í Nauthólsvík. Klúbburinn á nú 42
báta af ýmsum geröum. Alls geta 70—80 unglingar
verið á siglingu í einu. Bátsferöir verða farnar
daglega kl. 17—19 um Skerjafjörö aö Álftanesi.
íslandsmeistaramót í siglingum verður laugardag-
inn 18. ágúst kl. 14. í Tónabæ leikur hljómsveitin
Brunaliðið fimmtudagskvöld 16. ágúst.
Sýningunni „Sumar á Kjarvalsstööum“ lýkur 19.
ágúst. A Reykjavíkurvikunni veröa þar einnig
tónleikar fimmtudagskvöld 16. ágúst kl. 20.30. Þá
leika Rut, Unnur María og Inga Rós Ingólfsdætur
ásamt Herði Áskelssyni verk eftir Bach, Handel,
Telemann og Purcell.
Þá eru ráögeröir útitónleikar á Miklatúni, ef
veður leyfir. Brunaliöiö skemmtir mánudagskvöldiö
13. ágúst og kl. 16. laugardaginn 18. ágúst verða
þar einnig útitónleikar.
Reykjavíkurvikunni lýkur á afmælisdegi Reykja-
víkurborgar 18. ágúst með því að afhent veröa
viðurkenningarskjöl fyrir fegurstu götu Reykjavíkur
1979, besta umhverfi á vinnustað og beztan
aöbúnaö barna á ibúöarhúsalóö.
Borgarráð skipaöi þriggja manna nefnd til
undirbúnings og skipulagningar Reykjavíkurvikunn-
ar. í nefndinni eiga sæti: Sjöfn Sigurbjörnsdóttir
borgarfulltrúi, sem er formaður nefndarinnar,
Markús Örn Antonsson borgarfulltrúi og Böðvar
Pétursson. Auk þeirra sátu á blaöamannafundi á
Kjarvalsstöðum í gær forráöamenn fyrirtækjanna
sem kynnt veröa, ásamt listráöunaut og arkitekt
Kjarvalsstaða. Sögöust þau vonast til aö hátíöin
yrði vel sótt og væri fyrirhugað að halda slíkar
Reykjavíkurvikur árlega eöa a.m.k. annaö hvert ár
framvegis.
Aðgangur er þátttakendum að kostnaöarlausu.