Morgunblaðið - 09.08.1979, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 09.08.1979, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 1979 27 Jón Þ. Árnason Það er glópska að gera sér grillur um að komizt verði hjafskipbroti, þar sem allir halda um stjórnvölinn. Lífríki og lífsJiættir XXXIX: Nýlega hefir þess verið minnzt, að 10 ár eru liðin frá því að fyrsta mannveran steig fæíi á framandi himinhnött. Á sínum tíma vakti þetta stórfenglega afrek þýzkra vísindamanna, bandarískra tæknisnillinga og kapitalista undrun og verðskuld- aða aðdáun, ekki síður en leiftr- andi bjartsýni og ótímabærar vonir um lausn ýmsra jarð- og táradalsbundinna vandamála. Efasemdaraddir voru fáar og einkar lágstemmdar. Ein slík hefir þó verið mér ofarlega í huga æ síðan, og hún hefir ávallt gerzt óþægilega áleitin, þegar ég hefi heyrt og lesið um jafnvel enn glæsilegri frægðarverk á sviði hnatt- og geimrannsókna, sem unnin hafa verið síðastlið- inn áratug. Þetta er rödd svissneska leik- ritaskáldsins Friedrich Diirr- enmatt. Þekking í ólgu- sjó vanmáttar Di'rrenmatt komst efnislega að orði á þá leið, að hinn 21. júlí 1969 geti ekki talizt merkisdagur sökum þess, að hann hafi mark- að djúprist tímamót eða alda- hvörf og boðað upphaf nýrrar menningaraldar, heldur beri að líta þannig á, að þá hafi verið gerð örvæntingarfull tilraun til að laumast út í buskann frá óleystum og knýjandi viðfangs- efnum 20. aldar. Hann taldi, að lendingin á tunglinu og dvölin þar, hefði ekki verið staðfesting á mætti mannlegra vitsmuna, heldur vanmætti. Skáldum er tamt að kveða fortakslaust að hugsunum sín- um, og óviát er að Durrenmatt hafi ætlazt til að orð hans yrðu skilin bókstaflegum skilningi, því að varlegast sé að fullyrða fæst um það í þessu sambandi. Svo mikið er þegar ljóst, að 10 ára afmælisins var óvíða eða hvergi minnzt með sérstakri viðhöfn eða þeim sóma, sem við hefði átt. Þau erlend blöð og tímarit, sem ég hefi séð síðan, birta að vísu greinastúfa og myndir í tilefni atburðarins, en yfirleitt í annálastíl og af hóf- legu lítillæti — greinar, sem „nær enginn vill líta á eða lesa“ er spáð í svarthöfðapistli „Die Welt“. í lesendabrefum, sem oft gefa dágóða hugmynd um, hvað almenningi liggur helzt á hjarta, er varla á hann minnzt. Almenn- ur áhugi á tungllendingum og geimferðum virðist því næstum gufaður upp að fullu, og leitun mun vera á manneskju, sem kannast við Armstrong, Áldrin og Collins — mennina, er notaðir voru í tilrauninnni árangurs- ríku. Máski er þetta ekki nálægt jafnmikið undrunarefni og virð- ast kann í fljótu bragði og án tillits til þess, hversu fljótur fjöldinn er að gleyma og gjarn á a gína við dægurflugum. Reynslan hefir sem setsýnt, að auðveldara er að skjóta mönnum upp á tunglið en að stöðva skothríð á milli granna; auðveldara en að verja náttúru- ríkið spjöllum og eyðingu, auðveldara en að hemja trúar- ofstæki í íran og á írlandi, auðveldara en að frelsa einstakl- inga úr þrælabúðum og geð- veikrahælum GULAG-ríkja og koma mannsandliti á sósíalism- ann, auðveldara en að handsama morðingja og hryðjuverkamenn á Italíu og í Vestur-Þýzkalandi, auðveldara en að stöðva fjölda- morð og pyntingar í löndum 3. heimsins, auðveldara en að koma lögum yfir sérhagsmuna- og stéttabar- áttuúlfa í Englandi og á Islandi, auðveldara en að hrífa mann- kynið úr fjötrun fordóma og bábilja, fáfræði og blekkinga, sósíalisma og fjölhyggju, í fáum orðum sagt: auðveldara en að leggja horn- steina þjóðbundins stjórnræðis til grundvallar réttlátra og frjalslegra lífshátta. Á planetunum er ekkert ætilegt Vitaskuid — og þratt fyrir framangreint — getur ekkert verið annað en allt jákvætt að segja um tungldvalir og geim- rannsóknir. Þær eru fyrst og síðast vitnisburður um þau tæknimögnuðu ævintýri, sem vísindum verður ávallt kleift að endurtaka og gera að veruleika. Óheillaáhrif þeirra birtust hins vegar í draumórunum, sem þær gáfu byr undir vængi. Fjöldann tók að dreyma um nýtt og heillandi dýrðarlandnám, milli- jarðamannflutninga, ótæmandi hraéfna- og orkulindir. Enginn hugleiddi að nýr Kolumbus var ákaflega ósennilegur, því að hann hafði uppgötvað heimsálfu, sem var byggileg og gnægtarík. Við þekkjum hann öll - en hver saknar hans? Afrek og umkomuleysi Apollo 11 fann það eitt fyrir, sem var óhrjálegra en það ill- hranalegasta, er þekkt var á jörðu, hann lenti á ódáðahrauni ódáðahraunanna, tunglinu. All- ar líkur og rannsóknir fyrr og síðar hnigu að því, að umhorfs myndi reynast svipað, hversu langt sem vísindunum tækist að sækja þekkingu út í sólkerfi okkar, á