Morgunblaðið - 09.08.1979, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 09.08.1979, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 1979 Pearson til West Ham og Dobson til Burnley WEST Ham United keypti í fyrradag til sín fyrrverandi enska landsliðs- miðherjann Stuart Pearson frá Manchester Utd. Snaraði Lundúna- liöið 220.000 sterlingspundum á borðiö fyrir kappann. Pearson hefur átt við þreytandi meiösl aö stríða og lítiö leikið síöustu tvö keppnistímabilin. Hann gekkst þó undir læknisskoöun hjá West Ham og var aö sjá allt í lagi meö hann. Verði það raunin, hefur West Ham gert reyfarakaup, því að fáir miöherj- ar enskir eru Pearson fremri og var hann sjálfsagöur oröinn í enska landsliöiö þegar heilsa hans var góö hér áöur fyrr. Mun West Ham nú að öllum líkindum láta af frekari samningsumleitunum viö hollenska liöiö AZ’67 Alkmaar um kaup á Kees Kist. Þá er annar kunnur kappi aö öllum líkrndum á förum frá félagi sínu, en þaö er Martin Dobson, leikmaður meö Everton. Dobson fer iíklega aftur heim til Burnley, en enn hefur kaupverö ekki veriö ákveðið. • Sijjurður Ilalldórsson og Sigurður Lárusson þrengja að Ölafi Danivalssyni svo kappinn fellur kylliflatur, en það var þó hann og félagar hans í Val, sem hrósuðu sigri í leikslok. (Ljósm. Emilia). Valsmenn lögðu bikar- meistarana í Kópavogi BIKARMEISTARAR Akraness máttu lúta í lægra haldi í leik sínum við Val á Kópavogsvellinum í gærkvöldi í undanúrslitum bikarkeppn- innar. Úrslitin urðu 2:1 fyrir Vai, mörkin gerðu ólafur Danivalsson og Guðmundur Þorbjörnsson fyrir Val, en Matthías Hallgrímsson fyrir Akranes. Valsmenn hafa sett stefnuna á hikarmeistaratitilinn sem þeir misstu í fyrrahaust til Skagamanna og e.t.v. rætist sú kenning ennþá einu sinni, að það lið, sem slær Víking út úr bikarkeppninni taki við sigurlaunum að mótinu loknu. Valur vann Víking 1:0 í 16-liða úrslitum keppninnar og mætir nú annað hvort Þrótti eða Fram í úrslitaleiknum. 3500 manns borguðu aðgangs- eyri að leiknum í Kópavogi í gærkvöldi og er það mesta aðsókn að leik milli íslenzkra liða í sumar. Sannarlega góð búbót fyrir Val og Akranes, en ekki síður fyrir íþróttavöllinn í Kópavogi, sem hefur haft um 1.2 milljónir í tekjur af leikjum Vals við KR í 1. deildinni og IA í bikarnum. Blik- arnir hafa einnig matað krókinn með hressingarsölu á þessum leikjum. Erfitt er að segja að sigur Valsmanna í leiknum í gær hafi verið verðskuldaður, Skagamenn áttu ekki síður hættulegri tæki- færi og ekki minna í leiknum úti á vellinum, en þeim var fyrirmunað að skora nema þetta eina mark, sem „gamli maðurinn“ Matthías Hallgrímsson gerði strax í byrjun seinni hálfleiksins og jafnaði þar með metin. Valsmenn léku undan töluverð- um vindi í fyrri hálfleiknum og eftir um 5 mínútna leik átti Olafur Danivalsson sannkallað dauða- færi, aleinn með knöttinn í miðj- um teignum. En hann var of rólegur og knötturinn var hirtur Valur — ÍA éLm I af tám hans. 10 mínútum síðar hrökk knötturinn í hendi Árna Sveinssonar innan vítateigs og Valsmenn heimtuðu vítaspyrnu, en dómarinn sá ekkert athugavert. Á 27. mínútu leiksins kom fyrsta markið. Atli Eðvaldsson tók langt innkast og Magnús Bergs fram- lengdi sendinguna með kollsyrpu inn á markteigslínu. Þar var Ólafur Danivalsson fyrir og skor- aði örugglega, en varnarmenn ÍA voru önnum kafnir við að gæta stóru mannanna í Valsliðinu. Fleiri mörk voru ekki skoruð í fyrri hálfleiknum, en yalsmenn voru aðgangsHarðari. í byrjun seinni hálfleiksins gerðu Skaga- menn mikla hríð að marki Vals og skutu t.d. máttlausu skoti á mark Vals úr dauðafæri á 2. mínútunni. I næstu sókn bættu Skagamenn þó um betur. Sigþór Ómarsson átti hörkuskot á mark Vals, en Sigurð- ur Haraldsson varði án þess þó að Golfmót hjá Keili GOLFKLÚBBURINN Keilir gjöf. gengst fyrir golfmóti dagana Boðið verður upp á vegleg verð- 1L—12. ágúst fyrir þá goifleikara laun, kassettutæki og myndavélar sem ekki fara á landsmótið að fyrir