Morgunblaðið - 09.08.1979, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 1979
29
Vilhjálmur G. Skúlason
skrifar um lyf
Hjáverkanir (framh.) Aðrar
hjáverkanir súlfalyfja eru
höfuðverkur og einkenni frá
meltingargöngum (velgja og
uppsala). Til þess að komast hjá
síðasttöldum hjáverkunum getur
verið gagnlegt að taka súlfalyf á
eftir mat og hefur það ekki áhrif
á nýtingu þeirra. Af öðrum
hjáverkunum skal minnst á húð-
breytingar (útþot) og það, sem á
ensku er kallað „drug fever"
(sótthiti, sem stafar af lyfja-
töku) og ekki eru óalgengar eftir
langvarandi notkun þeirra og
eru taldar stafa af ofnæmi.
Sjaldgæfari eru aftur á móti
blóðbreytingar, lifrarbólga og
gula.
Súlfalyf geta haft áhrif á
verkun annarra lyfja, sem tekin
eru samtímis. Þannig auka þau
verkun „blóðþynningarlyfja",
fenytóíns, metótrexats og tól-
bútan Verkun súlfalyfja og
hætta^ ' hjáverkunum þeirra
eykst, ef samtímis eru notuð lyf
eins og fenylbútazón, díkúmaról
og salicylsýra.
Frábending. Ekki skal nota
súlfalyf, ef sjúklingur hefur
blóðsjúkdóm, skerta nýrnastarf-
semi, ofnæmi fyrir súlfalyfjum
eða skerta lifrarstarfsemi. Ekki
skal heldur gefa súlfalyf seint á
meðgöngutíma eða nýfæddum
börnum.
Trímetróprím er tiltölulega
nýtt lyf, sem oft er blandað
saman við súlfalyf og hefur mjög
svipað verkunarsvið og þau.
Trímetóprím verkar eins og
súlfalyfin á þann hátt, að það
hemur lífsnauðsynlega fram-
leiðslu sýklanna á fólínsýru, en á
öðrum stað í framleiðsluferlin-
um en súlfalyfin. Þess vegna
verður hamningin miklu öflugri,
þegar þessum lyfjum er blandað
Smit-
siúkdóma-
lyf II
saman. Talið er að blandan drepi
sýklana, en hvort lyf fyrir sig
hemur vöxt og tímgun þeirra.
Þessi blanda hefur verið notuð
með góðum árangri gegn sýkl-
um, sem smita þvagrás og önd-
unarfæri.
Helztu súlfalyf, sem fáanleg
eru hér á landi. Súlfadíazin,
súlfadímetoxín (madribonR),
súlfadimidin, súlfafúrazói,
(gantrisin , azo-gantrisin , sem
einnig inniheldur rautt azólitar-
efni, er heitir fenazópyridín),
súlfakombín, súlfametizól
(lucosiiR). súlfametórín
(bayrenaR), súlfametoxípyrídazín,
salazó-súlfapyridín
(salazoprynR), talylsúlfatíazól,
súlfametozazól og trímetóprím
(bactrimR, septrimR, sulfotrimR).
Fúkalyf
Inngangur. Súlfalyfin nutu
viðurnefnisins „undralyf" í að-
eins tiltölulega skamman tíma
eða í 10—20 ár vegna þess, að
þau féllu brátt í skuggann vegna
uppgötvunar miklu virkari
sýklalyfja, svokallaðra fúkalyfja
(antibiotika).
Allt lífrænt efni, þar með
talinn líkami manna, „skal aftur
að jörðu verða“ eftir að það
hefur rotnað og sundrazt. Með
líkama manna og dýra og úr-
gangi lifandi vera fylgja sýklar
allra þeirra margvíslegu sjúk-
dóma, sem herja á þær. Þess
vegna hafa menn lengi velt fyrir
sér, hver sé skýring á því, að
jarðvegur er svo laus við sýkla
sem raun ber vitni. Fyrir mjög
fáa þeirra er lífvænlegt í jarð-
vegi. Einn af fáum sýklum, sem
lifir í jarðvegi, er miltisbruna-
sýkill. Fyrir nokkrum áratugum
fór sýklafræðinga að gruna, að
jarðvegur hefði að geyma örver-
ur eða efni, sem tortímdu sýkl-
um. Einn þeirra, sem leitaði
markvisst að slíkum sýkladrep-
andi efnum í jarðvegi var
fransk-ameríski vísindamaður-
inn René Jules Dubos, sem þá
starfaði við Rockefeller stofnun-
ina. Árið 1939 einangraði hann
tvö sýkladrepandi efni úr staf-
laga jarðvegsörveru, sem kölluð
er Bacillus brevis. Þessi efni
kallaði hann gramicidín og
tyrócidín. Gramicidín og tyríci-
dín eru fyrstu fúkalyfin, sem
unnin voru í hreinni mynd, en
fúkalyf, sem átti eftir að verða
margfalt gagnlegra, hafði verið
uppgötvað 12 árum áður og stutt
ritgerð um það birt í vísinda-
tímariti.