öllum reikistjörnunum myndu lífsskilyrði vera álíka slæm eða verri, svo ömurleg og jarðarþegna með bærilegum ár- angri. Jafnvel stöðnun væri huggun í ljóma geimafreka og hvers kyns annarra galdraverka við meðferð efnislegra verðmæta, ætti sú staðreynd aldrei að gleymast, að munurinn á þeim vettvangi annars vegar og á stöðu og samskiptum einstakl- fjarskalega vafasamt (í bók sinni „The Collapse of Demo- cracy“, London 1977) að stjórnskipulag Vesturlanda fái skrimt óðalýðræði sitt af; + Charles Wilson, einn af framámönnum fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, fórnaði hönd- um og hrópaði upp yfir sig, þegar forsetinn hafði þreytt af sér helztu og hæfustu ráðherra sína — sem hann hafði raunar krafið um skriflegar skuldbind- D urrenmatt og flóttinn mikli „Stjórnmálamenn“ elta atkvæði 1 verkfræðingur og 100 hagfræðingar manneskjufjandsamleg að á þær myndi aldrei verða drepið fæti af jörðu. Þar myndi ekki finnast neitt, sem fjöldinn gæti etið, keypt eða selt. Og m.a. þess vegna verður ekki betur séð, en heillaríkasti árang- urinn, sem geimferðir leiða af sér, felist í þeim ómetanlega þekkingarauka, er þær færa mannkyninu um líf- og náttúru- ríki plánetunnar Jörð. Annað atriði — sízt þýðingarminna — sem vert er að gefa rækilegan gaum, þegar afrek af þessu tagi eru hugleidd, hlýtur óhjákvæmi- lega að varpa ljósi á þá lær- dómsríku staðreynd, hversu óra- langt raunvísindi og efnisbundin tækni er komin á framþróun- arbrautinni í samanburði við þjóðfelagsmálatilburði „stjórnmálamanna" svo og við- leitni beztu manna til þess að skipa sambúðar- og lífsháttum inga, þjóða og ríkja hins vegar, er hvergi minni en óravíddin, sem aðslkilur takmarkalitla auð- legð og sárustu örbirgð, hvort tveggja sjálf- og sívaxandi. Á sviði þjóðfélagsmála væri kyrrstaða því fagnaðarefni, því að óbreytt ástand er oftast skárra en afturför, hnignun. Því er þó ekki að heilsa eins og fjölmargir, ágætir vitnisburðir staðfesta: + Franski raunvísindamaður- inn, prof. dr. ing. Dimitres N. Charafas. fullyrðir (skv. þ. útg. bókar hans, „Die kranke Ges- ellschaft“, Frankfurt 1974) að félags- og sálfræðingar nútím- ans viti ekki agnarögn meira en Platon og Aristoteles vissu um einstaklinginn. og gefur í skyn að þeir hafi týnt mörgu niður af þekkingararfleifð þeirra; + Robert Moss, ritstjóri „For- *ign Report“ (vikulegt trúnað- arrit „The Economist“), telur ingar um að gegna störfum kjörtfmabil sitt á enda — og endurskipulagt lið sitt með atkvæðasöfnun fyrir augum: „ó, Guð minn góður, hann heggur upp sterkustu trén og heldur öpunum hjá sér!“ + Friedrich A. von Hayek, Nób- eisverðlaunahafi í hagfræði árs- ins 1974 og heimsþekktur rit- höfundur, segir í blaðaviðtali í tilefni af áttræðisafmæli sínu („Welt am Sonntag“, 20. maí þ.á.): „Ég er ekki sérlega bjart- sýnn á, að pólitikusarnir muni ekki tortíma heiminum.“ Spurningunni, hvort kenningar hans vísuðu veginn til kapítal- isma 19. aldar, svaraði hann þannig: „Það er rétt,“ og bætti við: „Sú sannfæring er ríkjandi, að kapitalisminn hafi verið mistök. í raun og veru höfum við eyðilagt hann og ávexti hans.“ Fleiri vitna þarf naumast við, enda þurfa lesendur „Morgun- blaðsins" ekki annað en að líta í eigin barm. Ef það er rétt, sem ég þrjózkast reyndar alltaf hetjulega við að trúa, að efna- hagsástand það, sem ríkir og ríkt hefir í óreiðulýðveldi okkar, sé að mestu leyti sök hagfræð- inga, þá er deginum ljósara, að verkfræðingurinn Jón Þorláks- son kunni langtum heilnæmari hagfræði en þeir allir saman- lagt, eins og auðskilið má vera af lestri aðeins einnar ritgerðar hans um undirstöðuatriði efna- hagslífsins, „Milli fátæktar og bjargálna“, sem birtist fyrst fyrir 50 árum, svo og auðséð af athöfnum hans í embætti fjár- málaráðherra og borgarstjóra Reykjavíkur. Hvað myndi Darwin hafa sagt? Iðulega er þeirri spurningu varpað fram, hvert mannkynið stefnu, án þess að traustvekj- andi svör hafi fengizt, sennilega af því, að það stefnir ekki neitt, það er áttavillt, það hrekst. Nokkurn veginn er sama, hvert litið er, a.m.k. að því er frjáls- ræðisheiminn varðar, hvort heldur niður á Alþingi íslend- inga eða vestur í Circus Carter. Svo heillum horfnir eru „stjórnmálamenn“ Vesturlanda og aðrir þjóðmálaleiðtogar þeirra, að sífellt fleiri hallast á sveif með mannininum;\ sem staðhæfði í einu lesendabréfi (til „Der Spiegel", Nr. 5/1963), að lífsreynsla sín hefði fært sér heim sanninn um: „Að út af andlega heilbrigðum öpum er manneskjan areiðan- lega ekki komin."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.