þrjú efstu sætin. Fari ein- þessu sinni. Leiknar verða 18 hver holu í höggi á 7. braut, fær sá holur hvorn dag og er hér um hinn sami Finlux-litskjá með til- punktakeppni að ræða, 7/8 í for- heyrandi fjarstýringu. halda knettinum. Matthías var réttur maður á réttri stundu eins og svo oft, hann fylgdi vel og renndi knettinum í netið. Skagamenn sóttu næstu 10 mín- úturnar, en svo jafnaðist leikurinn að nýju. Guðmundur Þorbjörnsson skoraði síðan markið, sem reynd- ist sigurmark í leiknum á 69. mínútu. Magnús Bergs gaf sérlega góða stungusendingu inn fyrir vörn ÍA og Guðmundur kom á fullri ferö, lagði knöttinn fyrir sig, en sendi hann síðan með þrumu- skoti í markhornið upp frá víta- punkti. Överjandi fyrir Jón Þor- björnsson og glæsilegt mark af hálfu Valsmanna, hápunktur þessa leiks. 2:1 urðu úrslit þessa leiks, sem ekki var eins góður og áhorfenda- skarinn hafði vænst af þessum toppliðum. Of margir áttu miðl- ungsleik. Beztir í liði Vals voru Sigurður markvörður, sem var öruggur, Magnús Bergs og Guð- mundur Þorbjörnsson, Ólafur Danivalsson. í liði Skagamanna var Matthías mjög drjúgur og Jón Alfreðsson komst vel frá sínu. Kjartan Ólafsson dæmdi leikinn og virkaði ekki öruggur. I stuttu máli: Bikarkeppni KSÍ, undanúrslit, Kópavogsvöllur 8. ágúst. Valur—Akranes 2:1 (1:0) Mörk Vals: Ólafur Danivalsson á 27. mínútu og Guömundur Þorbjörnsson á 69. mínútu. Mörk ÍA: Matthías Hallgrímsson á 48. mínútu. Gult spjald: Höröur Hilmarsson Val Áhorfendur: 3500. — ó'Í Af fótboltavellinum á Fæðingadeildina — í nógu aö snúast hjá Ólafi Danivalssyni ÞAÐ VAR í nógu að snúast hjá Valsmanninum Ólafi Danivals- syni í gærkvöldi. Undirbúningur hans fyrir leikinn hefur varla verið 'eins og venjulega og þá ekki heldur heimkoman. Um það leyti, sem leikur Vals og Akra- ness var að byrja í Kópavogi var konu Ólafs ekið á Fæðingadeild- ina, en hún átti von á öðru barni sínu. Ólafur frétti þetta ekki fyrr en í leikhléi og þó svo að maðurinn yrði greinilega spenntur við að heyra tíðindin lét hann þó á engu bera og lagði sitt af mörkum í baráttunni við bikarmeistarana af Skaganum. Að leik loknum tók hann eld- snöggt bað, en síðan var ekið í „einum grænum" upp á Fæð- ingadeild, því kappinn ætlaði að vera viðstaddur fæðinguna. Ólafur gerði fyrra mark Vals í leiknum og lék á köfium skín- andi vel í þessum leik. Hann er greinilega að aðlagast „Vals- maskínunni" og var einn af betri mönnum Vals í þessum leik, sívinnandi og leikinn svo af bar með boltann, en enn þá helzt til seinn að losa sig við hann. Við spjölluðum stuttlega við Óla Dan að leiknum loknum. Hann sagði að leikurinn hefði verið einn af þessum dæmigerðum bikarleikjum. — Þetta var hamagangur og hávaði allan tímann, en sigurinn svo sannar- lega kærkominn, sagði Ólafur. Hann hefur aldrei unnið til stóru verðlaunanna í íslenzkri knattspyrnu. Með FH varð hann sigurvegari í 2. deild á sínum tíma og einnig varð hann Hafn- arfjarðarmeistari. Með Val hef- ur hann unnið sex gullpeninga á þessu ári, 4 fyrir innanhússmót og síðan fyrir Meistarakeppnina og Reykjavíkurmótið. En nú hefur stefnan verið sett á bikar- keppnina og íslandsmeistaratit- il. Þeim titlum ætlar þessi knái Valsmaður úr Hafnarfirðinum að bæta í safnið í haust. En það er annar Hafnfirðing- ur í Valsliðinu, Dýri Guðmunds- son, sem aldrei hefur leikið betur í sumar. Hann var sam- mála Ólafi um að þessi leikur við Akranes hefði verið dæmigerður bikarleikur, mikið barist, en minna verið spilað. — Erfiðri hindrun er rutt úr vegi með sigri gegn Akurnesingum, og ég held að flestir hafi litið á þennan leik sem raunverulegan úrslitaleik keppninnar. Mikilvægi leiksins setti mark á hann, en sigurinn er fyrir öllu. Ef ég mætti einhverju ráða vildi ég heldur fá Þróttara í úrslitaleiknum heldur en Fram, okkur gengur einhvern veginn betur með Þróttara þó þeir séu kannski ekkert lakari, sagði Dýri. - áij

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.