Brezki sýklafræðingurinn
Alexander Fleming fann dag
nokkurn, þegar hann var að
rækta klasasýkla (sem gjarnan
eru valdir að grefti í sárum) í
vinnustofu sinni, að ræktanir,
sem hann hafði skilið eftir á
borðinu höfðu óhreinkazt af
einhverju, sem hafði drepið sýkl-
ana. Það voru litlir gagnsæir
hringar, þar sem klasasýklarnir
voru dauðir í ræktunarskálinni.
Fleming, sem hafði mikinn
áhuga á sýklalyfjum, hóf þegar
að rannsaka það, sem hafði
drepið sýklana og komst að raun
um, að það var venjulegur
myglusveppur, sem gjarnan
finnst í mygluðu brauði,
Fenicillium notatum. Einhver
efni, sem sveppurinn gaf frá sér,
voru banvæn sýklunum. Fleming
birti athuganir sínar af mikilli
samvizkusemi árið 1929, en eng-
um virtist þær vera merkilegar á
þeim tíma. Tíu árum síðar fengu
tveir vísindamenn augastað á
þessari næstum því gleymdu
uppgötvun og settu sér það
markmið að vinna sýklaefnið í
hreinni mynd. Þessir vísinda-
menn voru brezki lifefnafræð-
ingurinn Howard Walter Florey
og þýzkfæddur aðstoðarmaður
hans Ernst Boris Chain, en hann
hafði flúið undan ofsóknum
Nazista í Þýzkalandi árið 1933.
Árið 1941 hafði þeim félögum
tekizt að vinna efni í óhreinni
mynd, sem reyndist mjög virkt
gegn nokkrum gramjákvæðum
sýklum. Vegna þess, að Bretar
voru mjög hrjáðir af stríðs-
rekstrinum á þessum tíma og
höfðu þess vegna engin tök á að
framleiða lyfið, fór Florey til
Bandaríkjanna og tókst honum
að fá þarlenda vísindamenn til
þess að gera áætlun um að
hreinsa penicillínið og reyna að
auka afköst sveppsins, sem
framleiðir lyfið. í styrjaldarlok
var framleiðsla peniciliíns í stór-
um stíl á næsta leiti. Nú er
myglusveppurinn Penicillium
notatum eða Penicillium
chrysogenum, sem penicillín er
unnið úr, ræktaður í stórum
tönkum, þar sem mjög strangar
hreinlætiskröfur eru gerðar
vegna þess, að margir sýklar
gefa frá sér gerhvatann
penicillinase, sem eyðileggur
penicillín. Með því að bæta ýms-
um efnum í gerjunarvökvann er
bæði hægt að auka magn penicil-
líns og stjórna í mörgum tilvik-
um þeirri tegund af penicillíni,
sem sveppurinn framleiðir.
Eins og áður greindi kom
peniciilín að mörgu leyti í stað
súlfalyfja og varð brátt og er
ennþá eitt mikilvægasta lyf, sem
völ er á.
Það er virkt gegn margskonar
smitunum svo sem lungnabólgu,
iekanda, sárasótt (syfilis),
barnsfararsótt, skarlatsótt og
heilahimnubólgu. Það er auk
þess að mestu leyti án hjáverk-
ana nema hjá einstaklingum,
sem hafa ofnæmi fyrir því.
Árið 1945 voru Fleming,
Florey og Chain veitt Nóbels-
verðlaun.
(framh.)
smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar
Óskum eftlr húsgagnasmlöum
og laghentum mönnum.
Trésmiöjan Víölr h.t. Smlöjuvegl
2, Kópavogl.
Keflavík
Til sölu 3ja herb. rlsíbúö viö
Hátún. íbúðin er nýstandsett og í
mjög góöu ástandl.
Fasteignasalan, Hatnarbraut 27,
Keflavík, sfmi 1420.
Keflavík
Keftavík
Tll sðlu 3ja herb. íbúö á 1. hæö.
Sér inngangur. Laus fljótlega.
2ja herb. risíbúö.
3ja—4ra herb. íbúö í fjölbýli.
Bflskúr.
3ja herb. sem r.ý íbúö (fjölbýll.
40 ferm. sur.varbústaöur Miö- I
fellslandi Þingvallasvelt.
Eigna- og veröbréfasalan Hring-
brauf 90, Keflavík síml 92-3222.
Samhjálp
Samkoma veröur aö Hverfisgötu
44, í kvöld kl. 20.30. Ræöumað-
ur Jóhann Pálsson, frá Akureyrl.
Allir hjartanlega velkomnir.
Samhjálp
Freeportklúbburinn
Fundur í kvöld á venjulegum
staö og tfma.
Stjórnin
Hjálpræöisherinn
í kvöld kl. 20.30 almenn sam-
koma. Allir velkomnlr.
ÚTIVISTARFERÐIR
Föstud. 10/ kl. 20
1. Þórsmörk
2. Hvanngil — Emstrur
Sumarleyfisferöir: Gerplr, Stór-
urö-Dyrfjöll, Grænland og út-
reiöatúr — veiöi á Arnarvatns-
heiöl.
Nánari uppl. á skrifst. Lækjarg.
6A, s. 14606.
Útivlst
Grensáskirkja
Almenn samkoma veröur í safn-
aöarheimllinu f kvöld kl. 20.30.
Allir hjartanlega velkomnlr.
Halldór S. Gröndal
FERÐAFELAG
ÍSLANDS
ÖLD0SÖTU3
SÍMAR11798 og 1Ö533.
Föstudagur 10. ágúst
kl. 20.00
1. Þórsmörk.
2. Landmannalaugar — Eldgjá
3. Hveravellir — Kjölur.
4. Hlööuvellir — Hlööufell —
Skriöutindar
Sumarleyfisferöir:
11. ágúst Hrlngferö um Vestfiröl
(9 dagar).
16. ágúst Arnarfell og nágrenni
(4 dagar).
21. ágúst Landmannalaugar —
Breiöbakur — Hrafntinnusker
o.fl. (6 dagar).
30. ágúst Noröur fyrlr Hofsjökul
(4 dagar)
Kynnist landinul
Feröafélag íslands
Fíladelfía
Almenn samkoma í kvöld kl.
20.30.
radauglýsingar —- raðauglýsingar — raöauglýsingar
| til f Vu j
Notaðir körfubtlar
Höfum til sölu notaöa körfubíla, Landrover
1967, 8,5 m. vinnuhæö. Landrover 1975, 8.5
m. vinnuhæö. Landrover nýr, 8,5 m. vinnu-
hæð. Ford 1975, 11 m. vinnuhæð. Beedford
1966, 12 m. vinnuhæö. Dodge 1977, 18 m.
vinnuhæö. Góöir greiðsluskilmálar.
Pálmasgn og Valson, Klapparstíg 16,
Sími 27745.
tilboö — útboö
Tiiboð óskast
í aö skipta um þakefni á húsum sendiráðs
Bandaríkjanna, Laufásveg 21 og 23. Tilboðs-
gögn afhendist dagana 10. og 13. ágúst kl.
10—12 og 14—16 gegn 25 þús. kr. skila-
tryggingu. Tilboð, efni og vinna afhendist
fyrir hádegi 20. ágúst. Sendiráðiö áskilur sér
rétt til að taka hvaöa tilboði sem er eöa
hafna öllum.
Utboö
Fjarhitun Vestmannaeyja óskar eftir tilboö-
um í lagningu 9. áfanga hitaveitudreifikerfis.
Útboösgögn eru afhent á bæjarskrifstofunni,
Vestmannaeyjum og verkfræöistofunni Fjar-
hitun h.f. Reykjavík gegn 30 þús. kr. skila-
tryggingu. Tilboð verða opnuö í ráöhúsinu,
Vestmannaeyjum þriðjudaginn 21. ágúst kl.
16
Stjórn Veitustofnana
Vestmannaeyjabæjar.